Fara í efni

Sveitarstjórn Skagafjarðar

39. fundur 23. júní 2025 kl. 16:15 - 17:45 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson forseti
  • Hrund Pétursdóttir aðalm.
  • Hrefna Jóhannesdóttir aðalm.
  • Guðlaugur Skúlason varam.
    Aðalmaður: Gísli Sigurðsson
  • Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir 1. varaforseti
  • Jóhanna Ey Harðardóttir aðalm.
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson 2. varaforseti
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir aðalm.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Baldur Hrafn Björnsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Baldur Hrafn Björnsson Sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Í upphafi fundar fór forseti þess á leit við sveitarstjórn að mál #2301116 "Beiðni um tímabundna lausn frá nefndarstörfum" verði tekið á dagskrá fundarins með afbrigðum. Samþykkt samhljóða.

Jafnframt fór forseti þess á leit við sveitarstjórn að fresta afgreiðslu máls #2502228 - "Hólagerði L146233 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi". Samþykkt samhljóða.

1.Byggðarráð Skagafjarðar - 146

Málsnúmer 2505013FVakta málsnúmer

Fundargerð 146. fundar byggðarráðs frá 14. maí 2025 lögð fram til afgreiðslu á 39. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 146 Skipulagsnefnd Skagafjarðar samþykkti samhljóða á 73. fundi nefndarinnar 9. maí sl. að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagstillögu fyrir "Sauðárkrókur Athafnarsvæði AT-403" í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í þeirri tillögu er gert ráð fyrir 6 lóðum við Borgarbraut, nánar tiltekið númer 2, 4, 6, 8, 10 og 12.
    Byggðarráð samþykkir samhljóða að auglýsa lóðirnar lausar til umsóknar með fyrirvara um staðfestingu sveitarstjórnar á endanlegu deiliskipulagi svæðisins. Dregið verður úr umsóknum verði fleiri en einn umsækjandi um lóð í samræmi við úthlutunarreglur sveitarfélagsins. Skipulagsfulltrúa er falið auglýsa lóðirnar í samræmi við úthlutunarreglur sveitarfélagsins að fenginni staðfestingu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 146. fundar byggðarráðs staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 146 Lögð fram tillaga frá Álfhildi Leifsdóttur fulltrúa VG og óháðra í byggðarráði svohljóðandi:

    Byggðarráð Skagafjarðar samþykkir að komið verði á árlegri viðurkenningu til handa listamanni í Skagafirði sem hefur skarað fram úr í listsköpun sinni eða stuðlað að menningarstarfi í héraðinu.

    Leitað verði eftir tilnefningum frá almenningi, félagasamtökum og stofnunum innan sveitarfélagsins, og Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd velji viðkomandi listamann hverju sinni úr innsendum tillögum. Viðurkenningin verði veitt við hátíðlega athöfn á þjóðhátíðardegi Íslendinga, 17. júní, ár hvert.

    Með þessu er stuðlað að því að lyfta fram og heiðra listsköpun í héraðinu, styðja við menningarstarf og vekja athygli á fjölbreytileika og gæðum þeirrar lista sem eiga sér stað í Skagafirði.

    Byggðarráð tekjur jákvætt í tillöguna og samþykkir samhljóða að vísa henni til umsagnar og frekari útfærslu í atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd, m.a. hvað varðar skilgreiningu viðurkenningar til listamanna annars vegar og samfélagsverðlauna hins vegar og við hvaða tilefni viðurkenningin er afhent.

    Bókun fundar Afgreiðsla 146. fundar byggðarráðs staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 146 Lagður fram tölvupóstur frá Álfhildi Leifsdóttur dagsettur 8. maí 2025. Í tölvupóstinum ber Álfhildur upp fyrirspurn fyrir fund byggðarráðs, svohljóðandi:

    VG og óháð óska eftir að fá upplýsingar um stöðu þeirrar vinnu sem bókað var um á fundi sveitarstjórnar Skagafjarðar 12. mars síðastliðinn sem varðar þau áform að kanna grundvöll þess, með auglýsingu, hvort áhugasamir aðilar hafi hug og getu til þess að sjá um rekstrarhald félagsheimilanna Ljósheima og í Rípurhreppi, áður en tekin verður ákvörðun um sölu þeirra.

    Við óskum eftir svörum við eftirfarandi:

    1. Hefur auglýsing þess efnis þegar verið birt, og ef svo er, hvenær og hvar?
    2. Í upphaflegri bókun byggðaráðs eru áform um sölu á Ljósheimum, Félagsheimilisins í Rípurhreppi og Skagaseli. Ekki er rætt um Ljósheima í bókun meirihluta og Byggðalista á sveitarstjórnarfundi þann 12. mars. Hvaða áform eru með hlutverk Ljósheima fyrst þess er ekki getið í umræddri bókun?
    3. Hver er tímarammi þess að þessi vinna ljúki áður en ákvörðun verður tekin um hugsanlega sölu?

    Veitt eru eftirfarandi svör við fyrirspurninni:

    1. Auglýsing eftir rekstraraðilum að félagsheimilinu Skagaseli og félagsheimili Rípurhrepps var birt á heimasíðu Skagafjarðar og í Sjónhorninu í morgun og hafa áhugasamir til mánaðarmóta að skila inn umsókn.

    2. Ákveðið var á 79. fundi byggðarráðs þann 10. janúar 2024 að funda með hlutaðeigandi forsvarsmönnum félaga sem komið hafa að eignarhaldi eða rekstri félagsheimilanna Ljósheima, Skagasels og Félagsheimili Rípurhrepps, með hugsanlega sölu húsanna í huga. Á 82. fundi byggðarráðs þann 31. janúar 2024 var málið aftur á dagskrá og þá var samþykkt að óska eftir heimild menningar- og viðskiptaráðherra til að hefja söluferli félagsheimilanna þriggja í samræmi við lög um félagsheimili nr. 107/1970. Svar barst við því erindi frá ráðuneytinu 11. maí 2024, þar sem ekki voru gerðar athugasemdir við fyrirhugaða sölu. Á 100. fundi byggðarráðs samþykkti byggðarráð að bjóða upp á samtal við íbúa um fyrirhugaða sölu fyrrnefndra félagsheimila sem og gert var í hverju félagsheimilanna. Þar gafst íbúum kostur á að eiga samtal við fulltrúa byggðarráðs um áformin. Í kjölfar þeirra funda sköpuðust umræður um hvort skynsamlegt væri að bíða með áform um sölu Ljósheima þar til menningarhús á Sauðárkróki væri komið upp. Á þeim rökum byggði ákvörðun byggðarráðs á 135. fundi þess þegar ákveðið var að auglýsa eingöngu tvö félagsheimilanna til sölu, það eru félagsheimilið Skagasel og Félagsheimili Rípurhrepps. Á 137. fundi byggðarráðs var tekin ný ákvörðun þar sem ákveðið var að auglýsa fyrst eftir rekstraraðila að hvoru húsinu fyrir sig sem hefði áhuga á og getu til að taka við rekstri húsanna með þeim hætti að sveitarfélagið Skagafjörður beri engan kostnað af rekstri húsanna. Reynist enginn aðili áhugasamur um rekstur húsanna með þessum hætti verði félagsheimilin auglýst til sölu hæstbjóðenda. Að þessu frágengnu verður svo áfram unnið með íbúum og eigendum annarra félagsheimila að breyttri leiguleið eða sölu. Þess ber einnig að geta að byggðarráð samþykkti samhljóða að við sölu félagsheimila í Skagafirði skuli 10% af söluandvirði félagsheimilanna renna til Ungmennasambands Skagafjarðar (UMSS) og Sambands skagfirskra kvenna (SSK).

    3. Umsóknarfrestur um rekstur félagsheimilisins Skagasels og Félagsheimili Rípurhrepps er til 1. júní næstkomandi. Eftir að umsóknarfresti lýkur liggur fyrir hvort áhugi sé fyrir því að taka við rekstri félagsheimilanna samkvæmt fyrirliggjandi skilmálum sem samþykktir voru á 137. fundi byggðarráðs þann 12. mars 2025.
    Bókun fundar Afgreiðsla 146. fundar byggðarráðs staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 146 Haraldur Sigfús Magnússon fyrir hönd Orku náttúrunnar ohf. óskar eftir leyfi sveitafélagsins Skagafjarðar til þess að fá að nýta þann styrk sem sveitafélagið fékk frá Loftlags- og orkusjóði í gegnum verkefnið "Orkuskipti 2024" til uppbyggingar hleðsluinnviða í Varmahlíð.

    Orka náttúrunnar hefur ákveðið að fara í gríðarmikla fjárfestingu hleðsluinnviða í Varmahlíð og verkefnið fer senn að hefjast.

    Verkefnið verður lyftistöng fyrir Varmahlíð og sem mun vera eftir sem áður vinsæl stoppustöð fyrir fólk á ferðalögum sem og nærsamfélagið.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að verða við beiðni Orku náttúrunnar, um að nýta þann styrk sem sveitarfélagið fékk frá Loftslags- og orkusjóði, til uppbyggingar hleðsluinnviða í Varmahlíð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 146. fundar byggðarráðs staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 146 Landsnet lagði fram til kynningar og umsagnar Kerfisáætlun 2025-2034 í samræmi við raforkulög. Landsnet leggur að þessu sinni fram þriggja ára framkvæmdaáætlun með kerfisáætlun. Kjarninn í kerfisáætlun er forgangsröðun framkvæmda til uppbyggingar flutningskerfisins. Í langtímaáætlun er kynnt hvaða framkvæmdir verði ráðist í á næstu 10 árum. Í framkvæmdaáætlun er greint nánar frá þeim framkvæmdum sem farið verður í á næstu þremur árum, hvaða valkostir hafi verið skoðaðir og hvað hafi ráðið vali. Einnig fylgir áætluninni umhverfismatsskýrsla.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða eftirfarandi umsögn:

    Í fyrirliggjandi drögum að Kerfisáætlun Landsnets er fjallað um þau verkefni sem áformuð eru á árabilinu 2025-2034. Ljóst er að megin flutningslínur raforku til Skagafjarðar eru fulllestaðar og geta ekki borið meira rafmagn en þær gera í dag. Við þetta má bæta að Rangárvallalína sem liggur frá Varmahlíð til Akureyrar er elsti hluti byggðalínunnar á Íslandi, með tilheyrandi takmörkunum flutningsgetu, viðhaldsþörf og tapi á raforku. Byggðarráð fagnar því að gert sé ráð fyrir endurnýjun Rangárvallalínu með tilkomu Blöndulínu 3 og að ráð sé fyrir gert að framkvæmdir við þá línu hefjist á árinu 2026. Hið sama má segja um lagningu Holtavörðuheiðarlínu 1 og 3 en það er líka fagnaðarefni að ráð sé fyrir því gert að framkvæmdir við þær línur hefjist á árinu 2027. Byggðarráð harmar hins vegar að ekki sé gert ráð fyrir endurnýjun á Sauðárkrókslínu 1, sem er 66 kV loftlína sem var tekin í notkun árið 1954 og er því 71 árs gömul, en ástand hennar er ekki metið gott. Byggðarráð Skagafjarðar leggur því til að hún verði endurnýjuð hið fyrsta, að undangengnu mati á möguleikum þess að lagður verði 132 kV jarðstrengur í stað hennar við hlið Sauðárkrókslínu 2 eða með hringtengingu um Þverárfjall. Með aukningu á flutningsgetu rafstrengja til Sauðárkróks ásamt endurnýjun byggðalínunnar munu möguleikar héraðsins til orkuskipta og nýtingu endurnýjanlegrar raforku til fjölbreyttrar starfsemi aukast sem er mikilvægt fyrir alla framtíðar uppbyggingu í Skagafirði.

    Bókun fundar Afgreiðsla 146. fundar byggðarráðs staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.

2.Byggðarráð Skagafjarðar - 147

Málsnúmer 2505019FVakta málsnúmer

Fundargerð 147. fundar byggðarráðs frá 21. maí 2025 lögð fram til afgreiðslu á 39. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 147 Fulltrúar Golfklúbbs Skagafjarðar, þau Kristján Eggert Jónasson gjaldkeri og Aldís Hilmarsdóttir formaður, sátu fundinn undir þessum lið.

    Lögð voru fram drög að samningum Skagafjarðar við Golfklúbb Skagafjarðar. Annars vegar er um að ræða samning um rekstur golfklúbbs og golfvallar og hins vegar verksamningar um slátt á íþróttaleikvangi og opnum svæðum á Sauðárkróki. Fyrri samningar runnu út 31. ágúst 2024 og í fyrirliggjandi drögum er gert ráð fyrir að ganga til samninga sem gilda til 31. desember 2028. Á fundinum voru efnistök og innihald samninga rædd.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við Golfklúbb Skagafjarðar í samræmi við umræður fundarins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 147. fundar byggðarráðs staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 147 Hjörvar Halldórsson, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

    Farið var yfir opnun tilboða í útboð verkframkvæmdar við lóð við nýjan leikskóla í Varmahlíð en tilboð voru opnuð 9. maí sl. Þrjú tilboð bárust í verkið og voru þau öll talsvert umfram kostnaðaráætlun. Uppsteypa ehf átti lægsta tilboðið sem var 143,3% af kostnaðaráætlun verksins.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs gerð viðauka vegna verksins. Byggðarráð samþykkir jafnframt samhljóða að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðandi í samræmi við umræður á fundinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 147. fundar byggðarráðs staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 147 Hjörvar Halldórsson, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundin undir þessum dagskrárlið.

    Farið var yfir opnun tilboða í útboðinu "Víðigrund Sauðárkróki - Gatnagerð 2025" en tilboð voru opnuð 29. apríl sl. Eitt tilboð barst í verkið og var það yfir kostnaðaráætlun.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að hafna tilboðinu. Jafnframt samþykkir byggðarráð samhljóða að endurskoða verkþætti tilboðsins og að það verði boðið út að nýju í haust með framkvæmdatíma á árinu 2026. Sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs falin gerð viðauka í samræmi við þessa niðurstöðu málsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 147. fundar byggðarráðs staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 147 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 16. maí sl. frá Álfhildi Leifsdóttur, fulltrúa VG og óháðra í byggðarráði. Í tölvupóstinum ber Álfhildur upp fyrirspurn svohljóðandi:

    "Í auglýsingu sveitarfélagsins Skagafjarðar þar sem leitað er eftir rekstraraðila eftir félagsheimilinu í Hegranesi og Skagaseli eru skilmálar um að leigugreiðsla skuli taka mið af álögðum fasteignaskatti, skyldutryggingum og viðhaldskostnaði sem nemur 1,5% af brunabótamati fasteignamati.
    VG og óháð óskar eftir eftirfarandi upplýsingum vegna þessa skilmála:

    1. Á hvaða forsendum byggir sú ákvörðun að krefjast þess að árlegur viðhaldskostnaður skuli nema 1,5% af brunabótamati viðkomandi húsnæðis?

    2. Er fyrirhugað að beita sömu viðhaldsskilyrðum (1,5% af brunabótamati) við leigu annarra félagsheimila í eigu sveitarfélagsins?

    3. Eru þessi viðhaldskilyrði almennt notuð í viðhaldi eigna sveitarfélagsins? Ef ekki, við hvað er þá miðað?

    4. Hvaða upphæðir er um að ræða séu reiknuð 1,5% af brunabótamati af öllum félagsheimilum í eigu sveitarfélagsins (hverju fyrir sig)?

    5. Eru önnur húsnæði í eigu sveitarfélagsins sem nú eru í leigu eða rekstri með samsvarandi árlega viðhaldsskyldu?

    6. Eru einhver húsnæði í eigu sveitarfélagsins algjörlega undanskilin því að greiða fasteignagjöld og/eða viðhaldskostnað?

    7. Hvernig verður tryggt að viðmið sem þessi mismuni ekki rekstraraðilum eftir eðli og staðsetningu húsnæðis?

    Veitt eru eftirfarandi svör við fyrirspurninni:

    1. Á hvaða forsendum byggir sú ákvörðun að krefjast þess að árlegur viðhaldskostnaður skuli nema 1,5% af brunabótamati viðkomandi húsnæðis?
    Sveitarfélagið leitaði ráðgjafar til KPMG og fékk þau tilmæli að ráðlegt væri að miða við 1,5% - 2,5% af brunabótamati fasteignar árlega til viðhalds fasteigna. Við ákvörðunina var það metið eðlilegt að gæta meðalhófs og miða við neðri mörkin.

    2. Er fyrirhugað að beita sömu viðhaldsskilyrðum (1,5% af brunabótamati) við leigu annarra félagsheimila í eigu sveitarfélagsins?
    Á 137. fundi byggðarráðs þann 12. mars sl. var ákvörðun tekin um að auglýsa eftir áhugasömum til að taka við rekstri þeirra tveggja félagsheimila sem umræðan á þeim fundi sneri um, það eru Skagasel og Félagsheimili Rípurhrepps. Sömu skilyrði giltu um bæði félagsheimilin. Gert er ráð fyrir að verði ákvörðun tekin um að fara sömu leið með önnur félagsheimili í Skagafirði, þá muni sömu skilmálar gilda um þau félagsheimili. Uppreiknaður kostnaður leigutaka við Félagsheimili Rípurhrepps verður leigugreiðsla að upphæð 213.250 krónum á mánuði sem gerir 766 krónur á hvern fermeter. Skagasel yrði leigt á 244.026 krónur á mánuði eða 819 krónur á fermeter. Það er lang lægsta leiguverð á hvern fermetra fyrir nokkra þá eign sem sveitarfélagið á. Þess ber að geta að ekki er gert ráð fyrir afskriftum við ákvörðun leiguverðs á félagsheimilunum tveimur.

    3. Eru þessi viðhaldskilyrði almennt notuð í viðhaldi eigna sveitarfélagsins? Ef ekki, við hvað er þá miðað?
    Það fer eftir tegund eignar og aðstæðum við hvaða viðhaldsskilyrði er miðað við. Félagslegar leiguíbúðir hafa verið leigðar út með það fyrir augum að mæta fjármögnunarkostnaði auk umsýslukostnaðar á sama tíma og leitast er við að halda leigufjárhæð í lágmarki, sökum eðli starfseminnar. Við útleigu á rýmum á Faxatorgi hefur sveitarfélagið haft markaðsverð slíkra rýma til viðmiðunar, en þar nemur leigufjárhæð um 4,9% af brunabótamati auk þess sem leigutakar greiða allan rekstrarkostnað fasteignarinnar. Innri leiga sveitarfélagsins tekur mið af reglugerð 1212/2015 um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga þar sem innheimta skal leigu í samræmi við raunverulegan kostnað sem viðkomandi fjárfesting ber með sér yfir lengri tíma. Til slíks kostnaðar teljast fjármagnskostnaður vegna viðkomandi rekstrarfjármuna, afskriftir, skattar og tryggingar og viðhaldskostnaður, auk eðlilegrar þóknunar eignasjóðs fyrir umsýslu.

    4. Hvaða upphæðir er um að ræða séu reiknuð 1,5% af brunabótamati af öllum félagsheimilum í eigu sveitarfélagsins (hverju fyrir sig)?
    1,5% af brunabókamati hverrar eignar fyrir sig er hér gefin upp í heild sinni, taka skal mið af því að kostnaðurinn deilist niður á 12 mánuði þegar reikna á út hvert álag viðhalds verður ofan á leiguverð hvers félagsheimilis fyrir sig:
    Melsgil: 1.103.250 kr.
    Ljósheimar: 2.744.250 kr.
    Félagsheimili Rípurhrepps: 2.021.250 kr.
    Árgarður: 5.164.050 kr.
    Höfðaborg: 7.452.750 kr.
    Ketilás: 2.121.150 kr.
    Miðgarður: 17.556.000 kr.
    Skagasel: 2.298.000 kr.
    Bifröst: 3.825.000 kr.
    Héðinsminni: 1.683.750 kr.

    5. Eru önnur húsnæði í eigu sveitarfélagsins sem nú eru í leigu eða rekstri með samsvarandi árlega viðhaldsskyldu?
    Stærstur hluti samninga sveitarfélagsins um leigu er á félagslegum grunni eða innri leiga á eigin fasteignum. Þar á eftir koma samningar um leigu á skrifstofurými í Faxatorgi 1, þar er vísað í svar við lið 3 varðandi forsendur. Það eru ekki fordæmi um rekstrarsamninga á borð samninga sem nú eru auglýstir varðandi félagsheimili Rípurhrepps og Skagasel enda er hér um nýbreytni að ræða. Vísað er hér til ákvörðunar 137. fundar byggðarráðs þann 12. mars sl. þegar ákveðið var að falla frá beinni sölu félagsheimilanna og auglýsa frekar eftir áhugasömum rekstraraðilum sem eru tilbúnir til að taka við rekstri félagsheimilanna þannig sveitarfélaginu stafi enginn kostnaður af rekstrinum. Tekið skal fram að ekki er tekið mið af afskriftum húsnæðis við ákvörðun leiguverðs.

    6. Eru einhver húsnæði í eigu sveitarfélagsins algjörlega undanskilin því að greiða fasteignagjöld og/eða viðhaldskostnað?
    Nei, sveitarfélagið greiðir fasteignagjöld af öllum sínum eignum. Viðhaldi er sinnt eftir þörfum og stærri viðhaldsaðgerðum á fasteignum í eigu sveitarfélagsins er forgangsraðað í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins ár hvert.

    7. Hvernig verður tryggt að viðmið sem þessi mismuni ekki rekstraraðilum eftir eðli og staðsetningu húsnæðis?
    Þessi viðmið eiga við um bæði þau félagsheimili sem ákveðið var að auglýsa á 137. fundi byggðarráðs þann 12. mars sl. (sjá nánar í fundargerð: https://www.skagafjordur.is/is/fundargerdir/byggdarrad-skagafjardar/5580). Það þarf að skoða heildrænt hvert verkefni fyrir sig því mismunandi reglur gilda um hin ýmsu rekstrarform. Hvert verkefni þarf að skoða heildrænt með markmið að leiðarljósi. Félagslegt húsnæði á vegum sveitarfélagsins er leigt út með það að leiðarljósi að útvega þeim húsnæði sem þurfa sérstakan stuðning til þess, innri leiga eignarsjóðs á fasteignum í eigu sveitarfélagsins hefur það að markmiði að hýsa starfsemi stofnanna sveitarfélagsins og í þessu tilviki byggist ákvörðun byggðarráðs á því að koma til móts við hóp sem var andvígur sölu félagsheimilanna á almennum markaði og hafði lýst yfir áhuga á því að taka við rekstri félagsheimilis Rípurhrepps. Ákveðið var að fresta sölunni og bjóða áhugasömum einstaklingum eða lögaðilum að taka við rekstri umræddra félagsheimila sem til stóð að selja. Þessi leið þótti henta best með tilliti til þess að áherslur í byggðarráði hafa verið að eins verði komið fram við alla og sama aðferð verði nýtt um öll félagsheimili sem umræður kunna að beinast að því að selja. Með þessu móti sitja allir við sama borð, allir hafa möguleikann á að taka við rekstrinum án þess að verið sé að afhenda sameiginlegar eignir allra Skagfirðinga með gjafagjörningum til fárra útvalinna. Stígi aðilar fram sem hafa áhuga og getu til að taka við rekstri þeirra félagsheimila þannig að sveitarfélagið beri engan kostnað af hafa þeir möguleikann á því.

    Álfhildur Leifsdóttir, fulltrúi VG og óháðra óskar bókað:
    "Fulltrúi VG og óháðra þakkar fyrir svör við fyrirspurn hvað varðar skilmála varðandi leigu á félagsheimilunum í Hegranesi og Skagaseli, sérstaklega varðandi ákvörðun um að árlegur viðhaldskostnaður skuli nema 1,5% af brunabótamati.
    Í bókun meirihluta og Byggðalista af 137. fundar byggðaráðs og staðfest á sveitarstjórnarfundi þann 12. mars síðastliðnum segir m.a.: “Mikilvægt er að koma málefnum og rekstri félagsheimilanna til betri vegar með það að markmiði að notagildi þeirra verði meira, samfélaginu öllu til góða. Í þeirri vinnu er jafnframt mikilvægt að hafa í huga að hlutur sveitarfélagsins í félagsheimilunum er eign allra íbúa Skagafjarðar og því þarf að gæta að jafnræði milli íbúa, hvort sem er við leigu þeirra eða sölu."
    Það einmitt mat VG og óháðra að mikilvægt sé að tryggja samræmi og jafnræði milli þeirra aðila sem leigja húsnæði af sveitarfélaginu. Slík viðmið þurfa að byggja á skýrum og gagnsæjum forsendum sem eiga við öll sambærileg tilfelli, óháð staðsetningu eða eðli húsnæðis. Er því miður ekki að sjá að það sé raunin með þeim áformum sem auglýsing húsanna sýnir. Það að meirihluti og Byggðalisti telji að þessi einhliða ákvörðun þeirra um þessa skilmála séu til þess fallnir að koma sem best og jafnast fram við öll sýnir að okkar mati skort á því samtali sem æskilegt hefði verið að færi fram við þann hóp sem andvígur var sölunni.
    Fulltrúi VG og óháðra hvetur því til þess að sveitarfélagið móti heildstæða stefnu um leigu og viðhaldsskyldur þeirra sem leigja eignir sveitarfélagsins, þannig að skýrt sé við hvað sé miðað og hvernig tryggt sé að aðilum sé ekki mismunað."
    Bókun fundar Afgreiðsla 147. fundar byggðarráðs staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.

    Álfhildur Leifsdóttir, VG og óháðum ítrekar bókun sína frá fundi byggðarráðs, svohljóðandi:
    "Fulltrúi VG og óháðra þakkar fyrir svör við fyrirspurn hvað varðar skilmála varðandi leigu á félagsheimilunum í Hegranesi og Skagaseli, sérstaklega varðandi ákvörðun um að árlegur viðhaldskostnaður skuli nema 1,5% af brunabótamati.
    Í bókun meirihluta og Byggðalista af 137. fundar byggðaráðs og staðfest á sveitarstjórnarfundi þann 12. mars síðastliðnum segir m.a.: “Mikilvægt er að koma málefnum og rekstri félagsheimilanna til betri vegar með það að markmiði að notagildi þeirra verði meira, samfélaginu öllu til góða. Í þeirri vinnu er jafnframt mikilvægt að hafa í huga að hlutur sveitarfélagsins í félagsheimilunum er eign allra íbúa Skagafjarðar og því þarf að gæta að jafnræði milli íbúa, hvort sem er við leigu þeirra eða sölu."
    Það einmitt mat VG og óháðra að mikilvægt sé að tryggja samræmi og jafnræði milli þeirra aðila sem leigja húsnæði af sveitarfélaginu. Slík viðmið þurfa að byggja á skýrum og gagnsæjum forsendum sem eiga við öll sambærileg tilfelli, óháð staðsetningu eða eðli húsnæðis. Er því miður ekki að sjá að það sé raunin með þeim áformum sem auglýsing húsanna sýnir. Það að meirihluti og Byggðalisti telji að þessi einhliða ákvörðun þeirra um þessa skilmála séu til þess fallnir að koma sem best og jafnast fram við öll sýnir að okkar mati skort á því samtali sem æskilegt hefði verið að færi fram við þann hóp sem andvígur var sölunni.
    Fulltrúi VG og óháðra hvetur því til þess að sveitarfélagið móti heildstæða stefnu um leigu og viðhaldsskyldur þeirra sem leigja eignir sveitarfélagsins, þannig að skýrt sé við hvað sé miðað og hvernig tryggt sé að aðilum sé ekki mismunað."
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 147 Lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um veiðigjald (aflaverðmæti í reiknistofni), 351. mál, frá atvinnuveganefnd Alþingis. Umsagnarfrestur er til og með 26. maí nk.
    Byggðarráð gerir eftirfarandi athugasemdir við frumvarpið og efnisatriði greinargerðar þess.
    Í greinargerðinni kemur fram að tvöföldun veiðigjalda „muni hafa óveruleg áhrif á þau byggðarlög þar sem sjávarútvegsfyrirtæki eru staðsett“. Jafnframt kemur fram að tölur sem fram koma í greinargerðinni séu birtar með þeim fyrirvara „að þær byggjast á upplýsingum um hvar greiðendur veiðigjalds eru með heimilisfesti og endurspegla... því ekki nákvæmlega hvar starfsemi greiðenda veiðigjalds fer fram eða hvar starfsfólk fyrirtækja sem greiða veiðigjald er með skráð lögheimili og greiðir útsvar“. Byggðarráð leggur áherslu á nauðsyn þess að greina hvar starfsemi greiðenda veiðigjalds fer fram og hvar starfsfólk þeirra fyrirtækja er með skráð lögheimili og greiðir sitt útsvar. Eingöngu með þeim hætti er hægt að átta sig á raunverulegum áhrifum tvöföldunar veiðigjalda. Greining sem KPMG hefur unnið fyrir Samtök sjávarútvegssveitarfélaga sýnir vel fram á að hækkun veiðigjalda getur haft afdrifarík áhrif á einstaka byggðakjarna.
    Jafnframt kemur fram í greinargerð frumvarpsins að komi til þess að einstakir greiðendur veiðigjalda taki ákvörðun um breytingar í rekstri sínum sem kunni að leiða til fækkunar starfa, sem þar af leiðandi skilar sér í lægra útsvari til sveitarfélaga, „þá verður að telja að slík ákvörðun sé ávallt byggð á viðskiptalegum grunni, en ekki vegna breytinga á viðmiði við útreikning reiknistofns að baki veiðigjaldi“. Byggðarráð bendir á að krafa um aukna hagræðingu og framlegð hefur áður haft afgerandi áhrif á fjölda starfa í veiðum og vinnslu og þ.a.l. á íbúafjölda og afkomu samfélaga vítt og breytt um landið. Líkur eru á að boðuð hækkun veiðigjalda geti leitt til hagræðingar og/eða samþjöppunar aflaheimilda sem getur haft bein áhrif á byggðaþróun.
    Í mati á jafnréttisáhrifum frumvarpsins kemur fram að ekki sé talið að það hafi mælanleg áhrif á jafnrétti kynjanna og að ekki verði farið í rannsóknir til að afla slíkra gagna. Byggðarráð gerir athugasemd við þennan skort á greiningu þar sem fyrir liggur að stór hluti starfa í fiskvinnslu á Íslandi er unninn af konum, mörgum hverjum af erlendum uppruna. Ljóst er að greina þarf möguleg áhrif afleiðinga frumvarpsins á störf við fiskvinnslu á Íslandi og jafnrétti kynjanna.
    Byggðarráð Skagafjarðar telur að möguleg áhrif tvöföldunar veiðigjalda á byggðir vítt og breytt um landið geti haft það í för með sér að grafið verði undan rekstrarhæfni útgerða í brothættum byggðum, bein og óbein umsvif minnki og störfum fækki sem getur leitt til þess að sveitarfélög missi verulegar tekjur, m.a. í formi útsvars og hafnargjalda.
    Byggðarráð Skagafjarðar kallar eftir að ítarleg greining fari fram á raunverulegum áhrifum hækkunar veiðigjalda á einstök sveitarfélög og byggðarlög áður en þinglegri meðferð frumvarpsins lýkur. Einnig að unnin verði sérstök greining á áhrifum hækkaðra veiðigjalda á lítil og meðalstór fyrirtæki því líkur eru á að talsverður fjöldi slíkra fyrirtækja verði fyrir verulegum áhrifum af boðuðum breytingum, svo miklum að það ógni tilvistargrundvelli margra þeirra. Jafnframt tekur byggðarráð undir með Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga um að frumvarpinu verði breytt í þá veru að stigin verði minni skref í átt til hækkunar veiðigjalda og þau tekin yfir lengri tíma. Það dregur úr líkum á skyndilegri röskun á atvinnulífi og tekjugrunni sveitarfélaga, eykur fyrirsjáanleika og gefur sveitarfélögum og fyrirtækjum svigrúm til að greina áhrifin og aðlagast og minnkar hættu á samdrætti og fækkun starfa með tilheyrandi afleiðingum á byggðafestu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 147. fundar byggðarráðs staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 147 Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu), 298. mál. Frestur til að senda inn umsögn er til og með 28. maí nk.
    Byggðarráð Skagafjarðar tekur undir umsögn Drangeyjar, smábátafélags Skagafjarðar, frá janúar 2023 þegar breytingar sem leiddu til núverandi laga voru í samráðsferli í gegnum Samráðsgátt stjórnvalda. Þar segir í niðurlagi afstöðu félagsins: "Vitað er að meirihluti þeirra sjómanna sem stundað hafa grásleppuveiðar á Skagafirði um alllangt skeið eru nú hlynntir kvótasetningu enda liggi ljóst fyrir á hvaða forsendum það verði gert og hvernig hún verði útfærð."
    Bókun fundar Afgreiðsla 147. fundar byggðarráðs staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 147 Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 88/2025, "Áform um endurskoðun sveitarstjórnarlaga". Umsagnarfrestur er til og með 09.06. 2025.
    Byggðarráð Skagafjarðar fagnar áformum um breytingar á sveitarstjórnarlögum. Nauðsynlegt er að lögin fylgi framþróun sveitarstjórnarstigsins og séu skýr og aðgengileg. Boðaðar breytingar ná til mikilvægra þátta en nauðsynlegt er að nánari útfærslur liggi fyrir sem fyrst. Hvað varðar kaflann um fjármál sveitarfélaga bendir byggðarráð á að það væri til verulegra bóta fyrir framsetningu ársreikninga og gagnsæis í rekstri sveitarfélaga ef tekinn væri upp C-hluti í samstæðureikningsskilum, þar sem inn kæmu hlutdeildarfélög eftir hlutfallslegri ábyrgð viðkomandi sveitarfélags.
    Byggðarráð áskilur sér rétt til frekari umsagna á síðari stigum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 147. fundar byggðarráðs staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 147 Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 89/2025, "Áform um endurskoðun laga um tekjustofna sveitarfélaga (skattlagning orkumannvirkja)". Umsagnarfrestur er til og með 09.06. 2025.
    Byggðarráð Skagafjarðar fagnar því að loksins séu lögð fram formleg áform um endurskoðun laga um tekjustofna sveitarfélaga, þar sem felld verður úr gildi undanþága rafveitna (vatnsafls-, jarðvarma- og vindaflsvirkjana) frá fasteignamati. Byggðarráð lýsir jafnframt yfir ánægju með að áformað sé að fasteignaskattur geti dreifst á milli fleiri en eins sveitarfélags og að hluti af fasteignaskattstekjum af orkumannvirkjum skuli eiga að dreifast til sveitarfélaga í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
    Bókun fundar Afgreiðsla 147. fundar byggðarráðs staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.

3.Byggðarráð Skagafjarðar - 148

Málsnúmer 2505024FVakta málsnúmer

Fundargerð 148. fundar byggðarráðs frá 27. maí 2025 lögð fram til afgreiðslu á 39. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 148 Hjörvar Halldórsson, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum lið. Hjörvar lagði fram yfirlit yfir framkvæmdir og viðhald á vegum sveitarfélagsins og fór yfir hver staða er á einstaka verkefnum. Bókun fundar Afgreiðsla 148. fundar byggðarráðs staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 148 Katrín Sigmundsdóttir, Íris Jónsdóttir og María Þ. Númadóttir, fulltrúar frá kvenfélaginu Framtíðinni, sátu fundinn undir þessum lið.

    Katrín Sigmundsdóttir sendi tölvupóst til sveitarstjóra þann 22. maí sl. og óskaði eftir að fá að koma með fulltrúum kvenfélagsins Framtíðarinnar á fund byggðarráðs til að ræða um eignarhald á félagsheimilinu Ketilási, en byggðarráð samþykkti á 133. fundi sínum, þann 12. febrúar sl. að höfða eignardómsmál til að skýra eignarhald á fjórum félagsheimilum og var Ketilás þar á meðal. Málið verður dómtekið 10. júní næstkomandi. Farið var yfir málið undir þessum lið.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að vinna málið áfram í samvinnu við kvenfélagið Framtíðina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 148. fundar byggðarráðs staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 148 Lögð fram tillaga að rammaáætlun ársins 2026 ásamt forsendum. Rammaáætlun ársins 2026 byggir á samþykktri fjárhagsáætlun 2025 með viðaukum. Gert er ráð fyrir 2,7% hækkun verðlags í takti við þjóðhagsspá Hagstofunnar.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða rammaáætlun ársins 2026 og vísar henni til umfjöllunar og úrvinnslu í nefndum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 148. fundar byggðarráðs staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 148 Álfhildur Leifsdóttir, fulltrúi VG og óháðra leggur fyrir byggðarráð tillögu svohljóðandi:
    "VG og óháð leggja til að byggðarráð Skagafjarðar endurvekji kjörstað í Ketilási í Fljótum við næstu þing- og sveitarstjórnarkosningar.
    Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti í mars 2023 fækkun kjördeilda úr átta í þrjár, með kjördeildum á Sauðárkróki, Hofsósi og í Varmahlíð. Þó þróunin sé sú á landsvísu að fækka kjördeildum, ætti sérstakt tillit að vera tekið til dreifbýlisins í Skagafirði og þeirra íbúa sem búa fjarri þessum þremur miðlægu kjörstöðum.
    Fljótin eru jaðarsvæði þar sem veður eru oft válynd og samgöngur geta verið erfiðar, sérstaklega á haustin og veturna. Í síðustu þingkosningum voru aðstæður með þeim hætti að margir íbúar Fljóta áttu erfitt með að komast á kjörstað vegna óhagstæðra veðurskilyrða. Það undirstrikar mikilvægi þess að kjörstaður sé aðgengilegur í nærumhverfi þeirra sem búa í jaðarsveitum, sérstaklega þegar litið er til þess að kosningar geta nú farið fram á hvaða árstíma sem er.
    Það er mikilvægt er fyrir stjórnsýslu á öllum stigum að bregðast við og endurmeta ákvarðanir þegar í ljós kemur að þær hafi ekki skilað tilætluðum árangri eða hafi haft neikvæð áhrif. Endurvakning kjörstaðar í Ketilási felur ekki í sér verulegan kostnað fyrir sveitarfélagið en myndi tryggja aðgengi íbúa Fljóta að lýðræðislegri þátttöku. Því er lagt til að ákvörðun um lokun kjörstaðar í Ketilási verði endurskoðuð og að hann verði aftur virkur við næstu kosningar."

    Einar E. Einarsson og Gísli Sigurðsson, fulltrúar meirihluta leggja fram eftirfarandi breytingartillögu:
    "Það vekur furðu að fulltrúi VG og óháðra, Álfhildur Leifsdóttir skuli leggja fram tillögu um endurvakningu kjörstaðar í Fljótum þar sem hún samþykkti í byggðarráði 21. febrúar 2023 og í sveitarstjórn 8. mars 2023 að fækka kjördeildum í Skagafirði úr 8 í 3 og þar með að leggja af kjördeildina í Fljótum. Síðan þá hafa verið haldnar tvennar kosningar, þ.e. forsetakosningar og kosningar til Alþingis. Rökin fyrir breytingunum voru verulega bættar samgöngur frá því sem áður var, ásamt hagræðingu og einföldun kosningakerfisins en yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis hafði kallað eftir því í nokkurn tíma að kjörstöðum yrði fækkað í Skagafirði eins og annars staðar í kjördæminu. Rétt er líka að hafa í huga að Landskjörstjórn metur hverju sinni áhrif veðurs á hugsanlega kjörsókn um land allt og sé útlitið slæmt í heildina litið að þeirra mati þá hafa þeir völd til að lengja tíma kjörfundar svo að tryggt sé að allir geti mætt á kjörstað. Það væri hins vegar áhugavert að sjá tölur um kjörsókn í Skagafirði öllum frá því þessi breyting var gerð og sjá hvort hægt sé að draga af þeim tölum ályktanir um áhrif breytinganna á kjörsókn í firðinum öllum.
    Lagt er til að sveitarstjóra verði falið að afla upplýsinga um þróun í kjörsókn í Skagafirði yfir síðustu 10 ár og að á meðan sú vinna er í gangi verði afgreiðslu tillögu um endurupptöku á kjörstað í Fljótum frestað."

    Breytingartillagan borin upp til afgreiðslu byggðarráðs og samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 148. fundar byggðarráðs staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 148 Flestir lóðaleigusamningar á Nöfum á Sauðárkróki runnu út síðastliðin áramót. Í kjölfarið voru bréf send á leigutaka þar sem þeim var tilkynnt um að samningar væru runnir út og óskað eftir viðbrögðum leigutaka um hvort þeir hefðu í hyggju að nýta forleigurétt á lóðunum.

    Nú liggur fyrir að fjórum lóðum hefur verið skilað. Það eru lóðir númer 13, 31, 36 og 38. Það liggur fyrir byggðarráði að taka ákvörðun um hvernig ráðstafa skuli þeim lóðum sem skilað hefur verið inn.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að auglýsa lóðir 13, 31, 36 og 38 til leigu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 148. fundar byggðarráðs staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 148 Fært í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 148. fundar byggðarráðs staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 148 Máli vísað frá 38. fundi fræðslunefndar þann 15. maí sl., þannig bókað:
    "Lögð fram uppfærð tekjuviðmið Skagafjarðar vegna viðbótarniðurgreiðslna á leikskólagjöldum, dagvistunargjöldum og frístundagjöldum. Ný tekjuviðmið gilda frá 1. janúar 2025.
    Fræðslunefnd samþykkir viðmiðin samhljóða fyrir sitt leyti og vísar þeim til byggðarráðs."

    Byggðarráð samþykkir viðmiðin samhljóða og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Viðbótarniðurgreiðslur 2025", síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • 3.8 2501002 Ábendingar 2025
    Byggðarráð Skagafjarðar - 148 Lagðar fram til kynningar innsendar ábendingar til sveitarfélagsins og viðbrögð við ábendingunum. Bókun fundar Afgreiðsla 148. fundar byggðarráðs staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.

4.Byggðarráð Skagafjarðar - 149

Málsnúmer 2505030FVakta málsnúmer

Fundargerð 149. fundar byggðarráðs frá 4. júní 2025 lögð fram til afgreiðslu á 39. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 149 Málið var áður tekið fyrir á 148. fundi byggðarráðs 27. maí sl.
    Byggðarráð samþykkir samhljóða að verða við beiðni kvenfélagsins Framtíðarinnar um að fresta fyrirtöku máls fyrir dómstólum er varðar eignarhald félagsheimilisins Ketiláss, á meðan aflað er frekari gagna um málið. Sveitarstjóra er falið að koma tilkynningu þess efnis til lögmanns sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 149. fundar byggðarráðs staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 149 Á 36. fundi fræðslunefndar þann 27. febrúar 2025 var samþykkt að ganga til samninga við Ásgarð, skólaráðgjöf um gerð og innleiðingu nýrrar menntastefnu fyrir Skagafjörð. Byggðarráð samþykkti að veita fjármagnni í verkefnið á 138. fundi sínum þann 18. mars 2025.

    Nú er undirbúningur fyrir þessa vinnu hafin og því eru lögð fram drög að erindisbréfi stýrihóps um endurskoðun menntastefnu Skagafjarðar 2025 fyrir byggðarráð. Stýrihópinn skipa Formaður fræðslunefndar, Steinunn Rósa Guðmundsdóttir sem fulltrúi minnihluta fræðslunefndar, Jóhanna Sveinbjörg Traustadóttir sem fulltrúi stjórnenda leikskóla, Trostan Agnarsson sem fulltrúi stjórnenda grunnskóla og Nína Ýr Nielsen sem fulltrúi fræðsluþjónustu.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða framlögð drög að erindisbréfi með áorðnum breytingum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 149. fundar byggðarráðs staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 149 Lagt fram fundarboð þar sem stjórn Brákar íbúðafélags hses. boðar til ársfundar sem haldinn verður miðvikudaginn 11. júní 2025 kl. 11:30. Fundurinn verður staðfundur í Reykjavík en einnig verður boðið upp á rafrænt streymi frá fundinum. Atkvæðisrétt hafa skipaðir fulltrúar stofnaðilasveitarfélaga og atkvæðisrétt verður að nýta á staðfundinum. Stjórn og fulltrúaráð hefur seturétt á fundinum og hann er opin öllum samkvæmt samþykktum Brákar.
    Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að fara með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 149. fundar byggðarráðs staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 149 Verkefnastjóri atvinnu-, menningar- og kynningarmála óskar eftir heimild til að loka eftirtöldum gatnamótum á meðan skrúðganga vegna þjóðhátíðardags þann 17. júní n.k. á sér stað:
    Gatnamót Skagfirðingabrautar/Skólastígs.
    Gatnamót Skagfirðingabrautar/Ránarstígs.
    Gatnamót Skagfirðingabrautar/Bárustígs.
    Gatnamót Skagfirðingabrautar/Öldustígs.
    Gatnamót Skagfirðingabrautar/Hegrabrautar/Sæmundarhlíðar rétt á meðan gangan fer inn í portið.
    Gatnamót Sæmundarhlíðar og Spítalastígs

    Starfsmenn þjónustumiðstöðvar munu sjá um að koma upp lokunarpóstum í samvinnu við verkefnastjóra atvinnu-, menningar- og kynningarmála. Tryggt verður að aðgengi sjúkrabíla og löggæsluaðila verði gott þrátt fyrir lokanir.

    Byggðarráð samþykkir erindið samhljóða fyrir sitt leyti og að uppfylltum öðrum tilskyldum leyfum, ásamt því að hjáleiðir verði vel merktar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 149. fundar byggðarráðs staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 149 Máli vísað frá 27. fundi landbúnaðar- og innviðanefndar þann 28. maí síðastliðinn, þannig bókað:
    "Beðið var um umsögn Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra um nýja samþykkt Skagafjarðar um hunda- og kattahald.
    Heilbrigðiseftirlitið gerir smávægilegar athugasemdir sem snúa að mestu að orðalagi í reglugerðabreytingu.
    Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að breyta samþykktinni til samræmis við athugasemdirnar og vísar samþykktinni með áorðnum breytingum til Byggðaráðs."

    Eftir afgreiðslu landbúnaðar- og innviðanefndar hafa borist frekari athugasemdir frá umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytinu, margar af þeim sömu ábendingar og Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra setti fram, en einnig aðrar sem ráðuneytið telur vera til bóta til að kveða skýrar á um hlutverk aðila í reglugerðinni.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að taka tillit til allra ábendinga ráðuneytisins og samþykkir því framlagða samþykkt Skagafjarðar um hunda- og kattahald með áorðnum breytingum og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Samþykkt um hunda og kattahald" síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða."

5.Byggðarráð Skagafjarðar - 150

Málsnúmer 2506007FVakta málsnúmer

Fundargerð 150. fundar byggðarráðs frá 12. júní 2025 lögð fram til afgreiðslu á 39. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Sveinn Þ. Finster Úlfarsson, Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri og Sveinn Þ. Finster Úlfarsson kvöddu sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 150 Undir þessum dagskrárlið mættu Aldís Hilmarsdóttir, Andri Þór Árnason, Herdís Á. Sæmundardóttir og Þórður Karl Gunnarsson frá Golfklúbbi Skagafjarðar.

    Fulltrúar GSS voru síðast á 116. fundi byggðarráðs þegar umræðum um byggingu nýs golfskála var haldið áfram. Þá voru komnar fram hugmyndir að fjármögnun verkefnisins.

    Fulltrúar GSS lögðu fram kynningu á framvindu verkefnisins. Fyrir liggur frumhönnun að nýjum golfskála ásamt uppfærðri kostnaðaráætlun vegna verkefnisins.

    Byggðarráð þakkar þeim fyrir framlagða kynningu.

    Bókun fundar Afgreiðsla 150. fundar byggðarráðs staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 150 Byggðarráð Skagafjarðar fagnar yfirlýsingu sem birtist á heimasíðu mennta- og barnamálaráðuneytisins 10. júní sl. þar sem kemur fram að ríkisstjórnin hyggist halda áfram stefnu um eflingu iðn- og verknáms um land allt og að stefnt sé að því að framkvæmdir við viðbyggingar fjögurra verknámsskóla hefjist í vetur að loknu útboði, m.a. viðbyggingu við verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Byggðarráð hvetur ráðherra til að stuðla að hröðum og öruggum framgangi framkvæmda og meira og nánara samráði við sveitarfélögin sem standa með ríkinu að uppbyggingu skólanna en mjög hefur skort upp á samtal og upplýsingaflæði undanfarna mánuði.

    Full samstaða er meðal sveitarfélaga á Norðurlandi vestra um þessa framkvæmd. Byggðarráð vekur athygli á að sveitarfélagið Skagafjörður hefur í tveimur undanförnum fjárhagsáætlunum sínum verið með fjármagn ráðstafað í framlag þess til móts við framlag ríkisins og afar slæmt að ekki skuli enn hafa verið unnt að nýta það til að hefja þessar brýnu framkvæmdir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 150. fundar byggðarráðs staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 150 Álfhildur Leifsdóttir, fulltrúi VG og óháðra, vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.

    Á 137. fundi byggðarráðs þann 12. mars sl. var ákveðið að auglýsa eftir áhugasömum aðilum til að taka við rekstri félagsheimilis Rípurhrepps með þeim hætti að sveitarfélagið Skagafjörður beri engan kostnað af rekstri þeirra, hvort heldur sé litið til rekstrarkostnaðar í formi m.a. rafmagns, hita, trygginga og fasteignaskatta eða viðhaldskostnaðar. Þessr tillögur voru í fullu samræmi við óskir íbúasamtaka og hollvina Hegraness í bréfi þeirra dagsett 5. mars 2025.

    Á fundinum var lagt fram erindi frá Íbúasamtökum og hollvinum Hegraness, dagsett 30. maí 2025, undirritað af Sigríði Ingólfsdóttur, Sigríði Ellen, Ómari Kjartanssyni, Maríu Eymundsdóttur, Hildi Magnúsdóttur og Þórarni Leifssyni. Þar leggja fyrrgreindir fulltrúar hins óstofnaða félags fram tilboð í leigu á Félagsheimili Rípurhrepps frá sveitafélaginu Skagafirði. Í tilboðinu eru tilgreindir aðrir skilmálar en byggðarráð hafði sett fram við auglýsingu húsanna.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að bjóða fulltrúum íbúasamtakanna á fund byggðarráðs.
    Bókun fundar Álfhildur Leifsdóttir, VG og óháðum vék af fundinum við afgreiðslu þessa liðar.

    Afgreiðsla 150. fundar byggðarráðs staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með átta atkvæðum.

  • Byggðarráð Skagafjarðar - 150 Lagður fram tölvupóstur frá Maríu Dögg Jóhannesdóttur dagsettur 2. júní sl. Í tölvupóstinum fer María, fyrir hönd Meistaraflokks kvenna í knattspyrnu Tindastóls, þess á leit við byggðarráð að sveitarfélagið veiti fjármagni til endurnýjunar hljóðkerfis og klukku á knattspyrnuvelli Tindastóls.

    Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að vinna málið áfram.
    Bókun fundar Afgreiðsla 150. fundar byggðarráðs staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 150 Máli vísað frá 34. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar þann 5. júní sl., þannig bókað:
    "Umræður um sjálfsafgreiðslulausn fyrir bókasafnið.

    Verkefnastjóri leggur fram tilboð fyrir sjálfsafgreiðsluvélar.

    Markmiðið og tilgangur verkefnisins er fyrst og fremst að bæta þjónustu við notendur safnsins, en sjálfsafgreiðsluvélar gera notendum kleift að afgreiða útlán og skil á bókum.

    Umrætt verkefni fellur að tækniframþróunarstefnu sveitarfélagsins sem felur í sér að auka stafrænar lausnir með notendamiðaðri þjónustuveitingu.

    Nefndin samþykkir samhljóða að innleiða sjálfsafgreiðslulausn á bókasafninu á Sauðárkróki árið 2026 og óskar eftir við byggðarráð að fjármagni verði veitt til verkefnisins í fjárhagsáætlun ársins 2026."

    Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að afla frekari upplýsinga um áhrif sjálfsafgreiðslulausnarinnar á opnunartíma og hagræðingu sem af fjárfestingunni hlýst.
    Bókun fundar Afgreiðsla 150. fundar byggðarráðs staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 150 Máli vísað frá 34. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar þann 5. júní sl., þannig bókað:
    "Framlögð drög af reglum um styrki, styrktarlínur og auglýsingar.

    Nefndin samþykkir samhljóða framlögð drög af reglum um styrki, styrktarlínur og auglýsingar með áorðnum breytingum og vísar þeim til afgreiðslu byggðarráðs."

    Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagðar reglur um styrki, styrktarlínur og auglýsingar með áorðnum breytingum og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Reglur um styrki, styrktarlínur og auglýsingar" síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 150 Máli vísað frá 34. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar þann 5. júní sl., þannig bókað:
    "Lögð fram beiðni frá Nýprent, dags 20. maí 2025, varðandi styrktarlínur á þjónustuskiltum við byggðarkjarna sveitarfélagsins.

    Nefndin samþykkir samhljóða að vísa erindinu til byggðarráðs til afgreiðslu."

    Með hliðsjón af breyttri rafrænni upplýsingamiðlun og snjallsímavæðingu samþykkir byggðarráð samhljóða að fækka keyptum upplýsingalínum og felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 150. fundar byggðarráðs staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 150 Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um stjórn fiskveiða (strandveiðar), 429. mál

    Frestur til að senda inn umsögn er til og með 12. júní nk.

    Byggðarráð Skagafjarðar bendir á nauðsyn þess að íslensk stjórnvöld stuðli að sjálfbærum fiskveiðum, þannig að stjórnun veiða í hafinu umhverfis Ísland sé markviss og í samræmi við bestu þekkingu, m.a. ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Að auki er nauðsynlegt að veiðar séu í samræmi við þá aflareglu sem stjórnvöld hafa sett sér. Nauðsynlegt er því að fram komi hvaðan á að taka þær aflaheimildir sem þarf til að auka við afla strandveiðimanna á yfirstandandi fiskveiðiári og komandi árum, í samræmi við stefnu stjórnvalda.

    Byggðarráð bendir jafnframt á að það er til þess fallið að stuðla að vandaðri lagasetningu að gefinn sé nægjanlegur tími til samráðs og umsagna í gegnum m.a. Samráðsgátt stjórnvalda og með tilhlýðilegum tímafresti umsagna frá nefndum Alþingis.
    Bókun fundar Afgreiðsla 150. fundar byggðarráðs staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 150 Lagt fram til kynningar bréf frá félaginu Vinir íslenskrar Náttúru, dagsett 4. júní 2025 um Skipulag skógræktar - leiðbeiningar um val á landi til skógræktar. Bókun fundar Afgreiðsla 150. fundar byggðarráðs staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.

6.Byggðarráð Skagafjarðar - 151

Málsnúmer 2506014FVakta málsnúmer

Fundargerð 151. fundar byggðarráðs frá 18. júní 2025 lögð fram til afgreiðslu á 39. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 151 Málið áður tekið fyrir á 116. og 150. fundi byggðarráðs.

    Lögð var fram kynning á framvindu verkefnis um byggingu nýs golfskála og fjármögnunaráætlun sem unnin hefur verið fyrir Golfklúbb Skagafjarðar.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að vinna drög að styrktarsamningi við Golfklúbb Skagafjarðar í samræmi við umræður á fundinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 151. fundar byggðarráðs staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 151 Fært í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 151. fundar byggðarráðs staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 151 Fjárhagsrammi fyrir rekstrarárið 2026, vegna málaflokks 03 - Heilbrigðismál, lagður fram.

    Byggðarráð samþykkir fjárhagsrammann samhljóða og vísar honum til fjárhagsáætlunar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 151. fundar byggðarráðs staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 151 Fjárhagsrammi fyrir rekstrarárið 2026, vegna málaflokka 21, 22, 27, 28 - sameiginlegur kostnaður o.fl., lagður fram.

    Byggðarráð samþykkir fjárhagsrammann samhljóða með áorðnum breytingum og vísar honum til fjárhagsáætlunar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 151. fundar byggðarráðs staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 151 Fjárhagsrammi fyrir rekstrarárið 2026, vegna málaflokks 00 - skatttekjur, lagður fram.

    Byggðarráð samþykkir fjárhagsrammann samhljóða og vísar honum til fjárhagsáætlunar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 151. fundar byggðarráðs staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 151 Fjárhagsrammi fyrir rekstrarárið 2026, vegna málaflokks 31 - eignasjóður, lagður fram.

    Byggðarráð samþykkir fjárhagsrammann samhljóða með áorðnum breytingum og vísar honum til fjárhagsáætlunar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 151. fundar byggðarráðs staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 151 Fjárhagsrammi fyrir rekstrarárið 2026, vegna málaflokks 71 - félagslegar íbúðir, lagður fram.

    Byggðarráð samþykkir fjárhagsrammann samhljóða og vísar honum til fjárhagsáætlunar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 151. fundar byggðarráðs staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 151 Lagt fram fundarboð á aðalfund Eyvindastaðaheiðar ehf. fyrir árið 2024, sem fram fer þriðjudaginn 24.júní 2025 kl. 13 í húsnæði KPMG á Sauðárkróki.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri fari með atkvæði sveitarfélagsins á fundinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 151. fundar byggðarráðs staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 151 Lögð fram til kynningar fundargerð frá opnun tilboða í alútboðinu "Borgarteigur 15, Sauðárkrókur - Iðnaðarhús 2025". Fimm tilboð bárust í verkið. Lægstbjóðandi var Friðrik Jónsson ehf. með frávikstilboð sem nemur 97,1% af kostnaðaráætlun. Bókun fundar Afgreiðsla 151. fundar byggðarráðs staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 151 Lagt fram til kynningar erindi frá Félagi atvinnurekenda sem sent er á sveitarfélög landsins þar sem hvatt er til þess að álagningarprósenta fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði verði lækkuð þannig að unnt sé að halda sköttum á atvinnuhúsnæði óbreyttum á milli ára. Bókun fundar Afgreiðsla 151. fundar byggðarráðs staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.

7.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 34

Málsnúmer 2505016FVakta málsnúmer

Fundargerð 34. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar frá 5. júní 2025 lögð fram til afgreiðslu á 39. fundi sveitarstjrónar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Álfhildur Leifsdóttir kvaddi sér hljóðs.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 34 Skjöldur á verkið, sem staðsett er við Eyrarveg á Sauðárkróki, er tilbúinn en fyrir liggur tillaga frá umsjónarmanni eignasjóðs að endurskoða staðsetningu í ljósi þess að verkið verður upplýst á nýjum stalli. Áður ákveðin staðsetning býður ekki upp á tengingu við rafmagn.

    Umsjónarmaður leggur til að verkið verði staðsett við smábátahöfnina á Sauðárkróki.

    Nefndin samþykkir samhljóða framlagða tillögu frá umsjónarmanni eignasjóðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 34. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • 7.2 2502238 17. júní 2025
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 34 Verkefnastjóri fer yfir drög að dagskrá fyrir þjóðhátíðardaginn 17. júní.

    Nefndin þakkar verkefnastjóra fyrir yfirferð á dagskránni og hvetur íbúa Skagafjarðar til þess að taka þátt í hátíðarhöldum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 34. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 34 Hrefna Jóhannesdóttir vék af fundi undir þessum lið.

    Lagt fram erindi frá Döllu Þórðardóttur fyrir hönd Kvenfélags Akrahrepps dags. 28. maí 2025.

    Óskað er eftir fjárstyrk vegna 17. júní hátíðarhalda í Héðinsminni.

    Nefndin þakkar fyrir framlagt erindi.

    Á 12. fundi nefndarinnar sem haldinn var 23. júní 2023 tók nefndin fyrir sama erindi og bókaði þá að sveitarfélagið kosti og hafi umsjón með einum sameiginlegum hátíðarhöldum þar sem íbúar Skagafjarðar koma saman til að gera sér glaðan dag og fagna þjóðhátíðardeginum.

    Nefndin samþykkir samhljóða að hafna erindinu á þeim forsendum.


    Bókun fundar Hrefna Jóhannesdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.

    Afgreiðsla 34. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með átta atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 34 Elínborg Erla Ásgeirsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

    Lagt fram erindi frá A. Herdísi Sigurðardóttur dags. 13. maí 2025.

    Óskað er eftir umsögn nefndarinnar er varðar vörumerkið Matarkistan Skagafjörður, þ.e. hvernig og hverjir mega nota heitið og í hvaða tilgangi.

    Fyrirspyrjandi er ferðaþjónustuaðili í Skagafirði með áherslu á matarupplifun og lýsir yfir áhuga á að nota heiti vörumerkisins í sínu kynningarstarfi.

    Nefndin þakkar A. Herdísi fyrir fyrirspurnina.

    Reglur um notkun vörumerkisins er að finna á heimasíðu verkefnisins.

    Nefndin felur starfsmanni að setja sig í samband við stýrihóp verkefnisins og óska eftir fundi varðandi stöðu og tækifæri til þess að efla það enn frekar og upplýsa nefndina í kjölfarið.

    Bókun fundar Afgreiðsla 34. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 34 Kristín Sigurrós Einarsdóttir héraðsbókavörður kom inn á fundinn undir þessum lið.

    Málið áður á dagskrá á 33. fundi, þann 23. apríl 2025, þar sem farið var yfir innkomnar tillögur sem bárust með þjónustukönnun bókasafnsins. Starfsmönnum nefndarinnar var falið að vinna áfram úr tillögunum og leggja þær fram á næsta fundi.

    Framlagðar tillögur sem unnar voru af verkefnastjóra.

    Nefndin vill vekja athygli á að nú þegar er búið að framkvæma og/eða hrinda af stað verkefnum sem nefnd voru í umræddri þjónustukönnun. Til að mynda er búið að uppfæra barnahornið, kaupa ný leikföng og auka afþreyingavalmöguleika fyrir börn. Bókasafnið hefur einnig aukið viðburðarhald, til að mynda er í boði vikulegur upplestur fyrir börn og aðra hverja viku er svokallað spilasíðdegi.

    Nefndin samþykkir samhljóða að fela héraðsbókaverði að koma með tillögur að útfærslum á laugardagsopnun með núverandi stöðugildi fyrir næsta fund.
    Bókun fundar Afgreiðsla 34. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 34 Umræður um sjálfsafgreiðslulausn fyrir bókasafnið.

    Verkefnastjóri leggur fram tilboð fyrir sjálfsafgreiðsluvélar.

    Markmiðið og tilgangur verkefnisins er fyrst og fremst að bæta þjónustu við notendur safnsins, en sjálfsafgreiðsluvélar gera notendum kleift að afgreiða útlán og skil á bókum.

    Umrætt verkefni fellur að tækniframþróunarstefnu sveitarfélagsins sem felur í sér að auka stafrænar lausnir með notendamiðaðri þjónustuveitingu.

    Nefndin samþykkir samhljóða að innleiða sjálfsafgreiðslulausn á bókasafninu á Sauðárkróki árið 2026 og óskar eftir við byggðarráð að fjármagni verði veitt til verkefnisins í fjárhagsáætlun ársins 2026.

    Bókun fundar Afgreiðsla 34. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 34 Framlögð drög af reglum um styrki, styrktarlínur og auglýsingar.

    Nefndin samþykkir samhljóða framlögð drög af reglum um styrki, styrktarlínur og auglýsingar með áorðnum breytingum og vísar þeim til afgreiðslu byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 34. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 34 Lögð fram tillaga frá Álfhildi Leifsdóttur fulltrúa VG og óháðra í byggðarráði svohljóðandi:

    "Byggðarráð Skagafjarðar samþykkir að komið verði á árlegri viðurkenningu til handa listamanni í Skagafirði sem hefur skarað fram úr í listsköpun sinni eða stuðlað að menningarstarfi í héraðinu.

    Leitað verði eftir tilnefningum frá almenningi, félagasamtökum og stofnunum innan sveitarfélagsins, og Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd velji viðkomandi listamann hverju sinni úr innsendum tillögum. Viðurkenningin verði veitt við hátíðlega athöfn á þjóðhátíðardegi Íslendinga, 17. júní, ár hvert.

    Með þessu er stuðlað að því að lyfta fram og heiðra listsköpun í héraðinu, styðja við menningarstarf og vekja athygli á fjölbreytileika og gæðum þeirrar lista sem eiga sér stað í Skagafirði.

    Byggðarráð tekjur jákvætt í tillöguna og samþykkir samhljóða að vísa henni til umsagnar og frekari útfærslu í atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd, m.a. hvað varðar skilgreiningu viðurkenningar til listamanna annars vegar og samfélagsverðlauna hins vegar og við hvaða tilefni viðurkenningin er afhent."

    Nefndin tekur samhljóða undir bókun byggðarráðs þess efnis að mikilvægt sé að skilgreina þessa viðurkenningu og aðgreina hana skýrt frá samfélagsverðlaununum sem veitt eru árlega í tengslum við Sæluviku. Nefndin samþykkir samhljóða að fela verkefnastjóra að leggja fram nánari tillögur og útfærslur á þessum tveimur viðurkenningum fyrir næsta fund.



    Bókun fundar Afgreiðsla 34. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 34 Umræður um framkvæmd og skipulag á atvinnulífssýningu sem fyrirhugað er að halda í Skagafirði 2026.

    Nefndin ákveður samhljóða að atvinnulífssýningin skuli haldin í september árið 2026. Umræðunni er vísað til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir komandi ár og felur verkefnastjóra að hefja skipulagningu á viðburðinum.

    Fyrirkomulag sýningarinnar hefur ekki verið í föstum skorðum undanfarin ár og því samþykkir nefndin samhljóða að framvegis verði sýningin haldin á þriggja ára fresti.

    Bókun fundar Afgreiðsla 34. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 34 Lögð fram beiðni frá Nýprent, dags 20. maí 2025, varðandi styrktarlínur á þjónustuskiltum við byggðarkjarna sveitarfélagsins.

    Nefndin samþykkir samhljóða að vísa erindinu til byggðarráðs til afgreiðslu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 34. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 34 Umræður um rammaáætlun fyrir árið 2026.

    Nefndin samþykkir samhljóða að halda umræðu áfram á næsta fundi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 34. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.

8.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 35

Málsnúmer 2506006FVakta málsnúmer

Fundargerð 35. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar frá 10. júní 2025 lögð fram til afgreiðslu á 39. fundi sveitarstjrónar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 35 Umræður um rammaáætlun fyrir árið 2026 í málaflokki 13 - atvinnumál.

    Nefndin ræddi rammaáætlun fyrir komandi ár og samþykkti samhljóða að boða forstöðumenn stofnana sem tilheyra þessum málaflokkum á fund til frekari umræðu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 35. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 35 Umræður um rammaáætlun fyrir árið 2026 í málaflokki 5 - menningarmál.

    Nefndin ræddi rammaáætlun fyrir komandi ár og samþykkti samhljóða að boða forstöðumenn stofnana sem tilheyra þessum málaflokkum á fund til frekari umræðu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 35. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.

9.Félagsmála- og tómstundanefnd - 35

Málsnúmer 2505015FVakta málsnúmer

Fundargerð 35. fundar félagsmála- og tómstundanefndar frá 19. maí 2025 lögð fram til afgreiðslu á 39. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 35 Lagður fram tölvupóstur dags. 30. apríl 2025 þar sem heilbrigðisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 82/2025, „Áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 125/1999, um málefni aldraðra". Með frumvarpinu er ætlunin að fækka færni- og heilsumatsnefndum í hverju heilbrigðisumdæmi og setja í þeirra stað eina nefnd fyrir landið allt. Umsagnarfrestur er til og með 21. maí 2025. Bókun fundar Afgreiðsla 35. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 35 Lagður fram tölvupóstur dags. 6. maí 2025 þar sem félags- og húsnæðismálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 84/2025, „Drög að reglugerð um frístundaþjónustu fyrir fötluð börn og ungmenni". Um nýja reglugerð er að ræða. Umsagnarfrestur er til og með 27. maí 2025. Bókun fundar Afgreiðsla 35. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 35 Lagðar fram til kynningar þrjár fundargerðir fagráðs Barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands, nr. 61 til 63. Bókun fundar Afgreiðsla 35. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 35 Lögð fram til kynningar 35. fundargerð frá 12. maí 2025. Bókun fundar Afgreiðsla 35. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 35 Lögð fram til kynningar áfangaskýrsla II um kostnað og ábyrgðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga í þjónustu við fatlað fólk. Skýrslan er unnin af félags- og vinnumarkaðsráðueyti. Bókun fundar Afgreiðsla 35. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 35 Lagt fram minnisblað frá leiðtoga fatlaðs fólks og eldra fólks um stöðu sumarafleysinga. Staða ráðninga er frekar slæm sjötta árið í röð. Á starfsstöðvum í Skagafirði vantar enn um 6 til 10 starfsmenn og einn starfsmann vantar í sumarafleysingar á starfsstöð á Hvammstanga. Á starfsstöðinni á Blönduósi er staðan nokkuð góð. Um lögbundna þjónustu er að ræða og alvarlegt að ekki hafi tekist að fá fólk til starfa. Í minnisblaðinu koma fram ýmsar leiðir sem búið er að reyna til að leysa mönnunarvanda en hafa ekki skilað tilætluðum árangri.

    Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að skerða heimaþjónustu og dagdvöl aldraðra eins og þörf er á í sumar ef ekki tekst að manna afleysingar. Skoða verður hvort þurfi að loka dagdvöl tímabundið í sumar. Miðað við núverandi stöðu er fyrirséð að starfsfólk mun ekki hafa tök á því að taka fullt sumarorlof sjötta sumarið í röð. Nefndin lýsir yfir áhyggjum sínum á viðvarandi mönnunarvanda og vekur athygli á því að félagsþjónustan sinnir lögbundnu hlutverki í þjónustu við fatlað fólk og eldra fólk.

    Nefndin felur starfsmönnum nefndarinnar að vinna áfram með minnisblað leiðtoga og skoða hvort og þá hvaða leiðir eru færar til að búa til hvata til framtíðar fyrir starfsmenn í samráði við mannauðsstjóra og nefndina.

    Einnig lagt fram minnisblað frá leiðtoga frístunda- og íþróttamála um stöðu sumarafleysinga í málaflokki 06. Hægt hefur gengið að ráða inn í sumarafleysingar en miðað við stöðuna á ráðningum núna er ekki útlit fyrir að skerða þurfi opnunartíma. Vinnuskólinn var tengdur starfsemi á íþróttavellinum á Sauðárkróki í fyrra og mun sami háttur vera á í ár þar sem það gaf góða raun.

    Félagsmála- og tómstundanefnd vísar málinu samhljóða til sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 35. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 35 Lögð fram beiðni um styrk vegna íþrótta- og leikjanámskeiða barna í Fljótum. Félagsmála- og tómstundanefnd fagnar umsókninni og samþykkir samhljóða að veita styrk að upphæð 150.000 krónur til íþrótta- og leikjanámskeiða fyrir börn í Fljótum. Bókun fundar Afgreiðsla 35. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 35 Kennarasamband Norðurlands vestra óskar eftir afnotum af íþróttahúsinu á Sauðárkróki fyrir haustþing sambandsins sem haldið verður þann 29. ágúst nk. Viðburðurinn raskar lítið hefðbundinni starfsemi í íþróttahúsinu þennan dag. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir með öllum greiddum atkvæðum að leigja íþróttahúsið til Kennarasambands Norðurlands vestra til veisluhalda með vísan í gjaldskrá íþróttamannvirkja í Skagafirði. Bókun fundar Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir véku af fundi við afgreiðslu þessa liðar.

    Afgreiðsla 35. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með sjö atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 35 Lagt fram minnisblað um stöðu mála og nýtingu á auglýstri matarþjónustu í dreifbýli. Staðan er sú að engin hefur óskað eftir að nýta sér þjónustuna m.a. vegna þess að hún kemur ekki til móts við þjónustuþarfir þeirra sem sýndu áhuga á að taka þátt í reynsluverkefninu og engin ný umsókn barst. Skólastjórar og starfsmenn grunnskólanna tóku mjög vel í verkefnið og var undirbúningur þeirra til fyrirmyndar. Aðilar sem sækja dagdvöl aldraðra á Sauðárkróki fengu kynningu á því fyrirkomulagi að geta fengið aðstoð við að versla inn tilbúna rétti og hafa með sér heim. Enginn hefur nýtt sér það.

    Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, fulltrúi Vg og óháðra óskar bókað:
    Samkvæmt 1. gr. laga um málefni aldraðra þá eiga aldraðir að eiga völ á þeirri heilbrigðis- og félagslegu þjónustu sem þeir þurfa á að halda og að hún sé veitt á því þjónustustigi sem er eðlilegast miðað við þörf og ástand hins aldraða. Einnig er markmið laganna að aldraðir geti, eins lengi og unnt er, búið við eðlilegt heimilislíf. Við framkvæmd laganna skal þess gætt að aldraðir njóti jafnréttis á við aðra þjóðfélagsþegna og að sjálfsákvörðunarréttur þeirra sé virtur. Samkvæmt 40. gr laga félagsþjónustu sveitarfélaga 40/1991 skal sveitarstjórn sjá um að félagsþjónusta aldraðra sé fyrir hendi í sveitarfélaginu eftir þörfum. Þar er m.a. átt við heimaþjónustu, félagsráðgjöf og heimsendingu matar.
    Sveitarfélaginu er skylt samkvæmt lögum að stuðla að því að aldraðir geti búið sem lengst heima og við eðlilegt heimilislíf, því ber að gæta þess að aldraðir njóti jafnréttis og því ber að sinna þörfum aldraðra eins og heimsendingu matar.
    Bókun VG og Óháðra á síðasta fundi félagsmála- og tómstundanefndar í þessu máli hefur því miður raungerst, þær leiðir sem valdar voru á síðasta fundi eru ekki að koma til móts við þarfir né sinna þeirri þjónustu sem skortir en sveitarfélaginu ber að sinna. Sveitarfélagið er ekki enn að veita þá félagslegu þjónustu miðað við þörf og ástand þeirra öldruðu sem ekki búa í póstnúmerinu 550, en þar er vissulega heimsending matarbakka og því er jafnræðis ekki gætt, heldur á sér stað mismunun eftir búsetu. Þjónustuskorturinn bitnar því á þeim sem mest þurfa á þjónustunni að halda og því leggja VG og óháð fram eftirfarandi tillögu:
    Setja skal heimsendingu matar til aldraðra í dreifbýli í útboð strax eða sjá til þess með annars konar útfærslum að þessi lögbundna þjónusta raungerist á árinu.

    Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hafna tillögu fulltrúa VG og Óháðra og minnir á að fulltrúinn samþykkti þá leið sem var ákveðið að fara í á fundi nefndarinnar 6. mars 2025. Á þeim sama fundi lá fyrir mjög gott minnisblað tekið saman af starfsmönnum nefndarinnar þar sem ólíkar sviðsmyndir voru dregnar upp og nokkrar þeirra tengdust heimsendingu matarbakka í dreifbýli. Það var ekki talinn vænlegur kostur sökum kostnaðar og flækjustig þótti mikið. Meirihluti hvetur fulltrúa VG og Óháðra að koma með útfærslu sem ekki hefur verið velt upp áður svo hægt sé að taka umræðu um hana á næsta fundi.
    Meirihluti telur að stutt sé liðið síðan hinar sviðsmyndirnar voru valdar og viljum við hafa þær í boði óbreyttar fram í haustið og biður starfsmenn nefndarinnar að auglýsa fyrir sumarið og aftur í haust.

    Fulltrúi Vg og óháðra óskar bókað:
    Með því að hafna tillögunni hefur meirihluti ákveðið að hafna því að senda heim mat í dreifbýli Skagafjarðar. Fulltrúi VG og óháðra minnir á að hann samþykkti tillögurnar á síðasta fundi svo framkvæmd kæmist eitthvað af stað og bókaði jafnframt að þetta væri jákvætt fyrsta skref en huga þyrfti sem fyrst að útfærslum sem bjóða upp á heimsendingu matarbakka í dreifbýli. Fulltrúi VG og óháðra vill jafnframt ítreka rétt sinn til að koma fram með tillögur og sjónarmið þrátt fyrir fyrri samþykktir og minnir á að stjórnsýsla og stefnumótun þarf að vera lifandi ferli sem bregst við nýjum upplýsingum og breyttum aðstæðum. Tillaga fulltrúa VG og óháðra snýst um að sinna þörfum sem bundin eru lögum, fyrri útfærsla sem ákveðin var að fara skilaði ekki tilætluðum árangri og því eðlilegt að endurskoða.

    Meirihluti bendir á að með því að hafna tillögunni er ekki verið að hafna heimsendingu matar í dreifbýli Skagafjarðar og bendir á bókun meirihluta. Samþykkt með atkvæðum meirihluta að fela starfsfólki að auglýsa þjónustuna sem er í boði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 35. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.

    Fulltrúar VG og óháðra ítreka bókun sína frá fundi félagsmála- og tómstundanefndar, svohljóðandi:
    "Samkvæmt 1. gr. laga um málefni aldraðra þá eiga aldraðir að eiga völ á þeirri heilbrigðis- og félagslegu þjónustu sem þeir þurfa á að halda og að hún sé veitt á því þjónustustigi sem er eðlilegast miðað við þörf og ástand hins aldraða. Einnig er markmið laganna að aldraðir geti, eins lengi og unnt er, búið við eðlilegt heimilislíf. Við framkvæmd laganna skal þess gætt að aldraðir njóti jafnréttis á við aðra þjóðfélagsþegna og að sjálfsákvörðunarréttur þeirra sé virtur. Samkvæmt 40. gr laga félagsþjónustu sveitarfélaga 40/1991 skal sveitarstjórn sjá um að félagsþjónusta aldraðra sé fyrir hendi í sveitarfélaginu eftir þörfum. Þar er m.a. átt við heimaþjónustu, félagsráðgjöf og heimsendingu matar.
    Sveitarfélaginu er skylt samkvæmt lögum að stuðla að því að aldraðir geti búið sem lengst heima og við eðlilegt heimilislíf, því ber að gæta þess að aldraðir njóti jafnréttis og því ber að sinna þörfum aldraðra eins og heimsendingu matar.
    Bókun VG og Óháðra á síðasta fundi félagsmála- og tómstundanefndar í þessu máli hefur því miður raungerst, þær leiðir sem valdar voru á síðasta fundi eru ekki að koma til móts við þarfir né sinna þeirri þjónustu sem skortir en sveitarfélaginu ber að sinna. Sveitarfélagið er ekki enn að veita þá félagslegu þjónustu miðað við þörf og ástand þeirra öldruðu sem ekki búa í póstnúmerinu 550, en þar er vissulega heimsending matarbakka og því er jafnræðis ekki gætt, heldur á sér stað mismunun eftir búsetu. Þjónustuskorturinn bitnar því á þeim sem mest þurfa á þjónustunni að halda og því leggja VG og óháð fram eftirfarandi tillögu:
    Setja skal heimsendingu matar til aldraðra í dreifbýli í útboð strax eða sjá til þess með annars konar útfærslum að þessi lögbundna þjónusta raungerist á árinu."

    Fulltrúar meirihlutaflokka ítreka bókun sína frá fundi félagsmála- og tómstundanefndar, svohljóðandi:
    "Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hafna tillögu fulltrúa VG og Óháðra og minnir á að fulltrúinn samþykkti þá leið sem var ákveðið að fara í á fundi nefndarinnar 6. mars 2025. Á þeim sama fundi lá fyrir mjög gott minnisblað tekið saman af starfsmönnum nefndarinnar þar sem ólíkar sviðsmyndir voru dregnar upp og nokkrar þeirra tengdust heimsendingu matarbakka í dreifbýli. Það var ekki talinn vænlegur kostur sökum kostnaðar og flækjustig þótti mikið. Meirihluti hvetur fulltrúa VG og Óháðra að koma með útfærslu sem ekki hefur verið velt upp áður svo hægt sé að taka umræðu um hana á næsta fundi.
    Meirihluti telur að stutt sé liðið síðan hinar sviðsmyndirnar voru valdar og viljum við hafa þær í boði óbreyttar fram í haustið og biður starfsmenn nefndarinnar að auglýsa fyrir sumarið og aftur í haust."

    Fulltrúar VG og óháðra ítreka bókun sína frá fundi félagsmála- og tómstundanefndar, svohljóðandi:
    "Með því að hafna tillögunni hefur meirihluti ákveðið að hafna því að senda heim mat í dreifbýli Skagafjarðar. Fulltrúi VG og óháðra minnir á að hann samþykkti tillögurnar á síðasta fundi svo framkvæmd kæmist eitthvað af stað og bókaði jafnframt að þetta væri jákvætt fyrsta skref en huga þyrfti sem fyrst að útfærslum sem bjóða upp á heimsendingu matarbakka í dreifbýli. Fulltrúi VG og óháðra vill jafnframt ítreka rétt sinn til að koma fram með tillögur og sjónarmið þrátt fyrir fyrri samþykktir og minnir á að stjórnsýsla og stefnumótun þarf að vera lifandi ferli sem bregst við nýjum upplýsingum og breyttum aðstæðum. Tillaga fulltrúa VG og óháðra snýst um að sinna þörfum sem bundin eru lögum, fyrri útfærsla sem ákveðin var að fara skilaði ekki tilætluðum árangri og því eðlilegt að endurskoða."

    Fulltrúar meirihlutaflokka ítreka bókun sína frá fundi félagsmála- og tómstundanefndar, svohljóðandi:
    "Meirihluti bendir á að með því að hafna tillögunni er ekki verið að hafna heimsendingu matar í dreifbýli Skagafjarðar og bendir á bókun meirihluta. Samþykkt með atkvæðum meirihluta að fela starfsfólki að auglýsa þjónustuna sem er í boði."
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 35 Tvö mál tekin fyrir og færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 35. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.

10.Félagsmála- og tómstundanefnd - 36

Málsnúmer 2506015FVakta málsnúmer

Fundargerð 36. fundar félagsmála- og tómstundanefndar frá 19. júní 2025 lögð fram til afgreiðslu á 39. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 36 Fjárhagsrammi fyrir rekstrarárið 2026 ásamt forsendum lagður fram til kynningar. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að taka málið fyrir á fundi nefndarinnar í ágúst og bjóða til hans starfsmönnum af stjórnsýslu - og fjármálasviði. Bókun fundar Afgreiðsla 36. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 36 Fjárhagsrammi fyrir rekstrarárið 2026 ásamt forsendum lagður fram til kynningar. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að taka málið fyrir á fundi nefndarinnar í ágúst og bjóða til hans starfsmönnum af stjórnsýslu - og fjármálasviði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 36. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 36 Lagður fram tölvupóstur frá Steinunni Gunnsteinsdóttur f.h. skipuleggjenda Molduxa trail. Beiðni um frían aðgang í sundlaugar Skagafjarðar fyrir þátttakendur í Molduxa trail hlaupinu sem áætlað er að halda í ágúst nk. Nefndin fagnar framtakinu og samþykkir að veita frían aðgang fyrir skráða þátttakendur í sundlaugina á Sauðárkróki.

    Bókun fundar Guðlaugur Skúlason og Jóhanna Ey Harðardóttir véku við afgreiðslu þessa máls.

    Afgreiðsla 36. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með sjö atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 36 Jöfnunarsjóður samþykkti umsókn fjölskyldusviðs um framlag með tilvísun í 4. gr. reglugerðar um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk nr. 192/2023.
    Sótt var um styrk til verkefnis sem felur í sér innra eftirlit í þjónustu við fatlað fólk og úrbótavinnu sem nýtist til nýsköpunar og frekari þróunarvinnu í málaflokknum. Veitt var framlag allt að 13,2 m.kr. vegna framangreindrar úttektar. Nefndin fagnar vinnu fjölskyldusviðs og áframhaldandi úrbótavinnu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 36. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 36 Lögð fram til kynningar 36.fundargerð frá 26.maí 2025

    Bókun fundar Afgreiðsla 36. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 36 Lögð fram 2 mál, skráð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 36. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.

11.Fræðslunefnd - 38

Málsnúmer 2505008FVakta málsnúmer

Fundargerð 38. fundar fræðslunefndar frá 15. maí 2025 lögð fram til afgreiðslu á 39. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Fræðslunefnd - 38 Lögð fram uppfærð tekjuviðmið Skagafjarðar vegna viðbótarniðurgreiðslna á leikskólagjöldum, dagvistunargjöldum og frístundagjöldum. Ný tekjuviðmið gilda frá 1. janúar 2025. Fræðslunefnd samþykkir viðmiðin samhljóða fyrir sitt leyti og vísar þeim til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 38. fundar fræðslunefndar staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 38 Tillaga að úthlutun kennslukvóta til grunnskólanna í Skagafirði fyrir skólaárið 2025-2026 lögð fram. Tillagan er unnin í samstarfi við stjórnendur og tekur mið af mörgum þáttum svo sem nemendafjölda, fjölda nemenda með annað móðurmál en íslensku, samsetningu nemendahópa o.fl. Fræðslunefnd samþykkir tillöguna samhljóða. Bókun fundar Afgreiðsla 38. fundar fræðslunefndar staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 38 Lögð fram tillaga að fundartímum nefndarinnar fyrir haustönn 2025, sem eru eftirfarandi:
    28. ágúst, 2. okt, 30. okt, 27. nóv. Samþykkt samhljóða með fyrirvara um breytingar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 38. fundar fræðslunefndar staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 38 Yfirlit yfir rekstur málaflokks 04, fræðslu- og skólaþjónusta á fyrsta ársfjórðungi 2025 lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 38. fundar fræðslunefndar staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 38 Fundargerð skólaráðs Varmahlíðarskóla frá 6. maí 2025 lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 38. fundar fræðslunefndar staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.

12.Fræðslunefnd - 39

Málsnúmer 2506001FVakta málsnúmer

Fundargerð 39. fundar fræðslunefndar frá 5. júní 2025 lögð fram til afgreiðslu á 39. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Fræðslunefnd - 39 Fjárhagsrammi fyrir rekstrarárið 2026 ásamt forsendum lagður fram til kynningar. Fræðslunefnd samþykkir samhljóða að taka málið fyrir á næsta fundi nefndarinnar, í ágúst, og bjóða til hans starfsmönnum af stjórnsýslu- og fjármálasviði. Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar fræðslunefndar staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 39 Eitt mál tekið fyrir og fært í trúnaðarbók Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar fræðslunefndar staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.

13.Landbúnaðar- og innviðanefnd - 26

Málsnúmer 2505012FVakta málsnúmer

Fundargerð 26. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar frá 15. maí 2025 lögð fram til afgreiðslu á 39. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Sveinn Þ. Finster Úlfarsson, Álfhildur Leifsdóttir, Einar E. Einarsson, Álfhildur Leifsdóttir, Sveinn Þ. Finster Úlfarsson, Einar E. Einarsson og Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir kvöddu sér hljóðs.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 26 Málinu frestað Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 26 Auglýst var meðal veiðimanna eftir aðila til að sjá um minka- og refaveiðar í Hegranesi. Jón Sigurjónsson, Garðar Páll Jónsson og Elvar Örn Birgisson sóttu um refaveiðina og Elvar Örn Birgisson einn um minkaveiðina. Á fundinum var dregið á milli þeirra þriggja sem sóttu um refaveiðina og kom nafn Elvars upp úr pottinum
    Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir með tveimur atkvæðum að Elvar Örn Birgisson annist minka- og refaveiði í Hegranesi.
    Bókun frá fulltrúa Vg og óháðra í Landbúnaðar- og innviðanefnd Skagafjarðar:
    Fulltrúi Vg og óháðra leggur áherslu á að farið sé að þeim ákvæðum sem kveðið er á um í sameiningarsamningi við fyrrum Rípurhrepp, þar sem meðal annars kemur skýrt fram að við veiðistjórn og ráðningu veiðimanna á svæði Hegraness skuli leitast við að ráða einstaklinga með sterk tengsl við svæðið, þ.e. íbúa af Hegranessvæðinu eða nærliggjandi byggðum.
    Ljóst er að ef byggja á ráðningarferlið á hlutkesti á milli umsækjenda sem ekki allir eru búsettir á eða við svæðið, skapast hætta á að veiðieftirliti verði ekki sinnt með fullnægjandi hætti, auk þess sem með slíku verklagi væri verið að ganga gegn ákvæðum og anda sameiningarsamningsins. Þrátt fyrir að nokkur tími sé liðinn frá sameiningunni, hefur aldrei verið dregið í efa að virða beri þau meginmarkmið sem íbúar svæðisins samþykktu í gegnum samninginn ? þar á meðal að staðbundnir aðilar sæi um veiðar á sínu heimasvæði.
    Fulltrúi Vinstri grænna og óháðra Hildur Magnúsdóttir situr því hjá við afgreiðslu málsins á þessum forsendum.
    Einar Einarsson fulltrúi Framsóknar, Sólborg Borgarsdóttir fulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Sveinn Finster Úlfarsson áheyrnarfulltrúi Byggðalista óska bókað:
    Við val á umsjónarmönnum fyrir refa- og minkaveiði ákveðinna svæða í Skagafirði verður að ríkja jafnræði milli þeirra íbúa í Skagafirði sem uppfylla kröfur sem sveitarfélagið gerir til veiðimanna. Upprunni einstaklinga eða aðrar tengingar þeirra við umrædd svæði geta ekki haft áhrif þar á og því eðlilegt að dregið sé á milli manna, sækji fleiri en einn um hverju sinni. Gamla samkomulagið sem undirritað var 1998 af öllum hlutaðeigandi skuldbindur sveitarfélagið ekki af öðru en að sinna lögbundnum skyldum og að jafnræði gildi í þjónustu og meðferð mála.
    Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með sjö atkvæðum. Fulltrúar VG og óháðra óska bókað að þær sitja hjá við afgreiðslu málsins.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 26 Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að viðhald afréttargirðingar Staðarfalla skuli falla undir stjórn fjallskiladeildar Staðarfjalla eins og er um aðrar afréttargirðingar. Gert verður ráð fyrir þessum kostnaði í úthlutun til deildarinnar. Umhverfis og landbúnaðarfulltrúa er falið að hafa samband við deildina vegna þessa. Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 26 Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að auglýsa hólf 27 í austari flóa við Hofsós til leigu. Gert er ráð fyrir fimm ára leigutíma og til greina kemur ef fleiri en einn sækja um að hægt verði að skipta hólfinu upp. Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa er falið að auglýsa hólfið. Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 26 Fjárhagsáætlanir fjallskiladeilda í Skagafirði fyrir árið 2025 lagðar fram ásamt drögum að úthlutun sveitarsjóðs. Afgreiðslu frestað. Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • 13.6 2505083 Leiga á Írafelli
    Landbúnaðar- og innviðanefnd - 26 Leigusamningur Fjallskilasjóðs Lýtingsstaðahrepps frá árinu 1989 vegna Írafells við íslenska ríkið lagður fram. Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að leita álits fjallskiladeildar framhluta Skagafjarðar á þörfum þess að halda áfram leigu landsins eða hvort segja skuli upp samningnum. Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 26 Ársreikningur Fjallskilasjóðs Rípurhrepps vegna ársins 2024 lagður fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 26 Ársreikningur Fjallskilasjóðs Seyluhrepps úthluta vegna ársins 2024 lagður fram til kynningar Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 26 Fundagerðir Hafnasamband Íslands 2025 lagðar fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.

14.Landbúnaðar- og innviðanefnd - 27

Málsnúmer 2505023FVakta málsnúmer

Fundargerð 27. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar frá 28. maí 2025 lögð fram til afgreiðslu á 39. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 27 Helga Björk Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri kom á fundinn til að ræða aðkomu þéttbýlisstaða í Skagafirði og hvað betur má fara í umgengni og garðyrkju. Rætt meðal annars um jarðvegstippinn austan við Ársali, en þar er ætlunin að bæta ásýnd með gróðri, beit og bættri umgengni. Einnig farið yfir umhverfisverkefni í Varmahlíð, Steinsstöðum og á Hofsósi. Sláttuplan garðyrkjudeildar fyrir sumarið er aðgengilegt á heimasíðu Skagafjarðar og eru íbúar hvattir til að kynna sér það. Sviðstjóra veitu- og framkvæmdasviðs falið að ræða við Vegagerðina um sameiginleg svæði og umhirðu á þeim. Bókun fundar Afgreiðsla 27. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 27 Farið yfir fjárhagsáætlanir fjallskilasjóða fyrir árið 2025. LAndbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að úthluta 9.025.000 kr. samtals til fjallskiladeilda sem sótt hafa um fjárveitingu. Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa falið að tilkynna nefndunum um úthlutunina. Bókun fundar Afgreiðsla 27. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 27 Beðið var um umsögn Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra um nýja samþykkt Skagafjarðar um hunda- og kattahald.
    Heilbrigðiseftirlitið gerir smávægilegar athugasemdir sem snúa að mestu að orðalagi í reglugerðabreytingu.
    Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að breyta samþykktinni til samræmis við athugasemdirnar og vísar samþykktinni með áorðnum breytingum til Byggðaráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 27. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • 14.4 2505083 Leiga á Írafelli
    Landbúnaðar- og innviðanefnd - 27 Á fundi Landbúnaðar- og innviðanefndar þann 15. maí sl. var samþykkt að leita álits Fjallskiladeilda framhluta Skagafjarðar á þörfum þess að halda áfram leigu Írafells eða hvort segja skuli upp samningnum. Svör hafa nú borist bæði frá Fjallskiladeild Hofsafréttar og Fjallskiladeild framhluta Skagafjarðar og er ekki er talin þörf á leigu landsins.
    Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að segja upp samningnum frá og með næstu áramótum. Sveitarstjóra er falið að hafa samband við ráðuneytið vegna þessa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 27. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.

15.Landbúnaðar- og innviðanefnd - 28

Málsnúmer 2506008FVakta málsnúmer

Fundargerð 28. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar frá 12. júní 2025 lögð fram til afgreiðslu á 39. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir kvaddi sér hljóðs.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 28 Lagt fram bréf frá Fjallskilanefnd Staðarhrepps, dagsett 3. júní sl., vegna viðhalds afréttargirðinga í Staðarafrétt.

    Á fundinn kom stjórn Fjallskilanefndar Staðarhrepps: Jónína Stefánsdóttir, Linda Jónsdóttir og Þröstur Erlingsson til að ræða málið.
    Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela landbúnaðar- og umhverfisfulltrúa að auglýsa eftir aðila til viðhalds á girðingum samkvæmt umræðum á fundinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 28 Lagt fram erindi frá Fjáreigendafélag Sauðárkróks, dagsett 5. júní sl. Fjáreigendafélagið ítrekar ósk sína um að gert sé ráð fyrir fjárborgum í nýju aðalskipulagi Skagafjarðar, á Nöfum eða í nágrenni Sauðárkróks.

    Landbúnaðar- og innviðanefnd þakkar fyrir innsent erindi og vill ítreka afgreiðslu 72. fundar skipulagsnefndar, þann 30. apríl sl., þar sem skipulagsnefnd benti á að um framtíðarstefnu sé að ræða. Önnur svæði eru framar í röðinni þegar kemur að því að ryðja land fyrir íbúabyggð, t.a.m. Sveinstúnið sem er á fjárhagsáætlun ársins 2025 og því ljóst að búskapur á Nöfum verður ekki látinn víkja fyrir íbúabyggð á næstu árum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 28 Lögð fram fyrirspurn frá Sólborgu Sigurrósu Borgarsdóttur, fulltrúa sjálfstæðismanna í landbúnaðar- og innviðanefnd, svohljóðandi:
    "Fjarskiptamál í Skagafirði

    Nú stendur til að fella niður senda 2g og 3g á landinu.
    https://www.ruv.is/frettir/innlent/2025-05-27-ymis-taeki-haetta-ad-virka-thegar-slokkt-verdur-a-2g-og-3g-444810
    Hver er staðan á fjarskiptamálum í Skagafirði?
    Liggur fyrir hve stórt svæði bæði í byggð og upp á hálendi sem er án samband eða í mjög slæmu sambandi?
    Er til framtíðarskipulag á uppsetningu senda á þessu svæði?
    Er sendum haldið réttilega við til að tryggja öryggi íbúa og gesta á svæðinu?
    Hvaða yfirsýn höfum við um stöðuna?"

    Landbúnaðar- og innviðanefnd lýsir áhyggjum af hugsanlegum neikvæðum áhrifum þess að öllum 2G og 3G sendum í Skagafirði verði lokað frá og með næstu áramótum. Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að að fela sviðstjóra Veitu- og framkvæmdasviðs að afla upplýsinga frá Fjarskiptastofu um fjölda senda í Skagafirði sem lagðir verða af og hugsanleg áhrif þess á fjarskipti í Skagafirði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 28 Fjárhagsrammi fyrir rekstrarárið 2026 ásamt forsendum lagður fram til kynningar.

    Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela Sviðsstjóra Veitu- og framkvæmdasviðs að boða forstöðumenn deilda sem heyra undir nefndina á fund nefndarinnar til að fara yfir rekstur sinnar deildar. Áætlað er að þeirri vinnu ljúki í lok ágúst.
    Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.

16.Skipulagsnefnd - 74

Málsnúmer 2505017FVakta málsnúmer

Fundargerð 74. fundar skipulagsnefndar frá 19. maí 2025 lögð fram til afgreiðslu á 39. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulagsnefnd - 74 Íris Anna Karlsdóttir og Hlynur Torfi Torfason skipulagsráðgjafar hjá VSÓ ráðgjöf sátu fundinn í gegnum fjarfundarbúnað og fóru yfir innsendar umsagnir við vinnslutillögu fyrir "Aðalskipulag Skagafjarðar 2025-2040" sem var í kynningu dagana 13.03.2025- 25.04.2025 í Skipulagsgáttinni mál nr. 613/2025, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/613 .
    17 umsagnir bárust.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 74. fundar skipulagsnefndar staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 74 Þórólfur Gíslason fyrir hönd Kaupfélags Skagfirðinga sækir um stækkun lóðar Gránumóa 64 skv. meðfylgjandi uppdrætti nr. S01 í verki 30130120, gerður hjá Stoð verkfræðistofu ehf.

    Fyrirhugað er að hefja framleiðslu á gæludýrafóðri í húsnæði KS á lóð Gránumóum 63 og verður húsnæði og lóð Gránumóa 64 nýtt m.a. sem athafnarsvæði í tengslum við fyrirhugaða framleiðslu.

    Miðað við núverandi lóðaskipulags Gránumóa 64 og nærliggjandi lóða þá þykir eðlilegt að stækka lóðina nr. 64 til að hún eigi lóðamörk að aðliggjandi lóðum í stað þess að sé opið óræktar svæði um kring.
    Meðfylgjandi uppráttur gerir grein fyrir þeirri lóðarstækkun sem óskað er eftir. Stærð lóðar eftir stækkun yrði 8699 m².

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslunni og óska eftir frekari upplýsingar varðandi fyrirhugaða notkun lóðarinnar og ásýnd.
    Bendum jafnframt á að á lóð Gránumóa 62 eru 2 steyptir niðurgrafnir vatnsgeymar frá Skagafjarðarveitum ásamt lokahúsi. Einnig er verið að ákveða framtíðarlegu nýrrar vegtengingar við Þverárfjallsveg í Aðalskipulagi Skagafjarðar 2025-2040 sem er í vinnslu og þarf að taka tillit til.
    Bókun fundar Afgreiðsla 74. fundar skipulagsnefndar staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 74 Þann 25. nóvember 2015 samþykkti skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar umsókn landeiganda Viðvíkur, landnr. 146424, um stofnun byggingarreits á landi jarðarinnar. Samþykkt var staðfest í sveitarstjórn þann 09.12.2015.
    Kári Ottósson, þinglýstur eigandi Viðvíkur, landnr. 146464, óskar eftir heimild til að stækka áður samþykktan byggingarreit um 1.952 m², skv. meðfylgjandi, hnitsettum afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 72093000 útg. 13. maí 2025. Afstöðuppdráttur var unnin á Stoð verkfræðistofu ehf. Reiturinn stækkar um 40,95 m til suðvesturs, um 6 m til norðvesturs, um 22,05 m til norðausturs og um 5 m til suðausturs. Fyrir stækkun er reiturinn 520 m² en eftir stækkun verður hann 2.472 m².
    Um er að ræða byggingarreit fyrir viðbyggingu núverandi gripahúss sem byggð var árið 2019. Endanleg hönnun mannvirkis liggur ekki fyrir en hámarks byggingarmagn viðbyggingar verður um 590 m² og verður byggingarhæð sú sama og núverandi byggingar.
    Byggingarreitur, sem sótt er um, er á skilgreindu landbúnaðarsvæði nr. L-2 í aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035 og gengur ekki inn á ræktað land. Umsótt stækkun er samræmi við ákvæði aðalskipulags um uppbyggingu á landbúnaðarsvæðum og hefur ekki neikvæð áhrif á búrekstrarskilyrði. Umsótt stækkun er um 430 m frá Hólavegi (767) og er að mestu í átt frá Viðvíkurkirkju sem er í um 220 m fjarlægð. Stækkun skerðir ekki aðgengi að öðrum fasteignum.
    Áform uppbyggingar eru í samræmi við almenn ákvæði aðalskipulags um landnotkun á landbúnaðarsvæðum sem talin eru upp í kafla 12.4 greinargerðar þar sem um er að ræða byggingu í tengslum við aðra byggingu, þ.e.a.s. viðbyggingu, núverandi innviðir nýtast áfram, ekki er verið að fjölga byggingum og um er að ræða byggingu fyrir landbúnaðarstarfsemi sem er ekki líkleg til að hafa veruleg áhrif á mengun eða aðgengi. Jafnframt segir í sama kafla:
    "Sveitarstjórn getur ákveðið að veita megi leyfi til byggingar á stökum byggingum sem tengjast starfsemi bújarðar án deiliskipulags, ef umfang og/eða aðstæður gefi tilefni til. Á það við þegar byggingaráform varða ekki hagsmuni annarra en umsækjandans, samrýmast landnotkun og yfirbragði svæðisins og hafa ekki neikvæð umhverfisáhrif."
    Hér er sótt um viðbyggingu gripahúss sem er styrkir starfsemi bújarðarinnar. Byggingaráform munu efla starfsemi á svæðinu og samrýmast núverandi landnotkun. Lögð verður áhersla á að áformuð viðbygging samrýmist yfirbragði og ásýnd svæðisins. Áhrif á umhverfi eru óveruleg umfram áhrif núverandi byggingar.
    Umsækjandi er eigandi nærliggjandi landeigna, Viðvíkur lands, L178680, og Viðvíkur lands, L178681.
    Fyrirliggur jákvæð umsögn minjavarðar Norðurlands vestra.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðinn bygginarreit.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Viðvík I og II L146424 - Umsókn um stækkun byggingarreits" síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 74 Fyrir liggur umsókn frá Indriða Ægi Þórarinssyni og Þórarini Guðna Sverrissyni dags. 29.04.2025 um einbýlishúsalóðina Lækjarbakka 8 á Steinsstöðum.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að úthluta umsækjendum einbýlishúsalóðinni Lækjarbakka 8 á Steinsstöðum.
    Skipulagsnefnd fagnar framkominni umsókn um lóð á Steinsstöðum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 74. fundar skipulagsnefndar staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 74 Málið áður á dagskrá á 71. fundi skipulagsnefndar, þá bókað:
    "Logi Snær Knútsson óskar eftir leyfi til að breikka innkeyrslu að lóðinni Víðigrund 7 á Sauðárkróki, u.þ.b. 6 m, skv. meðfylgjandi gögnum. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að óska eftir frekari gögnum frá umsækjanda."
    Samkvæmt gögnum sem bárust þann 14.05.2025 er óskað eftir stækkun innkeyrslu Víðigrundar 7 á Sauðárkróki úr 3,30 m upp í 9,3 m.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu og felur starfsmönnum nefndarinnar að hafa samband við umsækjanda.
    Bókun fundar Afgreiðsla 74. fundar skipulagsnefndar staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 74 Málið áður á dagskrá 72. fundar skipulagsnefndar þann 30.04.2025 þá bókað:
    "Sigurður Ingi Ragnarsson óskar eftir leyfi til að stækka bílastæði við Barmahlíð 4. Óskað er eftir að taka gras af lagnasvæði fyrir framan lóð við Barmahlíð 4 að lóðarmörkum Barmahlíðar 4 og 6 og setja niður svo kallaðar rastir (plastmottur sem gras vex í gegnum) til að geta lagt bílum á grasfletinum án þess að skemma grasið. Fyrirhugað er að taka núverandi gróður, setja möl og leggja rastir, setja mold í rastinar og sá grasfræi, þannig að gras komi upp á milli rasta. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að óska eftir frekari gögnum frá umsækjanda."

    Viðbótargögn bárust 07.05.2025 þar sem kemur fram frekari útskýring á ástæðum umsóknar um stækkun bílastæðis við Barmahlíð 4.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða umbeðin bílastæði með þeirri framkvæmd sem er lýst í umsókninni en gerir fyrirvara um jákvæða umsögn sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs Skagafjarðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 74. fundar skipulagsnefndar staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 74 Pétur Ingi Gíslason og Unnur Fjóla Heiðarsdóttir lóðarhafar Grundarstígs 9 á Sauðárkróki óska eftir leyfi til að breikka bílastæði u.þ.b. bil 4,5 metra, fylgiskjal með umsókn sýnir umbeðna stækkun.
    Fáist leyfi fyrir því þarf að fjarlægja eða færa ljósastaur.
    Í Grundarstíg 22 sem er skammtímadvöl og því mikið um að bílum sem lagt út á götu við húsið Grundarstíg 9.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða umbeðna 4,5 m breikkun innkeyrslu að lóðinni en gerir fyrirvara um jákvæða umsögn sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs Skagafjarðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 74. fundar skipulagsnefndar staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 74 Rósa Björnsdóttir þinglýstur eigandi jarðarinnar Hvíteyrar, landnúmer 146178 óska eftir heimild til að stofna 10,44 ha spildu úr landi jarðarinnar, sem "Bergholt" skv. meðfylgjandi merkjalýsingu fyrir Hvíteyrar, dags. 21.10.2024, unnin á Stoð verkfræðistofu ehf.

    Öll hlunnindi tilheyra áfram Hvíteyrum lnr. 146178.
    Landskipti samræmast aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035.
    Landskipti hafa óveruleg áhrif á búrekstrarskilyrði og skerða ekki landbúnaðarsvæði í I. og II. flokki.
    Engin verndarsvæði skv. gildandi aðalskipulagi eru innan útskiptrar spildu.
    Engin fasteign er á umræddri spildu.
    Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Hvíteyrum, landnr. 146178.
    Stofnað land verður í eigu sama eiganda og upprunajarðar.

    Málsnúmer hjá landeignaskrá er M000513.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðin landskipti og samþykkir jafnframt samhljóða umbeðið nafnleyfi.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Hvíteyrar L146178 - Umsókn um stofnun landsspildu" síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 74 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 62 þann 05.05.2025. Bókun fundar Afgreiðsla 74. fundar skipulagsnefndar staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.

17.Skipulagsnefnd - 75

Málsnúmer 2505026FVakta málsnúmer

Fundargerð 75. fundar skipulagsnefndar frá 28. maí 2025 lögð fram til afgreiðslu á 39. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulagsnefnd - 75 Málið áður á dagskrá 70. fundar skipulagsnefndar þann 21.03.2025 þá bókað:
    "Sigríður Ólafsdóttir, arkitekt fyrir hönd eigenda Sóta Lodge óskar eftir formlegu samtali við sveitarfélagið Skagafjörð vegna mögulegrar uppbyggingar á Sólgörðum í Fljótum. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að bjóða eigendum Sóta Lodge á fund skipulagsnefndar."

    Ólöf Ýrr Atladóttir og Arnar Árnason eigendur Sóta Lodge ásamt Sigríði Ólafsdóttur arkitekt sátu fundinn í gegnum fjarfundarbúnað og kynntu möguleg framtíðaráform þeirra á Sólgörðum í Fljótum.

    Skipulagsnefnd þakkar þeim fyrir kynninguna og leiðbeinir þeim með næstu skref sem eru erindi til byggðaráðs Skagafjarðar og ríkisins, sem landeigenda Sólgarða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 75. fundar skipulagsnefndar staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 75 Hólmfríður Sveinsdóttir, fyrir hönd Háskólans á Hólum óskar eftir við skipulagsnefnd Skagafjarðar að gert verði deiliskipulag á kostnað umsækjanda á lóð sem skólinn er með vilyrði fyrir við Borgaflöt á Sauðárkróki til og með 31. desember 2025.

    Lóðin er eins hún kemur fram á lóðarblaði með skilmálum og greinargerð, Borgarflöt - Hólaskóli, uppdráttur nr. S01, verknúmer 71742001, útgáfudagur 10. janúar 2024.

    Skólinn óskar eftir því að fá kostnaðarmat sent fyrir deiliskipulagsgerðina til samþykktar áður en vinnan við það hefst.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að heimila Háskólanum á Hólum að gert verði deiliskipulag á þeirra kostnað skv. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Borgarflöt - Deiliskipulag" síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 75 Sigurjón Rúnar Rafnsson þinglýstur eigandi jarðarinnar Staðarhofs, landnr. 230392, óskar eftir heimild til að láta vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Staðarhofs, á eigin kostnað skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingarsvæðið er sunnan heimreiðar þar sem gert verður ráð fyrir nýjum byggingareit fyrir stafsmannabúðir. Umræddur byggingarreitur bætir aðstöðu starfsfólks til muna og gerir þeim kleift nýta vistvænari ferðamáta á leið til vinnu. Stærð breytingarsvæðis er 2.670 m². Stærð byggingarreits er 2.210 m². Í meðfylgjandi breytingartillögu eru settir skilmálar um hámarks fjölda bygginga innan reitsins, hámarks stærð bygginga, hámarks hæðir bygginga o.fl.
    Skipulagssvæðið, og breytingarsvæði, er á landbúnaðarsvæði nr. L-1 í gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og í II. flokki ræktarlands. Breytingin er í samræmi við ákvæði aðalskipulags um landnotkun á landbúnaðarsvæði nr. L-1 og II. flokk ræktarlands. Breytingin gerir ráð fyrir byggingum sem tengjast landbúnaðarstarfsemi og starfsemi jarðarinnar. Stærð byggingarreits gefur landeiganda svigrúm til að staðsetja byggingar innan reitsins með tilliti til brunavarna en skipulagið setur skilmála um stærð hverrar byggingar. Reiturinn nær ekki inn á verndarsvæði, hann er rúmlega 110 m frá þjóðvegi og nær því ekki inn á veghelgunarsvæði Sauðárkróksbrautar (75), hann nær ekki inn á helgunarsvæði Sauðárkrókslínu 1 og 2, ekki eru skráðar minjar innan reitsins en settir skilmálar ef áður óþekktar minjar koma í ljós á framkvæmdatíma, reiturinn fer ekki yfir stofnlagnir veitukerfa og ætla má að uppbygging hafi óveruleg áhrif á vistgerðir og ásýnd af þjóðvegi. Í kafla 12.4. í greinargerð aðalskipulags kemur fram að skipulagsnefnd meti hverju sinni málsmeðferð uppbyggingaráforma m.t.t. skipulagslaga, með hliðsjón af ákvæðum aðalskipulags og umfangi framkvæmda. Meðfylgjandi er tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Staðarhof, útg. 1.0, dags. 19.05.2025. Umsækjandi óskar eftir mati skipulagsnefndar á því hvort fara skuli með breytinguna sem óverulega eða verulega breytingu á deiliskipulagi. Breytingin mun hafa áhrif á umsækjanda og sveitarfélagið, kann að hafa ásýndaráhrif á nærliggjandi byggð en óljóst er hvort fleiri aðilar verði fyrir áhrifum. Meðfylgjandi er umsögn minjarvarðar, dags. 11.09.2020 vegna deiliskipulags. Að fengnu mati skipulagsnefndar og samþykki skipulagsnefndar og sveitarstjórnar er óskað eftir því að meðfylgjandi tillaga að breytingu á deiliskipulagi Staðarhofs hljóti viðeigandi málsmeðferð skv. skipulagslögum nr. 123/2010.
    Framkvæmdir í tengslum við deiliskipulagstillöguna falla ekki undir lög nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Þó verður lagt mat á líkleg umhverfisáhrif fyrirhugaðra framkvæmda skv. 5.4.1. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagsbreytingu skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Staðarhof L230392 - Breyting á deiliskipulagi" síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 75 Stefán Veigar Gylfason þinglýstur eigandi fasteignar í fjöleignahúsi með fasteignanúmerið F2362013 sem stendur á lóðinni númer 3 við Borgarmýri á Sauðárkróki óskar eftir heimild skipulagsnefndar Skagafjarðar til að fá að gera innkeyrslu að lóðinni frá götunni Víðimýri. Sótt er um 6,0 m breiða innkeyrslu yfir þökulagt svæði/lagnasvæði sveitarfélagsins. Ástæða umsóknar er m.a. vegna þrengsla aðkomu á baklóð og yfirferða yfir sérnotafleti annara sem skilgreindir eru í eignaskiptayfirlýsingu. Aðrir eigendur sem nýta munu umbeðna aðkomu að sérnotaflötum eru eigendur séreigna með fasteignanúmerin F2131299 og F2362013 en þessum eignum tilheyra einnig sérnotafletir á baklóð.
    Fylgiskjöl umsóknar:
    Eignaskiptayfirlýsing, yfirlýsing eigenda fasteigna með fasteignanúmerin F2131299 og F2362013 móttekin hjá skipulagsfulltrúa Skagafjarðar 14.5.2025 þar m.a. kemur fram samþykki um samnýtingu umbeðins yfirferðarréttar og loftmynd.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða umbeðna 6,0 m innkeyrslu að lóðinni en gerir fyrirvara um jákvæða umsögn sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs Skagafjarðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 75. fundar skipulagsnefndar staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 75 Sigfríður Jódís Halldórsdóttir þinglýstur eigandi jarðarinnar Steinn, landnr. 145959, óskar eftir breytingu á byggingarreit sem áður var samþykktur á 53. fundi skipulagsnefndar Skagafjarðar 27. júní 2024 og staðfest á 104. fundi byggðarráðs Skagafjarðar dags. 3. júlí 2024. Óskað er eftir færslu og breyttri afmörkun byggingarreitsins í samræmi við niðurstöður nýs hættumats sem unnið var af Sveini Brynjólfssyni og Brynjólfi Sveinsson hjá Veðurstofu Íslands dags. 13.maí 2025 fyrir landeiganda. Stærð byggingarreitsins var 2.650 en verður 2.028 m² að stærð eftir breytingu, skv. meðfylgjandi, hnitsettum afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 73530000 útg. br. 22. maí 2025. Afstöðuppdráttur var unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni og Ínu Björk Ársælsdóttir

    Hættumatið leiðir í ljós að byggingarreiturinn sem fyrirhugaður var, sé á hættusvæði bæði vegna snjóflóða og aurskriðna en að sunnan hans sé um 100 m breið spilda utan hættusvæða þar sem leyfilegt er að byggja íbúðarhús, eins og kemur fram í niðurstöðu skýrslu Veðurstofunnar. Nýr byggingarreitur færist um 50 metra til suðurs og lendir innan spildunnar sem er utan hættsvæða.

    Einnig óskar þinglýstur eigandi jarðarinnar Steins lnr. 145959 eftir að breyta staðfangi jarðarinnar í "Urð". Ekkert annað landnúmer í Skagafirði hefur nafnið Urð.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðna færslu byggingarreits og samþykkir jafnframt samhljóða umbeðið nafnleyfi.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Steinn L145959 - Breyting á byggingarreit og nýtt staðfang" síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 75 Með vísan til samþykktar sveitarstjórnar Skagafjarðar frá 38. fundi þeirra þann 14. maí sl. þar sem m.a. segir:
    "Borgarsíða 5 - Borgarsíða 7 - Borgarteigur 6 - Beiðni um skipti á lóðum.
    Vísað frá 72. fundi skipulagsnefndar frá 30. apríl sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað: "Ágúst Andrésson fyrir hönd lóðarhafa, lóðanna Borgarsíðu 5 og 7 óska eftir heimild til að hafa skipti á þessum lóðum. Þannig að Norðar fái Borgarsíðu 5 og Skúli Bragason fái Borgarsíðu 7. Í framhaldinu munu Ágúst Andrésson og Óli Viðar Andrésson leggja til hugmyndir þeirra um uppbyggingu á lóðum Borgarsíðu 5 og Borgarteigs 6 hvort heldur það verði á sitthvorri lóð eða óskað verði eftir sameiningu þessara tveggja lóða., þ.e.a.s. Borgarsíðu 5 og Borgarteigs 6. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að leyfa umbeðin lóðarskipti. Alex Már Sigurbjörnsson áheyrnarfulltrúi vék af fundi við afgreiðslu málsins." Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að leyfa umbeðin lóðarskipti."

    Meðfylgjandi lóðaruppdráttur unninn af Skúla Bragasyni sýnir tillögu að lóðarskipulagi, byggingarreit og byggingarmagi á lóð ásamt fyrirhugaðri áfangaskiptingu framkvæmda. Áformaður fyrsti áfangi er 317,8 m² geymsluhúsnæði, annar áfangi 105 m². Einnig er fyrirhugað að skipta fyrri byggingaráfanga í tvær misstórar séreignir. Skv. meðfylgjandi fyrirspurnaruppdrætti er óskað eftir aðkomu að lóðinni frá Borgarsíðu um 14 m breiðan innkeyrslustút. Áformað er að byggja hliðstætt hús að gerð og lögun og þegar hefur hefur verið reist á lóð númer 8 við Borgarteig.

    Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 75. fundar skipulagsnefndar staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 75 Með vísan í lög nr. 123/2010 og reglugerðar nr. 772/2012 óska Valdís Óskarsdóttir og Magnús Ingi Óskarsson eigendur Brekku L146018 eftir framkvæmdaleyfi til nytjaskógræktar á 34 hektara svæði á landi jarðarinnar Brekku, landnr.
    146018. Hjálagt er kort af hnitsettum mörkum svæðisins.
    Framkvæmdir samræmast stefnu sveitarstjórnar í aðalskipulagi, en svæðið er þar skilgreint sem blandað landbúnaðarsvæði. Svæðið er að mestu ágætlega gróið og einkennist af melkollum og grónum grasbrekkum. Ofan við Brekkubragga sem stendur við þjóðveginn, er votlendi sem fellur undir verkefnið Endurheimt votlendis í samstarfi við Land og Skóg.
    Framkvæmdasvæði neðan bragga tekur yfir gömul tún sem ekki eru lengur nýtt, og tengir svæðið við núverandi skógræktarsvæði í Brekku.

    Fyrirhugað skógræktarsvæði er 34 ha. að stærð. Svæðið er í 80-180 m. hæð yfir sjávarmáli og hallar til austurs. Skógrækt á sér langa sögu í Brekku þar sem snemma var tekið land undir skógrækt. Elsti hluti skógræktarinnar er nú orðinn um 70 ára en nýlegri hluti um 30-40 ára. Meðfram þessum framkvæmdum sem fela í sér niðursetningu trjáplantna á nýju svæði verður unnið að grisjun og viðhaldi eldri hluta skógræktarinnar í Brekku.

    Engar forn- eða menningarminjar eru skráðar á fyrirætluðu skógræktarsvæði. Sunnar í jörð Brekku eru beitarhúsin í Brekku sem eru friðaðar fornminjar en þær eru í fjarlægð frá svæðinu.
    Landið einkennis af melkollum, mýrlendi og grónum grasbrekkum. Mýrar raskast ekki við skógræktarframkvæmdir og er verkefnið Endurheimt votlendis í samstarfi við Land og Skóg. Þess er gætt að verkefnin tvö skarist ekki, heldur eru þau samþætt þar sem sjálfbær sýn er sett í forgrunn.

    Við skipulag skógræktarsvæðisins verður hugað vel að því að skógurinn falli inn í landslagið og lögð áhersla á að rækta fjölbreyttan skóg með öflugu vistkerfi. Skógræktarráðunautur verður til ráðgjafar, en náttúrulegar línur í landslagi munu ráða niðursetningu og til þess tekið við skil á milli tegunda, jaðars svæðisins og ræktunarreita.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdaleyfi.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Brekka L146018 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt" síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 75 Álfhildur Leifsdóttir leggur fram eftirfarandi fyrirspurn:
    Í bókun meirihluta á 31. fundi sveitarstjórnar þann 23. október 2024, í tengslum við tillögu undirritaðrar sem lögð var fram á 59. fundi skipulagsnefndar þann 19. september 2024, kemur fram eftirfarandi:
    "Meirihluti sveitarstjórnar leggur því til að tillögunni verði hafnað og vísar því til skipulagsnefndar að skoða í framhaldinu hvort vöntun sé á lóðum eða svæðum á Sauðárkróki fyrir verslun og þjónustu."
    Með vísan í ofangreinda bókun er óskað eftir upplýsingum um stöðu þeirrar vinnu sem meirihlutinn vísaði til skipulagsnefndar. Nánar tiltekið er óskað svara við eftirfarandi:
    1. Hefur skipulagsnefnd fjallað um þessa tilvísun og ef svo er, hvenær og með hvaða niðurstöðu?
    2. Ef málið hefur ekki verið tekið fyrir, hvenær er gert ráð fyrir að það verði sett á dagskrá skipulagsnefndar og með hvaða hætti stendur til að kanna umrædda vöntun?
    3. Hver er ábyrgðaraðili varðandi undirbúning eða eftirfylgni þessarar skoðunar?

    Skipulagsfulltrúi upplýsir um að skoðun um hvort vöntun sé á lóðum eða svæðum fyrir verslun og þjónustu sé erfitt að útfæra. Áreiðanlegustu upplýsingar um slíkt er fjöldi formlegra umsókna og fyrirspurna sem berast embættinu um ýmis konar atvinnulóðir. Skipulagsfulltrúi upplýsir jafnframt um að landnotkunarflokkurinn verslun- og þjónusta var stækkaður í vinnslutillögu aðalskipulags Skagafjarðar 2025-2040 og við vinnslu deiliskipulagstillögu fyrir Athafnarsvæði - Sauðárkrókur - AT-403 var reynt að stilla upp miklum fjölda af fjölbreyttum stærðum og gerðum af athafnarlóðum fyrir atvinnustarfsemi þar sem lítil hætta er á mengun. Jafnframt var reynt að hafa gott samráð við hagsmunaaðila við gerð deiliskipulagstillögunnar með m.a. opinni vinnustofu fyrir utan lögbundið kynningarferli. Með nýlegri auglýsingu á lausum atvinnu- og athafnalóðum við Borgarbraut er útlit fyrir að nægur fjöldi lóða sé til reiðu til að anna eftirspurn. Til viðbótar bætast svo innan fárra mánaða aðrar lóðir innan athafnarsvæðis - AT-403. Ekki hafa borist umsóknir um lóðir frá rekstraraðilum lágvöruverðsverslana.

    Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi VG og óháðra óskar bókað:
    Þakka veitt svör en ítrekar mikilvægi þess að fylgt sé góðum stjórnsýsluháttum. Sérstaklega er brýnt að kjörnir fulltrúar vísi skýrt í verklagsreglur þannig að starfsfólk sveitarfélagsins geti með auðveldum hætti farið eftir þeim ferlum sem lagðir eru til grundvallar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 75. fundar skipulagsnefndar staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.

    VG og óháð ítreka bókun sína frá fundi skipulagsnefndar, svohljóðandi:
    "Þakka veitt svör en ítrekar mikilvægi þess að fylgt sé góðum stjórnsýsluháttum. Sérstaklega er brýnt að kjörnir fulltrúar vísi skýrt í verklagsreglur þannig að starfsfólk sveitarfélagsins geti með auðveldum hætti farið eftir þeim ferlum sem lagðir eru til grundvallar."
  • Skipulagsnefnd - 75 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 63 þann 22.05.2025. Bókun fundar Jóhanna Ey Harðardóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.

    Afgreiðsla 75. fundar skipulagsnefndar staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með átta atkvæðum.

18.Skipulagsnefnd - 76

Málsnúmer 2506009FVakta málsnúmer

Fundargerð 76. fundar skipulagsnefndar frá 12. júní 2025 lögð fram til afgreiðslu á 39. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulagsnefnd - 76 Farið yfir frumáætlun fyrir þá tvo valkosti sem kynntir voru í vinnslutillögu Aðalskipulags Skagafjarðar 2025-2040 fyrir framtíðar tjaldsvæði á Sauðárkróki. Samkvæmt því er svæðið við Borgargerði hagkvæmari og öryggari kostur, en svæðið á Nöfunum verði áfram nýtt fyrir stórmót.
    Skipulagsfulltrúi ásamt fulltrúa frá VSÓ ráðgjöf hafa fundað tvisvar með Vegagerðinni vegna þeirra atriði sem varðar stofnunina í aðalskipulagstillögunni eins og óskað var eftir í umsögn þeirra við vinnslutillöguna.
    Flokkun á ræktunarlandi sem unnin var fyrir Land og skóg af Eflu verkfræðistofu og kynnt var formlega þann 11.06.2025 var höfð til hliðsjónar við yfirferð flokkunar á landbúnaðarlandi í Skagafirði.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 76. fundar skipulagsnefndar staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 76 Jóhann Harðarson, fyrir hönd sveitarfélagsins Skagafjarðar sækir um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Birkimel 4 í Varmahlíð, skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Tilgangur breytingarinnar er að bæta við byggingareit D á lóðinni Birkimel 4 þar sem leikskólinn Birkilundur er staðsettur til að koma fyrir geymsluhúsi, lágreistri byggingu sem hýsa mun leikfanga og vagnageymslu ásamt sorpskýli. Breytingin felur í sér bættar aðstæður fyrir starfsemi leikskólans með Byggingin er staðsett við lóðarmörk og er lægst við lóðarmörk þar sem hún tengist leikskólagirðingu, byggingin hækkar svo inn á lóðina og myndar einskonar gerði næst inngangi við leiksvæði yngstu barna.

    Byggingareitur D myndi stækka til austurs innan núverandi lóðarmarka.
    Heimild yrði fyrir nýbyggingu við austurmörk lóðarinnar sem nýtist sem leikfanga, vagnageymsla og sorpskýli (38,1 m²).
    Byggingar eftir breytingu á lóð D verða sem hér segir:
    Leikskólabygging: 498,1 m²
    Tengigangur: 44,2 m²
    Ný bygging (geymsla og sorpskýli): 38,1 m²
    Samtals: 580,4 m²
    Nýir byggingarhlutar fá matshlutanúmer 03 og verða hluti af starfsemi leikskólans.
    Breytingin er metin óveruleg í skilningi skipulagslaga með hliðsjón af eftirfarandi forsendum:
    Engin áhrif eru á landnotkun nágrannalóða.
    Engar breytingar verða á notkun lóðarinnar sem menntastofnunar.
    Breytingin hefur ekki í för með sér skuggavarp, sjónmengun, innsýn eða raskað útsýni aðliggjandi lóða.
    Nýbyggingin er í samræmi við heildarsvip skólalóðarinnar og byggðamynstur svæðisins.
    Breytingin hefur engin áhrif á hagsmuni annarra aðila en sveitarfélagsins og umsækjanda.
    Með hliðsjón af framangreindu er óskað eftir því að skipulagsnefnd samþykki breytinguna sem óverulega skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga og að ekki verði þörf á grenndarkynningu, sbr. einnig 4. mgr. 44. gr. sömu laga.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Birkimel 4 í Varmahlíð með stofnun nýs byggingarreits, skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd samþykkir einnig samhljóða að breytingin hafi engin áhrif á landnotkun nágrannalóða, breytingin hafi ekki í för með sér skuggavarp, sjónmengun, innsýn eða raskað útsýni aðliggjandi lóða, byggingin sé í samræmi við heildarsvip skólalóðarinnar og byggðamynstur svæðisins og hafi engin áhrif á hagsmuni annarra aðila en sveitarfélagsins og því sé ekki þörf á grenndarkynningu, sbr. einnig 4. mgr. 44. gr. sömu laga.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Leikskólinn í Varmahlíð - Óveruleg breyting á deiliskipulagi" síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 76 Lögð fram umsókn Regínu Sigurðardóttur fyrir hönd forsætisráðuneytisins dags. 25.10.2022 um stofnun þjóðlendu "Hraunin, austur - Skagafjörður" sem skv. úrskurði óbyggðanefndar í máli nr. 5/2008 dags. 19. júní 2009 og dóm Hæstaréttar Íslands í máli nr. 546/2012, dags. 28. nóvember 2013. Um hana fer eftir ákvæðum laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlands, þjóðlendna og afrétta, nr. 58/1998, með síðari breytingum.

    Landsvæði það sem afmarkað er hér á eftir þ.e. Hraunin, austur - Skagafjörður, er þjóðlenda í skilningi 1. gr., sbr. einnig a-lið 7. gr. laga nr. 58/1998:
    Upphafspunktur er þar sem Fremri-Hraunlækur fellur í VestariJökulsá (hra1). Þaðan er læknum fylgt þar til komið er að skurðpunkti við línu sem dregin er úr Goðdalakistu fram hábrúnir til fjalla milli Svartárdalanna og Goðdalalands (hra2). Frá skurðpunktinum er nefndri línu fylgt til norðurs þar til komiði er á móts við Kvíslarupptök (hra3). Þaðan er línan dregin í upptök Runukvíslar (hra4). Þaðan er Runukvísl fylgt að ármótum hennar og Pollakvíslar við Hrauntungu (hra5). Frá ármótunum er Pollakvísl fylgt að upptökum (hra6). Þaðan er línan dregin til norðurs í botn Gullreitsgils (hra7) og Gullreitsgili síðan fylgt til norðurs þar til að það beygir til norðausturs (hra8). Þaðan er línan dregin til suðvesturs í hæsta punkt Sandhóla (hra9). Frá Sandhólum er haldið til norðurs í klettabelti sem er sunnan í Vatnafelli (eins og kröfulína Íslenska ríkisins sem er dregin milli puncta nr. 7 og 8) (hra10). Þaðan er haldið í upptök Brunnabrekkulækjar (hra11) og línan dregin þaðan beina stefnu að þeim stað sem Aðalmannsvatnalækur rennur í Svartá (hra12). Síðan er Svartá fylgt (hra13) til suðurs eftir sveitarfélagsmörkum Húnabyggðar og Skagafjarðar að fjallinu Sátu þar sem það er hæst (hra14) og áfram sömu stefnu að jaðri Hofsjökuls (hra15). Þaðan er jökuljaðrinum fylgt til upptaka Vestari-Jökulsár (hra16). Loks er Vestari-Jökulsá fylgt að upphafspunkti þar sem Fremri-Hraunlækur fellur í hana (hra1).
    Að því leyti sem fylgt er jökuljaðri er miðað við stöðu jökulsins eins og hann var við gildistöku þjóðlendulaga 1. júlí 1998.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðna stofnun þjóðlendu, Hraunin, austur - Skagafjörður.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Umsókn um stofnun þjóðlendu - Hraunin, austur - Skagafjörður" síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 76 Dagur Þ. Baldvinsson fyrir hönd Skagafjarðarhafna sækir um framkvæmdaleyfi fyrir byggingu á nýjum grjótgarði.
    Skagafjarðarhafnir ásamt Vegagerðinni hafa unnið að undirbúningi á byggingu nýjum hafnarkanti sem í gildandi deiliskipulagi nefnist Útgarður. Verkefnið er inn á gildandi samgönguáætlun (2020-2024) undir heitinu: "Sauðárkrókur - Nýr grjótgarður utan hafnar".

    Helstu verkþættir eru gerð 300 m langan grjótgarð úr sprengdu grjóti, sjá meðfylgjandi teikningar. Áætlað heildar magn af grjóti og sprengdum kjarna er um 120.000 m3. Staðsetning og lengd mannvirkis var unnið í reiknilíkani Vegagerðarinnar Mike BW og var þessi lega valin með hagkvæmni og viðleguskilyrði að leiðarljósi. Markmið verkefnisins er að tryggja aðgengi þeirra skipa er þess óska til þess að eiga viðskipti við höfnina og geta komið örugglega að höfn.
    Sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir nýjum grjótgarði við höfnina á Sauðárkróki í samræmi við reglugerð nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi.

    Framkvæmdin felur í sér byggingu grjótgarðs á hafnarsvæði Sauðárkrókshafnar í Skagafirði með það að markmiði að bæta sjóvarnir og aðstöðu við höfnina.
    Efnismagn er 40.000 m3 af sprengdu grjóti og 80.000 m3 af sprendum kjarna.
    Lengd brimvarnargarðs er 300 m, flatarmál garðsins í plani er um 7.000 m2.
    Staðsetning námu verður valin í útboði.
    Áætlaður framkvæmdatími er frá maí 2025 til desember 2026.

    Framkvæmdin er í samræmi við gildandi deiliskipulag hafnarsvæðisins í Skagafirði og fellur að markmiðum aðalskipulags sveitarfélagsins. Framkvæmdin fer að litlu leyti útfyrir skilgreint deiliskipulag þar sem hönnunin á garðinum er útfærð nú, en var ekki við vinnslu deiluskipulagsins.
    Í samþykktu deiliskipulagi segir m.a. "Þótt niðurstaða liggi fyrir um staðsetningu viðlegukants við brimvarnargarð þarf að fara í frekari hönnun á endanlegri útfærslu. Mögulegt er að endanleg útfærsla viðlegukants verði að einhverju marki frábrugðin því sem sýnt er á skipulagsuppdráttum enda er skipulaginu ekki ætlað að sýna endanlega hönnun. Þótt einhver frávik verði á endanlegri hönnun og því sem skipulagið sýnir kallar það ekki á breytingu deiluskipulags".
    Í umhverfisskýrslu deiliskipulags eru tveir valkostir á brimvarnargarðinum. Engar náttúruminjar eru innan skipulagssvæðisins og framkvæmdin hefur ekki áhrif á loftgæði hafnarinnar. Áhrif framkvæmdar á sjávarbotninn er metinn óverulegur. Vegagerðin gerði öldufarslíkan af breytingunni til þess að meta hvaða áhrif hún hefði á nærumhverfið sitt og hvaða ávinning mannvirkið mundi hafa á höfnina. Garðurinn mun hafa mjög jákvæð áhrif á viðleguskilyrði innan hafnar og auka öryggi til innsiglinga.

    Helstu verkþættir og stærðir verksins er lýst hér að ofan. Þeir liðir sem horfa á til vegna ákvörðun um matskyldu eða fyrirspurn um matskyldu til Skipulagsstofnunar eru liður 10.18: Mannvirki til að verjast rofi á strandlengjum á verndarsvæðum, t.d. með stíflugörðum, brimbrjótum, hafnargörðum og öðrum varnarmannvirkjum gegn ágangi sjávar. Landfyllingar þar sem áætluð uppfylling er 5 ha eða stærri. Undanskilið er viðhald og endurbygging framangreindra mannvirkja.
    Framkvæmdin snýr að því að stækka Sauðárkrókshöfn með mannvirki sem eru vel undir ofangreindum viðmiðum og því ljóst að framkvæmdin hafi ekki umtalsverð umhverfisáhrif í för með sér. Framkvæmdin fellur því utan lagaramma laga 2021/nr.111, lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Því er framkvæmdin ekki tilkynningarskyld til Skipulagsstofnunar.

    Þar sem framkvæmdin er innan skilgreinds hafnarsvæðis, nær ekki stærðarmörkum sem sett eru í viðauka II í laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana og er í samræmi við gildandi skipulag er óskað eftir veitingu framkvæmdaleyfis fyrir verkið.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdaleyfi.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Skagafjarðarhöfn - Útgarður ytri höfn - Umsókn um framkvæmdaleyfi" síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 76 Freyr Pálsson fyrir hönd Vegagerðarinnar sækir um framkvæmdaleyfi vegna rannsóknaborana fyrir Fljótagöng.
    Vegagerðin vinnur nú að undirbúningi og rannsóknum fyrir Fljótagöng. Hluti undirbúnings eru jarðfræðirannsóknir á gangaleið, því er áformað að bora eina 450 m djúpa kjarnaholu í Fljótum í landi Lambanes (146837) við fyrirhugaðan gangamunna. Til upplýsinga eru einnig tvær kjarnaholur áformaðar í Hólsdal, 120 m og 24 m djúpar. Staðsetning borholu (FG-01) í Hólsdal er sýnd á viðhengdri yfirlitsmynd. Áætlað er að framkvæmdin í Fljótum taki á bilinu 4-8 vikur og boranir fari fram sumarið 2025.
    Aðkoma að kjarnaholu er um slóða að túnum í landi Lambanes og þaðan upp að borstað, sjá nánar í fylgigögnum umsóknarinnar.
    Aðkoma að borstað er ákvörðuð í samráði við landeigendur og eru þeir einnig upplýstir um rannsóknaboranirnar. Ekki er gert ráð fyrir að gera vegslóða til þess að komast að holunum en verktaki þarf að fara gætilega um svæðið og kappkosta þess að skilja eftir sig eins lítið rask og hægt er. Þess má þó vænta að sár eftir umferð verði sýnileg í nokkurn tíma eftir framkvæmd.
    Ekki er gert ráð fyrir að útbúa sérstök borplön við borholurnar en verktaka er heimilt að slétta undir borinn telji hann þess þörf. Nákvæm staðsetning borholu verður ákveðin í samráði við verktaka í byrjun verks, minni færsla gæti orðið á borstað.
    Gert er ráð fyrir að lágmarks starfsmannaaðstaða fylgi bornum og séu staðsett í nágrenni borsins.
    Vatn til borunar þarf að sækja næsta læk.
    Vegagerðin hefur ráðið Völuberg ehf. sem mun hafa eftirlit með borunum og fara með aðrar jarðfræðirannsóknir og kortlagnir á svæðinu við jarðgöngin.
    Vegagerðin vísar til þess að umrætt verkefni er á tillögu til samgönguáætlunar sem liggur til þingsályktunnar nú á haustþingi (2025) auk þess sem fyrirhuguð jarðgögn eru í samræmi við gildandi skipulagsáætlanir. Hefur Vegagerðinni verið falið að hefja undirbúning á verkinu.
    Með vísan til þess sem að framan er getið er starfsmönnum Vegagerðarinnar nauðsynlegt að fara um það land sem gert er ráð fyrir að nýr vegur muni liggja um og gera þar athuganir og rannsóknir svo
    unnt sé að undirbúa framkvæmdina. Er Vegagerðinni heimilað að framkvæma slíkar rannsóknir á hvaða landi sem er á grundvelli 34. gr. vegalaga nr. 80/2007, og er þar sérstaklega tekið fram að landeiganda og umráðamanni lands er skylt að veita Vegagerðinni nauðsynlegan aðgang að landi sínu vegna undirbúnings vegagerðar, svo sem heimila umferð bifreiða og léttra vinnuvéla. Starfsmenn Vegagerðarinnar munu kappkosta að ganga vel um landið.
    Með vísan til 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sækir Vegagerðin hér með um framkvæmdaleyfi til rannsóknarborana eins og þeim er hér lýst.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdaleyfi.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna rannsóknaborana fyrir Fljótagöng" síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 76 Lögð fram til kynningar rammaáætlun fyrir fjárhagsáætlun skipulagssviðs fyrir 2026.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 76. fundar skipulagsnefndar staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 76 Þröstur Magnússon fyrir hönd Myndun ehf. og Pétur Örn Jóhannsson fyrir hönd Áka bifreiðarþjónustu sf. sækja um lóðina Borgarbraut 2 sem auglýst var dagana 21.05.2025-05.06.2025.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að úthluta umsækjendum lóðinni Borgarbraut 2 en bendir jafnframt á þau atriði sem voru í auglýsingu lóðarinnar varðandi fyrirvara um staðfestingu sveitarstjórnar á endanlegu deiliskipulagi sem nú er í auglýsingu til og með 04.07.2025. En afmörkun lóða, byggingarreita og skipulagsskilmálar geta tekið breytingum áður en deiliskipulag tekur gildi. Þá bendir nefndin jafnframt á að umbeðin lóð verður fyrst byggingarhæf þegar hún hefur verið lögformlega stofnuð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 76. fundar skipulagsnefndar staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 76 Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 26. maí síðastliðinn með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 um leyfi til að til að byggja við einbýlishús sem stendur á lóðinni númer 8 við Fornós á Sauðárkróki.
    Framlagðir aðaluppdrættir gerðir hjá Klöpp Arkitektar-Verkfræðingar ehf. af umsækjanda. Uppdrættir í verki 3358, númer A-101, A-102, A-103 og A-104, dagsettir maí 2025, uppfærðir 5. júní 2025.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að framkvæmdin skuli grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum við Fornós 5, 6, 7, 9 og 10 og Hólmagrund 7, 9, 11, 13 og 15.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Fornós 8 - Umsagnarbeiðni frá byggingarfulltrúa." síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 76 Helgi Páll Jónsson og Rúna Birna Finnsdóttir lóðarhafar lóðar við Víðihlíð 8 á Sauðárkróki óska heimildar Skipulagsnefndar Skagafjarðar til þess að skipta út grasfleti (um 10 m2) að sem liggur frá götu að austanverðu inn að bílastæði lóðar, fyrir steyptan flöt, en um er að ræða svæði er sem nær yfir lagnasvæði sveitarfélagsins. Gulur rammi (merktur 1) á meðfylgjandi loftmynd sýnir svæðið sem um ræðir. Lóðarhafar fóru í framkvæmdir á lóð í bakgarði og var markmiðið að laga frárennslislagnir í bakgarði að vestanverðu og við húsið norðanvert.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða umbeðna breikkun á bílastæði eins er lýst í umsókninni en gerir fyrirvara um jákvæða umsögn sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs Skagafjarðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 76. fundar skipulagsnefndar staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 76 Málið áður á dagskrá á 38. fundi sveitarstjórnar Skagafjarðar þann 14.05.2025 og þá bókað:
    "Vísað frá 73. fundi skipulagsnefndar frá 9. maí sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað: "Guðmundur Sverrisson f.h. Makíta ehf. óskar eftir nýjum byggingarreitum á Brúarlandi Deildardal L146511. Reitur A fyrirhugað að reisa ca. 40 m² gróðurhús og reitur B fyrirhugað að reisa ca. 30 m² aðstöðuhús fyrir skórækt. Reitur A er rétt ofan við gamlar tóftir sem ekki stendur til að hreyfa við. Sbr. leyfi Minjavarðar Skagafjarðar stendur til að hylja þær með jarðvegi vegna mikillar slysahættu. Sbr. umsögn Minjastofunar Íslands þar sem m.a. kemur fram að í ljósi þess að byggingareitir eru innan gamla heimatúnsins og heimildir eru um bænhús og beinafundi nærri bænum þá er farið fram á framkvæmdaeftirlit fornleifafræðings þegar grafið verður fyrir lögnum og undirstöðum húsa. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðna byggingarreiti." Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum umbeðna byggingarreiti."

    Í samráði við Minjavörð Skagafjarðar hefur byggingarreiturinn fyrir gróðurhúsið verið færður, með erindinu fylgir uppfærð afstöðumynd fyrir sem sýnir nýja staðsetningu gróðurhús og áður samþykkt aðstöðuhús.
    Með fylgir uppfærð umsögn Minjastofnunar Íslands.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðna uppfærslu á byggingarreit fyrir gróðurhús.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Brúarland Deildardal - Umsókn um byggingarreit." síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 76 Lagt fram til kynningar drög að bréfi sveitarstjórnar til Húsnæðis- og félagsmálaráðuneytisins varðandi umsókn um undanþágu frá ákvæðum skipulagsreglugerðar varðandi 50 m fjarlægðarmörk húsbyggingar frá vegi fyrir Hólagerði L146233. Bókun fundar Afgreiðsla 76. fundar skipulagsnefndar staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 76
    Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi VG og óháðra leggur fram eftirfarandi fyrirspurn:
    Í ljósi vinnu við deiliskipulag fyrir tjaldsvæðið við Sauðárgil, sem auglýst var skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er óskað eftir upplýsingum um heildarkostnað sveitarfélagsins við undirbúning þessa verkefnis.

    Nánar tiltekið er óskað eftir kosnaðaryfirliti yfir m.a. eftirfarandi liði:

    1. Kostnað vegna ráðgjafar og hönnunar, þar á meðal greiðslur til Teiknistofu Norðurlands fyrir gerð skipulagsuppdrátta og greinargerða.

    2. Kostnað við umhverfis- og umferðaröryggisgreiningar og greiningar hljóðvistar, þar á meðal vinnu verkfræðistofunnar Eflu.

    3. Kostnað við aðra sérfræðiráðgjöf, svo sem frá Náttúrustofu Norðurlands eystra og Minjastofnun Íslands eða hver önnur sérfræðiráðgjöf sem nýtt var í undirbúningi.

    4. Kostnað við kynningarefni og -viðburði, þar á meðal gerð kynningarmyndbands og auglýsingar.

    5. Aðra kostnaðarliði sem tengjast undirbúningi og framkvæmd deiliskipulagsins.




    Skipulagsfulltrúi upplýsir um þann kostnað sem búið er að leggja út vegna verkefnisins, aðkeypt vinna sem er 3.624.376- án vsk sem nýtist að hluta til áfram í vinnu deiliskipulags á svæðinu og einnig í hönnun framtíðar tjaldsvæðis á Sauðárkróki sem verður fundinn annar staður í kjölfar mótmæla íbúa á svæðinu.

    Sigríður Magnúsdóttir, Framsóknarflokki, og Jón Daníel Jónsson, Sjálfstæðisflokki, óska bókað:
    Fulltrúar meirihluta vilja árétta að deiliskipulagsvinna sem ákveðið er að hefja á grundvelli stefnumótunar á framkvæmd sem samþykkt hafði verið í Aðalskipulagi, er lýðræðislegt samtal og samráð við íbúa. Hluti af því er að leita eftir skoðunum og viðhorfum ólíkra hagsmunaaðila, hlusta og rökræða og taka mið af skoðanaskiptum í vinnu við skipulagið. Til að geta tekið það samtal með sem bestum og skýrustum hætti verður oft ekki hjá því komist að leggja í kostnað við ýmsar rannsóknir eða úttektir á áhrifum viðkomandi breytinga á samfélag og umhverfi. Það á einmitt við í þessu tilfelli um gerð deiliskipulags af svæðinu fyrir ofan Sauðá, vegna nánari útfærslu á tjaldsvæði sem áður var búið að samþykkja að flytja þangað í Aðalskipulagi Skagafjarðar.
    Það að fara í vandað samtal og samráð við íbúa, byggt á góðum gögnum og greiningum, kostar peninga. Þegar farið er af stað í slíka vinnu er endanleg niðurstaða hennar ekki fyrirsjáanleg. Bæði getur útfærslan tekið gildi með áorðnum breytingum sem verða í samráðsferlinu en einnig getur niðurstaðan orðið eins og gerðist í þessu tilfelli að hætt var við fyrirhugaðar breytingar. Þrátt fyrir það nýtist stór hluti þeirra greininga sem ráðist var í til annarrar skipulagsvinnu á svæðinu.
    Um það að fara í þessa umræddu deiliskipulagsvinnu voru allir sammála þegar farið var af stað, ásamt því að Aðalskipulags tillagan sem hún byggðist á var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum í sveitarstjórn.

    Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi VG og óháðra þakkar svörin og óskar bókað:
    VG og óháð leggja áherslu á mikilvægi þess að upplýsingar um opinber útgjöld sveitarfélagsins séu aðgengilegar og skýrar. Fögnum við því að samtal við íbúa er til staðar og farið eftir lýðræðislegum ferlum með þeim hætti að hætt er við framkvæmdir sé andstaða íbúa skýr eins og í þessu tilfelli.


    Bókun fundar Afgreiðsla 76. fundar skipulagsnefndar staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.

    Fulltrúar VG og óháðra ítreka bókun sína frá fundi skipulagsnefndar, svohljóðandi:
    "VG og óháð leggja áherslu á mikilvægi þess að upplýsingar um opinber útgjöld sveitarfélagsins séu aðgengilegar og skýrar. Fögnum við því að samtal við íbúa er til staðar og farið eftir lýðræðislegum ferlum með þeim hætti að hætt er við framkvæmdir sé andstaða íbúa skýr eins og í þessu tilfelli."

    Fulltrúar meirihlutaflokka ítreka bókun sína frá fundi skipulagsnefndar, svohljóðandi:
    "Fulltrúar meirihluta vilja árétta að deiliskipulagsvinna sem ákveðið er að hefja á grundvelli stefnumótunar á framkvæmd sem samþykkt hafði verið í Aðalskipulagi, er lýðræðislegt samtal og samráð við íbúa. Hluti af því er að leita eftir skoðunum og viðhorfum ólíkra hagsmunaaðila, hlusta og rökræða og taka mið af skoðanaskiptum í vinnu við skipulagið. Til að geta tekið það samtal með sem bestum og skýrustum hætti verður oft ekki hjá því komist að leggja í kostnað við ýmsar rannsóknir eða úttektir á áhrifum viðkomandi breytinga á samfélag og umhverfi. Það á einmitt við í þessu tilfelli um gerð deiliskipulags af svæðinu fyrir ofan Sauðá, vegna nánari útfærslu á tjaldsvæði sem áður var búið að samþykkja að flytja þangað í Aðalskipulagi Skagafjarðar.
    Það að fara í vandað samtal og samráð við íbúa, byggt á góðum gögnum og greiningum, kostar peninga. Þegar farið er af stað í slíka vinnu er endanleg niðurstaða hennar ekki fyrirsjáanleg. Bæði getur útfærslan tekið gildi með áorðnum breytingum sem verða í samráðsferlinu en einnig getur niðurstaðan orðið eins og gerðist í þessu tilfelli að hætt var við fyrirhugaðar breytingar. Þrátt fyrir það nýtist stór hluti þeirra greininga sem ráðist var í til annarrar skipulagsvinnu á svæðinu.
    Um það að fara í þessa umræddu deiliskipulagsvinnu voru allir sammála þegar farið var af stað, ásamt því að Aðalskipulags tillagan sem hún byggðist á var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum í sveitarstjórn."

19.Skipulagsnefnd - 77

Málsnúmer 2506017FVakta málsnúmer

Fundargerð 77. fundar skipulagsnefndar frá 18. júní 2025 lögð fram til afgreiðslu á 39. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulagsnefnd - 77 Hlynur Torfi Torfason skipulagsráðgjafi frá VSÓ ráðgjöf situr fundinn í gegnum fjarfundarbúnað og fer yfir tillögu að Aðalskipulagi Skagafjarðar 2025-2040.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja tillöguna og senda Skipulagsstofnun tillöguna til athugunar skv. 3. mrg. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og í framhaldinu auglýsa hana skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Endurskoðun aðalskipulags Skagafjarðar 2025-2040" síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 77 K-tak sækir um parhúsalóðina við Nestún 16 á Sauðárkróki.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að úthluta umsækjanda parhúsahúsalóðinni Nestún 16 á Sauðárkróki.
    Bókun fundar Afgreiðsla 77. fundar skipulagsnefndar staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 77 Edda Lúðvíksdóttir og Þórður Hansen þinglýstir eigendur íbúðar á 2. hæð Skagfirðingabrautar 45, 550 Sauðárkróki (F2132154) óska hér með eftir heimild til að stækka svalir á íbúð á 2 hæð. skv. meðfylgjandi uppdrætti nr. S01 í verki 79012100, gerður af Ínu Björk Ársælsdóttir hjá Stoð verkfræðistofu ehf.
    Meðfylgjandi uppdráttur sýnir tillöguteikningu með afstöðumynd og ásýndarmyndum í þrívídd sem gerir grein fyrir fyrirhugaðri stækkun svala sem sótt er um heimild fyrir. Ekki er um fullunnin hönnungargögn að ræða á þessu stigi.
    Um er að ræða stækkun á svölum til suðurs um 6,5 metra. Gert er ráð fyrir þremur burðarsúlum syðst. Svæðið undir svölum verður nýtt sem bílskýli. Framkvæmdin er innan núv. lóðarmarka fasteignarinnar.
    Í ljósi þess að deiliskipulag er ekki í gildi fyrir svæðið, er óskað eftir að málið verði tekið til umfjöllunar hjá skipulagsnefnd. Tekið hefur verið mið af grenndaráhrifum og eru það helst nágrannar aðliggjandi lóða sem gætu orðið fyrir áhrifum, auk fasteignareiganda neðri hæðar Skagfirðingabrautar 45.
    Framkvæmdin er talin falla vel að nærliggjandi byggð og hagsmunir nágranna skerðist að takmörkuðu leyti hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.
    Markmið framkvæmdarinnar er að bæta nýtan leika og aðgengi að útisvæði, án þess að skerða ásýnd eða hagsmuni nágranna.
    Með erindinu fylgir einnig samþykki eiganda neðri hæðar Skagfirðingabrautar 45.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að framkvæmdin skuli grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Skagfirðingabrautar 43, 45 (eiganda neðri hæðar), 47 og 49, Öldustígs 1,3, 5 og 7, og Bárustígs 1, 2 og 4.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Skagfirðingabraut 45 - Beiðni um heimild til að stækka svalir" síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 77 Málið áður á dagskrá 76. fundi skipulagsnefndar þann 12.06.2025, þá bókað:
    "Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 26. maí síðastliðinn með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 um leyfi til að til að byggja við einbýlishús sem stendur á lóðinni númer 8 við Fornós á Sauðárkróki. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir hjá Klöpp Arkitektar-Verkfræðingar ehf. af umsækjanda. Uppdrættir í verki 3358, númer A-101, A-102, A-103 og A-104, dagsettir maí 2025, uppfærðir 5. júní 2025. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að framkvæmdin skuli grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum við Fornós 5, 6, 7, 9 og 10 og Hólmagrund 7, 9, 11, 13 og 15."

    Hrefna Gerður Björnsdóttir lóðarhafi Fornós 8 óskar eftir að framkvæmdin verði einnig grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Fornós 3 og 4.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að framkvæmdin skuli grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum við Fornós 3, 4, 5, 6, 7, 9 og 10 og Hólmagrund 7, 9, 11, 13 og 15.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Fornós 8 - Umsagnarbeiðni frá byggingarfulltrúa." síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 77 Málið áður á dagskrá á 76. fundi skipulagsnefndnarinnar þann 12.06.2025 þar sem kynnt voru drög að umsögn sveitastjórnar frá fjarlægðarreglu d-liðar 5.3.2.5. gr. skipulagsreglugerðar. Var þá bókað: "Lagt fram til kynningar drög að bréfi sveitarstjórnar til Húsnæðis- og félagsmálaráðuneytisins varðandi umsókn um undanþágu frá ákvæðum skipulagsreglugerðar varðandi 50 m fjarlægðarmörk húsbyggingar frá vegi fyrir Hólagerði L146233."
    Skipulagsfulltrúi leggur fram og kynnir drög að samantekt sinni um afgreiðslu málsins. Málið var rætt á grunni samantektarinnar.

    Skipulagsnefnd lýsir sig sammála þeim sjónarmiðum sem fram koma í drögum skipulagsfulltrúa að samantekt til sveitarstjóra um málið og samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að ljúka frágangi samantektarinnar og umræddra draga að umsögn sveitarfélagsins í samráði við lögmann sveitarfélagsins og leggja fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu. Að henni lokinni vinni skipulagsfulltrúi málið gagnvart ráðuneytinu í samráði við sveitarstjórn. Að fenginni niðurstöðu ráðuneytisins verði afstaða til byggingarreits tekinn til endanlegrar afgreiðslu.
    Bókun fundar Forseti gerir það að tillögu sinni að fresta afgreiðslu þessa máls. Samþykkt með níu atkvæðum.

20.Byggingarnefnd menningarhúss á Sauðárkróki - 5

Málsnúmer 2505031FVakta málsnúmer

Fundargerð 5. fundar byggingarnefndar menningarhúss á Sauðárkróki frá 4. júní 2025 lögð fram til afgreiðslu á 39. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs
  • Byggingarnefnd menningarhúss á Sauðárkróki - 5 Helena Margrét Áskelsdóttir frá VSÓ fór yfir næstu skref í yfirferð og mati lokaðrar hönnunarsamkeppni í þrepi II í útboði menningarhúss í Skagafirði.

    Byggingarnefnd menningarhúss samþykkir samhljóða að skipa þau Gísla Sigurðsson sem jafnframt verður formaður matsnefndar, Einar E. Einarsson, Jóhönnu Ey Harðardóttur, Álfhildi Leifsdóttur og Guðrúnu Ingvarsdóttur arkitekt í matsnefnd á tillögum bjóðenda. Nefndin mun eftir þörfum kalla til aðra ráðgjafa og sérfræðinga til aðstoðar við matsstörf. Umsjón með matsstörfum og ritun fundargerða verður í höndum VSÓ Ráðgjafar. Sveitarstjóri Skagafjarðar og sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs Skagafjarðar munu auk þess sitja alla nefndarfundi. Tryggt verður að samsetning matsnefndar, ásamt ráðgjöfum, verði í samræmi við ákvæði 44. gr. laga nr. 120/2016 um opinber innkaup. Upplýsingar um nöfn nefndarmanna og þeirra ráðgjafa og sérfræðinga sem nefndin kann að kalla til sér til aðstoðar verða gefin upp þegar niðurstöður mats á tillögum bjóðenda verða gefnar út.
    Bókun fundar Afgreiðsla 5. fundar byggingarnefndar menningarhúss á Sauðárkróki staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.

21.Viðbótarniðurgreiðslur 2025

Málsnúmer 2504196Vakta málsnúmer

Vísað frá 148. fundi byggðarráðs frá 27. maí sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Máli vísað frá 38. fundi fræðslunefndar þann 15. maí sl., þannig bókað: "Lögð fram uppfærð tekjuviðmið Skagafjarðar vegna viðbótarniðurgreiðslna á leikskólagjöldum, dagvistunargjöldum og frístundagjöldum. Ný tekjuviðmið gilda frá 1. janúar 2025. Fræðslunefnd samþykkir viðmiðin samhljóða fyrir sitt leyti og vísar þeim til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir viðmiðin samhljóða og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

22.Samþykkt um hunda og kattahald

Málsnúmer 2411166Vakta málsnúmer

Vísað frá 149. fundi byggðarráðs frá 4. júní sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Máli vísað frá 27. fundi landbúnaðar- og innviðanefndar þann 28. maí síðastliðinn, þannig bókað: "Beðið var um umsögn Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra um nýja samþykkt Skagafjarðar um hunda- og kattahald. Heilbrigðiseftirlitið gerir smávægilegar athugasemdir sem snúa að mestu að orðalagi í reglugerðabreytingu. Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að breyta samþykktinni til samræmis við athugasemdirnar og vísar samþykktinni með áorðnum breytingum til Byggðaráðs." Eftir afgreiðslu landbúnaðar- og innviðanefndar hafa borist frekari athugasemdir frá umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytinu, margar af þeim sömu ábendingar og Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra setti fram, en einnig aðrar sem ráðuneytið telur vera til bóta til að kveða skýrar á um hlutverk aðila í reglugerðinni.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að taka tillit til allra ábendinga ráðuneytisins og samþykkir því framlagða samþykkt Skagafjarðar um hunda- og kattahald með áorðnum breytingum og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

23.Reglur um styrki, styrktarlínur og auglýsingar

Málsnúmer 2505237Vakta málsnúmer

Vísað frá 150. fundi byggðarráðs frá 12. júní sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Máli vísað frá 34. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar þann 5. júní sl., þannig bókað: "Framlögð drög af reglum um styrki, styrktarlínur og auglýsingar. Nefndin samþykkir samhljóða framlögð drög af reglum um styrki, styrktarlínur og auglýsingar með áorðnum breytingum og vísar þeim til afgreiðslu byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagðar reglur um styrki, styrktarlínur og auglýsingar með áorðnum breytingum og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

24.Sumarafleysingar 2025

Málsnúmer 2505155Vakta málsnúmer

Vísað frá 35. fundi félagsmála- og tómstundanefndar frá 19. maí sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lagt fram minnisblað frá leiðtoga fatlaðs fólks og eldra fólks um stöðu sumarafleysinga. Staða ráðninga er frekar slæm sjötta árið í röð. Á starfsstöðvum í Skagafirði vantar enn um 6 til 10 starfsmenn og einn starfsmann vantar í sumarafleysingar á starfsstöð á Hvammstanga. Á starfsstöðinni á Blönduósi er staðan nokkuð góð. Um lögbundna þjónustu er að ræða og alvarlegt að ekki hafi tekist að fá fólk til starfa. Í minnisblaðinu koma fram ýmsar leiðir sem búið er að reyna til að leysa mönnunarvanda en hafa ekki skilað tilætluðum árangri. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að skerða heimaþjónustu og dagdvöl aldraðra eins og þörf er á í sumar ef ekki tekst að manna afleysingar. Skoða verður hvort þurfi að loka dagdvöl tímabundið í sumar. Miðað við núverandi stöðu er fyrirséð að starfsfólk mun ekki hafa tök á því að taka fullt sumarorlof sjötta sumarið í röð. Nefndin lýsir yfir áhyggjum sínum á viðvarandi mönnunarvanda og vekur athygli á því að félagsþjónustan sinnir lögbundnu hlutverki í þjónustu við fatlað fólk og eldra fólk. Nefndin felur starfsmönnum nefndarinnar að vinna áfram með minnisblað leiðtoga og skoða hvort og þá hvaða leiðir eru færar til að búa til hvata til framtíðar fyrir starfsmenn í samráði við mannauðsstjóra og nefndina. Einnig lagt fram minnisblað frá leiðtoga frístunda- og íþróttamála um stöðu sumarafleysinga í málaflokki 06. Hægt hefur gengið að ráða inn í sumarafleysingar en miðað við stöðuna á ráðningum núna er ekki útlit fyrir að skerða þurfi opnunartíma. Vinnuskólinn var tengdur starfsemi á íþróttavellinum á Sauðárkróki í fyrra og mun sami háttur vera á í ár þar sem það gaf góða raun.
Félagsmála- og tómstundanefnd vísar málinu samhljóða til sveitarstjórnar."

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

25.Viðvík I og II L146424 - Umsókn um stækkun byggingarreits

Málsnúmer 2505031Vakta málsnúmer

Vísað frá 74. fundi skipulagsnefndar þann 19. maí sl., þannig bókað:
"Þann 25. nóvember 2015 samþykkti skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar umsókn landeiganda Viðvíkur, landnr. 146424, um stofnun byggingarreits á landi jarðarinnar. Samþykkt var staðfest í sveitarstjórn þann 09.12.2015.
Kári Ottósson, þinglýstur eigandi Viðvíkur, landnr. 146464, óskar eftir heimild til að stækka áður samþykktan byggingarreit um 1.952 m², skv. meðfylgjandi, hnitsettum afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 72093000 útg. 13. maí 2025. Afstöðuppdráttur var unnin á Stoð verkfræðistofu ehf. Reiturinn stækkar um 40,95 m til suðvesturs, um 6 m til norðvesturs, um 22,05 m til norðausturs og um 5 m til suðausturs. Fyrir stækkun er reiturinn 520 m² en eftir stækkun verður hann 2.472 m².
Um er að ræða byggingarreit fyrir viðbyggingu núverandi gripahúss sem byggð var árið 2019. Endanleg hönnun mannvirkis liggur ekki fyrir en hámarks byggingarmagn viðbyggingar verður um 590 m² og verður byggingarhæð sú sama og núverandi byggingar.
Byggingarreitur, sem sótt er um, er á skilgreindu landbúnaðarsvæði nr. L-2 í aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035 og gengur ekki inn á ræktað land. Umsótt stækkun er samræmi við ákvæði aðalskipulags um uppbyggingu á landbúnaðarsvæðum og hefur ekki neikvæð áhrif á búrekstrarskilyrði. Umsótt stækkun er um 430 m frá Hólavegi (767) og er að mestu í átt frá Viðvíkurkirkju sem er í um 220 m fjarlægð. Stækkun skerðir ekki aðgengi að öðrum fasteignum.
Áform uppbyggingar eru í samræmi við almenn ákvæði aðalskipulags um landnotkun á landbúnaðarsvæðum sem talin eru upp í kafla 12.4 greinargerðar þar sem um er að ræða byggingu í tengslum við aðra byggingu, þ.e.a.s. viðbyggingu, núverandi innviðir nýtast áfram, ekki er verið að fjölga byggingum og um er að ræða byggingu fyrir landbúnaðarstarfsemi sem er ekki líkleg til að hafa veruleg áhrif á mengun eða aðgengi. Jafnframt segir í sama kafla:
"Sveitarstjórn getur ákveðið að veita megi leyfi til byggingar á stökum byggingum sem tengjast starfsemi bújarðar án deiliskipulags, ef umfang og/eða aðstæður gefi tilefni til. Á það við þegar byggingaráform varða ekki hagsmuni annarra en umsækjandans, samrýmast landnotkun og yfirbragði svæðisins og hafa ekki neikvæð umhverfisáhrif."
Hér er sótt um viðbyggingu gripahúss sem er styrkir starfsemi bújarðarinnar. Byggingaráform munu efla starfsemi á svæðinu og samrýmast núverandi landnotkun. Lögð verður áhersla á að áformuð viðbygging samrýmist yfirbragði og ásýnd svæðisins. Áhrif á umhverfi eru óveruleg umfram áhrif núverandi byggingar.
Umsækjandi er eigandi nærliggjandi landeigna, Viðvíkur lands, L178680, og Viðvíkur lands, L178681.
Fyrirliggur jákvæð umsögn minjavarðar Norðurlands vestra.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðinn bygginarreit."

Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum umbeðinn byggingarreit.

26.Hvíteyrar L146178 - Umsókn um stofnun landsspildu

Málsnúmer 2505064Vakta málsnúmer

Vísað frá 74. fundi skipulagsnefndar þann 19. maí sl., þannig bókað:
"Rósa Björnsdóttir þinglýstur eigandi jarðarinnar Hvíteyrar, landnúmer 146178 óska eftir heimild til að stofna 10,44 ha spildu úr landi jarðarinnar, sem "Bergholt" skv. meðfylgjandi merkjalýsingu fyrir Hvíteyrar, dags. 21.10.2024, unnin á Stoð verkfræðistofu ehf. Öll hlunnindi tilheyra áfram Hvíteyrum lnr. 146178. Landskipti samræmast aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Landskipti hafa óveruleg áhrif á búrekstrarskilyrði og skerða ekki landbúnaðarsvæði í I. og II. flokki. Engin verndarsvæði skv. gildandi aðalskipulagi eru innan útskiptrar spildu. Engin fasteign er á umræddri spildu. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Hvíteyrum, landnr. 146178. Stofnað land verður í eigu sama eiganda og upprunajarðar. Málsnúmer hjá landeignaskrá er M000513. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðin landskipti og samþykkir jafnframt samhljóða umbeðið nafnleyfi."

Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum umbeðin landskipti.

27.Borgarflöt - Deiliskipulag

Málsnúmer 2505220Vakta málsnúmer

Vísað frá 75. fundi skipulagsnefndar þann 28. maí sl., þannig bókað:
"Hólmfríður Sveinsdóttir, fyrir hönd Háskólans á Hólum óskar eftir við skipulagsnefnd Skagafjarðar að gert verði deiliskipulag á kostnað umsækjanda á lóð sem skólinn er með vilyrði fyrir við Borgaflöt á Sauðárkróki til og með 31. desember 2025.
Lóðin er eins hún kemur fram á lóðarblaði með skilmálum og greinargerð, Borgarflöt - Hólaskóli, uppdráttur nr. S01, verknúmer 71742001, útgáfudagur 10. janúar 2024.
Skólinn óskar eftir því að fá kostnaðarmat sent fyrir deiliskipulagsgerðina til samþykktar áður en vinnan við það hefst.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að heimila Háskólanum á Hólum að gert verði deiliskipulag á þeirra kostnað skv. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."

Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum að heimila Háskólanum á Hólum að gert verði deiliskipulag á þeirra kostnað skv. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

28.Staðarhof L230392 - Breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2505216Vakta málsnúmer

Vísað frá 75. fundi skipulagsnefndar þann 28. maí sl., þannig bókað:
"Sigurjón Rúnar Rafnsson þinglýstur eigandi jarðarinnar Staðarhofs, landnr. 230392, óskar eftir heimild til að láta vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Staðarhofs, á eigin kostnað skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingarsvæðið er sunnan heimreiðar þar sem gert verður ráð fyrir nýjum byggingareit fyrir stafsmannabúðir. Umræddur byggingarreitur bætir aðstöðu starfsfólks til muna og gerir þeim kleift nýta vistvænari ferðamáta á leið til vinnu. Stærð breytingarsvæðis er 2.670 m². Stærð byggingarreits er 2.210 m². Í meðfylgjandi breytingartillögu eru settir skilmálar um hámarks fjölda bygginga innan reitsins, hámarks stærð bygginga, hámarks hæðir bygginga o.fl.
Skipulagssvæðið, og breytingarsvæði, er á landbúnaðarsvæði nr. L-1 í gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og í II. flokki ræktarlands. Breytingin er í samræmi við ákvæði aðalskipulags um landnotkun á landbúnaðarsvæði nr. L-1 og II. flokk ræktarlands. Breytingin gerir ráð fyrir byggingum sem tengjast landbúnaðarstarfsemi og starfsemi jarðarinnar. Stærð byggingarreits gefur landeiganda svigrúm til að staðsetja byggingar innan reitsins með tilliti til brunavarna en skipulagið setur skilmála um stærð hverrar byggingar. Reiturinn nær ekki inn á verndarsvæði, hann er rúmlega 110 m frá þjóðvegi og nær því ekki inn á veghelgunarsvæði Sauðárkróksbrautar (75), hann nær ekki inn á helgunarsvæði Sauðárkrókslínu 1 og 2, ekki eru skráðar minjar innan reitsins en settir skilmálar ef áður óþekktar minjar koma í ljós á framkvæmdatíma, reiturinn fer ekki yfir stofnlagnir veitukerfa og ætla má að uppbygging hafi óveruleg áhrif á vistgerðir og ásýnd af þjóðvegi. Í kafla 12.4. í greinargerð aðalskipulags kemur fram að skipulagsnefnd meti hverju sinni málsmeðferð uppbyggingaráforma m.t.t. skipulagslaga, með hliðsjón af ákvæðum aðalskipulags og umfangi framkvæmda. Meðfylgjandi er tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Staðarhof, útg. 1.0, dags. 19.05.2025. Umsækjandi óskar eftir mati skipulagsnefndar á því hvort fara skuli með breytinguna sem óverulega eða verulega breytingu á deiliskipulagi. Breytingin mun hafa áhrif á umsækjanda og sveitarfélagið, kann að hafa ásýndaráhrif á nærliggjandi byggð en óljóst er hvort fleiri aðilar verði fyrir áhrifum. Meðfylgjandi er umsögn minjarvarðar, dags. 11.09.2020 vegna deiliskipulags. Að fengnu mati skipulagsnefndar og samþykki skipulagsnefndar og sveitarstjórnar er óskað eftir því að meðfylgjandi tillaga að breytingu á deiliskipulagi Staðarhofs hljóti viðeigandi málsmeðferð skv. skipulagslögum nr. 123/2010.
Framkvæmdir í tengslum við deiliskipulagstillöguna falla ekki undir lög nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Þó verður lagt mat á líkleg umhverfisáhrif fyrirhugaðra framkvæmda skv. 5.4.1. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagsbreytingu skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."

Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum að auglýsa deiliskipulagsbreytingu skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

29.Steinn L145959 - Breyting á byggingarreit og nýtt staðfang

Málsnúmer 2505219Vakta málsnúmer

Vísað frá 75. fundi skipulagsnefndar þann 28. maí sl., þannig bókað:
"Sigfríður Jódís Halldórsdóttir þinglýstur eigandi jarðarinnar Steinn, landnr. 145959, óskar eftir breytingu á byggingarreit sem áður var samþykktur á 53. fundi skipulagsnefndar Skagafjarðar 27. júní 2024 og staðfest á 104. fundi byggðarráðs Skagafjarðar dags. 3. júlí 2024. Óskað er eftir færslu og breyttri afmörkun byggingarreitsins í samræmi við niðurstöður nýs hættumats sem unnið var af Sveini Brynjólfssyni og Brynjólfi Sveinsson hjá Veðurstofu Íslands dags. 13.maí 2025 fyrir landeiganda. Stærð byggingarreitsins var 2.650 en verður 2.028 m² að stærð eftir breytingu, skv. meðfylgjandi, hnitsettum afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 73530000 útg. br. 22. maí 2025. Afstöðuppdráttur var unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni og Ínu Björk Ársælsdóttir
Hættumatið leiðir í ljós að byggingarreiturinn sem fyrirhugaður var, sé á hættusvæði bæði vegna snjóflóða og aurskriðna en að sunnan hans sé um 100 m breið spilda utan hættusvæða þar sem leyfilegt er að byggja íbúðarhús, eins og kemur fram í niðurstöðu skýrslu Veðurstofunnar. Nýr byggingarreitur færist um 50 metra til suðurs og lendir innan spildunnar sem er utan hættsvæða.
Einnig óskar þinglýstur eigandi jarðarinnar Steins lnr. 145959 eftir að breyta staðfangi jarðarinnar í "Urð". Ekkert annað landnúmer í Skagafirði hefur nafnið Urð.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðna færslu byggingarreits og samþykkir jafnframt samhljóða umbeðið nafnleyfi."

Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum umbeðna færslu byggingarreits.

30.Brekka L146018 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt

Málsnúmer 2504193Vakta málsnúmer

Vísað frá 75. fundi skipulagsnefndar þann 28. maí sl., þannig bókað:
"Með vísan í lög nr. 123/2010 og reglugerðar nr. 772/2012 óska Valdís Óskarsdóttir og Magnús Ingi Óskarsson eigendur Brekku L146018 eftir framkvæmdaleyfi til nytjaskógræktar á 34 hektara svæði á landi jarðarinnar Brekku, landnr.
146018. Hjálagt er kort af hnitsettum mörkum svæðisins.
Framkvæmdir samræmast stefnu sveitarstjórnar í aðalskipulagi, en svæðið er þar skilgreint sem blandað landbúnaðarsvæði. Svæðið er að mestu ágætlega gróið og einkennist af melkollum og grónum grasbrekkum. Ofan við Brekkubragga sem stendur við þjóðveginn, er votlendi sem fellur undir verkefnið Endurheimt votlendis í samstarfi við Land og Skóg.
Framkvæmdasvæði neðan bragga tekur yfir gömul tún sem ekki eru lengur nýtt, og tengir svæðið við núverandi skógræktarsvæði í Brekku.
Fyrirhugað skógræktarsvæði er 34 ha. að stærð. Svæðið er í 80-180 m. hæð yfir sjávarmáli og hallar til austurs. Skógrækt á sér langa sögu í Brekku þar sem snemma var tekið land undir skógrækt. Elsti hluti skógræktarinnar er nú orðinn um 70 ára en nýlegri hluti um 30-40 ára. Meðfram þessum framkvæmdum sem fela í sér niðursetningu trjáplantna á nýju svæði verður unnið að grisjun og viðhaldi eldri hluta skógræktarinnar í Brekku.
Engar forn- eða menningarminjar eru skráðar á fyrirætluðu skógræktarsvæði. Sunnar í jörð Brekku eru beitarhúsin í Brekku sem eru friðaðar fornminjar en þær eru í fjarlægð frá svæðinu.
Landið einkennis af melkollum, mýrlendi og grónum grasbrekkum. Mýrar raskast ekki við skógræktarframkvæmdir og er verkefnið Endurheimt votlendis í samstarfi við Land og Skóg. Þess er gætt að verkefnin tvö skarist ekki, heldur eru þau samþætt þar sem sjálfbær sýn er sett í forgrunn.
Við skipulag skógræktarsvæðisins verður hugað vel að því að skógurinn falli inn í landslagið og lögð áhersla á að rækta fjölbreyttan skóg með öflugu vistkerfi. Skógræktarráðunautur verður til ráðgjafar, en náttúrulegar línur í landslagi munu ráða niðursetningu og til þess tekið við skil á milli tegunda, jaðars svæðisins og ræktunarreita.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdaleyfi."

Hrefna Jóhannesdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.

Sveitarstjórn samþykkir með átta atkvæðum að veita umbeðið framkvæmdaleyfi.

31.Leikskólinn í Varmahlíð - Óveruleg breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2506074Vakta málsnúmer

Vísað frá 76. fundi skipulagsnefndar þann 12. júní sl., þannig bókað:
"Jóhann Harðarson, fyrir hönd sveitarfélagsins Skagafjarðar sækir um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Birkimel 4 í Varmahlíð, skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tilgangur breytingarinnar er að bæta við byggingareit D á lóðinni Birkimel 4 þar sem leikskólinn Birkilundur er staðsettur til að koma fyrir geymsluhúsi, lágreistri byggingu sem hýsa mun leikfanga og vagnageymslu ásamt sorpskýli. Breytingin felur í sér bættar aðstæður fyrir starfsemi leikskólans með Byggingin er staðsett við lóðarmörk og er lægst við lóðarmörk þar sem hún tengist leikskólagirðingu, byggingin hækkar svo inn á lóðina og myndar einskonar gerði næst inngangi við leiksvæði yngstu barna.
Byggingareitur D myndi stækka til austurs innan núverandi lóðarmarka.
Heimild yrði fyrir nýbyggingu við austurmörk lóðarinnar sem nýtist sem leikfanga, vagnageymsla og sorpskýli (38,1 m²).
Byggingar eftir breytingu á lóð D verða sem hér segir:
Leikskólabygging: 498,1 m²
Tengigangur: 44,2 m²
Ný bygging (geymsla og sorpskýli): 38,1 m²
Samtals: 580,4 m²
Nýir byggingarhlutar fá matshlutanúmer 03 og verða hluti af starfsemi leikskólans.
Breytingin er metin óveruleg í skilningi skipulagslaga með hliðsjón af eftirfarandi forsendum:
Engin áhrif eru á landnotkun nágrannalóða.
Engar breytingar verða á notkun lóðarinnar sem menntastofnunar.
Breytingin hefur ekki í för með sér skuggavarp, sjónmengun, innsýn eða raskað útsýni aðliggjandi lóða.
Nýbyggingin er í samræmi við heildarsvip skólalóðarinnar og byggðamynstur svæðisins.
Breytingin hefur engin áhrif á hagsmuni annarra aðila en sveitarfélagsins og umsækjanda.
Með hliðsjón af framangreindu er óskað eftir því að skipulagsnefnd samþykki breytinguna sem óverulega skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga og að ekki verði þörf á grenndarkynningu, sbr. einnig 4. mgr. 44. gr. sömu laga.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Birkimel 4 í Varmahlíð með stofnun nýs byggingarreits, skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd samþykkir einnig samhljóða að breytingin hafi engin áhrif á landnotkun nágrannalóða, breytingin hafi ekki í för með sér skuggavarp, sjónmengun, innsýn eða raskað útsýni aðliggjandi lóða, byggingin sé í samræmi við heildarsvip skólalóðarinnar og byggðamynstur svæðisins og hafi engin áhrif á hagsmuni annarra aðila en sveitarfélagsins og því sé ekki þörf á grenndarkynningu, sbr. einnig 4. mgr. 44. gr. sömu laga."

Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Birkimel 4 í Varmahlíð með stofnun nýs byggingarreits, skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

32.Umsókn um stofnun þjóðlendu - Hraunin, austur - Skagafjörður

Málsnúmer 2210269Vakta málsnúmer

Vísað frá 76. fundi skipulagsnefndar þann 12. júní sl., þannig bókað:
"Lögð fram umsókn Regínu Sigurðardóttur fyrir hönd forsætisráðuneytisins dags. 25.10.2022 um stofnun þjóðlendu "Hraunin, austur - Skagafjörður" sem skv. úrskurði óbyggðanefndar í máli nr. 5/2008 dags. 19. júní 2009 og dóm Hæstaréttar Íslands í máli nr. 546/2012, dags. 28. nóvember 2013. Um hana fer eftir ákvæðum laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlands, þjóðlendna og afrétta, nr. 58/1998, með síðari breytingum.
Landsvæði það sem afmarkað er hér á eftir þ.e. Hraunin, austur - Skagafjörður, er þjóðlenda í skilningi 1. gr., sbr. einnig a-lið 7. gr. laga nr. 58/1998:
Upphafspunktur er þar sem Fremri-Hraunlækur fellur í VestariJökulsá (hra1). Þaðan er læknum fylgt þar til komið er að skurðpunkti við línu sem dregin er úr Goðdalakistu fram hábrúnir til fjalla milli Svartárdalanna og Goðdalalands (hra2). Frá skurðpunktinum er nefndri línu fylgt til norðurs þar til komiði er á móts við Kvíslarupptök (hra3). Þaðan er línan dregin í upptök Runukvíslar (hra4). Þaðan er Runukvísl fylgt að ármótum hennar og Pollakvíslar við Hrauntungu (hra5). Frá ármótunum er Pollakvísl fylgt að upptökum (hra6). Þaðan er línan dregin til norðurs í botn Gullreitsgils (hra7) og Gullreitsgili síðan fylgt til norðurs þar til að það beygir til norðausturs (hra8). Þaðan er línan dregin til suðvesturs í hæsta punkt Sandhóla (hra9). Frá Sandhólum er haldið til norðurs í klettabelti sem er sunnan í Vatnafelli (eins og kröfulína Íslenska ríkisins sem er dregin milli puncta nr. 7 og 8) (hra10). Þaðan er haldið í upptök Brunnabrekkulækjar (hra11) og línan dregin þaðan beina stefnu að þeim stað sem Aðalmannsvatnalækur rennur í Svartá (hra12). Síðan er Svartá fylgt (hra13) til suðurs eftir sveitarfélagsmörkum Húnabyggðar og Skagafjarðar að fjallinu Sátu þar sem það er hæst (hra14) og áfram sömu stefnu að jaðri Hofsjökuls (hra15). Þaðan er jökuljaðrinum fylgt til upptaka Vestari-Jökulsár (hra16). Loks er Vestari-Jökulsá fylgt að upphafspunkti þar sem Fremri-Hraunlækur fellur í hana (hra1).
Að því leyti sem fylgt er jökuljaðri er miðað við stöðu jökulsins eins og hann var við gildistöku þjóðlendulaga 1. júlí 1998.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðna stofnun þjóðlendu, Hraunin, austur - Skagafjörður."

Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.

Sveitarstjórn samþykkir með átta atkvæðum umbeðna stofnun þjóðlendu, Hraunin, austur - Skagafjörður.

33.Skagafjarðarhöfn - Útgarður ytri höfn - Umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2506073Vakta málsnúmer

Vísað frá 76. fundi skipulagsnefndar þann 12. júní sl., þannig bókað:
"Dagur Þ. Baldvinsson fyrir hönd Skagafjarðarhafna sækir um framkvæmdaleyfi fyrir byggingu á nýjum grjótgarði.
Skagafjarðarhafnir ásamt Vegagerðinni hafa unnið að undirbúningi á byggingu nýjum hafnarkanti sem í gildandi deiliskipulagi nefnist Útgarður. Verkefnið er inn á gildandi samgönguáætlun (2020-2024) undir heitinu: "Sauðárkrókur - Nýr grjótgarður utan hafnar".
Helstu verkþættir eru gerð 300 m langan grjótgarð úr sprengdu grjóti, sjá meðfylgjandi teikningar. Áætlað heildar magn af grjóti og sprengdum kjarna er um 120.000 m3. Staðsetning og lengd mannvirkis var unnið í reiknilíkani Vegagerðarinnar Mike BW og var þessi lega valin með hagkvæmni og viðleguskilyrði að leiðarljósi. Markmið verkefnisins er að tryggja aðgengi þeirra skipa er þess óska til þess að eiga viðskipti við höfnina og geta komið örugglega að höfn.
Sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir nýjum grjótgarði við höfnina á Sauðárkróki í samræmi við reglugerð nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi.
Framkvæmdin felur í sér byggingu grjótgarðs á hafnarsvæði Sauðárkrókshafnar í Skagafirði með það að markmiði að bæta sjóvarnir og aðstöðu við höfnina.
Efnismagn er 40.000 m3 af sprengdu grjóti og 80.000 m3 af sprendum kjarna.
Lengd brimvarnargarðs er 300 m, flatarmál garðsins í plani er um 7.000 m2.
Staðsetning námu verður valin í útboði.
Áætlaður framkvæmdatími er frá maí 2025 til desember 2026.
Framkvæmdin er í samræmi við gildandi deiliskipulag hafnarsvæðisins í Skagafirði og fellur að markmiðum aðalskipulags sveitarfélagsins. Framkvæmdin fer að litlu leyti útfyrir skilgreint deiliskipulag þar sem hönnunin á garðinum er útfærð nú, en var ekki við vinnslu deiluskipulagsins.
Í samþykktu deiliskipulagi segir m.a. "Þótt niðurstaða liggi fyrir um staðsetningu viðlegukants við brimvarnargarð þarf að fara í frekari hönnun á endanlegri útfærslu. Mögulegt er að endanleg útfærsla viðlegukants verði að einhverju marki frábrugðin því sem sýnt er á skipulagsuppdráttum enda er skipulaginu ekki ætlað að sýna endanlega hönnun. Þótt einhver frávik verði á endanlegri hönnun og því sem skipulagið sýnir kallar það ekki á breytingu deiluskipulags".
Í umhverfisskýrslu deiliskipulags eru tveir valkostir á brimvarnargarðinum. Engar náttúruminjar eru innan skipulagssvæðisins og framkvæmdin hefur ekki áhrif á loftgæði hafnarinnar. Áhrif framkvæmdar á sjávarbotninn er metinn óverulegur. Vegagerðin gerði öldufarslíkan af breytingunni til þess að meta hvaða áhrif hún hefði á nærumhverfið sitt og hvaða ávinning mannvirkið mundi hafa á höfnina. Garðurinn mun hafa mjög jákvæð áhrif á viðleguskilyrði innan hafnar og auka öryggi til innsiglinga.
Helstu verkþættir og stærðir verksins er lýst hér að ofan. Þeir liðir sem horfa á til vegna ákvörðun um matskyldu eða fyrirspurn um matskyldu til Skipulagsstofnunar eru liður 10.18: Mannvirki til að verjast rofi á strandlengjum á verndarsvæðum, t.d. með stíflugörðum, brimbrjótum, hafnargörðum og öðrum varnarmannvirkjum gegn ágangi sjávar. Landfyllingar þar sem áætluð uppfylling er 5 ha eða stærri. Undanskilið er viðhald og endurbygging framangreindra mannvirkja.
Framkvæmdin snýr að því að stækka Sauðárkrókshöfn með mannvirki sem eru vel undir ofangreindum viðmiðum og því ljóst að framkvæmdin hafi ekki umtalsverð umhverfisáhrif í för með sér. Framkvæmdin fellur því utan lagaramma laga 2021/nr.111, lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Því er framkvæmdin ekki tilkynningarskyld til Skipulagsstofnunar.
Þar sem framkvæmdin er innan skilgreinds hafnarsvæðis, nær ekki stærðarmörkum sem sett eru í viðauka II í laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana og er í samræmi við gildandi skipulag er óskað eftir veitingu framkvæmdaleyfis fyrir verkið.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdaleyfi."

Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum að veita umbeðið framkvæmdaleyfi.

34.Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna rannsóknaborana fyrir Fljótagöng

Málsnúmer 2506081Vakta málsnúmer

Vísað frá 76. fundi skipulagsnefndar þann 12. júní sl., þannig bókað:
"Freyr Pálsson fyrir hönd Vegagerðarinnar sækir um framkvæmdaleyfi vegna rannsóknaborana fyrir Fljótagöng.
Vegagerðin vinnur nú að undirbúningi og rannsóknum fyrir Fljótagöng. Hluti undirbúnings eru jarðfræðirannsóknir á gangaleið, því er áformað að bora eina 450 m djúpa kjarnaholu í Fljótum í landi Lambanes (146837) við fyrirhugaðan gangamunna. Til upplýsinga eru einnig tvær kjarnaholur áformaðar í Hólsdal, 120 m og 24 m djúpar. Staðsetning borholu (FG-01) í Hólsdal er sýnd á viðhengdri yfirlitsmynd. Áætlað er að framkvæmdin í Fljótum taki á bilinu 4-8 vikur og boranir fari fram sumarið 2025.
Aðkoma að kjarnaholu er um slóða að túnum í landi Lambanes og þaðan upp að borstað, sjá nánar í fylgigögnum umsóknarinnar.
Aðkoma að borstað er ákvörðuð í samráði við landeigendur og eru þeir einnig upplýstir um rannsóknaboranirnar. Ekki er gert ráð fyrir að gera vegslóða til þess að komast að holunum en verktaki þarf að fara gætilega um svæðið og kappkosta þess að skilja eftir sig eins lítið rask og hægt er. Þess má þó vænta að sár eftir umferð verði sýnileg í nokkurn tíma eftir framkvæmd.
Ekki er gert ráð fyrir að útbúa sérstök borplön við borholurnar en verktaka er heimilt að slétta undir borinn telji hann þess þörf. Nákvæm staðsetning borholu verður ákveðin í samráði við verktaka í byrjun verks, minni færsla gæti orðið á borstað.
Gert er ráð fyrir að lágmarks starfsmannaaðstaða fylgi bornum og séu staðsett í nágrenni borsins.
Vatn til borunar þarf að sækja næsta læk.
Vegagerðin hefur ráðið Völuberg ehf. sem mun hafa eftirlit með borunum og fara með aðrar jarðfræðirannsóknir og kortlagnir á svæðinu við jarðgöngin.
Vegagerðin vísar til þess að umrætt verkefni er á tillögu til samgönguáætlunar sem liggur til þingsályktunnar nú á haustþingi (2025) auk þess sem fyrirhuguð jarðgögn eru í samræmi við gildandi skipulagsáætlanir. Hefur Vegagerðinni verið falið að hefja undirbúning á verkinu.
Með vísan til þess sem að framan er getið er starfsmönnum Vegagerðarinnar nauðsynlegt að fara um það land sem gert er ráð fyrir að nýr vegur muni liggja um og gera þar athuganir og rannsóknir svo
unnt sé að undirbúa framkvæmdina. Er Vegagerðinni heimilað að framkvæma slíkar rannsóknir á hvaða landi sem er á grundvelli 34. gr. vegalaga nr. 80/2007, og er þar sérstaklega tekið fram að landeiganda og umráðamanni lands er skylt að veita Vegagerðinni nauðsynlegan aðgang að landi sínu vegna undirbúnings vegagerðar, svo sem heimila umferð bifreiða og léttra vinnuvéla. Starfsmenn Vegagerðarinnar munu kappkosta að ganga vel um landið.
Með vísan til 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sækir Vegagerðin hér með um framkvæmdaleyfi til rannsóknarborana eins og þeim er hér lýst.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdaleyfi."

Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum að veita umbeðið framkvæmdaleyfi.

35.Brúarland Deildardal - Umsókn um byggingarreit

Málsnúmer 2503333Vakta málsnúmer

Vísað frá 76. fundi skipulagsnefndar þann 12. júní sl., þannig bókað:
"Málið áður á dagskrá á 38. fundi sveitarstjórnar Skagafjarðar þann 14.05.2025 og þá bókað:
"Vísað frá 73. fundi skipulagsnefndar frá 9. maí sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað: "Guðmundur Sverrisson f.h. Makíta ehf. óskar eftir nýjum byggingarreitum á Brúarlandi Deildardal L146511. Reitur A fyrirhugað að reisa ca. 40 m² gróðurhús og reitur B fyrirhugað að reisa ca. 30 m² aðstöðuhús fyrir skórækt. Reitur A er rétt ofan við gamlar tóftir sem ekki stendur til að hreyfa við. Sbr. leyfi Minjavarðar Skagafjarðar stendur til að hylja þær með jarðvegi vegna mikillar slysahættu. Sbr. umsögn Minjastofunar Íslands þar sem m.a. kemur fram að í ljósi þess að byggingareitir eru innan gamla heimatúnsins og heimildir eru um bænhús og beinafundi nærri bænum þá er farið fram á framkvæmdaeftirlit fornleifafræðings þegar grafið verður fyrir lögnum og undirstöðum húsa. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðna byggingarreiti." Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum umbeðna byggingarreiti."
Í samráði við Minjavörð Skagafjarðar hefur byggingarreiturinn fyrir gróðurhúsið verið færður, með erindinu fylgir uppfærð afstöðumynd fyrir sem sýnir nýja staðsetningu gróðurhús og áður samþykkt aðstöðuhús.
Með fylgir uppfærð umsögn Minjastofnunar Íslands.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðna uppfærslu á byggingarreit fyrir gróðurhús."

Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum umbeðna uppfærslu á byggingarreit fyrir gróðurhús.

36.Endurskoðun aðalskipulags Skagafjarðar 2025-2040

Málsnúmer 2404001Vakta málsnúmer

Vísað frá 77. fundi skipulagsnefndar þann 18. júní sl., þannig bókað:
"Hlynur Torfi Torfason skipulagsráðgjafi frá VSÓ ráðgjöf situr fundinn í gegnum fjarfundarbúnað og fer yfir tillögu að Aðalskipulagi Skagafjarðar 2025-2040.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja tillöguna og senda Skipulagsstofnun tillöguna til athugunar skv. 3. mrg. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og í framhaldinu auglýsa hana skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."

Jóhanna Ey Harðardóttir kvaddi sér hljóðs og lagði fram bókun, svohljóðandi:
"Í framkomnum gögnum er ný aðkoma sýnd að Sauðárkróki frá Þverárfjallsvegi. Sú aðkoma mun þvera Gönguskarðsá og Nafir yfir núverandi námusvæði, niður að Eyrarvegi rétt norðan við smábátahöfn. Þessi breytta aðkoma mun hafa í för með sér rask á svæði sem Vélhjólaklúbbur Skagafjarðar hefur til umráða. Einnig mun vegtengingin og framtíðar íbúðabyggð á Nöfum raska svæði búfjárhalds í þéttbýli, sem eru svæði sem leigð hafa verið undir búfjárhald. Í framkomnum gögnum er gert ráð fyrir að Vélhjólaklúbbnum verði fundið nýtt svæði til umráða og gleðjumst við yfir því. Ekki er það sama um svæði fyrir búfjárhald í þéttbýli og þykir okkur miður að ekki sé gætt jafnræðis þegar skipulögð eru ný svæði fyrir vegi og íbúðabyggð og gert ráð fyrir nýju svæði fyrir búfjárhald í þéttbýli í endurskoðuðu Aðalskipulagi. Við teljum mikilvægt að hér sé stuðlað að fjölbreytni samfélagsins og að hópum sé ekki mismunað.

Að ekki sé gert ráð fyrir vegtengingu frá nýju íbúðahverfi á Nöfum að sunnan niður að Sæmundarhlíð teljum við vera mikil mistök. Eins og framkomin gögn sýna er allri bílaumferð ætlað að aka af Nöfum inn á nýja aðkomu að Sauðárkróki að norðan, niður á Eyrarveg og þaðan í átt að þjónustu. Þegar ný íbúðahverfi eru skipulögð teljum við forgangsverkefni að útfæra tengingu við heilbrigðisstofnanir og viðbragðsaðila, sjúkra- og slökkvilið, til að tryggja sem stystan viðbragstíma þeirra. Vegtenging frá Nöfum að sunnan og niður að Sæmundarhlíð hlýtur því að teljast mikilvægur þáttur í skipulagi byggðar til að stytta viðbragstíma, auka öryggi og bæta gæði framtíðar byggðar á Nöfum. Vegtengingu frá Sæmundarhlíð upp á Nafir ætti að vera mögulegt að útfæra án þess að raska útivistarsvæði Litla Skógs.

Hana mætti leysa með hringtorgi milli heimavistar FNV og veitingastaðarins Sauðá. Vegstæði í syðri hlíð Grjótklaufar, skorið í hlíðina ofan við heimavist, í átt að hringtorgi ofan á Sauðá í framlengdum stokk. Með þessu gæti öll göngu- og hjólaumferð frá Túna- og Nafarhverfi farið undir vegstæðið í átt að skólahverfi. Einnig væri möguleiki fyrir nýja aðkomu viðbragðsaðila að Litla Skógi.

Jóhanna Ey Harðardóttir og Sveinn Þ. Finster Úlfarsson"

Álfhildur Leifsdóttir kvaddi sér hljóðs.

Sveitarstjórn samþykkir með sjö atkvæðum tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna til athugunar skv. 3. mrg. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og í framhaldinu auglýsa hana skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fulltrúar Byggðalistans óska bókað að þau sitja hjá við afgreiðslu málsins.

37.Skagfirðingabraut 45 - Beiðni um heimild til að stækka svalir

Málsnúmer 2505059Vakta málsnúmer

Vísað frá 77. fundi skipulagsnefndar þann 18. júní sl., þannig bókað:
"Edda Lúðvíksdóttir og Þórður Hansen þinglýstir eigendur íbúðar á 2. hæð Skagfirðingabrautar 45, 550 Sauðárkróki (F2132154) óska hér með eftir heimild til að stækka svalir á íbúð á 2 hæð. skv. meðfylgjandi uppdrætti nr. S01 í verki 79012100, gerður af Ínu Björk Ársælsdóttir hjá Stoð verkfræðistofu ehf.
Meðfylgjandi uppdráttur sýnir tillöguteikningu með afstöðumynd og ásýndarmyndum í þrívídd sem gerir grein fyrir fyrirhugaðri stækkun svala sem sótt er um heimild fyrir. Ekki er um fullunnin hönnungargögn að ræða á þessu stigi.
Um er að ræða stækkun á svölum til suðurs um 6,5 metra. Gert er ráð fyrir þremur burðarsúlum syðst. Svæðið undir svölum verður nýtt sem bílskýli. Framkvæmdin er innan núv. lóðarmarka fasteignarinnar.
Í ljósi þess að deiliskipulag er ekki í gildi fyrir svæðið, er óskað eftir að málið verði tekið til umfjöllunar hjá skipulagsnefnd. Tekið hefur verið mið af grenndaráhrifum og eru það helst nágrannar aðliggjandi lóða sem gætu orðið fyrir áhrifum, auk fasteignareiganda neðri hæðar Skagfirðingabrautar 45.
Framkvæmdin er talin falla vel að nærliggjandi byggð og hagsmunir nágranna skerðist að takmörkuðu leyti hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.
Markmið framkvæmdarinnar er að bæta nýtan leika og aðgengi að útisvæði, án þess að skerða ásýnd eða hagsmuni nágranna.
Með erindinu fylgir einnig samþykki eiganda neðri hæðar Skagfirðingabrautar 45.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að framkvæmdin skuli grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Skagfirðingabrautar 43, 45 (eiganda neðri hæðar), 47 og 49, Öldustígs 1,3, 5 og 7, og Bárustígs 1, 2 og 4."

Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum að framkvæmdin skuli grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Skagfirðingabrautar 43, 45 (eiganda neðri hæðar), 47 og 49, Öldustígs 1,3, 5 og 7, og Bárustígs 1, 2 og 4.

38.Fornós 8 - Umsagnarbeiðni frá byggingarfulltrúa.

Málsnúmer 2506036Vakta málsnúmer

Vísað frá 77.fundi skipulagsnefndar til afgreiðslusveitarstjórnar, þannig bókað:
Málið áður á dagskrá 76. fundi skipulagsnefndar þann 12.06.2025, þá bókað:
"Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 26. maí síðastliðinn með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 um leyfi til að til að byggja við einbýlishús sem stendur á lóðinni númer 8 við Fornós á Sauðárkróki. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir hjá Klöpp Arkitektar-Verkfræðingar ehf. af umsækjanda. Uppdrættir í verki 3358, númer A-101, A-102, A-103 og A-104, dagsettir maí 2025, uppfærðir 5. júní 2025. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að framkvæmdin skuli grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum við Fornós 5, 6, 7, 9 og 10 og Hólmagrund 7, 9, 11, 13 og 15."
Hrefna Gerður Björnsdóttir lóðarhafi Fornós 8 óskar eftir að framkvæmdin verði einnig grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Fornós 3 og 4.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að framkvæmdin skuli grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum við Fornós 3, 4, 5, 6, 7, 9 og 10 og Hólmagrund 7, 9, 11, 13 og 15.

Sveitarstjórn samþykkir með niu atkvæðum að fyrirhuguð framkvæmd skuli grenndarkynnt fyrir ofantöldum lóðarhöfum við Fornós og Hólmagrund.

39.Ósk um tímabundið leyfi frá nefndarstörfum í fræðslunefnd

Málsnúmer 2502117Vakta málsnúmer

Á 38. fundi sveitarstjórnar þann 14. maí 2025 framlengdi sveitarstjórn Kristóferi Má Maronssyni áður veitt tímabundið leyfi frá störfum sem formaður fræðslunefndar Skagafjarðar.

Lagt fram erindi frá Kristóferi Má Maronssyni dagsett 21. júní sl. þar sem hann óskar eftir að framlengja áður veitt tímabundið leyfi frá störfum sem formaður fræðslunefndar Skagafjarðar til 15. júlí 2025.

Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum, að veita Kristóferi umbeðið leyfi.

Tilnefna þarf að nýju í fræðslunefnd í stað Kristófers Más Maronssonar á meðan hann er í leyfi.

Forseti ber upp tillögu um Hrund Pétursdóttur sem formann fræðslunefndar, Sigrúnu Evu Helgadóttur sem aðalmann og Sólborgu Sigurrós Borgarsdóttur sem varamann Sigrúnar Evu.
Aðrar tilnefningar bárust ekki og skoðast þau því rétt kjörin.

40.Beiðni um tímabundna lausn frá nefndarstörfum

Málsnúmer 2301116Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Gísla Sigurðssyni dagsett 23. júní sl. þar sem hann óskar eftir tímabundnu leyfi frá störfum fyrir sveitarfélagið Skagafjörð í 11 mánuði frá 24. júní 2025.

Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum, að veita Gísla umbeðið leyfi.

41.Kjör forseta og varaforseta sveitarstjórnar 2025

Málsnúmer 2506042Vakta málsnúmer

Kosning forseta og varaforseta sveitarstjórnar til eins árs. Forseti bar upp eftirfarandi tillögu:

Forseti: Einar E. Einarsson
Fyrsti varaforseti: Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir
Annar varaforseti: Sveinn Þ. Finster Úlfarsson

Aðrar tilnefningar komu ekki fram og teljast þau því rétt kjörin.

42.Kosning í byggðarráð 2025 ásamt kjöri formanns og varaformanns

Málsnúmer 2506041Vakta málsnúmer

Kosning fulltrúa í byggðarráð til eins árs í senn. Þrír aðalmenn og þrír til vara, ásamt áheyrnarfulltrúa og varamanni.

Forseti bar upp tillögu um fulltrúa í byggðarráð, aðalmenn og varamenn þeirra í sömu röð. Aðalmenn: Guðlaugur Skúlason, Einar E Einarsson og Jóhanna Ey Harðardóttir. Áheyrnarfulltrúi: Álfhildur Leifsdóttir. Varamenn: Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir, Hrund Pétursdóttir og Sveinn Þ. Finster Úlfarsson. Varamaður áheyrnarfulltrúa: Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þau því rétt kjörin.

Einnig bar forseti upp tillögu um Guðlaug Skúlason sem formann byggðarráðs og Einar E. Einarsson sem varaformann í byggðarráð. Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þeir því rétt kjörnir.

43.Sumarleyfi sveitarstjórnar 2025

Málsnúmer 2506155Vakta málsnúmer

Forseti sveitarstjórnar bar upp eftirfarandi tillögu:
Undirritaður leggur til að byggðarráð fái heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi sveitarstjórnar samkvæmt 8. gr. í III. kafla samþykkta um stjórn Skagafjarðar.
Sumarleyfið hefst 24. júní 2025 og stendur til og með 20. ágúst 2025.
Einar E. Einarsson forseti.

Tillagan borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

44.Skagfirskar leiguíbúðir hses - 45

Málsnúmer 2505020FVakta málsnúmer

45. fundargerð Skagfirskra leigubúða hses. frá 20. maí 2025 lögð fram til kynningar á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025.

45.Skagfirskar leiguíbúðir hses - 46

Málsnúmer 2506018FVakta málsnúmer

46. fundargerð Skagfirskra leigubúða hses. frá 19. júní 2025 lögð fram til kynningar á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025.

46.Fundagerðir Samband íslenskra sveitarfélaga 2025

Málsnúmer 2501003Vakta málsnúmer

Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga númer 979 frá 16. maí 2025, 980 frá 27. maí 2025, 981 frá 13. júní 2025 og 982 frá 16. júní 2025 lagðar fram til kynningar á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025.

Fundi slitið - kl. 17:45.