Fara í efni

Skipulagsnefnd

76. fundur 12. júní 2025 kl. 10:00 - 12:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Sigríður Magnúsdóttir formaður
  • Jón Daníel Jónsson varaform.
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Eyþór Fannar Sveinsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Sigurður H Ingvarsson starfsmaður skipulagsfulltrúa
Fundargerð ritaði: Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Endurskoðun aðalskipulags Skagafjarðar 2025-2040

Málsnúmer 2404001Vakta málsnúmer

Farið yfir frumáætlun fyrir þá tvo valkosti sem kynntir voru í vinnslutillögu Aðalskipulags Skagafjarðar 2025-2040 fyrir framtíðar tjaldsvæði á Sauðárkróki. Samkvæmt því er svæðið við Borgargerði hagkvæmari og öryggari kostur, en svæðið á Nöfunum verði áfram nýtt fyrir stórmót.
Skipulagsfulltrúi ásamt fulltrúa frá VSÓ ráðgjöf hafa fundað tvisvar með Vegagerðinni vegna þeirra atriði sem varðar stofnunina í aðalskipulagstillögunni eins og óskað var eftir í umsögn þeirra við vinnslutillöguna.
Flokkun á ræktunarlandi sem unnin var fyrir Land og skóg af Eflu verkfræðistofu og kynnt var formlega þann 11.06.2025 var höfð til hliðsjónar við yfirferð flokkunar á landbúnaðarlandi í Skagafirði.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.

2.Leikskólinn í Varmahlíð - Óveruleg breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2506074Vakta málsnúmer

Jóhann Harðarson, fyrir hönd sveitarfélagsins Skagafjarðar sækir um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Birkimel 4 í Varmahlíð, skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tilgangur breytingarinnar er að bæta við byggingareit D á lóðinni Birkimel 4 þar sem leikskólinn Birkilundur er staðsettur til að koma fyrir geymsluhúsi, lágreistri byggingu sem hýsa mun leikfanga og vagnageymslu ásamt sorpskýli. Breytingin felur í sér bættar aðstæður fyrir starfsemi leikskólans með Byggingin er staðsett við lóðarmörk og er lægst við lóðarmörk þar sem hún tengist leikskólagirðingu, byggingin hækkar svo inn á lóðina og myndar einskonar gerði næst inngangi við leiksvæði yngstu barna.

Byggingareitur D myndi stækka til austurs innan núverandi lóðarmarka.
Heimild yrði fyrir nýbyggingu við austurmörk lóðarinnar sem nýtist sem leikfanga, vagnageymsla og sorpskýli (38,1 m²).
Byggingar eftir breytingu á lóð D verða sem hér segir:
Leikskólabygging: 498,1 m²
Tengigangur: 44,2 m²
Ný bygging (geymsla og sorpskýli): 38,1 m²
Samtals: 580,4 m²
Nýir byggingarhlutar fá matshlutanúmer 03 og verða hluti af starfsemi leikskólans.
Breytingin er metin óveruleg í skilningi skipulagslaga með hliðsjón af eftirfarandi forsendum:
Engin áhrif eru á landnotkun nágrannalóða.
Engar breytingar verða á notkun lóðarinnar sem menntastofnunar.
Breytingin hefur ekki í för með sér skuggavarp, sjónmengun, innsýn eða raskað útsýni aðliggjandi lóða.
Nýbyggingin er í samræmi við heildarsvip skólalóðarinnar og byggðamynstur svæðisins.
Breytingin hefur engin áhrif á hagsmuni annarra aðila en sveitarfélagsins og umsækjanda.
Með hliðsjón af framangreindu er óskað eftir því að skipulagsnefnd samþykki breytinguna sem óverulega skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga og að ekki verði þörf á grenndarkynningu, sbr. einnig 4. mgr. 44. gr. sömu laga.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Birkimel 4 í Varmahlíð með stofnun nýs byggingarreits, skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd samþykkir einnig samhljóða að breytingin hafi engin áhrif á landnotkun nágrannalóða, breytingin hafi ekki í för með sér skuggavarp, sjónmengun, innsýn eða raskað útsýni aðliggjandi lóða, byggingin sé í samræmi við heildarsvip skólalóðarinnar og byggðamynstur svæðisins og hafi engin áhrif á hagsmuni annarra aðila en sveitarfélagsins og því sé ekki þörf á grenndarkynningu, sbr. einnig 4. mgr. 44. gr. sömu laga.

3.Umsókn um stofnun þjóðlendu - Hraunin, austur - Skagafjörður

Málsnúmer 2210269Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Regínu Sigurðardóttur fyrir hönd forsætisráðuneytisins dags. 25.10.2022 um stofnun þjóðlendu "Hraunin, austur - Skagafjörður" sem skv. úrskurði óbyggðanefndar í máli nr. 5/2008 dags. 19. júní 2009 og dóm Hæstaréttar Íslands í máli nr. 546/2012, dags. 28. nóvember 2013. Um hana fer eftir ákvæðum laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlands, þjóðlendna og afrétta, nr. 58/1998, með síðari breytingum.

Landsvæði það sem afmarkað er hér á eftir þ.e. Hraunin, austur - Skagafjörður, er þjóðlenda í skilningi 1. gr., sbr. einnig a-lið 7. gr. laga nr. 58/1998:
Upphafspunktur er þar sem Fremri-Hraunlækur fellur í VestariJökulsá (hra1). Þaðan er læknum fylgt þar til komið er að skurðpunkti við línu sem dregin er úr Goðdalakistu fram hábrúnir til fjalla milli Svartárdalanna og Goðdalalands (hra2). Frá skurðpunktinum er nefndri línu fylgt til norðurs þar til komiði er á móts við Kvíslarupptök (hra3). Þaðan er línan dregin í upptök Runukvíslar (hra4). Þaðan er Runukvísl fylgt að ármótum hennar og Pollakvíslar við Hrauntungu (hra5). Frá ármótunum er Pollakvísl fylgt að upptökum (hra6). Þaðan er línan dregin til norðurs í botn Gullreitsgils (hra7) og Gullreitsgili síðan fylgt til norðurs þar til að það beygir til norðausturs (hra8). Þaðan er línan dregin til suðvesturs í hæsta punkt Sandhóla (hra9). Frá Sandhólum er haldið til norðurs í klettabelti sem er sunnan í Vatnafelli (eins og kröfulína Íslenska ríkisins sem er dregin milli puncta nr. 7 og 8) (hra10). Þaðan er haldið í upptök Brunnabrekkulækjar (hra11) og línan dregin þaðan beina stefnu að þeim stað sem Aðalmannsvatnalækur rennur í Svartá (hra12). Síðan er Svartá fylgt (hra13) til suðurs eftir sveitarfélagsmörkum Húnabyggðar og Skagafjarðar að fjallinu Sátu þar sem það er hæst (hra14) og áfram sömu stefnu að jaðri Hofsjökuls (hra15). Þaðan er jökuljaðrinum fylgt til upptaka Vestari-Jökulsár (hra16). Loks er Vestari-Jökulsá fylgt að upphafspunkti þar sem Fremri-Hraunlækur fellur í hana (hra1).
Að því leyti sem fylgt er jökuljaðri er miðað við stöðu jökulsins eins og hann var við gildistöku þjóðlendulaga 1. júlí 1998.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðna stofnun þjóðlendu, Hraunin, austur - Skagafjörður.

4.Skagafjarðarhöfn - Útgarður ytri höfn - Umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2506073Vakta málsnúmer

Dagur Þ. Baldvinsson fyrir hönd Skagafjarðarhafna sækir um framkvæmdaleyfi fyrir byggingu á nýjum grjótgarði.
Skagafjarðarhafnir ásamt Vegagerðinni hafa unnið að undirbúningi á byggingu nýjum hafnarkanti sem í gildandi deiliskipulagi nefnist Útgarður. Verkefnið er inn á gildandi samgönguáætlun (2020-2024) undir heitinu: "Sauðárkrókur - Nýr grjótgarður utan hafnar".

Helstu verkþættir eru gerð 300 m langan grjótgarð úr sprengdu grjóti, sjá meðfylgjandi teikningar. Áætlað heildar magn af grjóti og sprengdum kjarna er um 120.000 m3. Staðsetning og lengd mannvirkis var unnið í reiknilíkani Vegagerðarinnar Mike BW og var þessi lega valin með hagkvæmni og viðleguskilyrði að leiðarljósi. Markmið verkefnisins er að tryggja aðgengi þeirra skipa er þess óska til þess að eiga viðskipti við höfnina og geta komið örugglega að höfn.
Sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir nýjum grjótgarði við höfnina á Sauðárkróki í samræmi við reglugerð nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi.

Framkvæmdin felur í sér byggingu grjótgarðs á hafnarsvæði Sauðárkrókshafnar í Skagafirði með það að markmiði að bæta sjóvarnir og aðstöðu við höfnina.
Efnismagn er 40.000 m3 af sprengdu grjóti og 80.000 m3 af sprendum kjarna.
Lengd brimvarnargarðs er 300 m, flatarmál garðsins í plani er um 7.000 m2.
Staðsetning námu verður valin í útboði.
Áætlaður framkvæmdatími er frá maí 2025 til desember 2026.

Framkvæmdin er í samræmi við gildandi deiliskipulag hafnarsvæðisins í Skagafirði og fellur að markmiðum aðalskipulags sveitarfélagsins. Framkvæmdin fer að litlu leyti útfyrir skilgreint deiliskipulag þar sem hönnunin á garðinum er útfærð nú, en var ekki við vinnslu deiluskipulagsins.
Í samþykktu deiliskipulagi segir m.a. "Þótt niðurstaða liggi fyrir um staðsetningu viðlegukants við brimvarnargarð þarf að fara í frekari hönnun á endanlegri útfærslu. Mögulegt er að endanleg útfærsla viðlegukants verði að einhverju marki frábrugðin því sem sýnt er á skipulagsuppdráttum enda er skipulaginu ekki ætlað að sýna endanlega hönnun. Þótt einhver frávik verði á endanlegri hönnun og því sem skipulagið sýnir kallar það ekki á breytingu deiluskipulags".
Í umhverfisskýrslu deiliskipulags eru tveir valkostir á brimvarnargarðinum. Engar náttúruminjar eru innan skipulagssvæðisins og framkvæmdin hefur ekki áhrif á loftgæði hafnarinnar. Áhrif framkvæmdar á sjávarbotninn er metinn óverulegur. Vegagerðin gerði öldufarslíkan af breytingunni til þess að meta hvaða áhrif hún hefði á nærumhverfið sitt og hvaða ávinning mannvirkið mundi hafa á höfnina. Garðurinn mun hafa mjög jákvæð áhrif á viðleguskilyrði innan hafnar og auka öryggi til innsiglinga.

Helstu verkþættir og stærðir verksins er lýst hér að ofan. Þeir liðir sem horfa á til vegna ákvörðun um matskyldu eða fyrirspurn um matskyldu til Skipulagsstofnunar eru liður 10.18: Mannvirki til að verjast rofi á strandlengjum á verndarsvæðum, t.d. með stíflugörðum, brimbrjótum, hafnargörðum og öðrum varnarmannvirkjum gegn ágangi sjávar. Landfyllingar þar sem áætluð uppfylling er 5 ha eða stærri. Undanskilið er viðhald og endurbygging framangreindra mannvirkja.
Framkvæmdin snýr að því að stækka Sauðárkrókshöfn með mannvirki sem eru vel undir ofangreindum viðmiðum og því ljóst að framkvæmdin hafi ekki umtalsverð umhverfisáhrif í för með sér. Framkvæmdin fellur því utan lagaramma laga 2021/nr.111, lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Því er framkvæmdin ekki tilkynningarskyld til Skipulagsstofnunar.

Þar sem framkvæmdin er innan skilgreinds hafnarsvæðis, nær ekki stærðarmörkum sem sett eru í viðauka II í laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana og er í samræmi við gildandi skipulag er óskað eftir veitingu framkvæmdaleyfis fyrir verkið.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdaleyfi.

5.Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna rannsóknaborana fyrir Fljótagöng

Málsnúmer 2506081Vakta málsnúmer

Freyr Pálsson fyrir hönd Vegagerðarinnar sækir um framkvæmdaleyfi vegna rannsóknaborana fyrir Fljótagöng.
Vegagerðin vinnur nú að undirbúningi og rannsóknum fyrir Fljótagöng. Hluti undirbúnings eru jarðfræðirannsóknir á gangaleið, því er áformað að bora eina 450 m djúpa kjarnaholu í Fljótum í landi Lambanes (146837) við fyrirhugaðan gangamunna. Til upplýsinga eru einnig tvær kjarnaholur áformaðar í Hólsdal, 120 m og 24 m djúpar. Staðsetning borholu (FG-01) í Hólsdal er sýnd á viðhengdri yfirlitsmynd. Áætlað er að framkvæmdin í Fljótum taki á bilinu 4-8 vikur og boranir fari fram sumarið 2025.
Aðkoma að kjarnaholu er um slóða að túnum í landi Lambanes og þaðan upp að borstað, sjá nánar í fylgigögnum umsóknarinnar.
Aðkoma að borstað er ákvörðuð í samráði við landeigendur og eru þeir einnig upplýstir um rannsóknaboranirnar. Ekki er gert ráð fyrir að gera vegslóða til þess að komast að holunum en verktaki þarf að fara gætilega um svæðið og kappkosta þess að skilja eftir sig eins lítið rask og hægt er. Þess má þó vænta að sár eftir umferð verði sýnileg í nokkurn tíma eftir framkvæmd.
Ekki er gert ráð fyrir að útbúa sérstök borplön við borholurnar en verktaka er heimilt að slétta undir borinn telji hann þess þörf. Nákvæm staðsetning borholu verður ákveðin í samráði við verktaka í byrjun verks, minni færsla gæti orðið á borstað.
Gert er ráð fyrir að lágmarks starfsmannaaðstaða fylgi bornum og séu staðsett í nágrenni borsins.
Vatn til borunar þarf að sækja næsta læk.
Vegagerðin hefur ráðið Völuberg ehf. sem mun hafa eftirlit með borunum og fara með aðrar jarðfræðirannsóknir og kortlagnir á svæðinu við jarðgöngin.
Vegagerðin vísar til þess að umrætt verkefni er á tillögu til samgönguáætlunar sem liggur til þingsályktunnar nú á haustþingi (2025) auk þess sem fyrirhuguð jarðgögn eru í samræmi við gildandi skipulagsáætlanir. Hefur Vegagerðinni verið falið að hefja undirbúning á verkinu.
Með vísan til þess sem að framan er getið er starfsmönnum Vegagerðarinnar nauðsynlegt að fara um það land sem gert er ráð fyrir að nýr vegur muni liggja um og gera þar athuganir og rannsóknir svo
unnt sé að undirbúa framkvæmdina. Er Vegagerðinni heimilað að framkvæma slíkar rannsóknir á hvaða landi sem er á grundvelli 34. gr. vegalaga nr. 80/2007, og er þar sérstaklega tekið fram að landeiganda og umráðamanni lands er skylt að veita Vegagerðinni nauðsynlegan aðgang að landi sínu vegna undirbúnings vegagerðar, svo sem heimila umferð bifreiða og léttra vinnuvéla. Starfsmenn Vegagerðarinnar munu kappkosta að ganga vel um landið.
Með vísan til 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sækir Vegagerðin hér með um framkvæmdaleyfi til rannsóknarborana eins og þeim er hér lýst.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdaleyfi.

6.Fjárhagsáætlun 2026 - málaflokkur 09_Skipulags- og byggingarmál

Málsnúmer 2506031Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar rammaáætlun fyrir fjárhagsáætlun skipulagssviðs fyrir 2026.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.

7.Borgarbraut 2 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 2506025Vakta málsnúmer

Þröstur Magnússon fyrir hönd Myndun ehf. og Pétur Örn Jóhannsson fyrir hönd Áka bifreiðarþjónustu sf. sækja um lóðina Borgarbraut 2 sem auglýst var dagana 21.05.2025-05.06.2025.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að úthluta umsækjendum lóðinni Borgarbraut 2 en bendir jafnframt á þau atriði sem voru í auglýsingu lóðarinnar varðandi fyrirvara um staðfestingu sveitarstjórnar á endanlegu deiliskipulagi sem nú er í auglýsingu til og með 04.07.2025. En afmörkun lóða, byggingarreita og skipulagsskilmálar geta tekið breytingum áður en deiliskipulag tekur gildi. Þá bendir nefndin jafnframt á að umbeðin lóð verður fyrst byggingarhæf þegar hún hefur verið lögformlega stofnuð.

8.Fornós 8 - Umsagnarbeiðni frá byggingarfulltrúa.

Málsnúmer 2506036Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 26. maí síðastliðinn með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 um leyfi til að til að byggja við einbýlishús sem stendur á lóðinni númer 8 við Fornós á Sauðárkróki.
Framlagðir aðaluppdrættir gerðir hjá Klöpp Arkitektar-Verkfræðingar ehf. af umsækjanda. Uppdrættir í verki 3358, númer A-101, A-102, A-103 og A-104, dagsettir maí 2025, uppfærðir 5. júní 2025.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að framkvæmdin skuli grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum við Fornós 5, 6, 7, 9 og 10 og Hólmagrund 7, 9, 11, 13 og 15.

9.Víðihlíð 8 - Umsókn um breikkun á innkeyrslu

Málsnúmer 2506063Vakta málsnúmer

Helgi Páll Jónsson og Rúna Birna Finnsdóttir lóðarhafar lóðar við Víðihlíð 8 á Sauðárkróki óska heimildar Skipulagsnefndar Skagafjarðar til þess að skipta út grasfleti (um 10 m2) að sem liggur frá götu að austanverðu inn að bílastæði lóðar, fyrir steyptan flöt, en um er að ræða svæði er sem nær yfir lagnasvæði sveitarfélagsins. Gulur rammi (merktur 1) á meðfylgjandi loftmynd sýnir svæðið sem um ræðir. Lóðarhafar fóru í framkvæmdir á lóð í bakgarði og var markmiðið að laga frárennslislagnir í bakgarði að vestanverðu og við húsið norðanvert.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða umbeðna breikkun á bílastæði eins er lýst í umsókninni en gerir fyrirvara um jákvæða umsögn sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs Skagafjarðar.

10.Brúarland Deildardal - Umsókn um byggingarreit

Málsnúmer 2503333Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá á 38. fundi sveitarstjórnar Skagafjarðar þann 14.05.2025 og þá bókað:
"Vísað frá 73. fundi skipulagsnefndar frá 9. maí sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað: "Guðmundur Sverrisson f.h. Makíta ehf. óskar eftir nýjum byggingarreitum á Brúarlandi Deildardal L146511. Reitur A fyrirhugað að reisa ca. 40 m² gróðurhús og reitur B fyrirhugað að reisa ca. 30 m² aðstöðuhús fyrir skórækt. Reitur A er rétt ofan við gamlar tóftir sem ekki stendur til að hreyfa við. Sbr. leyfi Minjavarðar Skagafjarðar stendur til að hylja þær með jarðvegi vegna mikillar slysahættu. Sbr. umsögn Minjastofunar Íslands þar sem m.a. kemur fram að í ljósi þess að byggingareitir eru innan gamla heimatúnsins og heimildir eru um bænhús og beinafundi nærri bænum þá er farið fram á framkvæmdaeftirlit fornleifafræðings þegar grafið verður fyrir lögnum og undirstöðum húsa. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðna byggingarreiti." Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum umbeðna byggingarreiti."

Í samráði við Minjavörð Skagafjarðar hefur byggingarreiturinn fyrir gróðurhúsið verið færður, með erindinu fylgir uppfærð afstöðumynd fyrir sem sýnir nýja staðsetningu gróðurhús og áður samþykkt aðstöðuhús.
Með fylgir uppfærð umsögn Minjastofnunar Íslands.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðna uppfærslu á byggingarreit fyrir gróðurhús.

11.Hólagerði L146233 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi

Málsnúmer 2502228Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar drög að bréfi sveitarstjórnar til Húsnæðis- og félagsmálaráðuneytisins varðandi umsókn um undanþágu frá ákvæðum skipulagsreglugerðar varðandi 50 m fjarlægðarmörk húsbyggingar frá vegi fyrir Hólagerði L146233.

12.Fyrirspurn vegna vinnu við deiliskipulag fyrir tjaldsvæðið við Sauðárgil

Málsnúmer 2505062Vakta málsnúmer


Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi VG og óháðra leggur fram eftirfarandi fyrirspurn:
Í ljósi vinnu við deiliskipulag fyrir tjaldsvæðið við Sauðárgil, sem auglýst var skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er óskað eftir upplýsingum um heildarkostnað sveitarfélagsins við undirbúning þessa verkefnis.

Nánar tiltekið er óskað eftir kosnaðaryfirliti yfir m.a. eftirfarandi liði:

1. Kostnað vegna ráðgjafar og hönnunar, þar á meðal greiðslur til Teiknistofu Norðurlands fyrir gerð skipulagsuppdrátta og greinargerða.

2. Kostnað við umhverfis- og umferðaröryggisgreiningar og greiningar hljóðvistar, þar á meðal vinnu verkfræðistofunnar Eflu.

3. Kostnað við aðra sérfræðiráðgjöf, svo sem frá Náttúrustofu Norðurlands eystra og Minjastofnun Íslands eða hver önnur sérfræðiráðgjöf sem nýtt var í undirbúningi.

4. Kostnað við kynningarefni og -viðburði, þar á meðal gerð kynningarmyndbands og auglýsingar.

5. Aðra kostnaðarliði sem tengjast undirbúningi og framkvæmd deiliskipulagsins.




Skipulagsfulltrúi upplýsir um þann kostnað sem búið er að leggja út vegna verkefnisins, aðkeypt vinna sem er 3.624.376- án vsk sem nýtist að hluta til áfram í vinnu deiliskipulags á svæðinu og einnig í hönnun framtíðar tjaldsvæðis á Sauðárkróki sem verður fundinn annar staður í kjölfar mótmæla íbúa á svæðinu.

Sigríður Magnúsdóttir, Framsóknarflokki, og Jón Daníel Jónsson, Sjálfstæðisflokki, óska bókað:
Fulltrúar meirihluta vilja árétta að deiliskipulagsvinna sem ákveðið er að hefja á grundvelli stefnumótunar á framkvæmd sem samþykkt hafði verið í Aðalskipulagi, er lýðræðislegt samtal og samráð við íbúa. Hluti af því er að leita eftir skoðunum og viðhorfum ólíkra hagsmunaaðila, hlusta og rökræða og taka mið af skoðanaskiptum í vinnu við skipulagið. Til að geta tekið það samtal með sem bestum og skýrustum hætti verður oft ekki hjá því komist að leggja í kostnað við ýmsar rannsóknir eða úttektir á áhrifum viðkomandi breytinga á samfélag og umhverfi. Það á einmitt við í þessu tilfelli um gerð deiliskipulags af svæðinu fyrir ofan Sauðá, vegna nánari útfærslu á tjaldsvæði sem áður var búið að samþykkja að flytja þangað í Aðalskipulagi Skagafjarðar.
Það að fara í vandað samtal og samráð við íbúa, byggt á góðum gögnum og greiningum, kostar peninga. Þegar farið er af stað í slíka vinnu er endanleg niðurstaða hennar ekki fyrirsjáanleg. Bæði getur útfærslan tekið gildi með áorðnum breytingum sem verða í samráðsferlinu en einnig getur niðurstaðan orðið eins og gerðist í þessu tilfelli að hætt var við fyrirhugaðar breytingar. Þrátt fyrir það nýtist stór hluti þeirra greininga sem ráðist var í til annarrar skipulagsvinnu á svæðinu.
Um það að fara í þessa umræddu deiliskipulagsvinnu voru allir sammála þegar farið var af stað, ásamt því að Aðalskipulags tillagan sem hún byggðist á var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum í sveitarstjórn.

Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi VG og óháðra þakkar svörin og óskar bókað:
VG og óháð leggja áherslu á mikilvægi þess að upplýsingar um opinber útgjöld sveitarfélagsins séu aðgengilegar og skýrar. Fögnum við því að samtal við íbúa er til staðar og farið eftir lýðræðislegum ferlum með þeim hætti að hætt er við framkvæmdir sé andstaða íbúa skýr eins og í þessu tilfelli.


Fundi slitið - kl. 12:00.