Húsnæðismál
Sveitarfélagið Skagafjörður leitast við að hafa tiltæka ráðgjöf og önnur viðeigandi úrræði til að leysa húsnæðisþörf þess fólks í sveitarfélaginu sem þarfnast aðstoðar og nægilegt framboð af félagslegu leiguhúsnæði fyrir þær fjölskyldur og einstaklinga sem af félagslegum ástæðum eru þess ekki megnug að sjá sér fyrir húsnæði á almennum markaði.
Félags- og tómstundanefnd fer með stjórn og samræmingu húsnæðismála á vegum sveitarfélagsins og fylgist með þörf á húsnæði í sveitarfélaginu.
Eignasjóður sér um rekstur og viðhald íbúða í eigum sveitarfélagsins og gerir leigusamninga. Samskipti við leigjendur varðandi viðhald íbúða, umgengni og annað sem snertir leigusamning eru á hendi starfsmanns eignasjóðs.
Vakin er athygli á að, frá og með 1. júní 2016 var dýrahald bannað í leiguhúsnæði í eigu sveitarfélagsins.
Beiðni um viðhald á fasteignum - umsóknir
Helstu þjónustuúrræði sveitarfélagsins á sviði húsnæðismála eru auk ráðgjafar:
Sérstakur húsnæðisstuðningur
Ný lög um húsnæðisbætur tóku gildi 1. janúar 2017. Sjá lög um húsnæðisbætur nr. 75/2016. Samkvæmt þeim hættu sveitarfélögin að greiða húsaleigubætur en Húsnæðis- og mannvirkjastofnun fer nú með almennan stuðning við leigjendur.
Jafnframt var gerð breyting á 45. gr. laga nr. 40/1991, um félagsþjónustu sveitarfélaga sem kveða á um skyldu sveitarfélaga til að veita sérstakan húsnæðisstuðning sem er ætlaður þeim fjölskyldum og einstaklingum sem ekki eru á annan hátt fær um að sjá sér fyrir húsnæði sökum lágra launa, lítilla eigna, þungrar framfærslubyrðar og félagslegra aðstæðna.
Ekki þarf að sækja sérstaklega um sérstakan húsnæðisstuðning heldur munu þeir leigjendur sem eru með almennar húsnæðisbætur fara sjálfkrafa í útreikning á sérstökum húsnæðisstuðningi. Skilyrði er þó að umsækjendur og heimilismenn eldri en 18 ára samþykki upplýsingagjöf til sveitarfélagsins með þar til gerðu haki í umsókn sinni hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Því eru þeir leigjendur sem eru nú þegar að fá almennar húsnæðisbætur frá HMS hvattir til að kanna hvort umrætt samþykki liggi fyrir.
Einnig geta leigjendur sveitarfélagsins látið almennar húsnæðisbætur og sérstakan húsnæðisstuðning ganga til sveitarfélagsins til lækkunar á leigureikningi með því að merkja í viðeigandi reit í umsókn sinni. Sveitarfélagið mælist til að að það verði gert.
Jafnframt skulu sveitarfélög veita sérstakan húsnæðisstuðning til foreldra eða forsjáraðila 15–17 ára barna sem leigja herbergi á heimavist eða námsgörðum hér á landi vegna náms fjarri lögheimili. Sótt er um sérstakan húsnæðisstuðning vegna 15-17 ára í Íbúagátt.
Hægt er að beina fyrirspurnum til félagsráðgjafa Skagafjarðar í síma 455 6000.
Félagslegt leiguhúsnæði
Félagslegt leiguhúsnæði er einkum ætlað fyrir einstaklinga og fjölskyldur sem af félagslegum ástæðum eru þess ekki megnugar að sjá sér fyrir húsnæði á almennum markaði. Forgangsröðun og úthlutun íbúða fer fram á grundvelli sérstakrar stigagjafar og á umsækjandi rétt á að kynna sér stigafjölda sinn.
Til að vera metinn í þörf fyrir félagslega leigu þarf að liggja fyrir mat á því að umsækjandi hafi ekki getu til að kaupa eða leigja á almennum markaði. Hann þarf að vera orðinn 20 ára að aldri, eiga við félagslega erfiðleika að stríða t.d. vegna skertrar vinnugetu, heilsubrests, atvinnumissis, fjölskylduaðstæðna, barnafjölda eða annarra sérstakra aðstæðna, uppfylla skilyrði um tekju- og eignamörk skv. gildandi matsblaði/stigagjöf.
Eitt leiguverð verður í gjaldskránni frá og með 1. janúar 2021, 1.541 kr. pr. m². og að hámarki 186.242 kr út frá vísitölu neysluverðs til verðtryggingar 01.01.2021 489,3 stig. Með þessum breytingum er sveitarfélagið að aðlaga gjaldskrá sína að úrskurði úrskurðarnefndar velferðarmála nr. 120/2019.
Félagsráðgjafi tekur á móti umsóknum um félagslegt leiguhúsnæði og heldur utan um biðlista. Umsóknir eru flokkaðar eftir aldri, fjölskyldustærð, húsnæðisaðstæðum og félagslegum aðstæðum. Til þess að viðhalda gildi umsóknar þarf umsækjandi að endurnýja umsóknina á sex mánaða fresti. Endurnýjun skal berast félagsráðgjafa og getur hvort heldur verið skrifleg eða munnleg. Þá skal umsækjandi gera grein fyrir hugsanlegum breytingum á aðstæðum sínum og þeim þáttum er kunna að hafa áhrif á fyrirliggjandi mat á umsókn.
Upplýsingar sem tengjast húsnæðismálum:
Reglur um húsnæðismál í Sveitarfélaginu Skagafirði (2020)
Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning (2020)
Kafli um húsnæðismál á vefsíðu Stjórnarráðsins
Umsóknir sem tengjast húsnæðismálum:
Starfsfólk sem fer með húsnæðismál:
|
|
|
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir |
|
|
|
|