Fara í efni

Aðalskipulag

 

Aðalskipulag er skipulagsáætlun fyrir sveitarfélög þar sem fram kemur stefna sveitarstjórnar um landnotkun, byggðaþróun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál í sveitarfélaginu á minnst 12 ára tímabili í samræmi við skipulagslög. Aðalskipulag markar framtíðarsýn um hvernig samfélagið á að þróast á næstu árum.

                   

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti þann 9. mars 2022 endurskoðað Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 ásamt umhverfismatsskýrslu. Skipulagsstofnun staðfesti 4. apríl 2022 aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og skrá yfir vegi í náttúru Íslands sem samþykkt voru í sveitarstjórn 9. mars 2022. Við gildistöku aðal­skipulagsins fellur úr gildi aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 ásamt síðari breyt­ingum. Málsmeðferð var samkvæmt 30.-32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Auglýsing þess efnis birtist þann 7. apríl 2022 í B-deild Stjórnartíðinda.

Aðalskipulagið er sett fram í greinargerð og uppdráttum. Þar kemur fram stefnumörkun Sveitarfélagsins Skagafjarðar um landnotkun og þróun til ársins 2035.

Uppdrættir