Fara í efni

Frístundaheimili

Boðið er upp á lengda viðveru eða heilsdagsskóla í grunnskólum Skagafjarðar.
Starfstími skólanna í Skagafirði er  9½ mánuður.
Þeir hefja starfið upp úr 20. ágúst og skólaslit eru víðast í lok maí eða byrjun júní.

Árvist

Árvist er frístundaheimili í húsnæði Árskóla fyrir nemendur í 1.-4. bekk skólans.

Í Árvist er lögð áhersla á:
*Hlýlegt og öruggt umhverfi.
*Frjálsan og skapandi leik þar sem börnin velja sjálf viðfangsefni.
*Góð samskipti þar sem við berum virðingu fyrir okkur sjálfum, öðrum og umhverfi okkar.

Skráning í Árvist fer fram í maí ár hvert, hægt er að sækja um á heimasíðu skólans, nálgast eyðublöð í Árvist eða hjá ritara Árskóla. Umsóknin gildir einungis fyrir komandi/núverandi skólaár.

Daglegur opnunartími Árvistar er frá kl. 13:10-16:30.

Viðverutími í Árvist getur verið allt frá 1 klst. til 17.5 klst. á viku. Ef breyta á vistun eða segja upp plássi þarf að gera það með tveggja vikna fyrirvara.

Árvist er opin á starfs- og foreldraviðtalsdögum skólans og í vetrarfríum frá kl. 8:00-16:00. Sérstök skráning fer fram á þessum dögum og þeir eru greiddir sér. Lokað er í jóla- og páskafríum og á fræðsludegi sveitafélagsins sem haldinn er í ágúst ár hvert.

Við í Árvist erum í samstarfi við UMF Tindastól og geta því börnin sótt íþróttaæfingar í sínum viðverurtíma. Auk aðstöðunnar sem við höfum í kjallara skólans nýtum við einnig útisvæði skólans,matsal, bókasafn, tónmenntastofu og íþróttahús þegar færi gefst.

Árvist lokar eftir skólaslit og opnar aftur um miðjan ágúst.

 

Gjaldskrár

Gjaldskrá Árvist og dvöl utan skólatíma í öðrum grunnskólum

Prenta gjaldskrá
Heiti
Verð
Dvalargjald
311 kr. hver klukkustund

Systkinaafsláttur er veittur af dvalargjaldi en ekki af fæðiskostnaði.
Afslátturinn reiknast þannig að 50% afsláttur er veittur við 2. barn (eldra barn) og 100% við 3. barn og fleiri (afslátturinn miðast alltaf við elsta barn).
Börn búsett utan Sauðárkróks hafa forgang í Árvist. Þau greiða 20% af dvalargjaldi sem er efnis- og þátttökugjald.

Hér má nálgast samþykkta gjaldskrá grunnskóla í Skagafirði