Almenningssamgöngur á Sauðárkróki

Almenningsvagnar á Sauðárkróki aka á tímabilinu 15. nóvember til og með 28. febrúar ár hvert.
Þjónustan er öllum opin og engin fargjöld eru innheimt vegna þjónustunnar.
Akstursleiðin er frá Háuhlíð niður Sauðárhlíð, Sæmundarhlíð þaðan Túngötu og niður á Strandveg og síðan Aðalgötu og Skagfirðingabraut að Árskóla.
kl. 13:30 kl. 13:30 kl. 13:30 kl. 13:30 kl. 13:20
kl. 14:05 kl. 14:05 kl. 14:05 kl. 14:05 kl. 14:05
Ekið er frá Háuhlíð[1] kl. 7:50 með viðkomu á gatnamótum Barmahlíðar[2], Víðihlíðar[3] og Birkihlíðar[4], biðskýli[5] við Sæmundarhlíð, Hlíðarkaup[6], biðskýli[7] við Sæmundarhlíð, útskot[8] gegnt Jöklatúni við Túngötu, biðskýli[9] gegnt Dalatúni við Túngötu, ekið er eftir Skagfirðingabraut og beygt inn Borgargerði og út að Strandvegi. Strandvegur ekinn að Aðalgötu, Aðalgata ekin að gatnamótum Kambastígs[10] með viðkomu við gatnamót við Sauðárkrókskirkju[11], Bifröst[12] við Skagfirðingabraut, útskot[13] við sundlaug og að losunarstæði við Árskóla[14].
Ekið er frá Árskóla sömu leið alla virka daga kl. 13:30 og kl. 14:05.
Aksturshringurinn tekur u.þ.b. 15 mínútur.
Enginn akstur er á þeim dögum sem Árskóli er ekki starfandi.