Flýtileiðir
Fréttir
29.01.2026
Laugardagsopnun hefst á bókasafninu á Sauðárkróki
Í febrúar verður tekin upp sú nýbreytni að bókasafnið á Sauðárkróki verður opið á laugardögum frá kl. 10:30-14:00, yfir vetrartímann. Fyrsta laugardagsopnunin verður því 7. febrúar nk. Sama dag stendur til að bjóða upp á brúðusmiðju.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd ákvað sl. haust að taka upp laugardagsopnun á safninu, í kjölfar óska um...
28.01.2026
Skipulagslýsing: Glaumbær í Skagafirði
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 45. fundi sínum þann 21. janúar 2026 að auglýsa skipulagslýsingu fyrir "Byggðasafn Skagfirðinga í Glaumbæ" skv. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hér er sett fram skipulagslýsing vegna gerð nýs deiliskipulags fyrir Byggðasafn Skagfirðinga í Glaumbæ. Lýsingin gerir grein fyrir fyrirhugaðri vinnu við gerð...
28.01.2026
Ertu að leita að draumalóðinni þinni?
Skipulagsnefnd Skagafjarðar auglýsir í samræmi við úthlutunarreglur sveitarfélagsins, gr. 2.3. eftirfarandi einbýlishúsalóðir til úthlutunar:
Birkimelur 25 í Varmahlíð – 900 m2 lóð undir einbýlishús
Nestún 12 á Sauðárkróki – 840 m2 lóð undir einbýlishús
Lóðin við Birkimel er staðsett á nýju byggingarsvæði syðst í Varmahlíð. Útsýni...
27.01.2026
Brjóstaskimun á Sauðárkróki dagana 23. - 27. mars nk.
Vakin er athygli á því að Brjóstamiðstöð Landspítala, í samstarfi við Heilsugæsluna á Sauðárkróki verður á ferð um landið vorið 2026 með brjóstaskimun.
Brjóstaskimun verður í boði á Sauðárkróki dagana 23. - 27. mars 2026.
Lögð er rík áhersla á að konur nýti sér þessa þjónustu, sjá leiðbeiningar um bókun hér að neðan.
Með...
26.01.2026
Ógleymanlega martröðin - aukasýning 29. janúar nk.
Vegna fjölda áskorana ætla nemendur 8.–10. bekkjar í Varmahlíðarskóla að sýna aftur verkið Ógleymanlega martröðin, þann 29. janúar nk. kl. 18:00 í Miðgarði.
Hefur þú einhvern tímann vaknað sveitt(ur) eftir draum sem var svo raunverulegur að hann fylgdi þér langt fram á dag?Martraðir geta verið skrýtnar, fyndnar, óþægilegar og stundum óþægilega...
23.01.2026
Fyrirlestur um félagslega einangrun 30. janúar nk.
Sveitarfélagið býður íbúum Skagafjarðar á áhugaverðan fyrirlestur föstudaginn 30. janúar kl. 17:00 í Húsi Frítímans á Sauðárkróki.
Líney Úlfarsdóttir sálfræðingur og Svavar Knútur tónlistarmaður ætla að fjalla um félagslega einangrun auk þess að taka samtal við fundargesti um bæði þær áskoranir og möguleika sem finnast í samfélaginu í...
23.01.2026
Flokkar vinnustaðurinn allan hringinn?
Allan hringinn er samstarfsverkefni á vegum stofnana, sveitarfélaga, rekstraraðila í úrgangsþjónustu og hagsmunasamtaka í atvinnulífinu. Markmiðið með verkefninu er að kynna þær breytingar sem áttu sér stað í úrgangsmálum árið 2023 í kjölfar gildistöku nýrra laga og hvetja landsmenn alla til að taka þátt í að mynda hringrásarhagkerfi á Íslandi af...
22.01.2026
Sæluvika 2026 verður haldin dagana 12.-19. apríl
Sæluvika Skagfirðinga er árleg lista- og menningarhátíð sem haldin er í Skagafirði og hefur um árabil verið mikilvægur hluti af menningarlífi sveitarfélagsins.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkti samhljóða á síðasta ári að færa tímasetningu Sæluviku fram um tvær vikur frá og með árinu 2026. Ákvörðunin byggir á niðurstöðum...
21.01.2026
Beitiland til leigu á Hofsósi
Vakin er athygli á því að sveitarfélagið auglýsir til leigu beitarhólf fyrir búfénað í Efri-Flóa ofan Hofsós, alls 48 ha.
Umsóknarfrestur er til 31. janúar 2026.
Nánari upplýsingar gefur Kári Gunnarsson s. 659 3970.
Umsóknir og fyrirspurnir sendist á netfangið kari@skagafjordur.is
21.01.2026
Land til sölu á Hofsósi
Vakin er athygli á því að til sölu er lóð nr. 4 á Hofsósi við veg að Naustum. Um er að ræða landnr. 219946 og stærð lóðarinnar er 4040 m2.
Nánari mynd af lóðinni má nálgast hér.
Óskað er eftir tilboðum í lóðina, en þó skal tekið fram að Skagafjörður áskilur sér rétt til að taka eða hafna öllum tilboðum.
Umsóknarfrestur er til og með 31. janúar...
