Menning og söfn
Sveitarfélagið Skagafjörður leggur metnað í að hlúa vel að menningar- og safnastarfi í héraðinu. Sveitarfélagið rekur í samstarfi við Akrahrepp; Byggðasafn Skagfirðinga, Héraðsskjalasafn Skagfirðinga, Héraðsbókasafn Skagfirðinga og Listasafn Skagfirðinga, auk þess sem sveitarfélagið á ráðandi hlut í 9 félagsheimilum og menningarhúsum þar sem fjölbreytt starfsemi er rekin árið um kring. Þá hefur sveitarfélagið stutt við rekstur Söguseturs íslenska hestsins á Hólum í Hjaltadal með beinum fjárframlögum.
Sveitarfélagið Skagafjörður stendur fyrir öflugri listmenntun með rekstri tónlistarskóla og rækt við listgreinakennslu í grunnskólum, auk liststarfsemi í æskulýðs- og félagsstarfi.
Sveitarfélagið Skagafjörður á auk þess aðild að Menningarráði Norðurlands vestra sem hefur það hlutverk að standa fyrir öflugu þróunarstarfi í menningarmálum, úthluta fjármagni til menningarverkefna á Norðurlandi vestra samkvæmt ákvæðum Menningarsamnings og hafa eftirlit með framkvæmd hans.