Fara í efni

Fréttir

24.10.2024

Torfarfurinn - Málþing 8. nóvember 2024

Fjallað verður um torfarfinn frá ýmsum hliðum á málþingi í Kakalaskála í Skagafirði þann 8. nóvember næstkomandi, frá kl. 11 – 15. Málþingið er tileinkað Sigríði Sigurðardóttur í tilefni af stórafmæli hennar en hún varð sjötug á dögunum. Torfarfurinn hefur löngum verið Sirrí hugleikinn en auk þess að koma á fót Fornverkaskólanum þá hefur hún...
23.10.2024

Tilkynning frá Skagafjarðarveitum til þeirra sem eru með hitaveitumæla

Reikningar sem gefnir voru út nú í október eru uppgjörsreikningar með álestratímabili 18./19. september til 15./16. október og sýna því raunnotkun á því tímabili. Hér eftir mun gilda sú meginregla að hitaveitureikningar byggja á raunálestri. Álesturinn fer þannig fram að starfsmenn Skagafjarðarveitna keyra um fjörðinn og þar til gert app í...
21.10.2024

Næsti fundur sveitarstjórnar verður haldinn miðvikudaginn 23. október

31. fundur sveitarstjórnar Skagafjarðar verður haldinn að Sæmundargötu 7a, miðvikudaginn 23. október 2024 og hefst kl. 16:15. Dagskrá: Fundargerð 1. 2409011F - Byggðarráð Skagafjarðar - 1131.1 2406128 - Rekstrarsamningur við skíðadeild 20241.2 2310242 - Beiðni um kostnaðarþátttöku vegna endurnýjunar kirkjugarðsgirðingar1.3 2308167 -...
16.10.2024

Birkimelur í Varmahlíð, íbúðarhúsalóðir til úthlutunar

Birkimelur nr. 29, 31, 33, 35, 50, 52 og 54 – einbýlishúsalóðir Birkimelur nr. 13-15, 17-19 og 21-23 – parhúsalóðir Birkimelur nr. 34-40 og 42-48 – raðhúsalóðir Fyrir liggur staðfest deiliskipulag fyrir Birkimel í Varmahlíð með tíu einbýlishúsalóðum, tveimur raðhúsalóðum og þremur parhúsalóðum. Skipulagsnefnd Skagafjarðar auglýsir til...
14.10.2024

Heitu pottarnir lokaðir í Sundlaug Sauðárkróks í dag

Vegna framkvæmda við Sundlaug Sauðárkróks verða heitu pottarnir lokaðir í dag, mánudaginn 14. október. Uppfært kl. 15.10: Búið er að opna heitu pottana á ný.
11.10.2024

Tilkynning til allra sem vinna með veitu- eða tengibrunna

Sveitarfélagið Skagafjörður biðlar til allra sem vinna með hverskonar veitu- eða tengibrunna, að ganga þannig frá brunnunum að ekki stafi hætta af, hvorki mönnum né dýrum.
09.10.2024

Losun garðúrgangs - Umgengni við jarðvegstipp

Af gefnu tilefni er ítrekað að jarðvegstippurinn sunnan við leikskólann Ársali á Sauðárkróki er einungis ætlaður til að losa sig við jarðveg, garðaúrgang og smærri greinar. Steypuúrgangur og stórar greinar eiga að fara í gryfjurnar við Gránumóa og annað sorp á sorpmóttökustöðvar. Ef komið er með garðaúrganginn í plastpokum á að losa úr pokunum og...
07.10.2024

Skagfirskar leiguíbúðir hses. auglýsir eftir umsóknum um úthlutun íbúðar í Almenna íbúðaleigukerfinu

Um er að ræða 95,7 m2 íbúð með þremur svefnherbergjum, á efri hæð í fjórbýli á Sauðárkróki. Markmið Skagfirskra leiguíbúða hses. er að bæta húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga, sem eru undir tekju- og eignamörkum skv. 10. gr. laga um almennar leiguíbúðir við upphaf leigu, með því að auka aðgengi að öruggu og viðeigandi leiguhúsnæði og...
05.10.2024

Lokað í Förgu laugardaginn 5. október

Lokað verður á sorpmóttökustöðinni Förgu í Varmahlíð laugardaginn 5. október.
01.10.2024

Dansmaraþon 10. bekkjar Árskóla hefst á morgun

Dansmaraþon 10. bekkinga í Árskóla fer fram dagana 2. og 3. október. Munu nemendur dansa frá kl. 10 á miðvikudegi til kl. 10 á fimmtudegi. Nemendur hafa æft undir stjórn Loga danskennara, sem að sjálfsögðu er mættur og stjórnar dansi af sinni alkunnu snilld. Kaffihús er opið frá kl. 10:00 í anddyri íþróttahúss og frá kl. 15:30 í matsal...