Flýtileiðir
Fréttir

16.06.2025
Uppfært: Leyfin eru farin - Til sölu tvö veiðileyfi í Laxá í Laxárdal
Tvö veiðileyfi í eigu sveitarfélagsins í Laxá í Laxárdal í fyrrum Skefilsstaðahreppi eru til sölu - um er að ræða tvo daga, 16. júlí og 20. ágúst 2025.
Veiðisvæðin eru tvö. Svæði 1 er frá ósi árinnar við Sævarland að brúnni við Skíðastaði og svæði 2 frá brúnni að Háafossi.
Leyfð er ein stöng á hvoru svæði í ánni og er daglegur veiðitími frá kl....

16.06.2025
Götulokanir vegna 17. júní hátíðarhalda og skrúðgöngu
Vegna skrúðgöngu og 17. júní hátíðarhalda verður tímabundið lokað fyrir umferð bifreiða og/eða umferð stýrt á eftirfarandi götum frá kl. 13:00 til 14:00:
Gatnamót Skagfirðingabrautar og Skólastígs.
Gatnamót Skagfirðingabrautar og Ránarstígs.
Gatnamót Skagfirðingabrautar og Bárustígs.
Gatnamót Skagfirðingabrautar og Öldustígs.
Gatnamót...

13.06.2025
Innritun í Tónlistarskóla Skagafjarðar
Innritun fyrir skólaárið 2025-2026 er á lokametrum en umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til og með 25. júní nk. Innritun fer fram í gegnum vefform á vef Tónvisku sem hægt er að nálgast hér.
Eins og fram kemur í innritunarreglum Tónlistarskóla Skagafjarðar hafa nemendur sem stundað hafa nám við skólann forgang ef takmarka þarf fjölda...

13.06.2025
Sveitasæla 2025 verður haldin 30. ágúst nk.
Vakin er athygli á því að landbúnaðarsýningin og bændahátíðin Sveitasæla verður haldin 30. ágúst nk.
Dagskráin verður auglýst síðar.
Íbúar eru hvattir til að taka daginn frá.

12.06.2025
17. júní í Skagafirði: Uppfærð dagskrá
Vakin er athygli á því að það er villa í dagskránni sem birtist í Sjónarhorninu í dag.
Sundlaugin á Hofsósi er opin til kl. 18:00, en ekki 20:00 og jafnframt er sundlaugin í Varmahlíð opin til 20:00, en ekki 18:00.
Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.

11.06.2025
Heiti potturinn í sundlauginni á Hofsósi verður lokaður fram til 16. júní vegna viðhalds.
Vegna viðhaldsvinnu á heita pottinum og vaðlauginni í sundlauginni á Hofsósi eru þau lokuð næstu daga. Gert er ráð fyrir að potturinn og vaðlaugin opni aftur 17. júní næstkomandi. Hitastig í sundlauginni verður hækkað upp í 33°C á meðan lokun stendur. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

11.06.2025
Sundlaug Sauðárkróks lokuð fimmtudaginn 12. júní vegna viðhaldsvinnu.
Vegna viðhaldsvinnu og þrifa verður Sundlaug Sauðárkróks lokuð fimmtudaginn 12. júní. Gert er ráð fyrir að sundlaugin opni aftur á föstudagsmorgun.

10.06.2025
Skagafjörður boðar til fundar vegna nýrra lóðaleigusamninga á Nöfum á Sauðárkróki
Lóðaleigusamningar á Nöfum runnu flestir út síðastliðin áramót. Eftir áramót var farið í þá vinnu að afla upplýsinga um áform þeirra sem höfðu haft leigusamning varðandi framhaldið, það er, hvort fólk ætlaði að nýta sér forleiguákvæði fyrri samnings eða ekki. Flestir aðilar lýstu yfir þeim áformum að ætla að framlengja leigusamning sinn og hefur...

10.06.2025
Skagfirskar leiguíbúðir hses. auglýsir eftir umsóknum um úthlutun íbúðar til leigu á Sauðárkróki í Almenna íbúðakerfinu
Um er að ræða 95,7 m2 íbúð með þremur svefnherbergjum á efri hæð Laugatúns 21.
Um byggingu og útleigu íbúðanna gilda lög um almennar íbúðir nr. 52/2016. Stjórn Skagfirskra leiguíbúða hses. úthlutar íbúðunum samkvæmt forgangsröðun Skagfirskra leiguíbúða hses. eftir að farið hefur verið yfir allar umsóknir.
Tekið skal fram að...

05.06.2025
Nýr samningur um sjúkraflutninga undirritaður
Fyrr í dag rituðu Jón Helgi Björnsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands og Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri Skagafjarðar undir nýjan samning um þjónustu sjúkraflutninga. Samningurinn sem gildir til næstu 5 ára, nær til sjúkraflutninga í Skagafirði, utan Fljóta sem njóta þjónustu frá Fjallabyggð. Brunavarnir Skagafjarðar munu sjá um...