Fara í efni

Fréttir

Truflanir á rennsli í hitaveitu við Víðihlíð á Sauðárkórki í dag

20.05.2025
Íbúar við Víðihlíð á Sauðárkróki athugið. Vegna endurnýjunar á heimæð verða truflanir á rennsli í hitaveitu og á köflum alveg heitavatnslaust í dag. 

Malbikun á Sauðárkróki

19.05.2025
Næstu daga verða framkvæmdir á Túngötu á Sauðárkróki. Gatan verður malbikuð og verður einstefna um götuna á meðan. Vegfarendur eru beðnir um að sýna vinnuflokknum tillitssemi meðan á framkvæmdum stendur.

Beitarhólf til leigu á Hofsósi

19.05.2025
Skagafjörður auglýsir til leigu alls 38 ha beitarhólf í Efri-Flóa ofan Hofsóss. Ársleiga á hvern ha eru 12.000 kr. en hægt er að óska eftir hluta hólfsins til beitar, þó ekki minna en 10 ha. Leigutaki sér um að girða landið búfjárheldri girðingu. Frekari upplýsingar veitir Kári Gunnarsson s.659 3970. Umsóknarfrestur er til 5. júní og sækja skal um skriflega með tölvupósti á kari@skagafjordur.is

Sundlaugin í Varmahlíð lokar vegna viðhalds

16.05.2025
Sundlaugin í Varmahlíð verður lokuð frá og með mánudeginum 19. maí vegna viðhaldsvinnu. Opnun verði auglýst síðar.

Tilkynning um fráveituframkvæmdir í Víðihlíð á Sauðárkróki 14. - 15. maí

14.05.2025
Vakin er athygli á því að vegna fráveituframkvæmda í Víðihlíð á Sauðárkróki í dag og  á morgun, megi búast við vegaþrengslum á framkvæmdasvæðinu. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og eru vegfarendur beðnir um að sýna aðgát og tillitssemi.

Næsti fundur sveitarstjórnar verður haldinn miðvikudaginn 14. maí nk.

12.05.2025
38. fundur sveitarstjórnar verður haldinn að Sæmundargötu 7a, miðvikudaginn 14. maí 2025 og hefst kl. 16:15 Dagskrá:Fundargerð 1. 2504006F - Byggðarráð Skagafjarðar - 1411.1 2503329 - Bréf frá foreldraráði Ársala1.2 2504016 - Styrktarsjóður EBÍ1.3 2504029 - Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf 20251.4 2503299 - Tilboð í hólf nr. 23 Hofsósi1.5...

Tilkynning til hunda- og kattaeigenda

12.05.2025
Sveitarfélagið vill vekja athygli á að samkvæmt samþykkt um hunda- og kattahald í sveitarfélaginu Skagafirði ber kattareigendum að taka tillit til fuglalífs á varptíma og eftir atvikum takmarka útiveru þeirra, m.a. að næturlagi. Kettir skulu vera örmerktir og ávallt bera ól um hálsinn. Á ólinni skal vera plata, sem í er grafið...