Fara í efni

Fréttir

Sæluvika Skagfirðinga hefst formlega á sunnudaginn en forsælan hefst í dag

24.04.2024
Sæluvika, lista- og menningarhátíð Skagfirðinga verður sett á sunnudaginn, 28. apríl og stendur formlega yfir í viku. Viðbuðir Sæluviku teygja sig þó í báðar áttir, útfyrir hina formlegu Sæluviku og hefst forsælan strax í kvöld þar sem Kvennakórinn Sóldís verður með vortónleika í Gránu og opnunartími verður framlengdur í bakaríinu og hjá Eftirlæti...

Opnunartími sundlauga sumardaginn fyrsta og 1. maí

24.04.2024
Sundlaugar Skagafjarðar verða opnar samkvæmt hefðbundum helgaropnunartíma sumardaginn fyrsta og 1. maí. Opnunartímar verða eftirfarandi: Sundlaug Sauðárkróks 10-16Sundlaugin Varmahlíð 10-16Sundlaugin á Hofsósi 11-16

Rakel Kemp ráðin í starf leiðtoga farsældar, fræðslu og ráðgjafar

10.04.2024
Starf leiðtoga farsældar, fræðslu og ráðgjafar hjá Skagafirði var auglýst laust til umsóknar þann 20. mars sl. Alls bárust sex umsóknir um starfið. Rakel Kemp Guðnadóttir hefur verið ráðin í starfið. Rakel er með BA og MA próf í uppeldis- og menntunarfræði frá Háskóla íslands og hefur auk þess lokið diplómanámi í barnavernd frá sama skóla og er...

Næsti fundur sveitarstjórnar verður haldinn miðvikudaginn 10. apríl 2024

09.04.2024
Næsti fundur sveitarstjórnar verður haldinn miðvikudaginn 10. apríl 2024 að Sæmundargötu 7 og hefst hann kl. 16:15. Dagskrá: 1. 2403021F - Byggðarráð Skagafjarðar - 89     1.1 2403008 - 80 ára afmæli lýðveldisins   1.2 2402195 - Umsókn um land   1.3 2308044 - Kauptaxti...

Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga 2024

09.04.2024
Nú, sem áðurgengin ár, stendur Safnahús Skagfirðinga fyrir vísnakeppni. Má segja að hún sé mörgum árviss upphitun fyrir Sæluviku. Reglur eru sem fyrr skýrar og einfaldar; í fyrsta lagi að botna fyrirfram gefna fyrriparta og í öðru lagi að semja vísu um tiltekið efni. Ekki er nauðsynlegt að botna alla fyrripartana og allsendis í lagi að senda inn...

Óskað er eftir tilnefningum fyrir Samfélagsverðlaun Skagafjarðar

08.04.2024
Samfélagsverðlaun Skagafjarðar verða veitt í níunda sinn á setningu Sæluviku í Safnahúsinu á Sauðárkróki sunnudaginn 28. apríl nk. en Samfélagsverðlaunin voru veitt í fyrsta sinn árið 2016. Skagafjörður óskar eftir tilnefningum fyrir Samfélagsverðlaun Skagafjarðar, en samfélagsverðlaunin eru árlega veitt einstaklingi, fyrirtæki, stofnun eða...

Útboð - Skólamáltíðir

05.04.2024
Consensa fyrir hönd sveitarfélagsins Skagafjarðar óskar eftir tilboðum í skólamáltíðir fyrir grunn- og leikskóla á Sauðárkróki. Um er að ræða útboð sem skipt er í tvo samningshluta og tekur til framleiðslu og afhendingu á skólamáltíðum fyrir nemendur og starfsmenn skólanna. Hægt er að sækja öll  útboðsgögn án greiðslu á útboðsvefnum...

Auglýsing um skipulagsmál - Borgarmýri 1

03.04.2024
Tillaga að deiliskipulagi - Borgarmýri 1, Sauðárkróki. Málsnúmer 359/2024 í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar á www.skipulagsgatt.is. Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 25. fundi sínum þann 18. mars 2024 að auglýsa deiliskipulagstillögu fyrir Borgarmýri 1 á Sauðárkróki í samræmi við 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið afmarkast...

Skagafjörður óskar eftir tilboðum í verkið: Leikskóli í Varmahlíð, uppsteypa og utanhúss frágangur

25.03.2024
Í verkinu felst að steypa upp, einangra og klæða utan bygginguna sem er um 555 m2 að stærð. Helstu magntölur: Gröftur og brottakstur á umframefni 900 m3 Fleygun og brottakstur á klöpp 500 m3 Fylling undir og að sökklum 1200 m3 Lagnir í jörðu 745 m Brunnar 7 stk Loftræsilagnir í jörðu DN400 stokkar og beygjur 40 m Inntaksháfur 1...