Fréttir

Morgunopnun í Sundlaug Sauðárkróks hefst á mánudaginn

Frá og með mánudeginum 27. maí opnar Sundlaug Sauðárkróks kl 6:50 á virkum dögum. Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir við endurbætur og hefur opnunartíminn verið takmarkaður eftir að laugin opnaði aftur. Nú geta fastir morgungestir laugarinnar tekið upp fyrri venjur og byrjað daginn á hressandi morgunsundi.
Lesa meira

Nemandi úr Árskóla í þriðja sæti í stærðfræðikeppni

Úrslit í stærðfræðikeppni Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Menntaskólans á Tröllaskaga og níundu bekkja í grunnskólum á Norðurlandi vestra og Tröllaskaga fór fram í Ólafsfirði í gær og var nemandi úr Árskóla á Sauðárkróki í þriðja sæti,.
Lesa meira

Skráning stendur yfir í Vinnuskólann

Nú stendur yfir skráning í Vinnuskóla Skagafjarðar fyrir börn fædd 2003-2006, nemendur 7.-10. bekkjar. Skráning er á heimasíðu sveitarfélagsins ásamt öllum upplýsingum um reglur skólans, laun o.fl.
Lesa meira

Aðalbjörg Þorgrímsdóttir ráðin leikskólastjóri Ársala

Aðalbjörg Þorgrímsdóttir hefur verið ráðin í starf leikskólastjóra en Anna Jóna Guðmundsdóttir lætur af starfinu 31. maí næstkomandi.
Lesa meira

Úttekt á grunnskólum Skagafjarðar

Gunnar Gíslason hjá Starfsgæðum ehf hefur á síðastliðnum mánuðum unnið að úttekt á grunnskólum Skagafjarðar. Í úttektinni voru ýmsir þættir skoðaðir s.s. aðstaða til skólastarfs, rekstur, þjónustustig, stoðþjónusta, viðhorf til skólans, starfshættir o.fl. Leitast var við að leggja mat á starfsemina og m.a. horft til annarra skóla sem telja má sambærilega.
Lesa meira

Umhverfisdagar 2019

Lesa meira

Vorfundur Samtaka félagsmálastjóra á Íslandi haldinn í Skagafirði

Lesa meira

Ábending til hunda- og kattaeigenda

Sveitarfélagið Skagafjörður vill vekja athygli á því að varptími fugla er hafinn og biður hunda- og kattaeigendur að taka tillit til þess. Þeim tilmælum er beint til kattaeigenda að halda köttum sínum innandyra á nóttunni og hengja bjöllur á hálsólar þeirra.
Lesa meira

Ljósmyndasamkeppnin Skagafjörður með þínum augum

Lesa meira

Umhverfisdagar 2019 hefjast á morgun

Lesa meira