Vel heppnað fræðsluerindi
04.12.2025
Þann 25. nóvember sl. bauð fjölskyldusvið sveitarfélagsins upp á fræðslu fyrir alla áhugasama um velferð barna. Yfirskrift fræðslunnar bar heitið Hvað liggur á bak við erfiða hegðun og var það Aðalheiður Sigurðardóttir, tengslaráðgjafi á sviðinu, sem flutti erindið.
Það var ánægjulegt að sjá hversu margir sóttu fræðsluna, en um 65 manns voru...