Fara í efni

Fréttir

Næsti fundur sveitarstjórnar verður haldinn mánudaginn 18. mars 2024

18.03.2024
Næsti fundur sveitarstjórnar verður haldinn mánudaginn 18. mars 2024, v

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Skagafirði

14.03.2024
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Skagafirði var haldin í sal Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra í vikunni. Stóra upplestrarkeppnin hefur verið haldin í alls 23 skipti í Skagafirði. Allt frá degi íslenskrar tungu á ári hverju er markvisst unnið með framsögn í skólastarfi grunnskólanna og allir nemendur sjöundu bekkja taka þátt og fá þjálfun...

Auglýsing um skipulagsmál - Tjaldsvæðið við Sauðárgil, kynningarmyndband

13.03.2024
Skipulagsfulltrúi Skagafjarðar auglýsir tillögu að breytingu á aðalskipulagi, Afþreyingar- og ferðamannasvæði á Sauðárkróki og tillögu að deiliskipulagi, Tjaldsvæðið við Sauðárgil. Hér að neðan má m.a. sjá kynningarmyndband sem útskýrir deiliskipulagstillöguna ítarlega. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi, Afþreyingar- og ferðamannasvæði á...

Auglýsing um skipulagsmál - Helgustaðir í Unadal

13.03.2024
Tillaga að breytingu á aðalskipulagi, Helgustaðir í Unadal Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 22. fundi sínum þann 17. janúar 2024 að auglýsa breytingu á aðalskipulagi Skagafjarðar skv. 1. mgr. 30.  gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan er sett fram í greinargerð með uppdrætti dags. febrúar 2024 unnin af VSÓ Ráðgjöf. Skipulagssvæðið...

Skipulagslýsing á breytingum á Aðalskipulagi, fasa tvö

13.03.2024
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 23. fundi sínum þann 21. febrúar 2024 að auglýsa skipulagslýsingu á fyrirhuguðum aðalskipulagsbreytingum, fasa tvö á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035, skv. 1 mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagslýsingin er sett fram í greinargerð dags. febrúar 2024 unnin af VSÓ Ráðgjöf. Fyrirhugaðar...

Útboð - Sundlaug Sauðárkróks, raflagnir

07.03.2024
Fréttir
Skagafjörður óskar eftir tilboðum í verkið Sundlaug Sauðárkróks – Raflagnir.  Í verkinu felst vinna við fullnaðarfrágang raflagna og stýrikerfa fyrir viðbyggingu við Sundlaug Sauðárkróks, en þar er um að ræða nýtt laugarsvæði sunnan núverandi sundlaugar, með barnalaug, busllaug, kennslulaug og lendingarlaug ásamt köldum potti. Umhverfis...

Útboð - Sundlaug Sauðárkróks, pípulagnir

07.03.2024
Fréttir
Skagafjörður óskar eftir tilboðum í verkið Sundlaug Sauðárkróks – Pípulagnir Í verkinu felst vinna við fullnaðarfrágang pípulagna og hreinsikerfa fyrir viðbyggingu við Sundlaug Sauðárkróks, en þar er um að ræða nýtt laugarsvæði sunnan núverandi sundlaugar, með barnalaug, busllaug, kennslulaug og lendingarlaug ásamt köldum potti. Umhverfis...

Byggðasafn Skagfirðinga fær úthlutað úr fornminjasjóði

07.03.2024
Fréttir
Úthlutun úr fornminjasjóði 2024 hefur nú farið fram en 23 verkefni, af 63 sem sóttu um, fengu úthlutað úr sjóðnum að þessu sinni, að heildarupphæð 79.485.000 kr. Byggðasafn Skagfirðinga hlaut alls 10.900.000 kr í styrk fyrir verkefnin "Verbúðalíf á Höfnum. Rannsókn á verbúðaminjum í hættu á Höfnum á Skaga" og "Heildarskráning fornleifa í Hjaltadal...

Kröfur ríkisins í eyjar og sker á Skagafirði

01.03.2024
Fréttir
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur fyrir hönd íslenska ríkisins afhent óbyggðanefnd kröfur um þjóðlendur á svæði 12 sem nefnist „eyjar og sker“ og tekur til landsvæða innan landhelginnar en utan meginlandsins. Um er að ræða sautjánda og síðasta svæðið sem óbyggðanefnd tekur til meðferðar. Málsmeðferð á hverju svæði hefst á því að óbyggðanefnd...