Fara í efni

Fréttir

Afgreiðslutími Ráðhússins um jól og áramót

16.12.2025
Vakin er athygli á því að afgreiðslutímar Ráðhússins verða eftirfarandi yfir hátíðarnar: Þorláksmessa – Kl. 10:00 – 12:00 og 12:30 – 15:00 Aðfangadagur – Lokað Jóladagur – Lokað Annar í jólum – Lokað 29. desember – Lokað 30. desember – Lokað 31. desember – Lokað 1. janúar – Lokað 2. janúar – Kl. 10:00 – 12:00 og 12:30 – 15:00 Á meðan...

Vel heppnaðir starfsdagar um málefni fatlaðs fólks og eldra fólks 12. og 13. nóvember

16.12.2025
Um 100 starfsmenn sem starfa við þjónustu við fatlað fólk og eldra fólk á starfssvæði Skagafjarðar á Norðurlandi vestra komu saman á Löngumýri í Skagafirði í nóvember sl. Starfsdagarnir vörðu í tvo daga svo hægt væri að halda út óbreyttri starfsemi til þjónustuþega. Þetta er í fyrsta skipti sem sameiginlegur starfsdagur er haldinn fyrir...

Nýtt aðalskipulag Skagafjarðar 2025-2040 samþykkt

16.12.2025
Sveitarstjórn sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti þann 15. október 2025 Aðalskipulag Skagafjarðar 2025-2040, ásamt umhverfisskýrslu. Tillaga að aðalskipulaginu var auglýst frá 23. júlí 2025 til 15. september 2025 og alls bárust athugasemdir og umsagnir frá 13 aðilum vegna aðalskipulagsins, m.a. frá íbúum og umsagnaraðilum. Sveitarstjórn...

Bókakynning og upplestur í Glaumbæ / Prezentacja oraz czytanie fragmentów

12.12.2025
Í tilefni þess að barnabækur Byggðasafns Skagfirðinga, Sumardagur í Glaumbæ og Vetrardagur í Glaumbæ eru komnar út á pólsku, verður haldinn skemmtilegur viðburður á Glaumbæ laugardaginn 13. desember í tilefni þess.   Ewelina Kacprzycka, sem snaraði bókunum á pólsku, mun lesa upp úr bókunum en upplestur hefst kl. 15:10 í baðstofunni í...

Skagafjarðarveitur: Ný greiðsluleið með kreditkorti

11.12.2025
Skagafjarðaveitur hafa innleitt nýja lausn í tengslum við boðgreiðslur og áskriftagreiðslur sem tryggir öryggi við móttöku og meðhöndlun kreditkortaupplýsinga. Allar kortaupplýsingar eru staðfestar með 3-D Secure (3DS) auðkenningu þegar viðskiptavinur skráir kortanúmer á Mínum síðum. Þessi staðfesting fer fram í gegnum útgefanda kortsins og er...

Samningar vegna gámageymslusvæðis Sauðárkróks komnir í íbúagátt

10.12.2025
Sveitarfélagið vill vekja athygli á að nú hafa þeir einstaklingar sem sótt hafa um og fengið úthlutað plássi á gámageymslusvæði Sauðárkróks fengið samning sinn birtan í íbúagátt sveitarfélagsins. Viðkomandi eru hvött til að undirrita samninginn sem fyrst. Hægt er að nálgast íbúagáttina á heimasíðu sveitarfélagsins hér. Þeir einstaklingar sem eru...

Auglýsing um skipulagsmál: Langaborg í Hegranesi

10.12.2025
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 43. fundi sínum þann 19. nóvember 2025 að auglýsa skipulagslýsingu um gerð deiliskipulags fyrir „Langaborg í Hegranesi, Skagafirði“ skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið afmarkast af lóðarmörkum Lönguborgar og er um 29.469 m² að stærð. Skilmálar eins og fjöldi bygginga, hámarks...

Munum eftir Hvatapeningunum

09.12.2025
Nú þegar styttist í að árinu ljúki eru forráðamenn barna og unglinga í Skagafirði minntir á að nýta hvatapeninga ársins 2025 fyrir áramót, þar sem ónýttir hvatapeningar geymast ekki milli ára. Hvatapeningar ársins 2025 eru kr. 40.000 á barn og þá má nýta til að greiða niður gjöld í skipulögðu íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi sem stundað er...

Fundarboð: Sveitastjórnarfundur, miðvikudaginn 10. desember 2025

08.12.2025
44. fundur sveitarstjórnar verður haldinn að Sæmundargötu 7a, miðvikudaginn 10. desember 2025 og hefst kl. 16:15 Dagskrá:Fundargerðir til staðfestingar1. 2511016F - Byggðarráð Skagafjarðar - 1711.1 2511076 - Kauptilboð í íbúð Skógargötu 21.2 2510097 - Álagning byggingarleyfis- og gatnagerðargjalda1.3 1901165 - Stofnun veiðifélags um vötn og...