Ertu að leita að draumalóðinni þinni?
Skipulagsnefnd Skagafjarðar auglýsir í samræmi við úthlutunarreglur sveitarfélagsins, gr. 2.3. eftirfarandi einbýlishúsalóðir til úthlutunar:
-
Birkimelur 25 í Varmahlíð – 900 m2 lóð undir einbýlishús
-
Nestún 12 á Sauðárkróki – 840 m2 lóð undir einbýlishús
Lóðin við Birkimel er staðsett á nýju byggingarsvæði syðst í Varmahlíð. Útsýni frá þessari lóð er einstakt og frábært aðgengi er að opnum svæðum og leik- og grunnskóla sem er í næsta nágrenni. Lóðin við Nestún er vel staðsett efst í Túnahverfi á Sauðárkróki þar sem uppbygging er í fullum gangi.
Hægt er að nýta kortasjá sveitarfélagsins til að skoða umræddar lóðir og frekari staðsetningar með því að haka við „lausar lóðir“ undir „fasteignir“ í valglugganum. Einnig er hægt að sækja um lóðir þar inni eða á vef Skagafjarðar.
Um úthlutun lóðanna gilda úthlutunarreglur sveitarfélagsins.
Frestur lóðarhafa til framkvæmda er skv. 10. gr. úthlutunarreglna.
Lóðirnar eru auglýstar frá og með 28. janúar 2026 til og með 15. febrúar 2026.
Bent er á að fleiri íbúðarhúsalóðir standa til boða í sveitarfélaginu og eru nú þegar tilbúnar til úthlutunar. Sjá má yfirlit yfir þær á ofangreindri kortasjá sveitarfélagsins.