Viðtalstímar starfsfólks
Hægt er að bóka viðtalstíma rafrænt hjá skipulagsfulltrúa og byggingafulltrúa. Þannig geta íbúar sjálfir fundið hentugan viðtalstíma milliliðalaust. Einnig er hægt að bóka tíma í gegnum síma 455 6000 fyrir þau sem það kjósa. Fleiri svið eru væntanleg í rafræna bókun en þangað til er íbúum bent á að hringja í afgreiðslu ráðhússins til að bóka viðtalstíma hjá viðkomandi sviði.
Smelltu á hlekk viðkomandi sviðs til að fara á bókunarsíðu:
Skipulagsfulltrúi og byggingafulltrúi
Mikilvægt er að tilgreina allar upplýsingar í skráningarforminu svo starfsmenn geti undirbúið fundinn og fundið til öll viðeigandi gögn. Hægt er að bóka eftirfarandi fundi hjá Skipulags- og byggingafulltrúa:
Skipulagsfulltrúi býður upp á 15 mínútna Teams fundi.
Byggingafulltrúi býður upp á 30 mínútna staðfund eða símtal.