Fara í efni

Nýir íbúar

Það er gott að búa í Skagafirði!

Hjá Skagafirði er áhersla er lögð á góða og fjölbreytta þjónustu til íbúa, atvinnulífið er blómlegt og tækifæri til íþróttaiðkunar og heilsuveru til fyrirmyndar. 

Hér á heimasíðu er að finna allar helstu upplýsingar um þjónustu sveitarfélagsins. Skagafjörður hefur lagt aukna áherslu á rafræna þjónustu við íbúa og fyrirtæki og í Íbúagátt má nálgast ýmsar umsóknir og eyðublöð.

Afgreiðslan í Ráðhúsinu, Skagfirðingabraut 21 á Sauðárkróki, sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa og fyrirtæki. Þar er reynt að leysa úr fyrirspurnum í fyrstu snertingu en  málum er komið áleiðis í réttan farveg ef þess þarf. Tekið er á móti fyrirspurnum á netfangið skagafjordur@skagafjordur.is, í síma 455 6000 og með því að mæta í persónu.