Fara í efni

Byggingarmál

Sækja þarf um byggingarleyfi hjá sveitarfélaginu fyrir byggingarleyfisskyldar framkvæmdir. Allar umsóknir og útskýringar er að finna í Íbúagátt hér á heimasíðunni.

Dæmi um hvenær þarf byggingarleyfi: 

  • Ef grafa á grunn fyrir hús eða mannvirki, reisa það, rífa eða flytja.
  • Til að breyta byggingu, burðarkerfi eða lagnakerfum.
  • Þegar breyta á notkun byggingar, útliti eða formi.

Hvenær þarf ekki byggingarleyfi?

Minni háttar framkvæmdir þurfa ekki byggingarleyfi. Til dæmis:

  • Viðhald innanhúss og utan, á lóð, girðingu, bílastæði og innkeyrslu.
  • Gerð palla og annar frágangur á eða við jarðvegsyfirborð.
  • Skjólveggir og girðingar innan ákveðinna marka.
  • Smáhýsi sem er ekki ætlað til gistingar eða búsetu að hámarki 15 m².

Nánari upplýsingar má finna í byggingarreglugerð 2.3.5. gr.

 

Nánari upplýsingar veitir byggingarfulltrúi Skagafjarðar í síma 455 6000 og á netfangið andrig@skagafjordur.is.

Gjaldskrár

Gjaldskrá byggingarmál

Prenta gjaldskrá
Heiti gjalds
Gjald krónur
Fast gjald fyrir samþykkt byggingaráform og eða byggingarleyfi nýrra húsa, viðbygginga, breytinga húsa, verulegra breytinga innan lóða og samþykki fyrir breyttri notkun*
93.911
Fast gjald fyrir byggingarheimild*
71.999
Að auki greiðist fyrir hvern fermetra nýbygginga og viðbygginga skv. eftirfarandi:
Íbúðarhúsnæði, verslanir, skrifstofur
675 pr. m² brúttó
Sólstofur, garðhús, heimilisgróðurhús
603 pr. m² brúttó
Iðnaðarhús, virkjanir, geymslur og vélageymslur
752 pr. m² brúttó
Gróðurhús, landbúnaðarbyggingar, minka- og refaskálar, tankar, þrær o.s.frv
421 pr. m² brúttó
Hótel, ferðaþjónustuhús frístundahús, veiðihús, fjallaskálar o.s.frv.
1.272 pr. m² brúttó
AFGREIÐSLU- OG ÞJÓNUSTUGJÖLD ( fyrir þjónustu og leyfisveitingu sem byggingarfulltrúi veitir umfram þá sem innifalin er í byggingarleyfisgjaldi eða byggingarheimildargjaldi)
Afgreiðslugjald og endurnýjun leyfis án breytinga
31.800
Yfirferð eignaskiptayfirlýsinga, 2 til 4 eignir í húsi
36.730
Yfirferð eignaskiptayfirlýsinga, 5 eða fleiri eignir í húsi
55.303
Endurtekin yfirferð á eignaskiptayfirlýsingu
16.591
Úttekt vegna byggingarstjóraskipta
31.800
Endurtekning lokaúttektar
31.800
Stöðuúttekt
31.800
Vottorð, önnur en þau sem fram koma í samþykkt þessari
31.800
Húsaleiguúttektir
60.834
Fyrir hverja auka útsetningu lóðar/húss; pr. mælingu
44.243
Afgreiðslugjald vegna tilkynntra framkvæmda
31.800
Afgreiðslugjald húsa byggð utan lóðar og ætluð til flutnings úr héraði
93.911
Stöðuleyfi til eins árs; gámar, hús, bátar, hjólhýsi, sumarhús, söluvagnar o.fl.
31.800
Tímagjald fyrir vinnu byggingarfulltrúa sem ekki er skilgreind í gjaldskrá
20.973
Tímagjald fyrir vinnu byggingarfulltrúa sem er veruleg umfram gjaldskrá
20.973
Heimilt er að leggja aukagjald á umsækjanda vegna aðkeyptrar vinnu skv. útlögðum kostnaði

* Innifalið í byggingarleyfisgjaldi eða byggingarheimildargjaldi er ein yfirferð aðaluppdrátta, samþykkt byggingaráforma, byggingarheimildar og útgáfa byggingarleyfis, útmæling fyrir greftri, hæðarsetning og útsetning lóðar, áfangaúttektir, stöðuúttektir og vottorð um öryggis- og lokaúttekt.

Hér má nálgast samþykkta gjaldskrá um gatnagerðargjald, stofngjald fráveitu og byggingarleyfis- og þjónustugjöld í Skagafirði