Fréttir

Þriðja helgin í aðventu

Nú er desember senn hálfnaður og þriðja helgi aðventunnar framundan með ýmsum viðburðum sem hægt er að njóta s.s. tónleikum og aðventuævintýri.
Lesa meira

Fjárhagsáætlun 2019-2023 samþykkt

Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árin 2019-2023 var samþykkt með fimm atkvæðum við síðari umræðu á fundi sveitarstjórnar 12. desember sl. Fulltrúar VG og óháðra og Byggðalistans óskuðu bókað að þeir sætu hjá við atkvæðagreiðsluna og lögðu fram bókanir við áætlunina. Það gerðu einnig fulltrúar meirihluta sveitarstjórnar.
Lesa meira

Sveitarfélagið Skagafjörður hlýtur styrk fyrir uppsetningu á þráðlausu netsambandi

Lesa meira

Sveitarstjórnarfundur 13. desember

Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar fimmtudaginn 13. desember að Sæmundargötu 7 kl 16:30.
Lesa meira

Önnur helgin í aðventu

Tíminn líður og jólin nálgast og margt í boði sem hægt er að njóta á aðventunni, markaður, leiksýning, hlaðborð, tónleikar og rökkurganga.
Lesa meira

Sveitarstjórnarfundur

Næsti fundur sveitarstjórnar Sveitarfélagins Skagafjarðar verður haldinn miðvikudaginn 12. desember
Lesa meira

Allt til alls í Varmahlíð

Sjónvarpsstöðin N4 sýndi á dögunum skemmtilega frétt frá Varmahlíð. Þar má sjá hversu glæsilega aðstöðu þar er upp á að bjóða. Hér má nálgast umfjöllunina á sjónvarpsstöðinni N4.
Lesa meira

Ný hitaveituhola í landi Hverhóla

Síðastliðna helgi var byrjað að bora nýja hitaveituholu í landi Hverhóla í Lýtingsstaðahreppi hinum forna en tilgangur holunnar er að auka rekstraröryggi hitaveitunnar. Holan er 118m djúp og benda fyrstu mælingar til þess að vatnsmagn í holunni sé töluvert meira en í þeirri sem nýtt er í dag segir á vef Skagafjarðarveitna.
Lesa meira

Íbúafundur á Hofsósi í dag

Íbúafundurinn sem frestað var í síðustu viku verður í dag miðvikudaginn 5. desember kl 17 í Höfðaborg á Hofsósi. Umræðuefnið er fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2019 og hugmyndir íbúa um áhersluatriði þeirra í þjónustu, framkvæmdum og ábyrgri fjármálastefnu.
Lesa meira

Saman gegn ofbeldi

Átaksverkefni félagsþjónustu Austur Húnavatnssýslu, Húnaþings vestra, Skagafjarðar og Lögreglunnar á Norðurlandi vestra var ýtt úr vör 4. desember 2018. Markmið samstarfsins er að auka þekkingarmiðlun og bæta verklag til að taka á heimilisofbeldismálum, veita þolendum og gerendum betri þjónustu og vernda börn sem búa við heimilisofbeldi.
Lesa meira