Fara í efni

Fréttir

Lausar lóðir til leigu á Nöfum á Sauðárkróki

04.06.2025
Byggðarráð ákvað á 148. fundi sínum þann 27. maí sl. að auglýsa til leigu þær lóðir á Nöfum sem hefur verið skilað inn. Lóðirnar sem um ræðir eru lóðir númer 13 (L143974), 31 (L143969), 36 (L218115) og 38 (L143963) og eru lausar strax. Ræktunarlandið er selt á leigu til ræktunar og slægna og til sauðfjárbeitar og beitar fyrir allt að 5...

Sundlaugin í Varmahlíð opnar í dag

04.06.2025
Vakin er athygli á því að sundlaugin í Varmahlíð opnar í dag miðvikudaginn 4. júní kl. 12:00, eftir tímabundna lokun vegna viðhaldsvinnu. Laugin hefur nú fengið nauðsynlegt viðhald og er tilbúin að taka á móti gestum á ný fyrir sumarið!  Sumaropnunin er hafin og er eftirfarandi: Mánudaga - föstudaga kl. 12:00 - 21:00 Laugardaga -...

Vinnuskóli Skagafjarðar hefst 10. júní nk.

03.06.2025
Vinnuskóli Skagafjarðar hefur störf þriðjudaginn 10. júní. Líkt og í fyrra verður bækistöð vinnuskólans í vallarhúsinu á íþróttavellinum á Sauðárkróki. Starfsmenn vinnuskóla í ár verða þeir Atli Steinn Stefánsson og Atli Dagur Stefánsson. Auk þeirra verða starfsmenn íþróttavallar börnunum innan handar. Allar helstu upplýsingar um skólann má...

Ertu með viðburð á 17. júní?

03.06.2025
Menning og mannlíf
Undirbúningur vegna hátíðarhalda í tilefni 17. júní stendur nú yfir og óskar sveitarfélagið eftir upplýsingum um viðburði eða opnanir víðsvegar úr Skagafirði sem hægt er að setja á dagskrá. Vinsamlegast sendið upplýsingar á mannlif@skagafjordur.is

Leikhópurinn Lotta sýnir Hróa hött á Sauðárkróki 23. júní nk.

02.06.2025
Leikhópurinn Lotta sýnir Hróa hött á Sauðárkróki í sumar, nánar tiltekið mánudaginn 23. júní kl 17:00 á túninu við Hótel Miklagarð. Leikhópurinn Lotta stígur á stokk nítjánda sumarið í röð og býður börnum og fjölskyldum um allt land sprúðlandi skemmtun í formi nýrrar uppfærslu á söngleiknum Hrói Höttur. Hrói Höttur er eitt vinsælasta...

Laus parhúsalóð – Nestún 16 á Sauðárkróki

30.05.2025
Í samræmi við úthlutunarreglur sveitarfélagsins, gr. 2.3. auglýsir skipulagsnefnd Skagafjarðar eina parhúsalóð Nestún 16 á Sauðárkróki lausa til úthlutunar. Um er að ræða 1.150,8 m² parhúsalóð með hámarksbyggingarmagn 402 m². Lóðin er auglýst frá og með 28. maí 2025 til og með 11. júní 2025. Hægt er að skoða og sækja um lóðina á kortasjá...

Sumaropnun sundlauga í Skagafirði tekur gildi 2. júní nk.

30.05.2025
Vakin er athygli á breyttum opnunartíma sundlauga í sveitarfélaginu yfir sumartímann, sem tekur gildi 2. júní nk.  Opnunartíminn verður sem hér segir: Sauðárkrókur Mánudaga - föstudaga kl. 06:50 - 21:00 Laugardaga - sunnudaga kl. 10:00 - 17:00 Hofsós Mánudaga - föstudaga kl. 07:00 - 20:00 Laugardaga - sunnudaga kl. 10:00 -...

Sjómannadagskveðja

30.05.2025
Á sunnudaginn nk. heiðrum við sjómenn – þá sem stundað hafa sjómennsku af hetjulund og dugnaði, í gegnum kynslóðir. Ykkar framlag til byggða og samfélags er ómetanlegt.  Sveitarfélagið óskar sjómönnum og fjölskyldum þeirra innilega til hamingju með sjómannadaginn. Um helgina standa yfir hátíðarhöld í Skagafirði í tilefni sjómannadagsins....

Fráveituframkvæmdir við Freyjugötu 46 í dag, miðvikudaginn 28. maí

28.05.2025
Vakin er athygli á fráveituframkvæmdum við Freyjugötu 26 á Sauðárkróki í dag, miðvikudaginn 28. maí. Vegna þess má búast við truflun á umferð í götunni á meðan á framkvæmdum stendur. Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát og fylgja merkingum á svæðinu. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.