Fara í efni

Fréttir

Kynningarfundur fyrir íbúa Skagafjarðar vegna aðalskipulags 2025-2040

02.04.2025
Opinn kynningarfundur verður haldinn í Miðgarði í dag, 2. apríl, kl. 16:30-18:30. Þar verður kynning á helstu breytingum í skipulagi og fulltrúar skipulagsnefndar, skipulagsfulltrúi og skipulagsráðgjafar verða á svæðinu til að svara spurningum.

Um lóðaleigusamninga á Nöfunum á Sauðárkróki

28.03.2025
Fjöldi leigusamninga um lóðir á Nöfum á Sauðárkróki runnu út síðastliðin áramót. Þeir leigutakar sem fyrir eru á lóðunum eiga samkvæmt skilmálum leigusamnings forleigurétt á þeim lóðum sem þeir hafa haft til leigu. Formlegt bréf var sent á leigutaka þess efnis að óskað var eftir viðbrögðum um hvort leigutakar hyggðust nýta sér forleiguréttinn....

Óskað eftir tilnefningum fyrir Samfélagsverðlaun Skagafjarðar

28.03.2025
Samfélagsverðlaun Skagafjarðar verða veitt í tíunda sinn á setningu Sæluviku í Safnahúsinu á Sauðárkróki sunnudaginn 27. apríl nk. en Samfélagsverðlaunin voru veitt í fyrsta sinn árið 2016. Skagafjörður óskar eftir tilnefningum fyrir Samfélagsverðlaun Skagafjarðar, en samfélagsverðlaunin eru árlega veitt einstaklingi, fyrirtæki, stofnun eða...

Til hamingju Tindastóll - Deildarmeistarar!

28.03.2025
Eins og allir sannir Tindastóls aðdáendur vita þá varð lið Tindastóls í körfubolta Deildarmeistarar í Bónusdeild karla í gær, eftir frábæran sigur á Íslands- og Bikarmeisturum Vals. Er þetta í fyrsta sinn sem lið Tindastóls vinnur Deildarmeistaratitilinn! Sveitarfélagið Skagafjörður óskar liði Tindastóls til hamingju með frábæran árangur og óskar...

Ársskýrsla Héraðsbókasafns Skagfirðinga 2024 útgefin

27.03.2025
Nú er komin í loftið ársskýrsla Héraðsbókasafns Skagfirðinga fyrir árið 2024. Í ársskýrslunni er farið yfir starfsemi safnsins sl. ár en þar var tekið upp á ýmsum nýjungum. Í skýrslunni er einnig farið yfir niðurstöður þjónustukönnunar sem lögð var fyrir í nóvember og desember sl. Þar kemur m.a. fram mikill áhugi á helgaropnun, áhugi á fleiri...

Viðaukasamningur um styrk til stofnunar þekkingargarða á Norðurlandi vestra undirritaður

27.03.2025
Undirritaður hefur verið viðaukasamningur um styrk til stofnunar þekkingargarða á Norðurlandi vestra. Samningurinn er gerður með vísan í aðgerð C.1 Sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða í stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022–2036 og byggir á styrkumsókn sem landshlutasamtök Norðurlands vestra lögðu fram fyrir hönd Skagafjarðar. Verkefnið miðar...

Kynningarfundur fyrir íbúa vegna aðalskipulags Skagafjarðar 2025-2040

26.03.2025
Opinn kynningarfundur verður haldinn í Menningarhúsinu Miðgarði þann 2. apríl nk., kl. 16:30-18:30. Þar verður kynning á helstu breytingum í aðalskipulagi og fulltrúar skipulagsnefndar, skipulagsfulltrúi og skipulagsráðgjafar verða á svæðinu til að svara spurningum. Léttar veitingar og kaffi í boði á meðan á fundi stendur. Dagskrá 16:30 Fundur...

Myndband til kynningar á nýjum verkefnavef fyrir aðalskipulag Skagafjarðar 2025-2040

24.03.2025
Opnaður hefur verið verkefnavefur þar sem hægt er að kynna sér vinnslutillögu endurskoðunar aðalskipulags Skagafjarðar 2025-2040. Kynning vinnslutillögu er fram til 25. apríl nk. Markmið með gerð verkefnavefsins er að kynna vinnslutillögu nýs aðalskipulags vel fyrir íbúum og öðrum hagsmunaaðilum. Myndbandið hér fyrir neðan útskýrir vel hvernig...

Byrjað að safna saman viðburðum í viðburðadagskrá Sæluviku

21.03.2025
Sæluvika, lista- og menningarhátíð í Skagafirði verður haldin vikuna 27. apríl - 3. maí nk. Markmiðið með Sæluviku er að bjóða upp á metnaðarfulla og fjölbreytta viðburðadagskrá í Skagafirði þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Leiksýningar, myndlistasýningar, ýmsar listasýningar, tónleikar, matartengd menning, skipulagðar...