Fara í efni

Handverkssýning notenda dagdvalar aldraðra og sölubasar

21.11.2025

Laugardaginn 22. nóvember, nk. verður handverkssýning notenda dagdvalar aldraðra og sölubasar í aðstöðu dagdvalar aldraðra HSN á Sauðárkróki.

Húsið verður opið frá kl. 14:00 til kl. 17:00.

Hægt verður að gæða sér á vöfflur, heitt súkkulaði og kaffi fyrir 1.500 kr. - 10 ára og eldri.

Verið öll hjartanlega velkomin.

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 453-5909.