Fara í efni

Íbúagátt óvirk um helgina

07.11.2025

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur í nánu samstarfi við upplýsingatæknifyrirtækið OK og hugbúnaðarfyrirtækið One Systems unnið að undirbúningi umfangsmikilla flutninga á skjalakerfi sveitarfélagsins. Kerfið, sem hingað til hefur verið hýst hjá Sensa, verður nú flutt í rekstrarumhverfi hjá OK og verður þar með innan okkar eigin umsjár. Flutningurinn fer fram um helgina og er liður í að efla innviði sveitarfélagsins, tryggja öryggi gagna og bæta þjónustu við notendur.

Hvað þýðir þetta fyrir þig sem notanda íbúagáttarinnar?

  • Kerfið verður tekið niður kl. 15:00 föstudaginn 7. nóvember 2025.
  • Ekki verður hægt að senda inn umsóknir. 
  • Skjöl í íbúagátt geta orðið óaðgengileg.
  • Rekstrartruflanir geta orðið í íbúagáttinni. 
  • Gert er ráð fyrir að íbúagáttin verði óvirk fram til mánudagsmorguns 10. nóvember.