Fréttir

Starfsmaður óskast í þjónustu við fatlað fólk

Starfið felur í sér að aðstoða fatlaða einstaklinga við athafnir daglegs lífs s.s. við umönnun og afþreyingu ásamt öðrum verkefnum. Unnið er eftir hugmyndafræði um þjónandi leiðsögn og valdeflingu.
Lesa meira

Sveitarstjórnarfundur 13. desember

Næsti fundur sveitarstjórnar verður haldinn að Sæmundargötu 7 þann 13. desember 2017 og hefst hann kl. 16:15
Lesa meira

Náms- og starfsráðgjafi óskast til starfa við grunnskólana í Skagafirði

Upphaf starfs er frá 1. janúar 2018 eða eftir samkomulagi.
Lesa meira

Lúsíuhátíð í dag

Lúsíuhátíð 6. bekkjar Árskóla er í dag. Lúsíurnar hafa verið á ferðinni um bæinn og hafa sungið á nokkrum stöðum. Hátíðin endar með Lúsíusöng í matsal Árskóla kl. 17:00. Þangað eru allir velkomnir.
Lesa meira

Jóladagskrá 6.-14. desember

Það er orðið ansi jólalegt í Skagafirði þó að snjóinn hafi að miklu leyti tekið upp. Fyrirtæki og íbúar eru margir hverjir búnir að hengja jólaskraut í glugga og börnin bíða með tilhlökkun eftir fyrsta jólasveininum sem væntanlegur er í byrjun næstu viku. Í fréttinni má nálgast jóladagskrá sveitarfélagsins sem nær frá 6.-14. desember.
Lesa meira

Ljós tendruð á jólatrénu á Kirkjutorgi

Það var ákaflega skemmtileg stund í dag þegar ljós voru tendruð á jólatrénu á Kirkjutorgi á Sauðárkróki. Dagskráin byrjaði raunar í morgun þegar fjölmörg fyrirtæki og félagasamtök stóðu fyrir fjölbreyttum viðburðum. Má þar nefna jólahlaðborð Rótarý og afmæliskaffi á vegum sveitarfélagsins í tilefni þess að 70 ár eru liðin frá því að Sauðárkrókur fékk kaupstaðarréttindi.
Lesa meira

Áætlunarflug á Sauðárkrók í boði frá og með deginum í dag

Í dag lenti fyrsta áætlunarvélin á Sauðárkróki eftir nokkurra ára hlé. Það ríkti gleði í flugstöð Alexandersflugvallar þegar beðið var eftir vélinni sem lenti kl. 13:40 í dag, þann 1. desember. Til að byrja með verður flogið fjórum sinnum í viku, eitt flug á föstudögum, eitt á mánudögum og tvö flug á þriðjudögum. Um tilraunaverkefni er að ræða til sex mánaða en framhaldið ræðst af eftirspurn flugfarþega.
Lesa meira

Yfirlýsing stjórnenda í Varmahlíðarskóla vegna fréttar í Fréttablaðinu 29. nóvember

Í Fréttablaðinu 29. nóv., er umfjöllun um niðurstöður samræmdra prófa haustið 2017 þar sem fram kemur að einkunnir hafi verið jafnari milli kjördæma en áður. Þegar litið er til góðs árangurs á prófunum eru landshlutar og kjördæmi nefnd en þegar kemur að slökum árangri eru einstakir skólar nafngreindir og þar með talið okkar skóli, Varmahlíðarskóli í Skagafirði, sem er fámennur skóli með 109 nemendur. Þessi umfjöllun er ámælisverð og viljum við gera athugasemdir við fréttaflutninginn sem vart getur talist uppbyggjandi fyrir neinn.
Lesa meira

Jóladagskrá 30. nóvember - 7. desember

Fyrsti hluti jóladagskrár Skagafjarðar er kominn út. Það ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í vikunni. Á laugardaginn verða ljós tendruð á jólatrénu við Kirkjutorg á Sauðárkróki. Að þessu sinni er jólatréð ræktað í heimabyggð og kemur úr skógi Skógræktarinnar í Reykjarhóli. Gróðursetning þar hófst árið 1947 eða sama ár og Sauðárkrókur fékk kaupstaðarréttindi.
Lesa meira

Tímabundin staða leikskólakennara er laus til umsóknar

Leikskólinn Ársalir auglýsir 100% stöðu leikskólakennara tímabilið 1. janúar 2018 - 15. febrúar 2018 lausa til umsóknar.
Lesa meira