Fréttir

Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu er í dag 16. nóvember, fæðingardagur rómantíska skáldsins Jónasar Hallgrímssonar en hann fæddist árið 1807. Jónas lagði mikið upp úr fallegu máli og varðveislu íslenskrar tungu. Auk þess að vera rómað skáld á umbrotatíma í íslensku samfélagi, sjálfstæðisbaráttunni, var hann náttúrufræðingur og rannsakaði íslenska náttúru.
Lesa meira

Starf umsjónarmanns á verkstæði er laust til umsóknar

Starf umsjónarmanns verkstæðis felst aðallega í viðhaldi og viðgerðum á bílum og öðrum tækjakosti sveitarfélagsins ásamt því að sinna tilfallandi viðhalds- og rekstrarverkefnum fasteigna, fráveitu og umferðarmannvirkja sveitarfélagsins. Í starfinu felst jafnframt þrif á bílum og tækjum í eigu sveitarfélagsins ásamt almennum innkaup á vörum og varahlutum.
Lesa meira

8. bekkur Árskóla í Heimabyggðarvali heimsækir sveitarstjóra

Nemendur úr 8. bekk Árskóla, sem stundað hafa nám í Heimabyggðarvali í haust heimsóttu Sigfús Inga Sigfússon, sveitarstjóra, í dag. Tilefnið var að afhenda honum niðurstöður úr verkefni sem þau unnu í valgrein sem nefnist Heimabyggðarval. Í valgreininni gerðu þau verkefni þar sem þau reyndu að komast að því hvað væri gott við Sauðárkrók og svo hvað mætti bæta.
Lesa meira

Fullveldi, frelsi, lýðræði - hvað er nú það?!

Lesa meira

Lestur úr nýjum bókum í Safnahúsinu

Annað kvöld, miðvikudagskvöldið 14. nóvember verður lesið úr nýjum bókum á bókasafninu á Sauðárkróki og hefst samkoman kl. 20.
Lesa meira

Sveitarstjórnarfundur 14. nóvember

Næsti fundur sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar verður haldinn miðvikudaginn 14. nóvember 2018 kl 16:15 að Sæmundargötu 7.
Lesa meira

Vinaliðaverkefnið hlaut hvatningarverðlaun dags gegn einelti 2018

Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra veitti í gær Vinaliðaverkefninu hvatningarverðlaun dags gegn einelti 2018. Guðjón Örn Jóhannsson verkefnastjóri verkefnisins og Selma Barðdal Reynisdóttir, fræðslustjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar, tóku við verðlaununum við athöfn sem haldin var í Öldutúnsskóla í Hafnarfirði.
Lesa meira

Viðburðir í jóladagskrá

Lesa meira

Iðja-dagþjónusta auglýsir eftir þroskaþjálfa eða iðjuþjálfa

Um 90% starf er að ræða frá 1. janúar 2019. Starfsmaður hefur með höndum faglega yfirsýn á þjónustu við notendur iðju-dagþjónustu. Hann vinnur m.a. að gerð einstaklings- og þjálfunaráætlana með notendum í samráði við yfirmann. Hann veitir notendum aðstoð við athafnir daglegs lífs, umönnun, þjálfun og afþreyingu ásamt öðrum verkefnum. Unnið er eftir hugmyndafræði um þjónandi leiðsögn og valdeflingu.
Lesa meira

Skráning á Mannamót 2019 er hafin

Lesa meira