Fara í efni

Fréttir

Kvöldstund með höfundi - Benný Sif Ísleifsdóttir

08.10.2025
Rithöfundurinn, Benný Sif Ísleifsdóttir, kemur til okkar á bókasafnið og segir frá draumum og þrám sögupersóna sinna og les brot úr bókum sínum, sögulegum skáldsögum sem allar gerast úti á landi. Hún segir okkur frá ólíkindatólinu, skipstjórafrúnni Grímu, úr samnefndri bók, af komplexaða líffræðinemanum Valborgu úr sögunni Djúpið, af...

Götulokanir vegna framkvæmda á Sauðárkróki 8. og 9. október: Borgarteigur

08.10.2025
Vakin er athygli á því að Borgarteigur verður lokaður norðanmegin við innkeyrsluna í Flokku vegna framkvæmda við fráveitu. Götulokunin verður bæði í dag, miðvikudaginn 8. október og fimmtudaginn 9. október. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. 

Umhverfisviðurkenningar Skagafjarðar 2025

06.10.2025
Umhverfisviðurkenningar Skagafjarðar voru veittar þann 4. september sl. í Húsi Frítímans. Sveitarfélagið og Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar hafa í 21 ár unnið saman að því að velja og veita þessar viðurkenningar til bæði einstaklinga og fyrirtækja. Í ár voru átta verðlaun veitt í sex flokkum.  Einar E. Einarsson forseti sveitarstjórnar og...

Götulokun á Hólavegi 29. og 30. september

29.09.2025
Hólavegur verður lokaður að hluta í dag og á morgun vegna fráveituframkvæmda sem þvera götuna við hús nr. 9.

Ég er hér til að hjálpa - gæsla á Laufskálarétt

26.09.2025
Eitt stærsta sveitarball á landinu fer fram um helgina. Um er að ræða Laufskálaréttarballið sem haldið er í reiðhöllinni Svaðastöðum á laugardaginn nk.  Í ljósi mikillar aðsóknar síðustu ár og aldurstakmarksins á ballinu (16 ára) hefur verið tekin ákvörðun um að starfsmenn barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands og starfsmenn frístundar í...

Blóðbankabílinn á Sauðárkróki - 23. september kl. 11:00 - 17:00

22.09.2025
Vakin er athygli á því að Blóðbankabílinn verður á Sauðárkróki við Skagfirðingabúð þriðjudaginn 23. september frá kl. 11:00 - 17:00.

Tillaga á vinnslustigi: Flæðar á Sauðárkróki

19.09.2025
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 41. fundi sínum þann 17. september 2025 að auglýsa tillögu á vinnslustigi fyrir „Flæðar á Sauðárkróki“ í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010. Vinnslutillagan er sett fram á uppdrætti nr. VT-01 í verki nr. 56292110 dags. 12.09.2025 ásamt greinargerð með sömu dagsetningu unnin af Stoð ehf. verkfræðistofu í...

Sæmundargata - vinna við fráveitu

17.09.2025
Þrengingar verða á Sæmundargötu á Sauðárkróki í dag 17. september og á morgun þann 18. vegna vinnu við fráveitu.

Minnum á snyrtingu gróðurs við lóðamörk fyrir veturinn

16.09.2025
Sveitarfélagið Skagafjörður vill minna íbúa á að huga að snyrtingu gróðurs sem nær út fyrir lóðamörk, sérstaklega þar sem trjágreinar og runnar teygja sig út á gangstéttir og götur. Slíkur gróður getur hindrað örugga umferð gangandi vegfarenda og torveldað snjómokstur yfir vetrartímann, auk þess sem hætta er á skemmdum á vélbúnaði. Við hvetjum...