Fara í efni

Fréttir

Beitiland til leigu á Hofsósi

21.01.2026
Vakin er athygli á því að sveitarfélagið auglýsir til leigu beitarhólf fyrir búfénað í Efri-Flóa ofan Hofsós, alls 48 ha. Umsóknarfrestur er til 31. janúar 2026. Nánari upplýsingar gefur Kári Gunnarsson s. 659 3970. Umsóknir og fyrirspurnir sendist á netfangið kari@skagafjordur.is

Land til sölu á Hofsósi

21.01.2026
Vakin er athygli á því að til sölu er lóð nr. 4 á Hofsósi við veg að Naustum. Um er að ræða landnr. 219946 og stærð lóðarinnar er 4040 m2. Nánari mynd af lóðinni má nálgast hér. Óskað er eftir tilboðum í lóðina, en þó skal tekið fram að Skagafjörður áskilur sér rétt til að taka eða hafna öllum tilboðum. Umsóknarfrestur er til og með 31. janúar...

Vinnustofa um sjálfbæra þróun þjónustukjarna í ferðaþjónustu 8. febrúar nk.

21.01.2026
Markaðsstofa Norðurlands, í samstarfi við Félag ferðaþjónustunnar í Skagafirði og Sveitarfélagið Skagafjörð, boðar til vinnustofu um sjálfbæra þróun þjónustukjarna í ferðaþjónustu (sustainable hub development in tourism). Markmiðið er að fjölga gestum sem dvelja lengur á Norðurlandi – allt árið um kring. Vinnustofan verður haldinn í Miðgarði...

Rekstraraðili fyrir félagsheimilið Ljósheimar

20.01.2026
Skagafjörður auglýsir eftir umsóknum frá aðilum sem vilja taka að sér rekstu félagsheimilisins Ljósheimar F2139958 allt að 10 ára, með gagnkvæmum uppsagnarákvæðum. Félagsheimilið Ljósheimar er byggt árið 1985 og er 343,4 m². Í húsinu er rúmgóður salur, vel útbúið eldhús, góð salernisaðstaða og herbergi á efri hæð. Félagsheimilið er nýtt fyrir...

Fundarboð: Sveitastjórnarfundur, miðvikudaginn 21. janúar 2026

19.01.2026
45. fundur sveitarstjórnar verður haldinn að Sæmundargötu 7a, miðvikudaginn 21. janúar 2026 og hefst kl. 16:15 Dagskrá: 2512008F - Byggðarráð Skagafjarðar - 174 1.1 2412006 - Trúnaðarbók byggðarráðs1.2 2511038 - Fyrirspurn um afslátt af fasteignagjöldum1.3 2510313 - Viðauki 5 við fjárhagsáætlun 20251.4 2509271 - Almenningssamgöngur...

Fréttaannáll Skagafjarðar fyrir árið 2025

19.01.2026
Margt var í deiglunni í Skagafirði á árinu. Sveitarfélagið tók margvísleg skref áfram í framkvæmdum, þjónustu, menningu og samfélagslegri þátttöku, á sama tíma og daglegt líf hélt áfram á fjölmörgum starfsstöðvum, stofnunum og atvinnulífi héraðsins. Árið einkenndist m.a. af uppbyggingu innviða, virkri þátttöku íbúa í margvíslegum viðburðum,...

Höfundur bókarinnar Ósmann í heimsókn á Héraðsbókasafn Skagfirðinga

15.01.2026
Gaman er að segja frá því að Joachim B Schmidht, höfundur bókarinnar Ósmann, er væntanlegur í heimsókn á Héraðsbókasafn Skagfirðinga á Sauðárkróki fimmtudaginn 29. janúar kl. 17:30. Þar mun hann kynna bók sína Ósmann, sem fjallar um ferjumanninn og Skagfirðinginn Jón Ósmann. Bókin kom í lok síðasta árs og hefur notið mikilla vinsælda á...

Uppýsingar um snjómokstur

15.01.2026
Vetrarkonungurinn ákvað loks að kíkja við í Skagafirði í vikunni og því er vert að minna á fyrirkomulag vetrarþjónustu í dreifbýli og þéttbýli.  Líkt og áður mun þjónustumiðstöðin ásamt umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa taka við öllum óskum um vetrarþjónustu, sem verður óbreytt frá því sem verið...

Sundlaugin á Hofsósi lokuð í dag - staðan endurmetin á morgun

13.01.2026
Vakin er athygli á því að sundlaugin á Hofsósi lokaði í morgun, þriðjudaginn 13. janúar vegna kuldatíðar. Sökum veðurfars hefur sundlaugin kólnað töluvert og því nauðsynlegt að grípa til þessara ráðstafana. Vonast er til þess að hægt verði að opna laugina sem allra fyrst, en staðan verður endurmetin á morgun, miðvikudaginn 14. janúar og munu...