Fara í efni

Fréttir

Nýtt áhaldahús rís á Borgarteig

28.11.2025
Framkvæmdir við byggingu nýs áhaldahúss Skagafjarðar á Borgarteig 15 á Sauðárkróki eru í fullum gangi þessa dagana. Hjörvar Halldórsson, sviðstjóri veitu- og framkvæmdasviðs, tók fyrstu skóflustunguna 8. september sl. og var byrjað að steypa grunninn þann 15. september. Allri steypuvinnu var lokið 15. október og var þá hafist handa við að reisa...

Tendrun jólatrés 29. nóvember - viðburðir og opnunartímar verslana við Aðalgötu

27.11.2025
Komum saman næstkomandi laugardag á Kirkjutorgi og tendrum jólatréð. Söngur og gleði með Leikfélagi Sauðárkróks og jólasveinarnir kíkja til byggða. Hlökkum til að sjá ykkur í hátíðarskapi 29. nóvember, kl. 15.30. Viðburðir 29. nóvember:Tendrun jólatrésins - 15:30Jólahlaðborð Rótarýklúbbs Sauðárkróks - 12:00-14:00Jólamarkaður Kvenfélags...

Nýr leikskóli opnaður í Varmahlíð

26.11.2025
Í morgun tók til starfa nýr leikskóli við Birkimel 2 í Varmahlíð en framkvæmdir hófust í byrjun sumars 2024. Leikskólinn er 540 fermetrar að stærð með tengibyggingu og lóðin er um 5.800 fermetrar. Skólinn samanstendur af fjórum deildum sem heita: Könglaland, Kvistaland, Reyniland og Furuland. Aðalverktakar verkefnisins voru annars vegar...

Nýjar ungbarnarólur settar upp á tveimur leikvöllum á Sauðárkróki

26.11.2025
Að ósk bæjarbúa hefur sveitarfélagið sett upp tvær nýjar ungbarnarólur á Sauðárkróki. Rólunum var komið fyrir á leiksvæðum, annars vegar á milli Raftahlíðar og Víðihlíðar og hins vegar á milli Hvannahlíðar og Drekahlíðar. Það er von sveitarfélagsins að nýju rólurnar komi að góðum notum og gleðji yngstu kynslóðina. Sveitarfélagið þakkar íbúum...

Deiliskipulagstillaga á vinnslustigi: Skagfirðingabraut 26 á Sauðárkróki

26.11.2025
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 43. fundi sínum þann 19. nóvember 2025 að auglýsa deiliskipulagstillögu á vinnslustigi fyrir skólasvæði Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á lóð númer 26 við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki skv. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í vinnslutillögunni felst að skilgreina lóðamörk og byggingarreiti sem henta...

Tillaga að deiliskipulagi: Borgarflöt 35, Sauðárkróki

26.11.2025
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 43. fundi sínum þann 19. nóvember 2025 að auglýsa deiliskipulagstillögu fyrir Borgarflöt 35 á Sauðárkróki í samræmi við 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða tillögu að deiliskipulagi fyrir uppbyggingu Háskólans á Hólum við Borgarflöt 35. Meginmarkmið skipulagsins er að skapa grundvöll fyrir...

Skagafjörður hlýtur viðurkenningu sem mannauðshugsandi vinnustaður 2025

25.11.2025
Skagafjörður hefur hlotið viðurkenningu fyrir að vera mannauðshugsandi vinnustaður árið 2025. Viðurkenningin er veitt leiðandi íslenskum vinnustöðum sem uppfylla skilyrði HR Monitor. HR Monitor framkvæmir rauntíma mannauðsmælingar hjá fjölmörgum fyrirtækjum og stofnunum á Íslandi. Skilyrðin til að hljóta verðlaunin fela m.a. í sér að senda þarf...

Handverkssýning notenda dagdvalar aldraðra og sölubasar

21.11.2025
Laugardaginn 22. nóvember, nk. verður handverkssýning notenda dagdvalar aldraðra og sölubasar í aðstöðu dagdvalar aldraðra HSN á Sauðárkróki. Húsið verður opið frá kl. 14:00 til kl. 17:00. Hægt verður að gæða sér á vöfflur, heitt súkkulaði og kaffi fyrir 1.500 kr. - 10 ára og eldri. Verið öll hjartanlega velkomin. Nánari upplýsingar eru...

Fundarboð: Sveitastjórnarfundur, miðvikudaginn 19. nóvember 2025

17.11.2025
43. fundur sveitarstjórnar verður haldinn að Sæmundargötu 7a, miðvikudaginn 19. nóvember 2025 og hefst kl. 16:15 Dagskrá:Fundargerðir til staðfestingar1. 2510015F - Byggðarráð Skagafjarðar - 1661.1 2510144 - Þjónustustefna Skagafjarðar 20261.2 2510123 - Húsnæðisáætlun 20261.3 2510079 - Kvennafrídagurinn 50 ára 24. okt 20251.4 2510090 - Sala íbúða...