Fréttir

Heimilið að Skúlabraut 22, Blönduósi auglýsir starf matráðs

Í starfinu felst yfirumsjón með eldhúsi, sjá um matseld (heitan mat) og bakstur, skipuleggur matseðla allt að mánuð fram í tímann, framreiðsla á mat, frágangur og þrif. Annast innkaup á matvörum, áhöldum og tækjum í samráði við forstöðumann.
Lesa meira

Vefsíða aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands auglýsir eftir verkefnum

Aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands verður fagnað á næsta ári með fjölbreyttri dagskrá um land allt. Opnuð hefur verið vefsíða afmælisársins á slóðinni www.fullveldi1918.is. Vefsíðan verður upplýsingasíða þar sem m.a. verður hægt að fylgjast með dagskrá afmælisársins og skrá verkefni á dagskrá. Á síðunni verður hægt að finna fróðleik um árið 1918 og fullveldishugtakið sem og námsefni fyrir skóla.
Lesa meira

Breyting á opnunartíma Byggðasafnsins

Frá og með morgundeginum 21. september styttist opnunartími sýninga Byggðasafns Skagfirðinga í Glaumbæ og verður opið virka daga kl 10-16 til 30. október. Eftir þann tíma er opið eftir samkomulagi en regluleg opnun hefst aftur 1. apríl.
Lesa meira

Varmahlíðarskóli auglýsir tímabundið starf stuðningsfulltrúa

Stuðningsfulltrúi er kennara til aðstoðar við að sinna einum eða fleiri nemendum sem þurfa sérstaka aðstoð í skólanum. Starfið miðar fyrst og fremst að því að auka færni og sjálfstæði þessara nemenda, félagslega, námslega og í daglegum athöfnum. Verkefni og aðstæður geta verið krefjandi.
Lesa meira

Dagdvöl aldraðra auglýsir 2 tímabundin afleysingastörf

Um tvö 50-60% störf er að ræða, tímabilið 4. október til 30. nóvember 2017 með möguleika á framlengingu.
Lesa meira

Umhverfisviðurkenningar Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2017

Umhverfisviðurkenningar Skagafjarðar voru veittar í þrettánda sinn í gær í Húsi frítímans á Sauðárkróki. Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar hefur séð um framkvæmdina öll árin sem verðlaunin hafa verið veitt. Í ár voru veittar átta viðurkenningar.
Lesa meira

Góð heimsókn í Iðju-dagþjónustu

Iðja-dagþjónusta á Sauðárkróki fékk góða og skemmtilega heimsókn í síðustu viku frá góðum vinum á Skógarlundi á Akureyri en það er miðstöð virkni og hreyfingar. Að sjálfsögðu var grillið tekið út og grillaðar pyslur fyrir hópinn og boðið upp á skúffuköku með rjóma í eftirrétt.
Lesa meira

Leikskólinn Tröllaborg auglýsir laust starf

Í raun er um þrjú hlutastörf að ræða sem eru sameinuð til að ná fullu starfshlutfalli. Starfsmaður á leikskóla starfar með börnum í leik og starfi undir stjórn deildarstjóra og framfylgir faglegri stefnu leikskólans. Matráður starfar í matsal/eldhúsi við m.a. undirbúning og framreiðslu á mat, frágangi og þrifum. Starfsmaður í ræstingu starfar við þrif í leikskólanum.
Lesa meira

Skógardagur í Grunnskólanum austan Vatna

Árlega er haldinn Skógardagur í Grunnskólanum austan Vatna þar sem nærumhverfið á Hólum í Hjaltadal er nýtt til kennslu. Þann sama dag tóku nemendur einnig þátt í Norræna skólahlaupinu og enduðu daginn á að hlusta á danstónlist leikna af hljómsveitinni Milkywhale.
Lesa meira

Sundlaugin á Hofsósi auglýsir hlutastarf laust til umsóknar

Starfið felst m.a. í öryggisgæslu við sjónvarpsskjá og laug, auk eftirlits með öryggiskerfum, ásamt afgreiðslu og baðvörslu. Starfið felur í sér mikil samskipti við börn og fullorðna. Starfið hentar konum jafnt sem körlum.
Lesa meira