Fara í efni

Fréttir

Sundlaugar Skagafjarðar opna á morgun

11.02.2024
Fréttir
Sundlaugarnar á Sauðárkróki, Hofsósi og í Varmahlíð opna á ný í fyrramálið, mánudaginn 12. febrúar, samkvæmt opnunartíma, en eins og tilkynnt var á dögunum þurfti að loka laugunum vegna skorts á heitu vatni. Nú hefur hlýnað í veðri og staðan á heita vatninu orðin góð. Starfsemi verður eðlileg frá og með morgundeginum, þ.e. heitir pottar verða...

Íbúar spari heita vatnið og sundlaug Sauðárkróks lokuð

09.02.2024
Fréttir
Tilkynning frá Skagafjarðarveitum: Staðan á heita vatninu á Sauðárkróki er ekki góð sem stendur og eru íbúar þar sem og annars staðar í héraðinu beðnir að fara sparlega með heita vatnið. Búið er að minnka vatnsnotkun hjá stórnotendum, en það dugar ekki til og því er komið að heimilunum að spara þar sem það er hægt. Af sömu ástæðu hefur sundlaug...

Opnir spilaviðburðir á Héraðsbókasafninu í dag

08.02.2024
Fréttir
Í dag munu Hilmar Kári Hallbjörnsson frá borðspil.is og Guðbergur Haraldsson heimsækja bókasafnið á Sauðárkróki og kynna spil. Klukkan 17 verður kynning fyrir fjölskyldur og klukkan 20 fyrir fullorðna. Spilin verða uppstillt og Hilmar og Beggi kenna gestum reglurnar og leyfa þeim að prófa. Það er því nóg að mæta með góða skapið. Í framhaldi af...

Sundlaugar Skagafjarðar lokaðar, opið í heita potta og gufu

06.02.2024
Fréttir
Vegna skorts á heitu vatni hefur verið skrúfað fyrir hitann í sundlaugunum á Sauðárkróki, Hofsósi og í Varmahlíð og verða þær því lokaðar tímabundið. Áfram er opið í heitu pottana í öllum laugunum, gufubað og eimbað á Sauðárkróki og í barnalaug og gufubað í Varmahlíð.

Dagur leikskólans

06.02.2024
Fréttir
Dagur leikskólans verður haldinn hátíðlegur hjá leikskólum landsins í dag, þriðjudaginn 6. febrúar og eru leikskólar Skagafjarðar þar engin undantekning. Á Sauðárkróki stóð til að börnin á eldra stigi leikskólans Ársala syngi lög fyrir gesti og gangandi í Skagfirðingabúð kl 10:15 en mögulega verður því frestað vegna veðurs (tilkynning um það...

Sundlaug Sauðárkróks tímabundið lokuð en opið í heitu pottana, gufu og eimbað

05.02.2024
Fréttir
Kuldatíðin heldur áfram en vegna skorts á heitu vatni hefur verið skrúfað fyrir hitann í sundlaugina á Sauðárkróki. Sundlaugin er því lokuð tímabundið en heitu pottarnir, gufubaðið og eimbaðið verða áfram opin samkvæmt opnunartíma. 

Dagur kvenfélagskonunnar er í dag

01.02.2024
Fréttir
Í dag, 1. febrúar, er Dagur kvenfélagskonunnar og jafnframt stofndagur Kvenfélagasambands Íslands. Sveitarfélagið Skagafjörður sendir bestu kveðjur til allra meðlima kvenfélaga Skagafjarðar í tilefni dagsins með þökk fyrir ómetanleg og óeigingjörn störf í gegnum árin. Kvenfélagasamband Íslands (KÍ) var stofnað 1. febrúar 1930 og eru því liðin 94...

Auglýsing um skipulagsmál - Sólheimar 2

31.01.2024
Fréttir
Tillaga að deiliskipulagi – Sólheimar 2, í Blönduhlíð Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 22. fundi sínum þann 17. janúar 2024 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Sólheima 2 í Blönduhlíð í Skagafirði skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan er sett fram á uppdrætti með greinargerð dags. 4. janúar 2024 og er unnin af...

Álagningu fasteignagjalda 2024 lokið

30.01.2024
Fréttir
Allir greiðendur fasteignagjalda til sveitarfélagsins, einstaklingar og lögaðilar, geta nú nálgast álagningarseðla í Íbúagátt á heimasíðu sveitarfélagsins. Einnig er hægt að sækja álagningarseðla á vefsíðu island.is undir flipanum "Mínar síður". Álagningarseðlar eru sendir á pappírsformi til þeirra greiðenda sem þess óskuðu. Greiðslukröfur vegna...