Fara í efni

Tilkynning vegna frágangs á rúlluplasti

13.01.2026

Skagafjörður og Íslenska gámafélagið vilja koma því á framfæri til bænda og búaliðs að vanda frágang og meðferð á heyrúlluplasti. Nauðsynlegt er að binda heyrúlluplastið saman og hafa það í böggum eða sekkjum.

Hægt er að nálgast bæklinga um meðhöndlun heyrúlluplasts hjá Íslenska gámafélaginu og/eða hafa samband til að fá ráðgjöf við frágang, sé þess óskað, á netfangið igf@igf.is eða í síma 577-5757.

Hreinleiki á rúlluplasti hefur dalað síðustu misseri en minnt er á að heyrúlluplast þarf að vera hreint og laust við net, bönd og annað plast.

Skagafjörður og Íslenska gámafélagið þakka fyrir skilninginn og samstarfið í þessu verkefni.