Fréttir

Skagafjörður keppir í Útsvari í kvöld

Lið Skagafjarðar mætir liði Vestmannaeyja í Útsvari á RÚV í kvöld. Umsjónarmenn þáttarins eru Guðrún Dís Emilsdóttir og Sólmundur Hólm. Þátturinn er sýndur í beinni útsendingu og hefst kl. 20:05. Fulltrúar Skagafjarðar eru Björg Baldursdóttir, Heiðdís Lilja Magnúsdóttir og Ingólfur Valsson.
Lesa meira

Atvinnupúlsinn - 3. þáttur

Sjónvarpsstöðin N4 vinnur að gerð 8 þátta um atvinnulífið í Skagafirði. Í þáttunum eru fjölmargir vinnustaðir heimsóttir og fjallað er um atvinnulífið út frá hinum ýmsum sjónarhornum. Þriðji þáttur var sýndur á N4 í gærkvöldi. Slóð á þáttinn má finna í fréttinni.
Lesa meira

Forstöðuþroskaþjálfi óskast til starfa á Sauðárkróki

Um 100% starf er að ræða frá 1. janúar 2018 eða fyrr eftir samkomulagi. Um framtíðarstarf er að ræða.
Lesa meira

Ráðgjafarþroskaþjálfi óskast til starfa á Sauðárkróki

Um 50% starf er að ræða frá 1. janúar 2018. Ráðgjafarþroskaþjálfi sinnir ráðgjöf og þjónustu við fatlað fólk og aðstandendur.
Lesa meira

Tímabundið hlutastarf í liðveislu er laust til umsóknar

Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur vegna tímabundins 75% starfs í liðveislu tímabilið 13. nóvember 2017 til 13. febrúar 2018, möguleiki er á áframhaldandi ráðningu.
Lesa meira

Skagafjarðarveitur taka í notkun MÍNAR SÍÐUR fyrir viðskiptavini

Breytingar eru framundan hjá Skagafjarðarveitum þar sem hitaveitureikningar verða ekki lengur sendir til viðskiptavina á pappírsformi og í rafrænni birtingu í heimabanka. Framvegis verða reikningarnir birtir á MÍNAR SÍÐUR sem má nálgast á heimasíðu Skagafjarðarveitna skv.is og í íbúagátt sveitarfélagsins skagafjordur.is ásamt því að krafa stofnast í heimabanka viðkomandi viðskiptamanns.
Lesa meira

Erindi sveitarstjóra á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga

Nýlega var hin árlega fjármálaráðstefna sveitarfélaganna haldin á Hilton Reykjavík Nordica og þar hélt Ásta B Pálmadóttir sveitarstjóri fróðlegt erindi um sameiningu sveitarfélaga.
Lesa meira

Auglýsing um skipan í kjördeildir í Sveitarfélaginu Skagafirði

Auglýsing um skipan í kjördeildir í Sveitarfélaginu Skagafirði
Lesa meira

Félagsráðgjafi óskast til starfa

Félagsráðgjafi annast almenna félagslega ráðgjöf, ráðgjöf við foreldra og börn, barnavernd, fjárhagsaðstoð, húsnæðismál og önnur verkefni félagsþjónustu.
Lesa meira

Vinadagurinn í Skagafirði

Vinadagurinn var haldinn hátíðlegur hjá skólum Skagafjarðar í dag í sjötta skipti og var vel heppnaður. Öll grunnskólabörn í firðinum komu saman ásamt skólahópum leikskólanna og nemendum FNV.
Lesa meira