Fara í efni

Fréttir

Sundlaugin á Sauðárkróki lokuð fram eftir vikunni

19.08.2025
Vakin er athygli á því að sundlaugin á Sauðárkróki verður lokuð fram eftir vikunni vegna framkvæmda. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.    

Fjölbreytt dagskrá á Hólahátíðinni helgina 16. - 17. ágúst

13.08.2025
Það verður sannkölluð stemning á Hólum um helgina þegar Hólahátíð fer fram með fjölbreyttri dagskrá fyrir unga sem aldna. Laugardagurinn 16. ágúst hefst kl. 14.00 með barnadagskrá á vegum skátafélagsins Eilífsbúa. Kl. 16.00 tekur við notaleg söngstund í Hóladómkirkju í umsjá Gunnars Rögnvaldssonar. Síðan geta gestir skellt sér í grill við...

Tilkynning frá Rarik: Rafmagnslaust í Fljótum í dag, 13. ágúst.

13.08.2025
Rafmagnslaust verður í Fljótum þann 13.8.2025 frá kl 13:00 til kl 15:00 vegna vinnu við dreifikerfið. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 5289000. Kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof

Tilkynning: Fráveituframkvæmdir við Ártún 17 næstu daga.

12.08.2025
Vakin er athygli á fráveituframkvæmdum við Ártún 17 á Sauðarkróki í dag og næstu daga. Vegna þess má búast við truflun á umferð við íbúðarhúsnæðið á meðan á framkvæmdum stendur. Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát og fylgja merkingum á svæðinu. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Útboðsauglýsing: Sauðárkrókur - Útgarður, brimvörn 2025

12.08.2025
Hafnarsjóður Skagafjarðar óskar eftir tilboðum í verkið “ Sauðárkrókur – Útgarður, brimvörn 2025”.

Minningarbekkur tileinkaður Gísla Þór Ólafssyni í Sauðárhlíð

12.08.2025
Sveitarfélagið hefur á undanförnum misserum komið upp fjölmörgum bekkjum víðsvegar í Sauðárhlíð og í Litla Skógi. Einn slíkur bekkur er frábrugðin öðrum, en hann er skreyttur ljóði og lagi eftir Gísla Þór Ólafsson (1979–2025), sem starfaði undir skáldanafninu Gillon. Gísli var fjölhæfur listamaður — tónlistarmaður, ljóðskáld, leikari, rithöfundur...

Hestastóð á ferð um Hofsós vegna kvikmyndatöku – mánudaginn 11. ágúst

08.08.2025
Vegna kvikmyndatöku fyrir sjónvarpsþættina Bless bless Blesi mun hestastóð, alls um sjö hestar hlaupa víðsvegar um tiltekin svæði á Hofsósi mánudaginn 11. ágúst. Hestafólk mun fylgja stóðinu. Hugsanlegir staðir sem farið verður um eru meðal annars: Hvosin (grænt hús á hæðinni) Brúin við bryggjuna Vegurinn hjá...

Réttardagar í Skagafirði

08.08.2025
Hér að neðan er að finna yfirlit yfir helstu réttardaga haustsins í Skagafirði Dagsetningar eru birtar með fyrirvara um mögulegar breytingar. Skarðsárrétt - 5. september. Stafnsrétt - 6. september. Sauðárkróksrétt - 6. september. Selnesrétt - 6. september og síðari göngur þann 13. september. Laufskálarétt - 7. september (fjárrétt) og 27....

Móttökustöðvar Flokku lokaðar dagana 2.-4. ágúst - Verslunarmannahelgi

30.07.2025
Vakin er athygli á því að móttökustöðvar Flokku verða lokaðar dagana 2.–4. ágúst. Opnar aftur samkvæmt hefðbundnum opnunartímum frá þriðjudeginum 5. ágúst. Hefðbundnir opnunartímar: Flokka – Sauðárkróki Mánud.–Föst.: 10:00–18:00 Sunnud.: 12:00–15:00 Farga – Varmahlíð Þriðjud.: 13:00–18:00 Fimmtud.: 13:00–18:00 Laugard.:...