Fréttir

Sveitarstjórnarfundur

Næsti fundur sveitarstjórnar Sveitarfélagins Skagafjarðar verður haldinn miðvikudaginn 12. desember
Lesa meira

Allt til alls í Varmahlíð

Sjónvarpsstöðin N4 sýndi á dögunum skemmtilega frétt frá Varmahlíð. Þar má sjá hversu glæsilega aðstöðu þar er upp á að bjóða. Hér má nálgast umfjöllunina á sjónvarpsstöðinni N4.
Lesa meira

Ný hitaveituhola í landi Hverhóla

Síðastliðna helgi var byrjað að bora nýja hitaveituholu í landi Hverhóla í Lýtingsstaðahreppi hinum forna en tilgangur holunnar er að auka rekstraröryggi hitaveitunnar. Holan er 118m djúp og benda fyrstu mælingar til þess að vatnsmagn í holunni sé töluvert meira en í þeirri sem nýtt er í dag segir á vef Skagafjarðarveitna.
Lesa meira

Íbúafundur á Hofsósi í dag

Íbúafundurinn sem frestað var í síðustu viku verður í dag miðvikudaginn 5. desember kl 17 í Höfðaborg á Hofsósi. Umræðuefnið er fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2019 og hugmyndir íbúa um áhersluatriði þeirra í þjónustu, framkvæmdum og ábyrgri fjármálastefnu.
Lesa meira

Saman gegn ofbeldi

Átaksverkefni félagsþjónustu Austur Húnavatnssýslu, Húnaþings vestra, Skagafjarðar og Lögreglunnar á Norðurlandi vestra var ýtt úr vör 4. desember 2018. Markmið samstarfsins er að auka þekkingarmiðlun og bæta verklag til að taka á heimilisofbeldismálum, veita þolendum og gerendum betri þjónustu og vernda börn sem búa við heimilisofbeldi.
Lesa meira

Opið hús í Iðju 3. desember

Í tilefni af Alþjóðadegi fatlaðs fólks verður opið hús í Iðju við Sæmundarhlíð mánudaginn 3. desember kl 10-15.
Lesa meira

Ljósin tendruð á jólatrénu á Kirkjutorgi

Á morgun laugardaginn 1. des verður kveikt á jólaljósunum á Kirkjutorgi á Sauðárkróki, friðarganga Árskóla fer að krossinum á Nöfunum og tendrar ljós og margt fleira verður um að vera um allt héraðið.
Lesa meira

Íbúafundi á Hofsósi frestað til 5. desember

Íbúafundi sem vera átti í Höfðaborg kl. 17 í dag er frestað vegna veðurs til miðvikudagsins 5. desember kl. 17. Fundartími íbúafundar á Sauðárkróki kl. 20 í kvöld er óbreyttur.
Lesa meira

Fræðsla um eldvarnir skilar árangri

Eldvarnaátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna fer fram um allt land um þessar mundir eins og mörg undanfarin ár. Slökkviliðsmenn heimsækja þá börnin í 3. bekk grunnskólanna og fræða þau um eldvarnir. Börnin fá með sér heim handbók Eldvarnabandalagsins um eldvarnir heimilisins og söguna af Brennu-Vargi og Loga og Glóð. Þeim gefst jafnframt kostur á að taka þátt í Eldvarnagetrauninni en heppnir þátttakendur í henni fá jafnan afhent vegleg verðlaun á 112-deginum, 11. febrúar.
Lesa meira

Laus störf

Laus eru til umsóknar mörg fjölbreytt störf hjá sveitarfélaginu, umsjónarmaður á verkstæði, bókari, hafnarstjóri, yfirhafnarvörður, starfsmaður í Fellstún og leikskólann Tröllaborg.
Lesa meira