Fréttir

Umhverfisviðurkenningar afhentar

Afhending umhverfisviðurkenninga Sveitarfélagsins Skagafjarðar fór fram í fjórtánda sinn í gær, en það er Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar sem hefur umsjón með útnefningu þessara viðurkenninga fyrir Sveitarfélagið. Í ár voru veittar viðurkenningar í 5 flokkum, en þá hafa verið veittar 87 viðurkenningar á 14 árum.
Lesa meira

Afhending umhverfisviðurkenninga

Afhending umhverfisviðurkenninga Sveitarfélagsins Skagafjarðar í samstarfi við Soroptimistaklúbb Skagafjarðar fer fram í dag, fimmtudaginn 13. september í Húsi Frítímans kl. 17:00.
Lesa meira

Íbúafundur á Hofsósi um verndarsvæði í byggð

Boðað er til opins íbúafundar í Höfðaborg mánudaginn 17. september kl. 17:00.
Lesa meira

Laus störf hjá sveitarfélaginu

Auglýst eru til umsóknar nokkur laus störf hjá Sveitarfélaginu Skagafirði á ýmsum sviðum. Verkefnastjórar, liðveisla, bókavörður, starfsmaður á heimili fyrir fatlað fólk og starfsmaður í sundlaugina á Hofsósi.
Lesa meira

Formleg lyklaskipti í Ráðhúsinu á Sauðárkróki

Formleg lyklaskipti fóru fram í Ráðhúsinu á Sauðárkróki í gær þegar Ásta Pálmadóttir, fráfarandi sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar, afhenti nýjum sveitarstjóra, Sigfúsi Inga Sigfússyni lyklana.
Lesa meira

Héraðsbókasafn Skagfirðinga óskar eftir starfsmanni

Um 100% starf er að ræða og óskað er eftir að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst.
Lesa meira

Sundlaugin á Hofsósi

Áhugi er fyrir því að hafa sumaropnunartíma í gildi í sundlauginni á Hofsósi út september 2018 en til þess að það geti orðið að veruleika vantar okkur að bæta við okkur góðu starfsfólki tímabundið út september.
Lesa meira

Sundlaugin í Varmahlíð lokar tímabundið

Frá og með mánudeginum 3. september verður sundlaugin í Varmahlíð lokuð tímabundið. Nú er komið að vinnu við lokafrágang rennibrautar og sundlaugar. Opnun laugarinnar verður auglýst síðar.
Lesa meira

Borun könnunarholu á Nöfunum

Á næstu dögum mun Ræktunarsamband Flóa og Skeiða hefja borun á könnunarholu fyrir kalt vatn á Nafabrúnum ofan við Lindargötu á Sauðárkróki. Holan er staðsett á landi í eigu sveitarfélagsins og er staðsetning holunnar ákveðin í samráði við sérfræðinga hjá ÍSOR, Íslenskum orkurannsóknum.
Lesa meira

Starfsmaður óskast á Blönduósi

Heimilið við Skúlabraut á Blönduósi leitar að starfsmanni. Um framtíðarstarf er að ræða frá 1. október nk.
Lesa meira