Rökkurganga í Glaumbæ 30. nóvember
28.11.2025
Sunnudaginn 30 . nóvember býður Byggðasafn Skagfirðinga til sinnar árlegu rökkugöngu í Glaumbæ.
Félagar úr Kvæðamannafélaginu Gefjunni og þjóðháttafélaginu Handraðanum taka þátt í að skapa jólastemningu í bænum. Farið verður með kveðskap og hægt verður að sjá kertagerð, laufabrauðsgerð og tálgun og hver veit nema einhverjir jólasveinar kíki í bæinn.
Kaffistofan í Áshúsi verður opin og hægt verður að versla kræsingar frá Elínborgu í Breiðargerði, Amber hjá Ísponica og Völu í Korg. Það verður því sannur hátíðarbragur yfir svæðinu!
Ókeypis verður á safnið á meðan á viðburðinum stendur kl. 15-17.
Skagafjörður hvetur öll til þess að mæta með góða skapið og vasaljós og að njóta aðventunnar.