Tillaga að deiliskipulagi: Borgarflöt 35, Sauðárkróki
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 43. fundi sínum þann 19. nóvember 2025 að auglýsa deiliskipulagstillögu fyrir Borgarflöt 35 á Sauðárkróki í samræmi við 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Um er að ræða tillögu að deiliskipulagi fyrir uppbyggingu Háskólans á Hólum við Borgarflöt 35. Meginmarkmið skipulagsins er að skapa grundvöll fyrir Háskólann á Hólum til að halda áfram að vaxa og dafna sem eftirsóttur háskóli. Áhersla er á að uppbyggingin verði farsæl fyrir samfélagið meðal annars með því að setja skilmála um að skapa fallega umgjörð um starfsemi skólans með góðri hönnun sem skili sér í útliti, notagildi og gæðum.
Opið er fyrir athugasemdir á tillögunni frá 26. nóvember 2025, til og með 9. janúar 2026. Hægt er að skoða deiliskipulagstillöguna í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar á www.skipulagsgatt.is undir málsnúmeri 992/2025. Deiliskipulagstillagan mun jafnframt liggja frammi til kynningar í Ráðhúsinu, Skagfirðingabraut 17-21, Sauðárkróki á skrifstofutíma. Einnig er hægt að nálgast gögnin á heimasíðu Skagafjarðar www.skagafjordur.is
Hverjum þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að senda inn rafrænar ábendingar og athugasemdir sem snúa að málefnum deiliskipulagsins í gegnum vef skipulagsgáttar www.skipulagsgatt.is (mál nr. 992/2025). Einnig er hægt að skila inn skriflegum umsögnum til skipulagsfulltrúa í afgreiðslu Ráðhússins, Skagfirðingabraut 17-21, 550 Sauðárkróki eða á netfangið skipulagsfulltrui@skagafjordur.is.
Skipulagsfulltrúi Skagafjarðar