Fara í efni

Deiliskipulagstillaga á vinnslustigi: Skagfirðingabraut 26 á Sauðárkróki

26.11.2025

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 43. fundi sínum þann 19. nóvember 2025 að auglýsa deiliskipulagstillögu á vinnslustigi fyrir skólasvæði Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á lóð númer 26 við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki skv. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Í vinnslutillögunni felst að skilgreina lóðamörk og byggingarreiti sem henta uppbyggingaráformum FNV. Ásamt því setja skipulags- og byggingarskilmála í samræmi við stefnu sveitarfélagsins og áform lóðarhafa. Meginmarkmið skipulagsins er að skapa grundvöll fyrir FNV til að halda áfram að vaxa og dafna sem eftirsóttur framhaldsskóli.

Áréttað er að hér er um tillögu á vinnslustigi að ræða sem er í kynningu frá 26. nóvember 2025 með athugasemdafresti til og með 17. desember 2025. Hægt er að skoða vinnslutillöguna í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar á www.skipulagsgatt.is undir málsnúmeri 1413/2025. Vinnslutillagan mun jafnframt liggja frammi til kynningar í Ráðhúsinu, Skagfirðingabraut 17-21, Sauðárkróki á skrifstofutíma. Einnig er hægt að nálgast gögnin á heimasíðu Skagafjarðar www.skagafjordur.is.

Hverjum þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að senda inn rafrænar ábendingar og athugasemdir sem snúa að málefnum deiliskipulagsins og komandi skipulagsvinnu í gegnum vef skipulagsgáttar www.skipulagsgatt.is mál nr. 1413/2025. Einnig er hægt að skila inn skriflegum umsögnum til skipulagsfulltrúa í afgreiðslu Ráðhússins, Skagfirðingabraut 17-21, 550 Sauðárkróki eða á netfangið skipulagsfulltrui@skagafjordur.is.

Deiliskipulagstillaga verður formlega auglýst síðar og gefst þá aftur tækifæri til rýni og koma athugasemdum/ábendingum á framfæri.

Skipulagsfulltrúi Skagafjarðar