Fara í efni

Fréttir

Verðfyrirspurn: Grunnskólinn austan Vatna á Hofsósi – Vesturhlið, gluggar og klæðning

05.03.2025
Skagafjörður óskar eftir tilboðum í verkið Grunnskólinn austan Vatna á Hofsósi – Vesturhlið, gluggar og klæðning 2025.   Um er að ræða gluggaskipti og klæðningu á vesturhlið nýrri hluta við grunnskólann á Hofsósi. Þar með talið, efniskaup, rif/förgun, undirkerfi, einangrun veggja og sökkla, frágangur, o.fl.   Opnunardagur tilboða er...

Tillaga að deiliskipulagi: Borgarteigur 15

05.03.2025
Auglýsing um skipulagsmál - Skagafjörður   Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 35. fundi sínum þann 12. febrúar 2025 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Borgarteig 15 á Sauðárkróki í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Borgarteig 15, greinargerð og skipulagsuppdráttur nr....

Deiliskipulagsbreyting : Mjólkursamlagsreitur Sauðárkróki

05.03.2025
Auglýsing um skipulagsmál - Skagafjörður   Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 35. fundi sínum þann 12. febrúar 2025 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir mjólkursamlagsreit á Sauðárkróki í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi dagsett 10.10.2024 með...

Trausti Hólmar Gunnarsson ráðinn í starf iðnaðarmanns

04.03.2025
Trausti Hólmar Gunnarsson hefur verið ráðinn í starf iðnarmanns í þjónustumiðstöð veitu- og framkvæmdasviðs hjá sveitarfélaginu Skagafirði.   Hólmar er með meistararéttindi í rafvirkjun og hefur lokið fyrsta stigi vélstjórnar. Því til viðbótar er hann með 30 tonna skipstjórnarréttindi, aukin ökuréttindi, eiturefnaleyfi og er meindýraeyðir....

Tilkynning um um breytingar á aðalskipulagi

03.03.2025
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti þann 18. desember 2024 eina aðalskipulagsbreytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Tillagan að aðalskipulagsbreytingunni var auglýst 29.09.2024-08.11.2024. Aðalskipulagsbreyting – Athafnar- og iðnaðarsvæði - Hofsós – Sorpmóttaka og gámasvæði – AT601 og I-601 Þá samþykkti...

Skagafjörður auglýsir til leigu fasteignina Sólgarðar í Fljótum

03.03.2025
Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir til leigu fasteignina Sólgarðar F2143859 í Fljótum í Skagafirði. Byggingin er 512 m2 og var áður notuð sem skólabygging. Fasteignin hentar vel fyrir ýmsa starfsemi. Eignin leigist öll í heild sinni.   Leigutími er frá 1. apríl til 31. desember 2025, með möguleika á áframhaldandi leigu.   Óskað er...

Brjóstaskimun á Sauðárkróki 10.-14. mars

25.02.2025
Brjóstamiðstöð Landspítalans er með brjóstaskimun í samstarfi við Heilsugæsluna á Sauðárkróki dagana 10. – 14. mars nk.  Með brjóstaskimun er hægt að greina brjóstakrabbamein á byrjunarstigi og draga þannig verulega úr dánartíðni vegna sjúkdómsins.Áhersla er lögð á að konur nýti sér þjónustuna sem er að jafnaði í boði á hverjum stað árlega...

Góð heimsókn Kvenfélags Lýtingsstaðahrepps á dagdvöl og dvalarheimilið

20.02.2025
Kvenfélag Lýtingsstaðahrepps kom í heimsókn í dagdvöl aldraðra og á dvalarheimilið á Sauðárkróki á dögunum. Þær buðu notendum og íbúum uppá dýrindis kaffihlaðborð ásamt söng og harmonikkuleik frá feðgunum á Hóli í Lýtingsstaðahrepp, Ásgeiri og Guðmundi. Forstöðumaður dagdvalar, Stefanía Sif, nýtti tækifærið og þakkaði þeim fyrir veglega...

Rotþróarlosun 2025

19.02.2025
Skagafjörður mun standa fyrir losun rotþróa á eftirfarandi svæðum í sumar: Hegranes og Blönduhlíð að Fljótum. Eigendur rotþróa eru vinsamlegast beðnir um að tryggja aðgengi losunarbíls að rotþróm og að þær séu auðfinnanlegar og opnanlegar. Ef eigendur hafa athugasemdir fram að færa og/eða vilja afþakka þjónustuna, vinsamlega komið þeim á...