Fara í efni

Fréttir

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna ársins 2024

26.09.2023
Fréttir
Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna ársins 2024. Tilgangur Uppbyggingarsjóðs er að styrkja annars vegar menningar- og hinsvegar atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni á Norðurlandi vestra. Sjóðurinn er samkeppnissjóður og eru umsóknir metnar út frá þeim markmiðum og áherslum sem koma fram í...

Upplýsingar um Laufskálarétt

26.09.2023
Fréttir
Laufskálarétt í Hjaltadal verður haldin laugardaginn 30. september nk. og hefst kl 13:00. Öllum er heimilt að taka þátt í stóðrekstrinum en knöpum er bent á að leggja af stað frá áningarhólfi hestamanna við Sleitustaði og frá Laufskálarétt ekki seinna en kl 10:00. Rekstrarstörf hefjast ca. kl 11:30 frá afréttarhliðinu við Unastaði í...

Haustfundur starfsmanna í þjónustu við fatlað fólk á Nl. vestra

26.09.2023
Fréttir
Ráðgjafar, deildarstjórar og forstöðumenn starfsstöðva í þjónustu við fatlað fólk á Nl. vestra og stuðnings – og stoðþjónustu í Skagafirði, ásamt félagsmálastjóra, héldu haustfund í Skagafirði nú í september. Það að koma saman er mikilvægur vettvangur til að ræða saman, koma sínum hugmyndum og skoðunum á framfæri og njóta samveru.

Auglýsing um skipulagsmál - Freyjugarður og Kirkjureitur

20.09.2023
Fréttir
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 17. fundi sínum þann 13. september 2023 að auglýsa til kynningar vinnslutillögu fyrir deiliskipulag Freyjugarðs á Sauðárkróki í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að auglýsa skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag Kirkjureitsins á Sauðárkróki skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr....

Yfirlýsing vegna umræðu um kynfræðslu og hinseginfræðslu

15.09.2023
Fréttir
Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarið varðandi hinsegin- og kynfræðslu í grunnskólum. Borið hefur á því að villandi og oft röngum upplýsingum sé dreift um samfélagsmiðla, námsefni tekið úr samhengi og því stillt upp á vafasaman hátt. Því er fullt tilefni til að koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri. Íslensk stjórnvöld eru skuldbundin...

Skólasókn í öðru skólahverfi innan Skagafjarðar og skólaakstur

14.09.2023
Fréttir
Sveitarfélög landsins bera ábyrgð á skipulagi skólaaksturs samkvæmt gildandi lögum um grunnskóla. Í Skagafirði eins og í öðrum sveitarfélögum er skipulag skólaaksturs í samræmi við skólahverfi og sækja börn alla jafna skóla innan sinna skólahverfa, sbr. skilgreiningu skólahverfa á meðfylgjandi mynd. Heimilt er að veita undanþágu frá skólasókn...

Yngvi Jósef Yngvason ráðinn í starf varaslökkviliðsstjóra

13.09.2023
Fréttir
Yngvi Jósef Yngvason hefur verið ráðinn í starf varaslökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Skagafjarðar og mun hann hefja störf í desember. Yngvi tekur við stöðunni af Sigurði Bjarna Rafnssyni sem mun láta af störfum í október. Yngvi hefur starfað sem hlutastarfandi slökkviliðsmaður í tæplega 20 ár hjá Brunavörnum Skagafjarðar og er með löggildingu...

Minnisplatti um Vesturfarana afhjúpaður á Sauðárkróki

12.09.2023
Fréttir
Föstudaginn 8. september sl. fengum við góða heimsókn í Skagafjörð frá samtökunum Icelandic Roots þar sem meðlimir samtakanna afhentu minnisplatta um forfeður sína sem fóru vestur um höf frá Sauðárkróki í kringum aldamótin 1900. Þessa dagana ferðast sjálfboðaliðar Icelandic Roots frá Norður Ameríku um Ísland til að fagna 10 ára afmæli samtakanna....

Sveitarstjórnarfundur miðvikudaginn 13. september 2023

11.09.2023
Fréttir
Næsti fundur sveitarstjórnar Skagafjarðar verður haldinn miðvikudaginn 13. september 2023 að Sæmundargötu 7a og hefst hann kl. 16:15