Fara í efni

Rekstraraðili fyrir félagsheimilið Bifröst

17.10.2025

Skagafjörður auglýsir eftir umsóknum frá aðilum sem vilja taka að sér rekstur félagsheimilisins Bifrastar á Sauðárkróki til allt að tveggja ára með gagnkvæmum uppsagnarákvæðum. Möguleiki er á árs framlengingu.

Félagsheimilið Bifröst er byggt árið 1925 og er 624,9 m². Húsið er innréttað með föstum sætum til kvikmyndasýninga, leiksýninga og tónleikahalds og tekur um 100 manns í sæti. Í húsinu er m.a. svið og búningsaðstaða, kvikmyndatjald og sjoppa.

Rekstraraðila er ætlað að sjá um daglega starfsemi í húsinu, útleigu, ræstingar og minniháttar viðhald. Afhending húsnæðis er eftir samkomulagi.

Rekstraraðila ber að standa straum af greiðslu rafmagns, hita og annars kostnað sem til fellur vegna starfsemi rekstraraðila í húsinu.

Með umsókn skal fylgja með upplýsingar um fyrirhugaða starfsemi, bakgrunn og reynslu umsækjanda.

Umsóknarfrestur er til og með 24. nóvember 2025 og skal umsókn skila rafrænt á netfangið skagafjordur@skagafjordur.is eða í Ráðhúsi á Sauðárkróki, Skagfirðingabraut 21, 550 Sauðárkróki.