Fara í efni

Fréttir

Umgengni við jarðvegstipp á Sauðárkróki

27.07.2023
Fréttir
Af gefnu tilefni minnum við á að jarðvegstippurinn sunnan við leikskólann Ársali á Sauðárkróki er einungis ætlaður til að losa sig við jarðveg, garðaúrgang og smærri greinar. Steypuúrgangur og stórar greinar eiga að fara í gryfjurnar við Gránumóa og annað sorp í Flokku. Ef komið er með garðaúrganginn í plastpokum á að losa úr pokunum og taka þá með sér aftur.

Félagsleikar Fljótamanna haldnir um helgina

14.07.2023
Fréttir
Félagsleikar Fljótamanna verða haldnir í Fljótum um helgina í þriðja sinn. Félagsleikarnir eru samveruhátíð íbúa og hollvina Fljóta, sannkölluð hæglætishátíð. Hátíðin fer fram í félagsheimilinu Ketilási og víðar í Fljótum og hefst í kvöld á íslandsmóti í félagsvist á Ketilási.  Dagskrá Félagsleikanna er eftirfarandi: Föstudagur 14....

Lagfæringar á veginum í Austurdal

13.07.2023
Fréttir
Nú standa yfir lagfæringar á veginum í Austurdal, frá Stekkjarflötum að Merkigilinu. Vegurinn skemmdist illa í vatnavöxtum sl. sumar og mátti heita ófær fólksbílum. Skipta þurfti um tvö vegræsi, auk þess sem runnið hafði úr veginum og hann grafist af vatni. Hreinsa þarf frá nokkrum ræsum á vegkaflanum, einkum í Mosgili og Bæjargili. Víðimelsbræður...

Rafmagnslaust víða frá hesthúsahverfi við Hofsós að Fljótum 13. júlí

12.07.2023
Fréttir
Tilkynning frá RARIK: Vegna viðhalds á dreifikerfi RARIK verður rafmagnslaust frá Gilslaug að Sólgörðum og út að Molastöðum í Fljótum fimmtudaginn 13. júlí frá kl 13:00-16:00. Einnig verður rafmagnslaust frá hesthúsahverfi við Hofsós, á Höfðaströnd, í Sléttuhlíð og Fljótum frá kl 16:00-16:15. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok...

Fyrsta skemmtiferðaskipakoman á Sauðárkrók í sumar

06.07.2023
Fréttir
Fyrsta skemmtiferðaskipakoma sumarsins á Sauðárkrók er í dag með komu skemmtiferðaskipsins Azamara Journey. Azamara Journey er 181 m á lengd og rúmar tæplega 700 farþega. Ýmis afþreying er í boði í Skagafirði fyrir farþega skipsins, margar flottar skipulagðar ferðir á vegum ferðaþjónustunnar m.a. í Drangey, á hestbak, hringferðir um Skagafjörð...

Nafnasamkeppni – nýjar götur í frístundabyggð við Varmahlíð

06.07.2023
Fréttir
Samhliða auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi frístundabyggðar við Varmahlíð óskar Skagafjörður eftir tillögum frá íbúum um heiti á nýjum götum A og B sem skilgreindar eru í skipulaginu, sjá skipulagsuppdrátt og mynd. Hægt er að skila inn tillögum til skipulagsfulltrúa í afgreiðslu ráðhússins eða á netfangið skipulagsfulltrui@skagafjordur.is til...

Auglýsing um skipulagsmál - Frístundabyggð við Varmahlíð og Ljónsstaðir

05.07.2023
Fréttir
Tillaga að deiliskipulagi – Ljónsstaðir Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 15. fundi sínum þann 28. júní 2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Ljónsstaði úr landi Dúks í Skagafirði skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan er sett fram á uppdrætti með greinargerð dags. 7. júní 2023 og er unnin af teiknistofunni Storð...

Útboð - Skólaakstur í Skagafirði

05.07.2023
Fréttir
Skagafjörður óskar eftir tilboðum í skólaakstur í Skagafirði. Um er að ræða skólaakstur milli heimilis og grunnskóla samkvæmt akstursáætlun sem samanstendur af 17 akstursleiðum sem skipt er upp í 17 samningshluta og bjóðendur geta lagt fram tilboð í einn samningshluta eða fleiri. Hægt er að sækja öll útboðsgögn án greiðslu á útboðsvefnum...

Fulltrúar Ungmennaráðs Skagafjarðar sátu fund félagsmála- og tómstundanefndar

30.06.2023
Fréttir
Fulltrúar Ungmennaráðs Skagafjarðar sátu 14. fund félagsmála- og tómstundanefndar, 26. júní s.l. þar sem reglur ráðsins voru til umfjöllunar. Samkvæmt þeim skulu ráðið og nefndin hittast tvisvar á ári á formlegum fundi auk þess sem boða skal tvo fulltrúa ráðsins á fund nefndarinnar þegar fjalla á um mál sem snertir ungmenni í...