Fara í efni

Fréttir

Orðsending til kattaeigenda

09.05.2023
Fréttir
Nú er sá árstími þar sem vorboðarnir ljúfu, fuglarnir, búa sér hreiður og reyna að koma ungum sínum upp. Því miður lenda margir ungar í kattarkjafti og komast aldrei á flug. Samkvæmt samþykkt um hunda- og kattahald í sveitarfélaginu Skagafirði ber kattareigendum að taka tillit til fuglalífs á varptíma og eftir atvikum takmarka útiveru þeirra, m.a....

Clean up Iceland skemmtiferðaskip fyrir utan Hofsós

09.05.2023
Fréttir
Í dag kemur skemmtiferðaskipið Fridtjof Nansen með farþega til að lappa upp á fjörur á Höfðastöndinni og tína rusl þar. Þetta er liður í verkefninu Clean Up Iceland. Bjóðum við fólkið velkomið í Skagafjörðinn og er heimafólki velkomið að koma og hjálpa þeim við ruslatínsluna í fjörunni. Von er á fleiri skipum í sumar í sömu erindagjörðum.

Sveitarstjórnarfundur miðvikudaginn 10. maí 2023

08.05.2023
Fréttir
Sveitarstjórnarfundur miðvikudaginn 10. maí 2023 sem haldinn verður að Sæmundargötu 7b og hefst fundurinn kl. 16:15.

Allra síðasti séns að skrá sig á atvinnulífssýningu

08.05.2023
Fréttir
Í dag, mánudaginn 8. maí, er allra síðasti séns á að skrá fyrirtæki eða félagasamtök á atvinnulífssýningu sem haldin verður í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki dagana 20.-21. maí nk. Skráning hefur gengið mjög vel og lítur út fyrir að sýningin verði hin glæsilegasta.  Upplýsingar um sýninguna og skáningu má nálgast hér:...

Hopp hjól aðgengileg á Sauðárkróki

05.05.2023
Fréttir
Deilileigan Hopp hóf formlega starfsemi á Sauðárkróki í dag þegar undirritaður var samningur milli sveitarfélagsins Skagafjarðar og Hopp um starfsleyfi.  Deilileigan Hopp er með starfsemi víðsvegar um land og er þetta skemmtileg viðbót inn í samfélagið í Skagafirði. Um 20 hjól verða á vegum Hopp á Sauðárkróki til að byrja með og er stefnt á...

Sundlaugin í Varmahlíð lokar dagana 8.-12. maí vegna viðhaldsvinnu

05.05.2023
Fréttir
Sundlaugin í Varmahlíð verður lokuð dagana 8.-12. maí vegna viðhaldsvinnu. Opnun laugar verður auglýst í næstu viku. Sundgestum er bent á laugarnar á Hofsósi og Sauðárkróki þessa daga. Sundlaug Sauðárkróks Vetraropnun 1. janúar 2023 - 31. maí 2023 Mánudaga - fimmtudaga kl. 06:50 – 20:30 Föstudaga kl. 06:50 – 20:00 Laugardaga kl. 10:00 –...

Skráning hafin í Vinnuskóla Skagafjarðar

04.05.2023
Fréttir
Búið er að opna fyrir skráningar í Vinnuskóla Skagafjarðar sumarið 2023. Vinnuskólinn verður starfandi frá mánudeginum 5. júní til föstudagsins 11. ágúst að báðum dögum meðtöldum. Leitast er við að veita öllum 13 til 16 ára unglingum búsettum í Skagafirði aðgang í skólann. Árgangarnir sem í hlut eiga eru fæddir á árunum 2010, 2009, 2008, og 2007. Vinnutíminn er 40 klukkustundir eða 2 vinnuvikur hjá yngsta árgangi, 120 klukkustundir fyrir ungmenni fædd árið 2009 eða 4 heilar vinnuvikur, 180 klukkustundir fyrir ungmenni fædd árið 2008 eða 6 heilar vinnuvikur og 240 klukkustundir hjá elsta hópnum eða 8 vikna tímabil. Mæting er kl. 08:00 fyrsta vinnudag í bækistöð vinnuskólans að Sæmundargötu 7b (Hús frítímans).

Rögnvaldur Valbergsson hlýtur Samfélagsverðlaun Skagafjarðar 2023

30.04.2023
Fréttir
Hefð hefur skapast fyrir því að afhenda Samfélagsverðlaun Skagafjarðar á setningu Sæluviku en samfélagsverðlaunin eru veitt árlega þeim einstaklingi, fyrirtæki, stofnun eða félagasamtökum í sveitarfélaginu Skagafirði sem þykja standa sig afburða vel í að efla skagfirskt samfélag. Samfélagsverðlaun Skagafjarðar voru veitt í fyrsta sinn á setningu...

Sæluvika Skagfirðinga hefst formlega á sunnudaginn

28.04.2023
Fréttir
Sæluvika lista- og menningarhátíð sem haldin er árlega í Skagafirði verður formlega sett á sunnudaginn og mun standa yfir í viku. Setningin verður haldin í Safnahúsinu á Sauðárkróki og hefst kl. 13. Dagskráin í ár er mjög fjölbreytt og blandast vel af viðburðum sem rík hefð er fyrir á Sæluviku og nýjum viðburðum. Þrátt fyrir að Sæluvika hefjist...