Fara í efni

Fréttir

Úthlutað úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra 2025

17.01.2025
Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra tilkynnti í vikunni úthlutanir úr sjóðnum fyrir árið 2025. Tilgangur Uppbyggingarsjóðs er að styrkja menningar-, atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni á Norðurlandi vestra. Sjóðurinn er samkeppnissjóður og eru umsóknir metnar út frá þeim markmiðum og áherslum sem koma fram í Sóknaráætlun Norðurlands vestra...

Lausar lóðir

15.01.2025
Í samræmi við úthlutunarreglur sveitarfélagsins, gr. 2.3. auglýsir skipulagsnefnd Skagafjarðar eina einbýlishúsalóð í Varmahlíð, tvær iðnaðar- og athafnalóðir á Sauðárkróki og eina iðnaðar- og athafnarlóð (fyrir hafnasækna starfsemi) á hafnarsvæði Sauðárkróks lausar til úthlutunar.   Auglýstar eru: Einbýlishúsalóðin Laugavegur 19 í...

Tillaga að deiliskipulagi, Borgarmýri 1 og 1A á Sauðárkróki

15.01.2025
Borgarmýri 1 og Borgarmýri 1A, Sauðárkróki - Mál nr. 39/2025 í Skipulagsgáttinni Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 33. fundi sínum þann 18. desember 2024 að auglýsa deiliskipulagstillögu fyrir Borgarmýri 1 og 1A, Sauðárkróki í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagstillagan er sett fram með greinargerð og...

Tillögur að breytingu á Aðalskipulagi, Veitur á Sauðárkróki og hafnarsvæði, Sauðárkrókshöfn

15.01.2025
Veitur á Sauðárkróki - Mál 814/2024 í Skipulagsgátt Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 30. fundi sínum þann 18. september 2024 að auglýsa tillögu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035 fyrir Veitur á Sauðárkróki í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan er sett fram í uppdrætti með...

Skagafjörður hefur innleitt stafræna pósthólfið á island.is

14.01.2025
Lög um stafrænt pósthólf tóku gildi 1. janúar 2025. Í lögum nr.105/2021 kemur fram að öllum opinberum aðilum sé skylt að birta ákveðnar tegundir gagna sem snerta íbúa sveitarfélagsins í stafrænu pósthólfi. Þau gögn sem um ræðir eru hvers konar gögn, sem verða til við meðferð máls hjá stjórnvöldum, svo sem tilkynningar, ákvarðanir, úrskurði,...

Næsti fundur sveitarstjórnar verður haldinn miðvikudaginn 15. janúar

13.01.2025
34. fundur sveitarstjórnar verður haldinn að Sæmundargötu 7a, miðvikudaginn 15. janúar nk. og hefst kl. 16:15. Dagskrá Fundargerð 1.     2412017F - Byggðarráð Skagafjarðar - 127 1.1 2412118 - Framkvæmdir og viðhald 2025 1.2 2412136 - Unglingalandsmót 2026 - beiðni um...

Verndarsvæði í byggð á Sauðárkróki - Aðalgata 5

08.01.2025
Hjá byggingarfulltrúa Skagafjarðar liggur fyrir byggingarleyfisumsókn frá eiganda Aðalgötu 5, á Sauðárkróki, um leyfi til að gera breytingar á húsnæðinu. Byggingarár er 1928 og varða breytingarnar útlit og aðgengi að neðri hæð hússins. Aðalinngangur verður færður á suðurhlið og gluggi settur í stað hurðar á austurhlið. Áætlaður verktími er 6 mánuðir.

Snjómokstur í dreifbýli

06.01.2025
Ný símanúmer til að óska eftir snjómokstri í dreifbýli tóku gildi um áramót. Nú munu þjónustumiðstöð og umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi taka við öllum óskum um vetrarþjónustu, sem verður óbreytt frá því sem verið hefur, en allar upplýsingar er að finna hér á heimasíðu sveitarfélagins. Mokstri á heimreiðum í dreifbýli hefur verið hætt á vegum...

Endurnýjun rafrænna klippikorta fyrir sorpmóttöku er 1. febrúar

30.12.2024
Gildistími rafrænna klippikorta fyrir árið 2024 er til og með 31. janúar 2025.  Greiðendur fasteignagjalda fyrir árið 2025 geta sótt nýtt kort fyrir árið 2025 eftir 1. febrúar nk. á síðunni skagafjardarkort.is. Áfram verður í boði fyrir þá sem vilja fá útprentað klippikort að koma í ráðhúsið og fá slík kort afhent þar.