Fara í efni

Fréttir

Auglýsing vegna kjörskrár

05.11.2024
Kjörskrá Skagafjarðar, vegna Alþingiskosninga þann 30. nóvember nk. liggur frammi í Ráðhúsinu á Sauðárkróki, Skagfirðingabraut 21, alla virka daga frá kl. 10:00 til 12:00 og 12:30 -15:00 f.o.m. föstudeginum 8. nóvember 2024 til kjördags. Upplýsingar um hvar þú ert á kjörskrá og hvaða kjördeild þú tilheyrir er einnig að finna á upplýsingaveitu...

Tilkynning til notenda á hitaveitu í Akrahreppi

05.11.2024
Fimmtudaginn 7. nóvember kl. 9:00 stöðvast rennsli á heitu vatni til notenda í Akrahreppi fram eftir degi vegna viðhalds og breytinga í dælustöðinni við Syðstu – Grund. Svæðið sem þetta nær til er frá Dýrfinnustöðum í norður og að Uppsölum í suður. Við viljum benda notendum á að hafa lokað fyrir á öllum töppunarstöðum t.d. eldhúsblöndunartækjum og...

Leikskóli í Varmahlíð, frágangur innanhúss - útboð

01.11.2024
Skagafjörður óskar eftir tilboðum í frágang innanhúss á nýjum leikskóla í Varmahlíð.  Verkið felst í fullnaðarfrágangi að innan á nýrri leikskólabyggingu, sem byggð er við Varmahlíðarskóla í Varmahlíð. Heildarstærð nýrrar viðbyggingar er 555 m2. Helstu verkþættir og magntölur: Raflagnir, bruna og öryggiskerfi, lampar og lýsingLoftræsting...

Syndum - Landsátak í sundi 1.-30. nóvember

01.11.2024
Syndum saman í kringum Ísland. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. - 30. nóvember 2024. Til þess að taka þátt þarf að skrá sig inn á www.syndum.is og fara í Mínar skráningar. Einfalt er að velja sér notendanafn og lykilorð og skrá synta metra. Þeir sem eiga notendanafn úr...

Vegna verkfalla í leikskólanum Ársölum

31.10.2024
Fréttir
Verkföll félagsmanna aðildarfélaga Kennarasambands Íslands hófust á þriðjudag í níu skólum víðsvegar um landið. Þar á meðal er leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki. Á fundi byggðarráðs í gær var fjallað um starfsemi leikskólans Ársala á meðan á verkfalli leikskólakennara stendur. Í bókun byggðarráðs kemur fram að sveitarstjórn Skagafjarðar staðfesti...

Ný brunavarnaáætlun Skagafjarðar tekur gildi

31.10.2024
Tilkynning frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun: Skagafjörður samþykkti þann 23. október síðastliðinn nýja brunavarnaáætlun sveitarfélagsins til næstu fimm ára og er þetta önnur stafræna brunavarnaáætlun landsins. Brunavarnaáætlunin er nú aðgengileg á vefsíðu viðkomandi sveitarfélags en einnig er hún birt á vef HMS og má nálgast með því að smella á...

Verndarsvæði í byggð - Kambastígur 2

30.10.2024
Hjá byggingarfulltrúa Skagafjarðar liggur fyrir byggingarleyfisumsókn í samræmi við 9. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 frá eigendum fjölbýlishúss við Kambastíg 2 á Sauðárkróki, um leyfi til að gera breytingar á húsnæðinu. Skráð byggingarár hússins er 1927 og varða breytingarnar útlit hússins m.a. endurnýjun á hurð og gluggum á efri hæð. Áætlaður verktími er um 3 mánuðir. Framkvæmdin er innan verndarsvæðis í byggð sem er norðurhluti gamla bæjarins á Sauðárkróki. Þær breytingar sem nú er fyrirhugað að gera á húsnæðinu teljast óverulegar og ekki til þess fallnar að breyta núverandi ásýnd svæðisins.

Sundlaugin í Varmahlíð lokuð 30. október milli kl. 9-11

29.10.2024
Vegna vinnu Skagafjarðarveitna við endurbætur á tengingum í dælustöðinni í Varmahlíð verður Sundlaugin í Varmahlíð lokuð 30. október frá kl. 9-11 .

Tilkynning frá Skagafjarðarveitum til notenda á hitaveitu sem eru tengdir við Varmahlíðarveituna

29.10.2024
Heitavatnslaust verður miðvikudaginn 30. október frá kl. 09:00 – 11:00 vegna vinnu við endurbætur á tengingum í dælustöðinni í Varmahlíð.   Svæðið sem fer út er Varmahlíð að Brenniborg og Birkihlíð að vestan, frá Uppsölum að Hofsstaðaseli að austan, að meðtöldu Hegranesinu, að Kárastöðum að vestan og Keflavík að...