Fara í efni

Fréttir

Bilun í kaldavatnstanki á Hólum í Hjaltadal

19.01.2023
Fréttir
Tilkynning frá Skagafjarðarveitum: Bilun kom upp í kaldavatnstanki á Hólum í Hjaltadal og má búast við truflunum á rennsli kaldavatns þar í kring. Verið er að leita að biluninni og vonast til að rennsli komist í lag sem fyrst.

Sveitarstjórnarfundur 18.janúar 2023

17.01.2023
Fréttir
Næsti fundur sveitarstjórnar Skagafjarðar verður haldinn miðvikudaginn 18. janúar 2023 að Sæmundargötu 7 og hefst kl. 16:15

Ný skipan barnaverndarmála hjá sveitarfélögum

13.01.2023
Fréttir
Eins og fjallað hefur verið um í fréttum voru gerðar viðamiklar breytingar á þjónustu og umsýslu er varðar barnavernd á Íslandi sem tóku gildi þann 1. janúar s.l. Breytingar þessar fela fyrst og fremst í sér að þjónustusvæði einstakra barnaverndarþjónustu eru skilgreind að nýju og er nú áskilið að á bak við hverja barnaverndarþjónustu skuli vera 6000 íbúar að lágmarki. Önnur meginbreyting á lögum um barnavernd er sú að í stað þeirra barnaverndarnefnda sem starfandi voru í hverju sveitarfélagi fyrir sig er nú komið það sem kallað er umdæmisráð barnaverndar.

Fréttaannáll Skagafjarðar fyrir árið 2022

11.01.2023
Fréttir
Nú hefur nýtt ár litið dagsins ljós og vel við hæfi að staldra aðeins við og rifja upp það sem hæst bar á góma hjá sveitarfélaginu á nýliðnu ári. Sameining Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps í eitt sveitarfélag, Skagafjörð, var án efa stærsti viðburður ársins. Mikið var um að vera í skipulagsmálum í sveitarfélaginu á árinu. Auglýst var...

Hunda- og kattahreinsun á morgun

11.01.2023
Fréttir
Eins og áður hefur verið tilkynnt býður dýralæknir skráðum hunda- og kattaeigendum í sveitarfélaginu upp á hreinsun gæludýra á morgun, fimmtudaginn 12. janúar í Áhaldahúsinu, Borgarflöt 27 á Sauðárkróki. Kattahreinsun verður frá kl. 16:00 til 17:00 og hundahreinsun frá kl. 17:00 til 18:00. Hreinsunin er innifalin í verði gæludýraskráningar og...

Staða sviðsstjóra fjölskyldusviðs laus til umsóknar

10.01.2023
Fréttir
Skagafjörður óskar eftir að ráða drífandi og framsýnan leiðtoga í starf sviðsstjóra fjölskyldusviðs. Í Skagafirði búa rúmlega 4.300 manns þar sem lögð er áhersla á fjölskylduvænt og heilsueflandi samfélag með öflugu fræðslustarfi og góðri frístunda- og velferðaþjónustu. Skagafjörður er framsækið sveitarfélag þar sem atvinnumöguleikar eru miklir...

Fyrsti fundur nýskipaðs Ungmennaráðs Skagafjarðar

09.01.2023
Fréttir
Þann 15. desember s.l. fór fram fyrsti fundur nýskipaðs Ungmennaráðs Skagafjarðar. Á fundinum var farið yfir hlutverk ráðsins og hvernig það getur beitt sér fyrir því að hafa áhrif á málefni ungmenna innan sveitarfélagsins. Ungmennaráð skal skipað 7 einstaklingum á aldrinum 14-20 ára sem skulu hafa lögheimili í Skagafirði. Ráðið kýs sér sjálft...

Nýtt hljóðkerfi í Íþróttahúsið á Sauðárkróki

06.01.2023
Fréttir
Nýtt hljóðkerfi hefur verið sett upp í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Mun nýja kerfið leysa af hólmi gamla kerfið sem var komið á tíma. Nýja kerfið er mun öflugra en kerfið sem fyrir var og mun nýtast vel við íþróttakennslu í húsinu, dreifir hljóðinu betur um salinn og er mun einfaldara í notkun. Þá mun kerfið án efa koma sér vel á heimaleikjum í...

Verklagsreglur vegna afsláttar á dvalargjöldum

04.01.2023
Fréttir
Verklagsreglur vegna afsláttar á dvalargjöldum í leikskólum, frístund og daggæslu í heimahúsum í Skagafirði hafa verið samþykktar í fræðslunefnd og af sveitarstjórn. Eiga reglurnar við um systkinaafslátt og viðbótarniðurgreiðslur. Systkini sem eru í mismunandi úrræðum á vegum sveitarfélagsins njóta systkinaafsláttar. Afslátturinn reiknast þannig...