Deiliskipulagsbreyting : Mjólkursamlagsreitur Sauðárkróki
Auglýsing um skipulagsmál - Skagafjörður
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 35. fundi sínum þann 12. febrúar 2025 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir mjólkursamlagsreit á Sauðárkróki í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi dagsett 10.10.2024 með breytingu dagsett 15.01.2025 unnin hjá Stoð verkfræðistofu ehf.
Breyting er gerð á byggingarreit við norðvestur horn lóðarinnar Skagfirðingabraut 51 þar sem reiturinn er stækkaður til vesturs um 387 m². Stærð byggingarreits breytist úr 9.486 m² í 9.873 m². Fyrir liggur minnisblað ”Umferðarráðgjöf Hegrabraut-Skagfirðingabraut-Sæmundarhlíð” unnið af Eflu verkfræðistofu dagsett 09.01.2025 sem gerir grein fyrir áhrifum breytingar á umferðaröryggi.
Þá eru minniháttar breytingar á uppdrætti þar sem málsetningum er bætt við og grunnflötur bygginga uppfærður í samræmi við núverandi stöðu.
Tillagan er auglýst frá 05. mars 2025 til og með 18. apríl 2025. Hægt er að skoða skipulagstillöguna í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar á www.skipulagsgatt.is undir málsnúmeri 271/2025. Tillagan mun jafnframt vera til kynningar í Ráðhúsinu, Skagfirðingabraut 17-21, Sauðárkróki á skrifstofutíma frá 10-12 og 12:30-15. Einnig er hægt að nálgast gögnin hér á heimasíðu Skagafjarðar. Þau sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að koma á framfæri ábendingum varðandi deiliskipulagstillöguna. Umsagnir skulu vera skriflegar og berast í gegnum Skipulagsgáttina www.skipulagsgatt.is undir máli númer 271/2025 í síðasta lagi 18. apríl 2025. Einnig er hægt að skila inn umsögnum til skipulagsfulltrúa í afgreiðslu Ráðhússins, Skagfirðingabraut 17-21, 550 Sauðárkróki eða á netfangið skipulagsfulltrui@skagafjordur.is. Umsagnir um skipulagsmál sveitarfélagsins teljast til opinberra gagna. Vakin er athygli á því að nöfn og umsagnir koma fram í fundargerðum Skipulagsnefndar og eru aðgengileg opinberlega á Skipulagsgáttinni. Persónuupplýsingar eru aðeins nýttar í þeim tilgangi að vinna úr athugasemdum og auðkenna sendanda.
Skipulagsfulltrúi Skagafjarðar
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi - Mjólkursamlagsreitur