Fara í efni

Tilkynning um um breytingar á aðalskipulagi

03.03.2025

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti þann 18. desember 2024 eina aðalskipulagsbreytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Tillagan að aðalskipulagsbreytingunni var auglýst 29.09.2024-08.11.2024.

  • Aðalskipulagsbreyting – Athafnar- og iðnaðarsvæði - Hofsós – Sorpmóttaka og gámasvæði – AT601 og I-601

Þá samþykkti sveitarstjórn Skagafjarðar þann 12. febrúar 2025 átta breytingar á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Tillögurnar að aðalskipulagsbreytingunum voru auglýstar frá 11. desember 2024 til 29. janúar 2025, skv. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  • Aðalskipulagsbreyting – Verslun og þjónusta - Deplar í Fljótum - VÞ-2 og FV-1
  • Aðalskipulagsbreyting – Verslun og þjónusta – Haganesi - VÞ-12 og VÞ-13
  • Aðalskipulagsbreyting – Athafnarsvæði – Stóru-Brekku - AT-2
  • Aðalskipulagsbreyting – Efnistöku- og efnislosunarsvæði - Litla-Gröf 2 - E-48
  • Aðalskipulagsbreyting – Efnistöku- og efnislosunarsvæði á Sauðárkróki – Gránumóar - E-401
  • Aðalskipulagsbreyting – Íbúðarbyggð – Sauðárkróki – ÍB-404
  • Aðalskipulagsbreyting – Verslun og þjónusta – Gýgjarhóll, Gýgjarhóll 1 og Gýgjarhóll 2 – SL8, VÞ-14, VÞ-15 og VÞ-16
  • Aðalskipulagsbreyting – Verslun og þjónusta – Hofsstaðir – VÞ-8

Aðalskipulagsbreytingingarnar hafa verið sendar Skipulagsstofnun til yfirferðar og loka afgreiðslu í samræmi við 32. gr. skipulagslaga og munu þær taka gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.

Hægt er að kæra samþykkt sveitarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um samþykkt aðalskipulagsbreytinga í B-deild Stjórnartíðinda.

Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillögurnar og niðurstöðu sveitarstjórnar geta snúið sér til skipulagsfulltrúa Skagafjarðar.

 

Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir, skipulagsfulltrúi Skagafjarðar

Hér má skoða allar auglýsingar um skipulagsmál