Fara í efni

Fréttir

Sundlaugar í Skagafirði lokaðar hluta dags mánudaginn 30. janúar

28.01.2023
Fréttir
Sundlaugarnar í Skagafirði verða lokaðar n.k. mánudag, 30. janúar, milli kl. 10-14, vegna starfsdags starfsmanna.

Kristvina Gísladóttir ráðin aðstoðarskólastjóri Varmahlíðarskóla

27.01.2023
Fréttir
Kristvina Gísladóttir hefur verið ráðin aðstoðarskólastjóri Varmahlíðarskóla og mun hún taka við starfinu í febrúar. Alls bárust fimm umsóknir um starfið. Kristvina hefur starfað í Varmahlíðarskóla undanfarin 20 ár. Kristvina þekkir starf aðstoðarskólastjóra einkar vel, þar sem hún sinnti starfi aðstoðarskólastjóra Varmahlíðarskóla á árunum 2008...

Sundlaugin í Varmahlíð lokuð vegna viðhalds

26.01.2023
Fréttir
Sundlaugin í Varmahlíð verður lokuð næstu daga vegna viðhaldsvinnu. Heiti potturinn og gufan verða opin á meðan á viðhaldi stendur. Stefnt er að opnun laugar seinnipart n.k. mánudag, 30. janúar.

Tilkynning til notenda Varmahlíðarveitu

24.01.2023
Fréttir
Notendur Varmahlíðarveitu athugið: Á morgun 25. janúar verður unnið í dælustöð hitaveitu í Varmahlíð frá klukkan 10. Það mun hafa í för með sér að heitavatnslaust verður hjá öllum notendum sem fá heitt vatn frá Varmahlíð, að Blönduhlíð undanskilinni, en þar munu verða einhverjar truflanir. Ekki er hægt að segja til um hversu lengi verður...

Aðsóknartölur sundlauganna í Skagafirði 2022

24.01.2023
Fréttir
Aðsóknartölur sundlauganna í Skagafirði voru með ágætum á síðasta ári þar sem gestafjöldinn var rétt um 88 þúsund, sem er aukning um 1,5% milli ára. Lítilsháttar aukning varð í fjölda gesta á Hofsósi (+4,5%) og í Varmahlíð (+5,1%) en örlítil fækun varð milli ára á Sauðárkróki (-3,1%), sem skýrist fyrst og fremst af lokun í byrjun júní vegna...

Bilun í kaldavatnstanki á Hólum í Hjaltadal

19.01.2023
Fréttir
Tilkynning frá Skagafjarðarveitum: Bilun kom upp í kaldavatnstanki á Hólum í Hjaltadal og má búast við truflunum á rennsli kaldavatns þar í kring. Verið er að leita að biluninni og vonast til að rennsli komist í lag sem fyrst.

Sveitarstjórnarfundur 18.janúar 2023

17.01.2023
Fréttir
Næsti fundur sveitarstjórnar Skagafjarðar verður haldinn miðvikudaginn 18. janúar 2023 að Sæmundargötu 7 og hefst kl. 16:15

Ný skipan barnaverndarmála hjá sveitarfélögum

13.01.2023
Fréttir
Eins og fjallað hefur verið um í fréttum voru gerðar viðamiklar breytingar á þjónustu og umsýslu er varðar barnavernd á Íslandi sem tóku gildi þann 1. janúar s.l. Breytingar þessar fela fyrst og fremst í sér að þjónustusvæði einstakra barnaverndarþjónustu eru skilgreind að nýju og er nú áskilið að á bak við hverja barnaverndarþjónustu skuli vera 6000 íbúar að lágmarki. Önnur meginbreyting á lögum um barnavernd er sú að í stað þeirra barnaverndarnefnda sem starfandi voru í hverju sveitarfélagi fyrir sig er nú komið það sem kallað er umdæmisráð barnaverndar.

Fréttaannáll Skagafjarðar fyrir árið 2022

11.01.2023
Fréttir
Nú hefur nýtt ár litið dagsins ljós og vel við hæfi að staldra aðeins við og rifja upp það sem hæst bar á góma hjá sveitarfélaginu á nýliðnu ári. Sameining Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps í eitt sveitarfélag, Skagafjörð, var án efa stærsti viðburður ársins. Mikið var um að vera í skipulagsmálum í sveitarfélaginu á árinu. Auglýst var...