Fara í efni

Fréttir

Orkustofnun veitir styrki til orkuskipta

14.04.2023
Fréttir
Skagafjörður vekur athygli á því að Orkustofnun hvetur til umhverfisvænnar orkuöflunar við húshitun og að bæta orkunýtni í rafhitun á landinu. Með breytingum á lögum um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar var opnað á möguleika ríkisins til að taka þátt í stofnkostnaði við umhverfisvæna orkuöflun sem dregur úr rafhitun eða olíukyndingu. Hægt er að...

Lóð 25 á Nöfum laus til tímabundinnar leigu

14.04.2023
Fréttir
Skagafjörður auglýsir til tímabundinnar leigu Lóð 25 á Nöfum, F2337255, ræktunarland 1,25ha. Leigutími frá 10. maí 2023 til 31. desember 2024. Umsækjendur skulu tilgreina í umsókn hverskonar not þeir hugsa sér að hafa af landinu og hvort þeir hafi leyfi til búfjárhalds í þéttbýli. Umsóknir má senda í tölvupósti til skagafjordur@skagafjordur.is...

Heitavatnslaust á morgun 12. apríl í Steinsstaðahverfi og að Mælifelli

11.04.2023
Fréttir
Íbúar í Steinsstaðahverfi og að Mælifelli athugið: Heitavatnslaust verður á morgun 12. apríl í Steinsstaðahverfi og að Mælifelli vegna tenginga í dælustöð. Lokað verður fyrir hitaveituna kl. 10 að morgni og mun lokunin vara fram eftir degi. Beðist er velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.

Útboð - Sundlaug Sauðárkróks - Flísalögn og múrverk

05.04.2023
Fréttir
Skagafjörður óskar eftir tilboðum í flísalögn og múrverk á uppsteyptri viðbyggingu við Sundlaug Sauðárkróks. Í verkinu felst flísalögn laugarkerja og múrverk steyptra flata úti og inni á nýju laugarsvæði sunnan núverandi sundlaugar, með barnalaug, busllaug, kennslulaug og lendingarlaug ásamt köldum potti. Sjá auglýsingu hér að neðan:

Opnunartími sundlauga í Skagafirði um páskana

04.04.2023
Fréttir
Hér má sjá opnunartíma sundlauganna á Sauðárkróki, Hofsósi og í Varmahlíð um páskana.

Skert opnun ráðhúss fram að páskum

03.04.2023
Fréttir
Vegna framkvæmda í afgreiðslu ráðhússins verður ekki unnt að taka á móti fólki næstu þrjá daga. Verður afgreiðsla ráðhússins því lokuð fyrir heimsóknir mánudaginn 3. apríl, þriðjudaginn 4. apríl og miðvikudaginn 5. apríl. Hægt er að hafa samband við afgreiðslu í gegnum síma 455 6000 og í gegnum netfangið skagafjordur@skagafjordur.is. Afgreiðslan...

Óskað er eftir tilnefningum fyrir Samfélagsverðlaun Skagafjarðar

03.04.2023
Fréttir
Óskað er eftir tilnefningum fyrir Samfélagsverðlaun Skagafjarðar 2023. Samfélagsverðlaun Skagafjarðar eru veitt árlega þeim einstaklingi, fyrirtæki, stofnun eða félagasamtökum í  Skagafirði sem þykja standa sig afburða vel í að efla skagfirskt samfélag. Samfélagsverðlaun Skagafjarðar voru veitt í fyrsta sinn árið 2016 og verða nú veitt í...

Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga 2023

01.04.2023
Fréttir
Enn á ný stendur Safnahús Skagfirðinga fyrir vísnakeppni í aðdraganda Sæluviku, en keppninni var komið á árið 1976. Reglurnar eru sem fyrr einfaldar og góðar; annars vegar að botna fyrirfram gefna fyrriparta og/eða semja vísu um ákveðið málefni. Ekki er nauðsynlegt að botna allt og einnig er í lagi að senda bara inn vísu. Að þessu sinni var...

Rafræn klippikort fyrir sorpmóttöku

31.03.2023
Fréttir
Uppfært 01.04.23: Villa hefur komið upp í tenginu við greiðslumiðlara þegar að reynt er að kaupa klippikort til að nota á sorpmóttökustöðvum. Unnið er að lagfæringu og munu sorpmóttökustöðvar taka tillit til þess um helgina. Þann 1. apríl verður tekið í notkun rafrænt klippikort á móttökustöðvum fyrir sorp í Skagafirði. Hvert heimili fær 16...