Fara í efni

Fréttir

Meðaltal fyrir hamingju hæst í Skagafirði

20.06.2024
Skagafjörður skorar hátt í niðurstöðum Deiglunnar, nýútkominni íbúakönnun landshlutanna 2023. Deiglan er sameiginlegt rit atvinnuþróunarfélaganna, Byggðastofnunar og landshlutasamtakanna á Íslandi. Þegar heildarsamanburður á milli landssvæða var skoðaður lentu Eyjafjörður, Skagafjörður og Akureyri í þremur efstu sætunum. Samkvæmt könnuninni er...

Samtal um söluferli félagsheimila

20.06.2024
Sveitarstjórn Skagafjarðar hefur samþykkt að hefja söluferli félagsheimilisins í Hegranesi, Ljósheima og Skagasels. Í tengslum við þá vinnu býður Byggðarráð Skagafjarðar íbúum sem áhuga hafa á til samtals um fyrirhugaða sölu. Tímasetning er sem hér segir: Skagasel, þriðjudagur 25. júní kl. 17 Félagsheimilið Hegranesi, miðvikudagur 26. júní kl....

Skagfirskar leiguíbúðir hses. auglýsir eftir umsóknum um úthlutun íbúðar til leigu á Sauðárkróki í Almenna íbúðakerfinu

20.06.2024
Um er að ræða 84 m2 íbúð með tveimur svefnherbergjum og sér inngangi. Um byggingu og útleigu íbúðanna gilda lög um almennar íbúðir nr. 52/2016. Stjórn Skagfirskra leiguíbúða hses. úthlutar íbúðunum samkvæmt forgangsröðun Skagfirskra leiguíbúða hses. eftir að farið hefur verið yfir allar umsóknir. Tekið skal fram að hunda- og kattahald er ekki...

Skagafjörður auglýsir eftir forgangsverkefnum fyrir Áfangastaðaáætlun Norðurlands, DMP

19.06.2024
Skagafjörður auglýsir eftir uppbyggingarverkefnum í ferðaþjónustu til að setja á forgangslista Skagafjarðar fyrir Áfangastaðaáætlun Norðurlands (DMP). Þau verkefni sem eru á forgangslista Skagafjarðar fá auka stig við mat á umsóknum í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða en opnað verður fyrir umsóknir í haust. Skila þarf inn greinagóðri lýsingu á...

Götulokun - Norðanverður Öldustígur

18.06.2024
Vegna framkvæmda hefur Öldustsíg á Sauðárkróki verið lokað norðanmegin. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki í lok vikunnar.

Hrossaeigendur Sauðárkróki athugið!

18.06.2024
Þeir sem hafa haft bletti innan bæjarlandsins, til þrifabeitar fyrir hross, eru beðnir að hafa samband, óski þeir eftir að fá sömu skika til þrifabeitar í sumar. Gerðir verða skriflegir samningar við aðila, þar sem fram komi staðsetning skika, hrossafjöldi, tryggingar o.s.f.v. Þeir sem ekki hafa haft skika til afnota geta sent inn umsókn og verður...

Næsti fundur sveitarstjórnar verður haldinn miðvikudaginn 19. júní 2024

17.06.2024
Næsti fundur sveitarstjórnar verður haldinn miðvikudaginn 19. jún 2024 að Sæmundargötu 7 og hefst hann kl. 16:15. Dagskrá   Fundargerð 1. 2405006F - Byggðarráð Skagafjarðar - 97   1.1 2405231 - Málefni Háskólans á Hólum   1.2 2402245 - Útboð fyrri áfanga nýrrar byggingar leikskóla í...

Tjón bænda vegna óveðurs í júní

14.06.2024
Dagana 3. til 8. júní gekk yfir Norðurland slæmt veður með mikilli úrkomu og kulda. Veðrið hafði mikil og neikvæð áhrif á búfénað, jarðrækt bænda og á aðra þá sem eiga sitt undir því komið að tíðarfarið sé betra en var þessa daga. Meðan veðrið gekk yfir voru þjónustufulltrúi landbúnaðarmála og fleiri starfsmenn sveitarfélagsins í stöðugu sambandi...

Bæjarhátíðin Hofsós heim fer fram um helgina

13.06.2024
Það verður líf og fjör á Hofsósi um helgina þar sem bæjarhátíðin Hofsós heim fer fram. Dagskráin er metnaðarfull að vanda og ættu allir gestir að finna sér eitthvað við hæfi. Dagskráin hefst á morgun, föstudaginn 14. júní þar sem götur verða skreyttar, sameiginlegt grill verður í Höfðaborg, sundlaugarpartý verður fyrir krakkana í sundlauginni á...