Fara í efni

Fréttir

Tilkynning um rafmagnsleysi vegna vinnu við dreifikerfi

20.10.2022
Fréttir
Rafmagnslaust verður frá Varmahlíð að Glaumbæ og í Hegranesinu 20.10.2022 frá kl 13:00 til kl 15:30 vegna vinnu við dreifikerfið . Nánari upplýsingar veitir svæðisvakt Rarik Norðurlandi í síma 528 9000.

Framúrskarandi fyrirtæki í Skagafirði 2022

19.10.2022
Fréttir
Í þrettán ár hefur Creditinfo unnið ítarlega greiningu sem sýnir hvaða íslensk fyrirtæki teljast til fyrirmyndar að teknu tilliti til ýmissa þátta sem varða rekstur og stöðu þeirra. Í ár eru það 896 fyrirtæki sem komust á listann. Eins og segir á heimasíðu Creditinfo er það markviss undirbúningur og þrotlaus vinna sem liggur að baki framúrskarandi...

Tilkynning um rafmagnsleysi vegna vinnu við aðveitustöð Varmahlíð

19.10.2022
Fréttir
Rafmagnslaust verður í Lýtingsstaðahrepp, Blönduhlíð, Vatnsskarði, Sæmundarhlíð, Varmahlíð, Hegranesi og frá Varmahlíð að Glaumbæ 20.10.2022 frá kl 00:00 til kl 01:30 (á miðnætti í nótt) vegna vinnu við aðveitustöð Varmahlíð. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK...

Vörðum leiðina saman: Samráðsfundur með íbúum Norðurlands vestra um samgöngur, sveitarstjórnarmál og húsnæðis- og skipulagsmál

19.10.2022
Fréttir
Í október býður innviðaráðuneytið, í samvinnu við landshlutasamtök sveitarfélaga, íbúum í öllum landshlutum til opins samráðs á fjarfundum í október undir yfirskriftinni Vörðum leiðina saman. Fundur fyrir íbúa Norðurlands vestra verður haldinn á morgun, fimmtudaginn 20. október kl. 15-17. Tilgangur samráðsfundanna er að gefa íbúum og...

Skólastíg og norður enda Freyjugötu lokað vegna malbiksframkvæmda

13.10.2022
Fréttir
Vegna malbiksframkvæmda verða Skólastígur og norður endi Freyjugötu á Sauðárkróki lokaðar í dag og fram eftir degi á morgun, föstudag.

Tilkynning frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra

07.10.2022
Fréttir
Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir Norðurland vestra næstkomandi sunnudag, 9. október og varðar hún bæði ofankomu og vind. Ljóst er að ekkert ferðaveður verður á Norðurlandi vestra á sunnudag og fram á mánudag og eru því allir hvattir til að gera sínar ráðstafanir í samræmi við það. Bændur eru sérstaklega hvattir...

Lokað fyrir umferð bíla um Aðalgötu í kvöld frá kl. 19-22

07.10.2022
Fréttir
Vegna sérstakrar opnunar verslana og veitingahúsa í Aðalgötunni á Sauðárkróki í kvöld frá kl. 19-22 verður lokað fyrir umferð bíla um Aðalgötu á meðan á viðburðinum stendur. Ökumenn eru beðnir um að nota hliðargötur á meðan á lokun stendur. Við hvetjum íbúa til þess að nýta tækifærið og kíkja í Aðalgötuna í kvöld. 

Sveitarstjórnarfundur mánudaginn 10.október 2022

07.10.2022
Fréttir
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagafjarðar mánudaginn 10. október kl. 12:00. Fundurinn verður haldinn að Sæmundargötu 7

Umferðaröryggi gangandi og hjólandi vegfarenda

06.10.2022
Fréttir
Á fundi forvarnarteymis sveitarfélagsins Skagafjarðar, þann 28. september s.l. var sérstaklega rætt um áhyggjur teymisins af umferðaröryggi gangandi og hjólandi vegfarenda. Teymið hvetur sveitarfélagið til þess að setja umferðaröryggismál í forgrunn og jafnframt vill teymið brýna fyrir forráðamönnum að ræða við börnin sín um hætturnar sem er að...