Fara í efni

Fréttir

Íbúafundur um fjárhagsáætlun Skagafjarðar 2023-2026

29.11.2022
Fréttir
Fjárhagsáætlun Skagafjarðar fyrir árin 2023-2026 verður kynnt á rafrænum íbúafundi fimmtudaginn 1. desember kl. 20:30. Um þessar mundir er unnið að gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins sem lögð var fram til fyrri umræðu í sveitarstjórn 16. nóvember sl. og er síðari umræða á dagskrá 14. desember nk. Á fundinum verður sagt frá starfsemi...

Tilkynning frá Skagafjarðarveitum - Heitavatnslaust í Túna- og Hlíðarhverfi í dag

29.11.2022
Fréttir
Vegna vinnu við lagnir í Nestúni verður lokað fyrir hitaveitu í Iðutúni, Jöklatúni og öllum götum þar fyrir ofan klukkan 10. Hlíðahverfi mun detta út í eina til tvær klst. Skagafjarðarveitur biðjast velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.

Myndasyrpa frá tendrun ljósa á jólatrénu á Kirkjutorgi

28.11.2022
Fréttir
Ljósin voru tendruð á jólatrénu á Kirkjutorgi við hátíðlega athöfn sl. laugardag. Vel var mætt á viðburðinn sem sjá má á meðfylgjandi myndasyrpu. Einar E. Einarsson formaður byggðarráðs flutti hátíðarávarp, nemendur í 2. bekk Varmahlíðarskóla tendruðu ljósin á jólatrénu og Stjörnukór og Barna- og unglingakór Tónadans sungu. Stjórnendur kórsins...

Ljós verða tendruð á jólatrénu á Kirkjutorgi á morgun

25.11.2022
Fréttir
Það verður hátíðarstemning á Sauðárkróki á morgun, laugardag, þegar jólaljósin verða tendruð á jólatrénu á Kirkjutorgi við hátíðlega athöfn. Einar Einarsson mun flytja hátíðarávarp, Stjörnukór og Barna- og unglingakór Tónadans munu sjá um söng, Leikfélag Sauðárkróks mun skemmta gestum og dansað verður í kringum jólatréð. Þá hefur einnig heyrst að...

Auglýsing vegna framkvæmda við Brekkugötu 5 - verndarsvæði í byggð á Sauðárkróki

23.11.2022
Fréttir
Umsókn um leyfi fyrir breytingum á húsnæði liggur fyrir hjá byggingarfulltrúa Skagafjarðar frá eigendum fjölbýlishússins að Brekkugötu 5. Fyrirhuguð er endurnýjun á gluggum og hurðum og áætlaður verktími um 3 mánuðir. Framkvæmdin er innan verndarsvæðis í byggð sem er norðurhluti gamla bæjarins á Sauðárkróki og samkvæmt lögum um verndarsvæði í byggð nr 87/2015 skal sveitarstjórn auglýsa hina fyrirhuguðu framkvæmd.

Auglýsing um umsóknir í Afreksíþróttasjóð ungmenna í Skagafirði

22.11.2022
Fréttir
AFREKSÍÞRÓTTASJÓÐUR UNGMENNA Í SKAGAFIRÐI Auglýsir eftir umsóknum vegna sjóðsúthlutunar fyrir árið 2022. Í reglunum segir: „Styrkurinn er ætlaður þeim sem taka þátt í landsliðsverkefnum eða öðru sem jafna má við þátttöku í þeim að mati sérstakrar úthlutunarnefndar, enda hafi slík þátttaka í för með sér veruleg útgjöld þátttakenda og forráðamanna...

Dagur íslenskrar tungu

16.11.2022
Fréttir
Dagur íslenskrar tungu er í dag 16. nóvember, tileinkaður íslensku. 16. nóvember er fæðingardagur rómantíska skáldsins Jónasar Hallgrímssonar en hann fæddist árið 1807. Jónas lagði mikið upp úr fallegu máli og varðveislu íslenskrar tungu. Auk þess að vera rómað skáld á umbrotatíma í íslensku samfélagi, sjálfstæðisbaráttunni, var hann...

Sveitarstjórnarfundur 16. nóvember 2022

15.11.2022
Fréttir
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagafjarðar miðvikudaginn 16. nóvember að Sæmundargötu 7 og hefst hann kl. 16:15

Dansmaraþon 10. bekkinga í Árskóla stendur nú yfir

09.11.2022
Fréttir
Dansmaraþon 10. bekkinga í Árskóla hófst í morgun, 9. nóvember og stendur yfir til kl. 10 í fyrramálið. Það er Logi Vígþórsson, danskennari, sem stjórnar dansinum, en nemendur Árskóla hafa verið duglegir við að æfa dans síðustu vikur undir leiðsögn Loga. Dansinn hófst í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki og var dansað þar frá kl. 10-14 í dag og svo...