Fara í efni

Fréttir

Ljós verða tendruð á jólatrénu á Kirkjutorgi á morgun

25.11.2022
Fréttir
Það verður hátíðarstemning á Sauðárkróki á morgun, laugardag, þegar jólaljósin verða tendruð á jólatrénu á Kirkjutorgi við hátíðlega athöfn. Einar Einarsson mun flytja hátíðarávarp, Stjörnukór og Barna- og unglingakór Tónadans munu sjá um söng, Leikfélag Sauðárkróks mun skemmta gestum og dansað verður í kringum jólatréð. Þá hefur einnig heyrst að...

Auglýsing vegna framkvæmda við Brekkugötu 5 - verndarsvæði í byggð á Sauðárkróki

23.11.2022
Fréttir
Umsókn um leyfi fyrir breytingum á húsnæði liggur fyrir hjá byggingarfulltrúa Skagafjarðar frá eigendum fjölbýlishússins að Brekkugötu 5. Fyrirhuguð er endurnýjun á gluggum og hurðum og áætlaður verktími um 3 mánuðir. Framkvæmdin er innan verndarsvæðis í byggð sem er norðurhluti gamla bæjarins á Sauðárkróki og samkvæmt lögum um verndarsvæði í byggð nr 87/2015 skal sveitarstjórn auglýsa hina fyrirhuguðu framkvæmd.

Auglýsing um umsóknir í Afreksíþróttasjóð ungmenna í Skagafirði

22.11.2022
Fréttir
AFREKSÍÞRÓTTASJÓÐUR UNGMENNA Í SKAGAFIRÐI Auglýsir eftir umsóknum vegna sjóðsúthlutunar fyrir árið 2022. Í reglunum segir: „Styrkurinn er ætlaður þeim sem taka þátt í landsliðsverkefnum eða öðru sem jafna má við þátttöku í þeim að mati sérstakrar úthlutunarnefndar, enda hafi slík þátttaka í för með sér veruleg útgjöld þátttakenda og forráðamanna...

Dagur íslenskrar tungu

16.11.2022
Fréttir
Dagur íslenskrar tungu er í dag 16. nóvember, tileinkaður íslensku. 16. nóvember er fæðingardagur rómantíska skáldsins Jónasar Hallgrímssonar en hann fæddist árið 1807. Jónas lagði mikið upp úr fallegu máli og varðveislu íslenskrar tungu. Auk þess að vera rómað skáld á umbrotatíma í íslensku samfélagi, sjálfstæðisbaráttunni, var hann...

Sveitarstjórnarfundur 16. nóvember 2022

15.11.2022
Fréttir
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagafjarðar miðvikudaginn 16. nóvember að Sæmundargötu 7 og hefst hann kl. 16:15

Dansmaraþon 10. bekkinga í Árskóla stendur nú yfir

09.11.2022
Fréttir
Dansmaraþon 10. bekkinga í Árskóla hófst í morgun, 9. nóvember og stendur yfir til kl. 10 í fyrramálið. Það er Logi Vígþórsson, danskennari, sem stjórnar dansinum, en nemendur Árskóla hafa verið duglegir við að æfa dans síðustu vikur undir leiðsögn Loga. Dansinn hófst í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki og var dansað þar frá kl. 10-14 í dag og svo...

Tilkynning til íbúa út að austan, Hofsós og nærsveitir

07.11.2022
Fréttir
Vegna viðgerðar á stofnlögn þarf að loka fyrir heita vatnið frá Hrolleifsdal á morgun þriðjudag 8. nóvember. Heitavatnslaust verður á öllu svæðinu frá Hrolleifsdal og inn í Viðvíkursveit. Lokað verður fyrir vatnið um kl. tíu og mun viðgerðin standa fram eftir degi. Athugið að skrúfað sé fyrir krana svo ekki komi til tjóns þegar vatni verður...

Aðgerðarpakki 2 í leikskólamálum í Skagafirði

02.11.2022
Fréttir
Síðasta vor blasti við erfið staða þegar kom að innritun barna í leikskóla Skagafjarðar. Talsverð vöntun var á starfsfólki eins og annars staðar í atvinnulífinu og ófyrirséð hvort hægt væri að nýta öll pláss leikskólanna sökum þess. Til að mæta þessum aðstæðum var brugðist hratt við og ráðist í aðgerðir til að bæta starfsumhverfi leikskólanna og laða að starfsfólk til að bæta þar úr, sbr. aðgerðarpakki 1 í leikskólamálum í Skagafirði.

Niðurstöður útboðs um sorphirðu í Skagafirði

26.10.2022
Fréttir
Föstudaginn 30. september sl. voru opnuð tilboð í tilboðsverkið "Sorphirða fyrir heimili, stofnanir, gámastöðvar o.fl. í Skagafirði 2023-2028". Fjögur tilboð bárust í verkið. Íslenska Gámafélagið ehf var með lægsta boð eða upp á 115,9% af kostnaðaráætlun. Einnig komu tilboð frá Kubbur ehf upp á 137%, Terra Umhverfisþjónusta 187,5% og GS Lausnir...