Trausti Hólmar Gunnarsson ráðinn í starf iðnaðarmanns
04.03.2025
Trausti Hólmar Gunnarsson hefur verið ráðinn í starf iðnarmanns í þjónustumiðstöð veitu- og framkvæmdasviðs hjá sveitarfélaginu Skagafirði.
Hólmar er með meistararéttindi í rafvirkjun og hefur lokið fyrsta stigi vélstjórnar. Því til viðbótar er hann með 30 tonna skipstjórnarréttindi, aukin ökuréttindi, eiturefnaleyfi og er meindýraeyðir. Hólmar hefur víðtæka starfsreynslu en hann hefur starfað sem rafvirki hjá Tengli um áraraðir en þar áður hefur hann unnið í vélsmiðju og við bílaviðgerðir ásamt því að hafa rekið eigið verktaka fyrirtæki.
Hólmar mun hefja störf hjá sveitarfélaginu í apríl og bjóðum við hann hjartanlega velkominn til starfa og óskum honum velfarnaðar í sínum störfum.