Verndarsvæði í byggð á Sauðárkróki - Kirkjutorg 1
Hjá byggingarfulltrúa Skagafjarðar liggja fyrir gögn vegna tilkynntra framkvæmda við Kirkjutorg 1 á Sauðárkróki. Framkvæmdirnar varða breytingar á einangrun og klæðningu hússins að utan og er áætlaður verktími 6 mánuðir. Framkvæmdin er innan verndarsvæðis í byggð sem er norðurhluti gamla bæjarins á Sauðárkróki.
Samkvæmt greinargerð um verndarsvæði í byggð frá 2018 og Húsakönnun Sauðárkróks frá 2018 hefur húsið miðlungs varðveislugildi sem byggir að mestu á háu umhverfis gildi og upprunalegu gildi, miðlungs tæknilegu ástandi og listrænu gildi. Aftur á móti er menningarsögulegt gildi þess metið lágt.
Með vísan í 6. gr laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015 ber sveitarstjórn að auglýsa fyrirhugaða framkvæmd áður en ákvörðun er tekin um leyfi til framkvæmda. Þannig fær almenningur og hagsmunaaðilar tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum og athugasemdum á framfæri við sveitarstjórn áður en veitt er framkvæmdaleyfi.
Gögn um fyrirhugaða framkvæmd liggja frammi til kynningar í ráðhúsi sveitarfélagsins og hér á heimasíðunni til og með 14. maí 2025.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast í síðasta lagi 14. maí 2025 til byggingarfulltrúa í ráðhús, Skagfirðingabraut 21 eða á netfangið andrig@skagafjordur.is.