Uppfært: Leyfin eru farin - Til sölu tvö veiðileyfi í Laxá í Laxárdal
Tvö veiðileyfi í eigu sveitarfélagsins í Laxá í Laxárdal í fyrrum Skefilsstaðahreppi eru til sölu - um er að ræða tvo daga, 16. júlí og 20. ágúst 2025.
Veiðisvæðin eru tvö. Svæði 1 er frá ósi árinnar við Sævarland að brúnni við Skíðastaði og svæði 2 frá brúnni að Háafossi.
Leyfð er ein stöng á hvoru svæði í ánni og er daglegur veiðitími frá kl. 07:00 - 13:00 og 16:00 - 22:00. Þó skal hafa í huga að frá 15. ágúst er veiðitími til kl 21:00.
Einungis er leyfð fluguveiði á flugustöng og eru fimm laxar hámarksveiði. Halda má einum hæng undir 70 cm á stangardag, annars skal sleppa öllum laxi aftur í ána og leyfa særðum fiskum að njóta vafans. Veiðimanni ber að hætta veiði í ánni þegar hámarksveiði laxa er náð. Leyfilegt er að halda öllum silungi.
Verðið fyrir daginn er 45.000 kr og geta áhugasamir haft samband við skagafjordur@skagafjordur.is
Almenna reglan við úthlutun leyfa er fyrstur kemur fyrstur fær.