Fara í efni

Innritun í Tónlistarskóla Skagafjarðar

13.06.2025

Innritun fyrir skólaárið 2025-2026 er á lokametrum en umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til og með 25. júní nk. Innritun fer fram í gegnum vefform á vef Tónvisku sem hægt er að nálgast hér

Eins og fram kemur í innritunarreglum Tónlistarskóla Skagafjarðar hafa nemendur sem stundað hafa nám við skólann forgang ef takmarka þarf fjölda nemenda á einstök hljóðfæri. Mikilvægt er að allir sem áhuga hafa á tónlistarnámi næsta skólaár sæki um áður en umsóknarfrestur rennur út, ekki er hægt að tryggja skólavist hafi umsókn ekki borist fyrir þann tíma.

Nánari upplýsingar um námsframboðið og námið er að finna á heimasíðu tónlistarskólans