Fara í efni

Fréttir

Nýtt fyrirkomulag varðandi vetrarþjónustu á vegum Skagafjarðar

17.02.2025
Við vekjum athygli á því að nýtt fyrirkomulag hefur tekið gildi varðandi vetrarþjónustu á vegum Skagafjarðar, þ.e. nú skal hafa samband við Þjónustumiðstöð eða landbúnaðar- og umhverfisfulltrúa Skagafjarðar, Kára Gunnarsson, til þess að óska eftir þjónustu í stað þess að hafa samband við þá tengiliði sem áður tóku við pöntunum. Svæðin skiptast á...

María Neves hefur verið ráðin í starf verkefnastjóra

14.02.2025
María Neves hefur verið ráðin í starf verkefnastjóra hjá sveitarfélaginu Skagafirði. Í starfinu felst að vinna að skilgreindum verkefnum fyrir atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd með það að markmiði að þróa áfram ákveðin verkefni sem eru til þess fallin að stuðla að uppbyggingu, nýsköpun og framþróun í sveitarfélaginu.   María Neves lauk...

Hunda- og kattahreinsun á Sauðárkróki

14.02.2025
Fimmtudaginn 20. febrúar nk. býður dýralæknir skráðum hunda- og kattaeigendum upp á hreinsun gæludýra í Áhaldahúsinu, Borgarflöt 27 á Sauðárkróki.    Kattahreinsun verður frá kl. 16:00 - 17:00 og hundahreinsun verður frá kl. 17:00 - 18:00.   Hreinsunin er innifalin í verði gæludýraskráningar og stendur skilvísum gæludýraeigendum...

Jón Jökull Jónsson ráðinn í starf umsjónarmanns verkstæðis

12.02.2025
Jón Jökull Jónsson hefur verið ráðinn í starf umsjónarmanns verkstæðis á Veitu- og framkvæmdasviði hjá sveitarfélaginu Skagafirði.   Jökull er með 30 ára reynslu í bílaviðgerðum en hann hefur starfað m.a. á Bílaverkstæðinu Pardus á Hofsósi, Bílaverkstæðinu Áka og nú síðast á Bílaverkstæði KS þar sem hann hefur starfað í rúman áratug. Jökull...

Næsti fundur sveitarstjórnar verður haldinn miðvikudaginn 12. febrúar

10.02.2025
35. fundur sveitarstjórnar verður haldinn að Sæmundargötu 7a, miðvikudaginn 12. febrúar nk. og hefst kl. 16:15. Dagskrá:   Fundargerð  1.   2501007F - Byggðarráð Skagafjarðar - 129 1.1 2308167 - Lóðarleigusamningar á Nöfum1.2 2409299 - Húsnæðisáætlun 2025 - Skagafjörður1.3 2412136 - Unglingalandsmót 2026 - beiðni um...

Opnunartími Sundlaugarinnar í Varmahlíð lengdur á föstudögum

07.02.2025
Opnunartími sundlaugarinnar í Varmahlíð hefur verið lengdur til kl. 21:00 á föstudögum í vetur en á síðustu árum hefur verið opið til kl. 14:00 á föstudögum yfir vetrarmánuðina. Vetraropnunarími Sundlaugarinnar í Varmahlíð er því sem hér segir: Mánudaga - föstudaga kl. 08:00 - 21:00Laugardaga kl. 10:00 – 16:00Sunnudaga kl. 10:00 – 16:00 Hér...

Sundlaugar opna kl 16

06.02.2025
Nú hefur veðurofsinn gengið yfir og hafa rauðar veðurviðvaranir dottið úr gildi. Sundlaugin á Sauðárkróki og Sundlaugin í Varmahlíð opna á ný kl. 16:00 í dag og Sundlaugin á Hofsósi opnar samkvæmt opnunartíma kl. 17:00.

Skólahald fellur niður á morgun, fimmtudaginn 6. febrúar

05.02.2025
Veðurstofa Íslands hefur uppfært veðurviðvaranir úr appelsínugulri í rauða fyrir Norðurland vestra frá kl. 10:00 til 16:00 á morgun. Allt skólahald í leik- og grunnskólum í Skagafirði fellur niður sem og frístund. Þá verða einnig allar sundlaugar í Skagafirði lokaðar á morgun vegna veðurs. Aðgerðastjórn Almannavarna (AST) á Norðurlandi vestra...

Dagur kvenfélgaskonunnar og 95 ár frá stofnun Kvenfélagasamband Íslands

01.02.2025
1. febrúar er Dagur kvenfélagskonunnar og jafnframt stofndagur Kvenfélagasambands Íslands. Í dag eru 95 ár liðin frá stofnun sambandsins en Kvenfélagasamband Íslands (KÍ) var stofnað 1. febrúar 1930.  Sveitarfélagið Skagafjörður sendir bestu kveðjur til allra meðlima kvenfélaga Skagafjarðar í tilefni dagsins með þökk fyrir ómetanleg og...