Tilkynning: Götulokanir vegna framkvæmda í dag á Sauðárkróki
21.07.2025
Vakin er athygli á því að vegna framkvæmda við fráveitukerfi verða gatnamót Grundarstígs og Hólmagrundar lokuð í dag, mánudaginn 21. júlí.
Jafnframt mun fara fram vinna við gatnamótin við Árskóla og verður hliðarrampurinn þar lokaður á meðan framkvæmdum stendur.
Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát og virða lokanir.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þessar lokanir kunna að valda.