Hestastóð á ferð um Hofsós vegna kvikmyndatöku – mánudaginn 11. ágúst
08.08.2025
Vegna kvikmyndatöku fyrir sjónvarpsþættina Bless bless Blesi mun hestastóð, alls um sjö hestar hlaupa víðsvegar um tiltekin svæði á Hofsósi mánudaginn 11. ágúst.
Hestafólk mun fylgja stóðinu.
Hugsanlegir staðir sem farið verður um eru meðal annars:
-
Hvosin (grænt hús á hæðinni)
-
Brúin við bryggjuna
-
Vegurinn hjá kjörbúðinni
-
Nokkrir aðrir staðir víðsvegar um Hofsós
Tökurnar munu fara fram í stuttum lotum og munu hestarnir því einungis hlaupa stuttar vegalengdir í senn.
Íbúar og gestir eru beðnir um að sýna aðgát.