Fara í efni

Sumarlokun í ráðhúsi Skagafjarðar

03.07.2025

Vakin er athygli á því að afgreiðsla ráðhúss Skagafjarðar verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með 28. júlí nk. Afgreiðslan opnar aftur kl. 10:00, mánudaginn 11. ágúst. 

Á meðan á lokun stendur verður ekki hægt að sækja þjónustu á staðnum, en hægt verður að nálgast ýmsa rafræna þjónustu á heimasíðu sveitarfélagsins.

Bent er á að hægt er að nýta rafrænt umsóknarferli í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins eða senda erindi á netfangið skagafjordur@skagafjordur.is.

Sveitarfélagið þakkar skilninginn og óskar öllum góðs sumarfrís.