Tímabundnar lokanir á Hólavegi og Siglufjarðarvegi vegna kvikmyndatöku 29. - 31. júlí
29.07.2025
Vegna kvikmyndatöku sem fer fram dagana 29.–31. júlí 2025 verða tímabundnar truflanir á umferð á Hólavegi og Siglufjarðarvegi.
Umferð verður hleypt í gegnum svæðin með reglulegu millibili og aðgengi viðbragðsaðila verður tryggt á öllum tímum.
Staðsetningar og tímasetningar:
Þriðjudagur 29. júlí kl. 11:00–16:00
- Hólavegur
- Tímabundnar lokanir (5–10 mínútur í senn).
Miðvikudagur 30. júlí kl. 12:00–16:00
- Siglufjarðarvegur
- Tímabundin lokun (u.þ.b. 5 mínútur í senn).
Fimmtudagur 31. júlí kl. 11:00–16:00
- Hólavegur
Sveitarfélagið hvetur vegfarendur til að sýna aðgát og fylgja leiðbeiningum starfsfólks á svæðinu.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.