Fara í efni

Fréttir

Íbúafundur um hönnun á bættu aðgengi í Staðarbjargavík

08.09.2023
Fréttir
Í síðustu úthlutun Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða hlaut Skagafjörður styrk fyrir hönnun á bættu aðgengi í Staðarbjargavík á Hofsósi. Staðarbjargarvík er þekkt fyrir stuðlaberg og hefur ferðamannastraumur í víkina aukist jafnt og þétt síðustu ár. Í dag er tréstígi sem er kominn til ára sinna sem liggur niður á stuðlabergsklöppina og veitir þaðan...

Göngum í skólann hófst í dag

06.09.2023
Fréttir
Verkefnið Göngum í skólann hófst í morgun þegar það var sett í sautjánda sinn. Því lýkur formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum www.iwalktoschool.org miðvikudaginn 4. október.Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Ein...

Rótarý á Íslandi styrkir Vinaliðaverkefni grunnskóla Skagafjarðar um 600.000 krónur

29.08.2023
Fréttir
Á umdæmisþingi Rótarý á Íslandi sem haldið var á Sauðárkróki dagana 18.-20. ágúst sl. afhenti Rótarýhreyfingin Vinaliðaverkefni grunnskóla Skagafjarðar 600.000 króna styrk. Það var Selma Barðdal Reynisdóttir, fræðslustjóri Skagafjarðar, sem tók á móti styrknum fyrir hönd grunnskóla Skagafjarðar. Umdæmisþingið fór fram í íþróttahúsinu á Sauðárkróki...

Vetraropnun sundlauga í Skagafirði tekur gildi

29.08.2023
Fréttir
Vakin er athygli á því að vetraropnanir hafa tekið gildi í sundlaugum Skagafjarðar að undanskilinni sundlauginni á Hofsósi en þar er sérstakur opnunartími í september og tekur vetraropnunartími þar gildi 30. september. Opnunartímar Sundlauga Skagafjarðar verða sem hér segir í vetur: Sundlaugin á Hofsósi Opnun 28. ágúst 2023 - 24. september...

Auglýsing um samþykktar skipulagstillögur

28.08.2023
Fréttir
Byggðarráð Skagafjarðar, í umboði sveitarstjórnar, samþykkti á 57. fundi sínum þann 31. júlí 2023 fimm tillögur að breytingum á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035 í samræmi við 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málsmeðferðir voru samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga. Viðfangsefni samþykktra skipulagstillagna eru...

Land til leigu á Hofsósi

25.08.2023
Fréttir
Skagafjörður auglýsir til leigu frá næstu áramótum hólf nr. 10 á Hofsósi, Bræðraborgartún, 3,2 ha til slægna og hólf nr. 16, Gíslatún, 3 ha til beitar. Umsóknarfrestur er til 10. september. Nánari upplýsingingar veitir Kári Gunnarsson, þjónustufulltrúi landbúnaðarmála, í síma 659 3970. Umsóknir sendist á kari@skagafjordur.is.

Frítt í sundlaugar Skagafjarðar á morgun frá 14-16

25.08.2023
Fréttir
Í tilefni af Umhyggjudeginum á morgun, laugardaginn 26. ágúst, verður frítt í sundlaugar Skagafjarðar frá kl. 14-16. Glaðningur verður fyrir alla krakka sem mæta í sund á meðan birgðir endast. Umhyggja er félag sem vinnur að bættum hag langveikra barna og fjölskyldna þeirra. Þau bjóða m.a. upp á endurgjaldslausa sálfræðiþjónustu og...

Skólahverfi í Skagafirði og reglur um undanþágu fyrir skólasókn í öðru skólahverfi

24.08.2023
Fréttir
Í Skagafirði eins og í öðrum sveitarfélögum eru ákveðin skólahverfi. Börn sækja skóla innan sinna skólahverfa og skipulag skólaaksturs tekur mið af þeim. Sveitarfélög landsins hafa ekki boðið upp á fljótandi skólahverfi enda myndi slíkt kalla á mikla skipulagningu, mjög breytilegan akstur og akstursleiðir á milli skólahverfa og mjög verulega...

Auglýst er eftir forgangsverkefnum í Skagafirði fyrir áfangastaðaáætlun Norðurlands (DMP)

24.08.2023
Fréttir
Skagafjörður auglýsir eftir uppbyggingarverkefnum í ferðaþjónustu til að setja á forgangslista Skagafjarðar fyrir áfangastaðaáætlun Norðurlands (DMP). Þau verkefni sem eru á forgangslista Skagafjarðar fá auka stig við mat á umsóknum í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða en opnað verður fyrir umsóknir í haust. Skila þarf inn greinagóðri lýsingu á...